Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 26
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNl 1977 Móðir okkar og fósturmóðir h INGIBJORG ARNGRÍMSDÓTTIR sem andaðist 12. júní s.l. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 21 júni kl. 3 e.h. Dagbjörg Jónsdóttir Ólafur Jónsson > Hjálmar Jónsson. Maðurinn minn og faðir h STEFÁN BJARNASON, Njálsgötu 52, varð bráðkvaddur 18. þ.m. Helga Eiríksdóttir, Margrát Stefánsdóttir. t Móðir okkar, UNNUR INGVARSDÓTTIR, andaðist á Borgarspítalanum 1 8. júni Jóhanna Valdemarsdóttir, Margrét Valdemarsdóttir. Jón Valdemarsson, Valdemar Valdemarsson, Ólafur Valdemarsson. t Eiginmaður minn GUÐMUNDUR STEFÁNSSON frá Ytri-NjarSvík lézt þann 1 7. júnl á sjúkrahúsi Keflavíkur. Jarðarför auglýst síðar. Ingibjörg Danivalsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afí HANS P. PETERSEN forstjóri Miðbraut 27, Seltj. lézt i Landspitalanum laugardaginn 1 8 júni. Helga Petersen Hildur Petersen, Guðrún Dóra Petersen, Kjartan Magnússon og barnabörn. t Eiginmaður minn, HRAFNKELL GUOGEIRSSON, Vfðigrund 21, Kópavogi, lézt f Landspftalanum sunnudaginn 19. júni. Agnes Jóhannesdóttir. t Útför eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður RÓSU THORLACIUS EINARSDÓTTUR, verður gerð frá Dómkirkjunni i Reykjavik, miðvikudaginn 22. júní kl 13.30 Þeim, sem vildu minnast hennar er bent á kristniboðið og Ólafsvikur- prestakall Magnús Guðmundsson börn og tengdabörn. t Móðir mín GUÐLAUG EIRÍKSDÓTTIR Búðargerði, Eyrarbakka áður Suðurgötu 74 Hafnarfirði, lézt 19. júnf. Fyrir hönd vandamanna. Eirikur Gislason t Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför SIGURÐAR SIGURJÓNSSONAR. Drápuhlfð 1 7, Reykjavik. Unnur Bjarnadóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigrfður Jónsdóttir. Sigrfður Marfa Sigurðardóttir, Sigurður St. Arnalds, Þorbjörg Sigurðardóttir, Kristinn Jónsson og barnabörn. Minning: Oli Jakob Hertervig, fyrrverandi bœjarstjóri Hinn 9. þ.m. andaðist á Vífils- staðaspitala æskuvinur minn og frændi, Óli Jakob Hertervig, sið- ast til heimilis á Þinghólsbraut 69 i Kópavogi. Með honum er horfinn til feðra sinna góður drengur og óvenju- lega dugmikill athafnamaður. Óli var fæddur á Akureyri 11. janúar 1899. Faðir hans var Casp- er Knútsson Hertervig, norskrar ættar frá Stafangursfirði í Nor- egi, sem starfaði hér á landi m.a. að gosdrykkjagerð, en fór héðan 1909 og starfaði hjá Bjellands- verksmiðjunum í Noregi. Hann mun hafa látizt árið 1921, en eftir að hann fór héðan hafði hann ekki samband við Óla son sinn eða móður hans. Móðir Óla var Karen Jakobína Dorothea Havsteen, f. á Hofsósi 16. nóvember 1868, d. á Siglufirði hjá Óla syni sínum og konu hans 24. apríl 1937. Dorothea, eins*og hún var ailtaf nefnd, var dóttir og eista barn Óla Jakobs Nielssonar Havsteen, f. 25. september 1844 og konu hans (4. október 1866) Marenar Friðrikku Jakobsdóttur Hólm, f. á Hólaneskauptúni 20. maí 1844. Yngri bróðir Óla Niels- sonar Havsteen var Kristen Jörg- en Havsteen, kaupstjóri hjá Gránufélaginu og síðar stórkaup- maður í