Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR21.JUNÍ 1977
33
félk f
fréttum
/
+ Á alþjóðlegu ráðstefnunni
um umhverfismál, sem nýlokið
er í Reykjavfk, var próf.
Edward Kuenen, rektor
háskólans ( Leiden f Hollandi,
heimsþekktur vfsindamaður og
virtur. 4 , ,
I samræðum við frétta-
mann Mbl. kvaðst hann hafa
komið fyrr til Islands, fyrst
þegar hann var ungur piltur.
Þá kom hópur af skólapiltum
frá Hollandi til tslands og fékk
sumarvinnu á bóndabæjum.
Þetta var um 1930. Edward
Kuenen lenti á Brúsastöðum f
Þingvallasveit. Þar fór hann oft
með hest og kerru niður á Þing-
velli, þvf þar stóðu yfir ein-
hverjar framkvæmdir. Þar var
þá Jóhannes Kjarval oft að
mála f hrauninu. Ilollenzki
pilturinn stanzaði oft hjá
honum og Kjarval kallaði hann
jafnan Rembrandt.
Einn góðan
veðurdag skar Kjarval svo
mvndina. sem hann var að
ljúka við, úr blindrammanum
og gaf piltinum til minja. Þessi
Þingvallamynd eftir Kjarval
hefur öll þessi ár prýtt vegginn
f stofu þessa fræga prófessors.
Og þegar blaðamaður Mbl.
sagði honum, að hér væri sér-
stakt Kjarvalssafn, rekið af
Reykjavfkurborg, sem vafa-
laust mundi vilja vita ef hann
léti myndina, þá sagði hann
fast: Hún verður aldrei látin!
Próf. Kuenen er f miðið á
meðfylgj andi mynd, ásamt
vísindamönnunum próf. Gold-
berg og dr. Reid Brayson. —
E.Pá.
+ Nýskipaður sendiherra Tyrklands hr. Erden Erner afhenti 14.
þ.m. handhöfum forsetavalds f veikindaforföllum forseta tslans
trúnaðarbréf sitt að viðstöddum Ólafi Jóhannessyni er gegnir
störfum utanrfkisráðherra f veikindaforföllum Einars Ágústs-
sonar.
Sfðdegis þá sendiherrann boð handhafa forsetavalds f Ráðherra-
hústaðnum ásamt nokkrum fleiri gestum.
Sendiherrann hefur aðsetur f Osló.
+ Það hefur nú
verið tilkynnt op-
inberlega að
Anna Englands-
prinsessa eigi von
á barni f nóvem-
ber. Barnið mun
þó ekki bera
konunglegan titil
nema Mark
Phillips, eigin-
maður Önnu. taki
tilboði Ellsabetar
drottningar um
aðalstitil en hon-
um hefur hann
hafnað hingað til.
Anna prinsessa er
sem kunnugt er
mikil hestakona
en verður nú að
leggja reið-
mennskuna á hill
una næstu mán-
uðina.
+ Andrew prins. sonur Ellsabetar
Englandsdrottningar, hefur f vet-
ur verið f skóla f Ontario f
Kanada. Hann er skiptinemi og
nýtur engra forréttinda f skólan-
um en þykir góður nemandi og er
sagður gáfaðastur af börnum
Ellsabetar. Andrew, sem er 17
ára. hefur verið vinsæll I skólan-
um og stúkurnar bfða f biðröðum
til að fá að dansa við hann. Sjálf-
ur segist Andrew njóta þess að
vera bara einn úr hópnurtt. laus
við allar konunglegar siðareglur.
Stúlkan sem þarna er með
Andrew heitir Sandi Jones 16 ára
og var daman hans á fyrsta skóla-
ballinu f Ontario.
Svipmyndir
á svipstundu
Svipmyndir í hvert skírteini
Svipmyndir sf.
Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjóðleikhúsinu
m
Léttsemfis
....og endist og endist
Við sjáum yfirleitt bara ristina
i frárennsliskerfinu. Undirhenni
eru ótalmargir hlutar, sem
hjálpast að við að koma vatninu
á leiðarenda.
VATNSVIRKINN hefur allt, sem
til þarf í þessu sambandi.
VATNSVIRKINN hefur starfað í
25 ár sem sérverzlun
með efnivörur til pipulagna.
VATNSVIRKINN býður
viðskiptamönnum sínum
einungis úrvals vörur, sem eru
þekktar að gæðum.
VATNSVIRKINN kynnti árið
1966 frárennsliskerfi, sem er
unnið úr plastefninu
polypropylene. Þetta efni hefur
augljósa kosti:
• Það þolir sjóðandi vatn og
sýrur.
• Það er létt sem fis.
• Það endist.....og endist.
Vatnsvirkinn hf
Ármúla 21 - Sérverzlun meö efnivörur til pípulagna
Reiðskólinn í júlí og ágúst
Vegna mikillar þátttöku í námskeiðum í júní
verða ný námskeið fyrir börn og unglinga I júlí
og ágúst.
Nemendur fá fjölþætta, alhliða þjálfun á hest-
baki ásamt bóklegri kennslu.
Kennslan fer fram í gerði en einnig er farið í
útreiðatúra. Haldnar eru kvöldvökur og farið í
leiki.
Þátttakendur-geta komið með eigin hesta.
21. júlf—2. ágúst (13 dagar) ByrjendanámskeiS
13. ágúst—25. ágúst (1 3 dagar) Byrjendanámskeið
25. ágúst—1. september (8 dagarj FramhaldsnámskeiS
Nánari upplýsingar og bókanir hjá
Ferðaskrifstofunni Úrval, Sími 26900.
Hestamiðstöóin
Geldingaholt
Reiöskóli,útreióai;tamning,hrossarækt og sala
Gnúpverjahrepp, Árnessýslu • Sími um Ása
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU