Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1977 37 ""l'U'gJ’Vs- Ai VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI hvort innlenda fréttastöfan hafi ekki verið starfandi þennan morgun. — Ef svo var er ekki sjáanlegt annað en að einhvers- konar bráðabirgðastraumsvíkur- göngufréttastofa hafi verið sett á laggirnar með hraði af dagskrár- mannsskap morgunsins. — Það reyndist nefnilega svo, að I næsta fréttatíma kl. 9.15 hafði verið vendilega úr yfirsjóninni bætt, og innlendur fréttalestur skilmerki- lega tíundaður. EN VAR ALLUR HELGAÐUR FRÉTTUM AF ÞVl SEM RAUNAR VAR ÞA OSKEÐ, STRAUMSVlKURGÖNGUNNI. Kl. 10 að morgni, þegar kom að þriðja fréttatimanum. virtist sama skipulag vera rikjandi varð- andi innlendar fréttir, ALLUR INNLENDI FRÉTTATÍMINN ÞA VAR EINNIG HELGAÐUR STRAUMSVIKURGÖNGUNNI, nema hvað almenn veðurlýsing á landinu fékk að fylgja með. I hádegisfréttatima var enn Itarleg frásögn af framvindu Straumsvikurgöngunnar, en I þetta skipti virtist innlenda fréttastofan sjálf hafa verið kom- in til skjaianna, þvi auk Straums- víkuráróðursins fengu nú hvorki meira né minna en 8 innlendar fréttir í viðbót að fylgja með, en ítrekun um Straumsvikurþramm- ið vendilega látin fylgja í almennri umsögn fyrir og eftir aðalfréttir, hvað væri helst i fréttum. Næst voru svo fréttir kl. 19, og enn Straumsvíkurgöngunnar sér- staklega getið við upphaf og endi, auk þess sem fyrirtækið var að sjálfsögðu vandlega tiundað í aðalfréttum. Var þá einn fréttatími eftir það er að segja kl. 22 (stuttar fréttir), og reyndist Straumsvikurgangan enn ein af aðalfréttum dagsins. Ef við teljum nú þetta saman, kemur í ljós að Straumsvikur- ganga minnihlutahóps rót- tæklinga var á dagskrá f frétta- lestri rikisútvarpsins samtals 9 sinnum í 7 fréttatimum. — Skal efað að annað „fréttaefni" hafi þann dag fengið sifka STÖR- FRÉTTAMEÐFERÐ. Og enn skal áréttað að aðrir fjölmiðlar landsins virtust tæpast telja Straumsvíkurgönguna þess virói að minnast á hana í fréttum, NEMA RAUÐLIÐASALUFÉ- LAGARNIR HJA TVEIMUR FJÖLMIÐLUM, RlKISUTVARP- INU OG ÞJOÐVILJANUM, og voru vissulega á öndverðum meiði við alla aðra fjölmiðla varandi fréttagildi marséringar- innar, sem í ríkisútvarpinu og Þjóðviljanum fékk fréttaþjón- ustu, jafnvel áður en atburðurinn skeði. Þegar hér er komið Velvakandi góður, þykist ég hafa fundið þeim orðum mfnum stað, nieð því að leggja á borðið staðreyndir, að þulur I morgunútvarpi misnotaði aðstöðu sina f þágu rauðliðagöngu Straumsvfkurdagsins fræga, og að fréttatfmar útvarpsins voru einnig misnotaðir til áróðurs fyrir málefnið. Ennfremur hef ég minnst á hinn keypta og löglega áróður I tilkynningum, auk leiðaraáróðursins. Ég á nú aðeins eftir staðreynda- framlag mitt varðandi fullyrðingu mfna um GRÍMU- LAUSAN ARÓÐUR. Við athugun þessa málefnis nú, sé ég hins- vegar að þessi rolla tók hvorki meira né minna en 16 minútur í eftirmiðdagsþætti f róttæklinga- deild rfkisútvarpsins, og mundir þú hreinlega ekki hafa rými að sinni fyrir þá langloku ef hún væri sett á pappír, enda fór f þetta hjá rfkisútvarpinu álíka timi eins og allftarlegar aðalfréttir taka. — Erfitt verður að gera þeirri þulu skil f stuttu máli, en ef til vill verður það reynt þó seinna verði, og þætti mér þá vænt um ef ég mætti hafa samband við þig aftur. Utvarpshlustandi.