Kaupmannahöfn. Dorotheu þekkti ég vel á æsku- árum mínum á Seyðisfirði. Hún var greindarkona og harðdugleg. En þar sem hún var ýmist í vist að lausakona er ljóst, að ekki hefur alltaf verið úr miklu að moða fyr- ir hana og einkasoninn Óla. Óli var óvenjulega vel gefinn drengur og svo hagur, að allt lék í höndum. Er enginn vafi á þvi, að hann langaði til að ganga mennta- veginn og þá helst að læra húsa- gerðarlist (arkitektur), %n á þvi voru engin tök vegna efnaleysis. Seinna á ævininni gat Óli glaðzt yfir þvi, að sonur hans gat notið einmitt þeirrar menntunar, sem hann hafði sjálfur þráð að geta öðlast. Óli hóf brauðgerðarnám hjá hinum kunna bakara Axel Schi- öth á Akureyri 1913 og framhalds- nám við Teknologist Institut í Kaupmannahöfn 1921—1922. Var hann við bakarastörf á Akureyri til 1926, þar af yfirbakari I 11 ár. Það ár fluttit hann til Siglufjarð- ar sem bakarameistari í útibú frá Schiöth sem hann síðar keypti af honum í mai 1927 og rak það til ársins 1942. En Óli vinur minn var meiri maður og betur gefinn en svo, að hann fengi að stunda atvinnu sína i friði. Hann var ákveðinn sjálf- stæðismaður og ávann sér fullt traust þeirra og að auki manna, sem mátu mannkosti meira en flokkslínur. Hann var kosinn í bæjarstjórn Siglufjarðar þegar árið 1930 og átti Sæti í henni til 1946. Formað- ur Fulltrúaráðs sjálfstæðismanna á Siglufirði og fleiri trúnaðarstöð- ur lentu á herðar hans, t.d. var hann kosinn í stjórn Sparisjóðs Siglufjarðar og sildarverksmiðj- unnar „Rauðku" á Siglufirði. Bæjarstjóri á Siglufirði var hann kosinn árið 1942 og hélt þvi starfi út kjörtimabilið til 1946. Fram- kvæmdastjóri við Sildarverk- smiðju ríkisins á Raufarhöfn var hann 1946—1957 og bjó þar síð- ustu árin, en flutti þá til Vopna- fjarðar og gjörðist framkvæmda- stjóri við síldarsöltunarstöðina „Hafblik" þar, unz sumarsildveið- in brást með öllu og hann fluttist hingað suðuij 1963. Siðan hefur hann ekki haft nein opinber störf á hendi, en „innréttað" með eigin hendi húsnæði það, sem þau hjón- in bjuggu í ásamt dóttur sinni, Ingu Dóru, og manni hennar. I einkalífi sinu var Óli mikill gæfumaður. Hann kvæntist 22. október 1922 á Akureyri eigin- konu sinni, Abelinu Guðrúnu, f. á Akureyri 8. júlí 1897 Sigurðar- dóttur. Var hún og er mesta dugn- aðar- og gæðakona. Voru hjónin samhent um rausn og skörungs- skap og hún manni sinum stoð og stytta. Foreldrar hennar voru Sig- urður Sigurðsson skipstjóri og smiður f. á Böggvisstöðum á Upsaströnd árið 1843, d. á Akur- eyri 27. sept. 1905 og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. á Brúsholti í Reykholtsdal 17. júní 1862, d. hjá dóttur sinni og Óla sál. á Siglu- firði 12. júlí 1940. Þau Óli og Abelína hafa átt miklu barnaláni að fagna. Börn þeirra eru: 1. Anna Lára, f. á Akureyri 25. júní 1923, ekkjufrú á Siglufirði. M. Sveinbjörn Tómasson, verzl- unarmaður, f. 21. ágúst 1921, d. 30. sept. 1975. Börn: a) Óli Hertervig Sveinbjörnsson, f. 9. des. 1946 óg. b) Tómas Svein- björnsson, f. 18. júlí 1948. K. Ragnheiður K. Pétursdóttir, f. 6. febrúar 1952. Barn: Valdimar Viðar Tómasson f. 18. júní 1970. 