Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNl 1977 39 — Landgrunns nefnd Framhald af bls. 2. ákveðinn tíma, venjulega 1—5 ár. Telur landgrunnsnefnd aö með því, að taka slíkum tilboðum yrði okkur kleift að afla á ódýran hátt gagna um gerð sjávarbotnsins kringum landið, sem eitt út af fyrir sig verður að teljast metnað- armál. Segist nefndin ekki sjá neina hættu þvf samfara að leyfa þannig erlendum aðilum rann- sóknir. Því telur nefndin aðkallandi að skipan verði komið á þessi mál og að íslenzkri stofnun verði form- lega falið að hafa yfilit yfir og safna saman tiltækum gögnum og að byggð verði upp hér á landi þekking á olíuleitarmálum. Legg- ur nefndin til að Orkustofnun verði falið þetta verkefni. Segir nefndin, að með sivaxandi áhuga erlendra þjóða á hagnýtum jarðefnarannsóknum við ísland og stöðugum framförum við jarð- efnavinnslu á miklu dýpi verði stöðugt meir aðkallandi að móta heildarstefnu á þessu sviði. Þá bendir nefndin einnig á, að vaxandi athygli beinist nú að leit að byggingarefni neðan sjávar- máls við landið og fyrirsjáanleg sé hraðvaxandi eftirspurn eftir skeljasandi til iðnaðar- og land- búnaðarnota. Á þessu sviði bíði einnig mörg verkefni til visinda- legra rannsókna. — IRA-menn Framhald aí bls. 16 þúsund manns llfið á N-írlandi á sl. 8 árum. Jack Lynch er 59 ára að aldri og var forsætisráðherra írska lýðveldisins 1966—73. Hann var landskunnur Iþróttamaður á yngri árum og var fyrst kjörinn á þing 1948 og var iðnaðarráð- herra, fjármálaráðherra og mennta- málaráðherra I stjórnum frá 1957. þar til hann tók við flokksforystunni og forsætisráðherraembaettinu 1966. fallið og flugverkfallið kæmi í gagnið yrði notaður til þess að ljúka samningunum bæói í aðal- nefnd og við einstök félög. „Ég er ekki óánægður með þetta," sagði Benedikt, „og við teljum þetta ekki óeðlilega málsmeðferð. Hitt er annað mál að ef vinnuveitend- ur halda áfram þessari nýju starfsaðferð gagnvart okkur, þá neyðumst við til aðgerða á eigin spýtur," sagði formaður Sambands byggingamanna. Morgunblaðið spurði þá hver þessi nýja starfsaðferð væri. Benedikt Davíðsson kvað venjuna vera að þegar rætt væri um krónutöluhækkun á laun og þá ákvörðun að meta krónutölu- hækkunina inn í grunntölu ákvæðisvinnutaxtanna, þá hefði orðið samkomulag um eitthvert ákveðið hlutfall, sem jafngilti því að iðnaðarmenn með uppmælingu fengju sem næst sömu krónutölu- hækkun og aðrir. Hann kvað vinnuveitendur hins vegar hafa lagt þá tillögu fram, að meðal- prósentuhækkun kauptaxta við- komandi starfsgreina yrði notuð sem viðmiðun í einhverju hlut- falli inn á reikningstölurnar. Hann nefndi sem dæmi að ef reiknað væri með að 50% af meðalprósentuhækkun kæmi inn á grunntölur ákvæðisvinnutaxt- anna, þýddi það t.d. að trésmiðir, sem fengju V* af meðaltímakaupi, fengju ekki 9 þúsund krónur heldur 50% á þessa lágu reikningstölu. í stað 18 þúsund króna yrði þá hækkunin um 12.400 krónur. Þetta kvað Benedikt hafa verið það sem olli þeirri stiflu, sem komst í samn- inga byggingamanna í gær. Benedikt kvaðst hins vegar vonast til þess að þetta mál leyst- ist von bráðar eins og önnur vandamál. — Á kajökum Framhald af bls. 3 ir virtust nú frekar rýrir, þar sem þeir lágu, þó eru þeir með fjórum vatns- þéttum rúmum auk ræðararýmis. í tveim þessara rúma geyma þeir far- angur og útbúnað, en þar er m.a. neyðarsendir 2182. Þá er lensidæla innbyggð I hvorum kajak. Annan kajakinn höfðu þeir borið upp að tjaldi. þar sem lok á öðru vistarrým- inu I kajak Fosters var ekki alveg þétt, en þeir töldu sig hafa lagað það. Kortin sem þeir nota eru venju- leg Ferðafélagskosl %. Þegar ég kom að voru ferðalang- arnir að hita kjötkássu við hlóðaeld, sögðust ætla að blða rólegir eftir betra veðri. Helztu áhyggjuefnin voru hafnleysa suðurstrandarinnar og þaðað mæta háhyrningum. — Elfas. 1 » ? — Kjara- samningar Framhald af bls. 40 og hafa hreint borð áður en til þess kemur. Okkur er hins vegar mikið í mun að fólk geti farið að vinna eftir þessum kjarasamningi og leggjum því áherzlu á að hann verði undirritaður sem fyrst. Síðan hljóta að vera nóg ráð til þess að gera út um samninga þeirra félaga, sem eftir eru. Þau ættu ekki að þurfa að tefja heildarsamningana." Á ýmsum forystumönnum Iág- launahópa mátti skilja að tals- verðrar óánægju hefði gætt meðal iðnaðarmanna, er forysta ASÍ vildi ekki biða eftir samningslok- um hjá þeim. Ut á við kom þessi óánægja þó ekki fram og Snorri kvað vandamál þessara iðnaðar- mannahópa varða sérkröfur, sem aðalsamninganefndin hefði ekki umboð til þess að semja um. Þó fullyrtu sumir fulltrúar láglauna- hópa að talsverð undiralda væri út af þessu máli. Morgunblaðið spurði Benedikt Davíðsson, formann Sambands Byggingamanna, um þetta atriði. Hann sagði að frestun aðgerða og afboðun yfirvinnubanns og alls- herjarverkfalls væri gerð í trausti þess að tlminn þar til hafnarverk- — Drukknuðu Framhald af bls. 40 mennin að Jón reri en Katrín sat í skutnum. Veifuðu þau félögum sínum i kveðjuskyni. Hitt fólkið í bústaðnum gekk nú til náða og þegar það vaknaði um hádegisbil 17. júni sáust þau Jón og Katrin hvergi og ekki heldur báturinn. Fóru ungmennin þá að svipast um í kringum vatnið. Hittu þau lögreglumenn, sem voru byrjaðir leit, en flugmaður, sem átti leið yfir vatnið hafði litlu áður séð bátinn á hvolfi i vatninu og gert lögreglunni viðvart. Fannst lík Katrínar við bátinn en froskmaður fann lík Jóns Sævars þarna skammt frá síðar um dag- inn. Þar sem báturinn var á hvolfi er dýpi 2—3 metrar. 4 » »------------- — Vestfjarðar- samkomulagið Framhald af bls. 3 fá inn I slna samninga. ,,Við erum sérstæðir á Vestfjörðum að þvi leytinu að hér er engin fiskvinnsla." sagði Geir. „Aðalatvinnuveitandinn er Þör- ungavinnslan." _ 0 — Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðu- sambands Vestfjarða, kvaðst eftir þessi úrslit lita svo á, að Vestfjarðasam- komulagið ,,væri gildandi heildarsamn- ingur á Vestfjörðum og ég er alveg handviss um að áfram verður haldið á þessari braut hér vestra." Þegar Mbl spurði Pétur, hvort hann gæti tekið undir þau orð, sem formað- ur verkslýðsfélagsins á Patreksfirði lét falla I samtali við Mbl . að „samkomu- lagið syðra" væri gert Vestfirðingum og stefnu þeirra um heimasamninga „til höfuðs", kvaðst hann ekki vilja taka svo djúpt i árinni „Það getur svo sem hafa verið tilviljun að fréttin um sunn- ansamkomulagið kom i kvöldmatar- 'réttunum fyrir fundina, sem við höfð- um boðað um okkar samkomulag," sagði Pétur. « * »------------ — Suarez mynd- ar ríkisstjórn Framhald af bls. 1 fylgjandi samkomulagi við þá, sem krefjast þess, að Baskar og Katalónfumenn fái aukið sjálf- stæði. Talið er, að Suarez sé mikið i mun að spyrða saman þingmenn flokkanna, sem mynda Lýðræðis- Iega miðsambandið, þannig að þeir myndi samstæða heild, sem geti haft úrslitaáhrif á endurskoð- un stjórnarskrárinnar, sem verð- ur eitt helzta verkefni nýkjörins þings. Samstaða á þingi er ekki slzt