“ t»essir hringdu . . . Q Orðaleikur? Björgvin Hólm: „Ég á f svolitlum vanda með að skilja þennan orðaleik sem Helgi Hálfdanarson lætur frá sér fara og á erfitt með að gera mér grein fyrir hvort honum er alvara eða ekki. Ef hann meinar allt sem hann segir þá finnst mér hann eitthvað undarlegur, en ef hann titlaði sig t.d. grinista þá gæti ég sennilega hlegið með honum. Hið sama á sennilega við um Megas. Ef hann kallaði sig trúð myndi maður sennilega skilja hann. Eitt langar mig að spyrja Helga Hálf- danarson um, sem virðist eiga svo létt með að fullyrða, hvernig hann fer að því að finna mismun í orðum. Ekki alls fyrir löngu sagði hann að sögnin að ganga væri SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á ALÞJÓÐLEGU skákmóti f Pecs f Ungverjalandi í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Honfi, Ungverjalandi, og Mikhail- chishins, Júgóslavfu, sem hafði svart og átti leik: 27... IIxg2; 28. h4 (Eftir 28. Kxg2 IIg8+, 29. Kfl Bh3 + , 30. Kf2 Bh4+, er hvítur mál) Hag8, 29. fxe4 Bh3! 30. Hxh3 Hgl+, 31. Kf2 H8g2+, 32. Kf3 dxe4+, 33. Kxe4 De6+, 34. Kxf4 Be4-t, og hvitur gafst upp. Ilonfi varð þrátt fyrir þessa skák sigurvegari á mótinu, en hann hlaut 714 v. af 11 mögu- legum. betri en sögnin að labba. Hvernig fer þú , Helgi, að þvi að komast að slíkri niðurstöðu?“ 0 HeiÖarleiki Móóir hringdi og sagðist vilja koma á framfæri þakklæti til konu, hjúkrunarkonu, sem skilaði veski er sonur hennar hafði týnt á Þjórsármótinu, sem var um hvita- sunnuhelgina. Voru ýmis verðmæti í veskinu og vildi móðirin þakka hjúkrunarkonunni fyrir að vera svo heiðarleg að skila veskinu til sfns rétta eig- anda. HÖGNI HREKKVÍSI "sr Fleiri karlar en konur vinna á dagvistarstofnun- um í Danmörku FYRIR nokkru gengust Fóstur- skólinn og Sumargjöf fyrir námskeiði um skóladagheimili. Einn aðalleiðbeinandi var And- ers Bech frá Danmörku, tóm- stundaheimilisfræóingur, en hliðstæðar stofnanir f Dan- mörku eru nefnd tómstunda- heimili eða fritidshjem. Tutt- ugu og fimm sóttu námskeiðið. Mbl. átti stutt samtal við And- ers Bech og spurði hann um skóladagheimilismál f Dan- mörku og námskeiðið sem er hið fyrsta sinnar gerðar sem er haldið hér. — Tilgangurinn er fyrst og fremst að leiðbeina um skóla- dagheimilismál, kanna mögu- leikana sem fyrir hendi eru til að styrkja og efla þessa starf- semi og benda á leiðir sem fara megi til að skóladagheimilis- barnið óheppið með hóp, ef svo má segja, er vá fyrir dyrum. Þvi þarf að finna leiðir til að gera heimilin svo úr garði að börnin verði þar með glöðu geði a.m.k. til 12 — 13 ára aldurs. I Dan- mörku er meðal annars sá hátt- ur á hafður að þar starfa sér- stakir klúbbar fyrir eldri börn- in og gefur það ágæta raun. Aðspurður um hvort karl- menn sæktu um dagvistunar- störf sagði