2. Bryndís, f. á Siglufirði 10. ágúst 1926. M. Einar Eiríksson, læknir, f. á Akureyri 6. sept. 1923, búsett I Sviþjóð. Börn: a) Kristin, f. 20. júní 1950, b) Eiríkur Óli, f. 2. janúar 1957, c) Erna Sólveig, f. 2. ágúst 1960. 3. Elsa María, f. á Siglufirði 9. des. 1927. M. Kjartan Jónsson, lyfjafræðingur, Keflavík, f. 1. maí 1914. Börn: a) Sverrir, f. I Reykja- vík 31. júlí 1953, b) Lina Guðrún, f. I Reykjavik 16. ágúst 1955, c) Theódór, f. i Keflavík 27. marz 1960. 4. Inga Dóra, f. á Siglufirði 8. desember 1930. M. Agnar Gústafs- son hrl., f. i Reykjavík, 28. októ- ber 1926. Börn:' a) Gústaf, f. I Reykjavík 21. mai 1952, b) Snorri, f. í Reykjavik 30. des. 1955. 5. Óli Hákon, arkitekt, f. á Siglufirði 20. júní 1932. K. Heba Ottósdóttir Jónssonar, f. i Reykja- vik 24. mai 1933. Börn: a) Borg- hildur, f. i Reykjavík 25. okt. 1956, b) Óli Jón, f. í Reykjavík 14. desember 1958, c) Heba, f. í Reykjavík 21. júli 1963. Af framanskráðu er ljóst, að ÓIi vinur minn hefur ekki lifað til einskis í þessu jarðlífi. Ég óska honum góðrar ferðar og blessunar Guðs og þakka liðnar samveru- stundir um leið og ég og kona mín vottum eftirlifandi aðstandend- um samúð okkar út af fráfalli hans. t Innilegar þakkir færum við öllum nær og fjær, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför TRAUSTAINGVARSSONAR Hjarðarholti 18 Akranesi. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á gjörgæsludeild og líflæknisdeild A-6 á Borgarspitalanum, sem önnuðust hann og hjálpuðu í veikindum hans. Agnes Sigurðardóttir Ásta Hólm Traustadóttir Ingvar Hólm Traustason Ólöf Traustadóttir Hester Ron Hester Jakob Traustason Edda Kristjánsdóttir. t Þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug, við fráfall og útför sonar okkar og bróður SIGFÚSAR ARASONAR Hvammi I Þistilf irSi. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim er þátt tóku í leitinni. Hanna Sigfúsdóttir Ari Aðalbjornsson og systkini hins látna. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður minnar SIGRÚNAR. SIGURÐARDÓTTUR, Sólheimum 25, er andaðist 9. júní s.l. Sérstakar þakkir færi ég starfsliði á lungnadeild Landspltalans fyrir frábæra hjúkrun Fyrir hönd barna. tengdabarna og barnabarna Hilmar Kristjánsson. t Af hjarta þökkum við alla samúð og hjálp við andlát og jarðarför eiginmanns míns og föður okkar STEINGRÍMS BERGMANNS LOFTSSONAR Stað Steingrlmsfirði. Þökkum læknum og starfsfólki Landakotsspítala og öllum, sem heim- sóttu hann og styttu honum stundirnar , Guð launi ykkur öllum Ásta Bjarnadóttir og börn. t Hjartkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdadóttir, amma og systir GUÐRÍÐUR ERNA HARALDSDÓTTIR Ljósheimum 14 A verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikud 22 júní kl. 3. Reynir Kristinsson Elin Guðmupdsdóttir Elín Reynisdóttir Jóhannes Helgason Vilborg Reynisdóttir Karl Harðarson Kristin Reynisdóttir Vilborg Sigmundsdóttir Erna Reynisdóttir Þórey Rut Jóhannesdóttir og systkinin. Lárus Jóhannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.