Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNl 1977 „Held að við höfum lagað okkur að þessum breyting- um eins og kostur er" — segir Ólafur Jóakimsson, skipstjóri á Sigurbjörgu ÓF „Þessi siðuútgerð er að líða undir lok hér á Norðurlandinu. Við erum nú bara þrir bátar eftir við Eyjafjörðinn, Sigur- björgin, og svo Ólafur Magnússon og Þórður Jónsson á Akureyri. Ég býst nú við því að maður eigi eftir að sakna þessa. Það er margt í þessu, sem er nálægt, en óneitanlega er það skemmti- ieg tilhugsun að það sé verið að smíða handa manni skuttogara. Þetta er á sína vísu eins og á síldinni i gamla daga. Fyrst kastaði maður ekki á annað en vaðandi, en svo kom sú tíð að það var kastað eftir tækjum án þess að sjá nokk- urn skapaðan hlut“. Það var Ólafur Jóa- Það koma ekki þessi seiði sem sýknt og hei/agt var sparkaó út um lensportið kimsson, skipstjóri á Olafsfirði, sem svo mælir, þegar við röbbum saman á heim- ili hans að morgni sjómannadags. Ólafur hefur verið skipstjóri frá 1955, er hann byrjaði með Einari Þveræing ÓF, en þá hafði hann verið stýrimaður siðan 1949. Nú er hann skipstjóri á Sigurbjörgu, en hjá Slippstöðinni á Akureyri er verið að byrja á skuttogara fyrir Magnús Gamalielsson, útgerðar- mann á Ólafsfirði, og þá má reikna með þvi að Sigurbjörg verði seld. Þegar ég spurði Ólaf hvers hann teldi að hann saknaði mest, svaraði hann: „Nú sést aldrei fiskur á dekki. hann bara hverfur þarna ofan í skipin. Þetta held ég að ræni mann einhverri þægindatil- finningu. Það er svo fallegt dekkið, þeg- ar allt er fullt af fiski. Hins vegar er margt, sem mátti missa sin. Til dæmis verður öll vinnuaðstaða svo gjörólík ng þá ekki hvað sizt yfir vetrartímann". — Hlakkar þú til að fá skuttogarann? „Ég veit nú ekki. Sennilega geri ég hvort tveggja að kvíða fyrir og hlakka til. Þetta verður enn ein endurtekningin fyrir mig, því þarna verða bæði tæki og annað, sem ég hef aldrei séð áður. En karlar eins og ég verða að fylgjast með tímanum. Þessi siðuskip eru orðin aftur- úr. Á sömu slóðum og skuttogararnir eru fiskum við ekki nema brot af því, sem þeir fá. Þeir eru svo stórvirk tæki“. Mjög algengt að við förum ótilkvaddir úr smáfiski — Nú er ekki allt fallegt, sem heyrist um skuttogarana. það fælir þig ekkert? „Þetta er voðalega hvimleiður áróður, þetta stöðuga til um smáfiskadráp togar- anna. Það er eins og það eigi að gera þessa skipstjóra og sjómenn að einhverj- um óbótamönnum". — Af hverju heldur þú að þetta tal stafi? , „Þetta spinnst náttúrlega upp í öllu talinu um ofveiði og fiskvernd. Allir erum við sammála um að vernda smá- . fiskinn og ég held að ástandið beini óttanum að stórvirkustu tækjunum, sem eru skuttogararnir. Þeir eru svo stórvirkir og fljótir að taka þetta magn. Þetta eru nokkur hol á hverjum stað og svo búið.“ — Heldur þú að þeir séu ef til vill of stórvirkir? „Það getur vel verið, ef þetta er allt svona á rassinum, eins og fiskifræðing- Sigurbjörg ÓF í höfn, fánum prýdd á sjómannadaginn. Fyrir aftan liggur skuttogar- inn Sólberg. Ljósm: motif-mynd Kr.Ben. Ólafur Jóakimsson arnir segja. Alla vega verður að fara að öllu með gát.“ — Er það gert? „Já. Ég held það nú. Það er búið að gera svo margvfslegar ráðstafanir að það kemur nú miklu minna af fiski, sem við þurfum að henda en áður var. Það koma ekki þessi seiði, sem við vorum sýknt og heilagt að sparka út um lensportið." — Hefur möskvastærðin breytt öllu? „Við verðum að ætla að þessi seiði séu áfram til f sjónum og að þau fari þá bara út um þessa stóru möskva, sem komnir eru. Og það er til dæmis áberandi af okkur skjölum og plöggum, að fiskurinh f afl- anum, hefur farið stækkandi. Á ísaárun- um, 1967, '68, og ’69, þá var hægt að tala um smáfiskadráp. En nú er ekki um þetta að ræða.“ — Telur þú að nóg sé nú við gert? „Hér fyrir Norðurlandi er varia hægt að gera meira. Ég sé ekki að það sé meira hægt að þrengja að togveiðunum. Þessar hefðbundnu togslóðir skipa hér fyrir Norðurlandi eru allar komnar inn fyrir linu.“ Núer ekki bara djöflast áfram meðan eitthvað er að hafa — Nú ert þú að sfðuskipi og ert farinn að hugsa til skuttogara. Er einhver mun- ur á þeim fiski, sem þessi skip koma með að landi? „Það má heita að skutskipin fái smærri fisk í sína vörpu en síðuskipin. Það gerir veið.iaðfeðin. Ég hef nú svolití verið að athuga þetta og veit, að þessir tveir skuttogarar, sem hér eru, koma oft með meira af smáfiski en við. Þetta liggur í skutdrættinum. Þeir strengja veiðarfærið svo að smáfiskur- inn á verra með að komast út, heldur en hjá okkur, þar sem allt slaknar bæði f drætti og svo þegar við hífum. Hins vegar skulum við ekki blekkja okkur með orðinu smáfiskur. Það sem er kallað smáfiskur í dag, var enginns smáfiskur fyrir nokkrum árum. Nú miða fiskfræðingar við 58 senti- metra, en við megum hirða ofan í 50. Fyrir 10 árum hirtum við niður í 40 sentimetra og þaðan af minna. Það sem svq heitir undirmálsfiskur ið dag, var áður smáfiskur. Þannig hefur þetta breyzt og við megum ekki láta það rugla okkur í ríminu." — En hefur þá orðið sama breyting með ykkur togaramönnum? „Ég held að við höfum lagað okkur að þessum breytingum eins og kostur er. Það fer auðvitað ekki hjá því að við verðum að henda einhverju. Oft er það svo, þegar menn eru að leita að fiski, að það kemur upp ónothæft rusl. Þá er hætt og farið af svæðinu, en hjá slíkum holum verður aldrei komizt meðan menn stunda sjóinn." — En þegar fiskurinn er blandaður. Gangið þið þá ekki eins langt og þið komizt til að geta hirt stærri fiskinn? „Ég held nú ekki. Ég get sagt þér til dæmis af svæðunum, sem lokað var á Skagagrunni og Vopnafjarðargrunni. Þetta varð verst svoleiðis að úr kannski 10 tonna holi hefur um hálft tonn farið í sjóinn aftur. Ég held, að við séum allir sammála um að þessar lokanir séu góðar. Það kærir sig enginn lengur um yfirþyrmandi smá- fisk í aflann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.