Anders Bech að nú væru sennilega ívið fleiri karl- menn starfandi við dagvist- unarstofnanir i Danmörku. Hefði sú þróun orðið á allra siðustu árum. Kjör starfsfólks á dagvistunarstofnunum eru sambærileg við iðnlært fólk, að hans sögn, bvrjunarlaun eftir þriggja ára nám eru 160 þús. krónur á mánuði og fer hæst i 230 þús. Til samanburðar má geta þess að hér eru byrjunar- laun 95 þús. og verða hæst 105 þús. Miðað er i báðum tilvikum við fjörutiu stunda vinnuviku. Anders Bech sagði aö fyrsta tómstundaheimilið i Danmörku hefði tekið til starfa 1874, en i raun væri það ekki fyrr en eftir stríð sem verulegur vaxtar- kippur hlypi i þessi heimili. Arið 1970 eru tómstunda- heimili orðin 240 og hefði fjölg- að mikið síðan. Hann var spuröur um sam- vinnu foreldra og starfsfólks á dagvistarstofnunum. en það var eitt þeirra mála sem tekin voru til umfjöllunar á námskeiöinu. — Samvinna milli þessara aðila er að mínum dómi for- senda fyrir þvi að dvöl barnsins á heimilinu heppnist. Ef mikill Rabbað við Anders Bech, sér- fræðing um tómstundaheimili dvöl verði barni til mests þroska og ánægju. Mér er tjáð að hér sé það nokkuð vandamál að börnin séu treg til aö vera á skóladagheimilunum eftir að þau hafa náó 9—10 ára aldri. Þetta er töluvert mál, vegna þess að tölur í Danmörku hafa sýnt að á þeim aldri er barni hætt við að lenda út á afbrota- braut, ef það lendir i óhollum félagsskap. Á þessum aldri er hópurinn orðinn barninu nauð- synlegri an áður og verði nú munur er til dæmis á uppeldis- aðferðum þeint. sem foreldrar beita og heimilið annars vegar verður það til að rugla barnið i ríminu og ala með því öryggis- leysi. Auk þess er ákaflega þarft aö foreldrar og starfsfólk beri saman bækur sinar og kynnist, svo að gagnkvæmt traust skapist þarna á millum. Er gert mikið til þess i Dan- rnörku að efla tengslin á milli og brotið upp á ýmsu og hefur það gefizt ágæta vel. Judd vill flýta fyrir samningi London, 16. júní. AP. VIÐRÆÐUR milli Efnahags- bandalagsins og íslendinga unt gagnkvæm fiskveiðiréttindi hefj- ast fljótlega að nýju að því er Frank Judd aðstoðarutanrfkisráð- herra sagði í gær I svari við fyrir- spurn frá I’rank Hooley, þing- manni Verkamannaflokksins, f Neðri málstofunni. „Við vonum að samningavið- ræðurnar ryðji brautina fyrir við- unandi samningi, sem meðal ann- ars veiti brezkum togurum aftur aðgang að íslenzkum miðum," sagði Judd. En hann sagði að samningsaðilar yrðu að leysa tölu- verðan ágreining áður en sam- komulag tækist. Hann sagði að meginmarkmið viðræðna sendinefndar Efnahags- bandalagsins við islenzka ráða- menn í Reykjavík 8.—10. júni hefði verið að koma af staö nýjum viðræðum um gagnkvænt fisk- veiðiréttindi. Judd sagði að viðræður hefðu legið niðri í nokkra mánuði, en brezka stjórnin væri staöráðin i aö tryggja brezka hagsmuni i hverjum þeim samningi sem yrði gerður i framtíðinni. Hann lagði áherzlu á nauðsyn þess að ná skjótu samkomulagi er heimilaði skipunt frá EBE- löndum veiðar á íslenzkum mið- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.