mikilvæg fyrir stjórnina vegna þess að flokkur sósialista, sem er eftir kosningarnar stærsti stjórnmálaflokkur Iandsins, verð- ur kjarni stjórnarandstöðunnar. Um þrjátíu nýkjörnir þing- menn Baska komu saman undir hinni sögufrægu eik i Guernica í gær og strengdu þess heit að koma á sjálfsstjórn í Vizcaya, Guipuzcoa, Alava og Navarre Þá fara nýkjörnir þingmenn þjóð- ernissinnaðra Katalóníumanna til fundar við Suarez á morgun til að fara þess á leit, að Katalónia endurheimti sjálfsstjórnarrétt- indi þau, sem glötuðust I borgara- styrjöldinni fyrir rúmum 40 ár- um. Það hefur vakið athygli, að í gær lét Seibane Cagide hers- höfðingi þau orð falla að herinn væri órjúfandi heild, ónæm fyrir hvers konar áróðri og yfirlýsing- um, sem túlka mætti á þann veg, að einingu Spánar væri stefnt í hættu. Þykja þessi ummæli bera keim af stefnu Francos og eru túlkuð á þann veg, að herihn muni beita sér gegn hvers konar sjálfákvörðunarrétti einstakra landshluta. • i i » — Begin vill viðræður Framhald af bls. 1 að valda miklu fjaðrafoki i Israel á næstunni. Einungis munu um 15 af hundraði þjóðarinnar fylgja strangtrúarkenningum Gyðinga í daglegu lifi. Stjórn Begins hefur þegar hlotið fylgi 64 þingmanna á Knesset, en með þátttöku fleiri flokka gæti þeim fjölgað nokkuð. — Málamiðlun um auðlindir Framhald af bls. 1 skuli tekjast eign Grænlendinga einna. Fulltrúar Dana í heimastjórnar- nefndinni hafa verið þvi andvigir, að sérstök auðlindaréttindi skuli koma í hlut tiltekinna hópa innan danska rikisins, heldur skuli allar auðlindir danska rikisins vera sameiginleg eign allra eanskra þegna. Formaður heimastjórnarnefnd- arinnar skýrði frá því að fundi nefndarinnar um helgina, að ekki væri víst á staða Grænlands innan Efnahagsbandalagsins breyttist með tilkomu heimastjórnar. Meirihluti Grænlendinga var and- vígur inngöngu i EBE árið 1973. Sumir grænlenzku fulltrúarnir i heimastjórnarnefndinni vilja, að heimastjórnin fái umboð -til að ákveða hver verði tengsl Græn- lendinga við EBE og efnt verði til nýrrar allsherjaratkvæðagreiðslu um málið. _______ Fara ekki 1 jósin Sig. Sigm. ALDA ALDANNA AFHJUPUÐ — Höggmynd Einars Jónssonar Alda aldanna afhjúpuð á Flúðum. Hörður Bjarnason stendur við ræðustól- inn. Þjóðhátíðarhöld í Hreppum: Höggmynd Einars Jónssonar afhjúpuð í heimasveit hans HREPPAMENN minntust þjóð- hátfðardagsins, 17. júnf, með há- tfðarhöldum að Flúðum. Hófust hátfðarhöldin með messu séra Sveinbjörns Sveinbjörnssonar en stjórnandi kórsöngs var Sigurður Agústsson. Þá kom Fjallkonan fram en með hlutverk hennar fór Sigrfður Helga Karlsdóttir. Við hátfðarhöldin var afhjúpuð högg- mynd Einars Jónssonar Alda ald- anna, en Einar var sem kunnugt er fæddur og uppalinn i Hraun- mannahreppi, fæddur að Galta- fellill. maf 1874. Höggmyndinni var valinn stað- ur milli félagsheimilisins og skól- ans á Flúðum. Við þetta tilefni flutti Hörður Bjarnason, húsa- meistari ríkisins og frændi lista- mannsins ræðu og rakti nokkuð lif og störf Einars. Færði hann skóla sveitarinnar að gjöf eintak af bókum Einars Jónssonar, Minningar og Skoðanir. Það var stjórn Listasafns Einars Jónsson- ar, sem ákvað að gefa Flúóaskóla annað tveggja eintaka af bókum listamannsins, sem varðveitt voru i safni hans. Daniel Guðmundsson oddviti flutti einnig ávarp við þetta tækifæri. Að lokum söng Flúðakórinn undir stjórn Sigurð- ar Ágústssonar. Siðast á dagskrá hátiðarhald- anna var sundkeppni og sigraði Matthías Bjarki Guðmundsson i 100 metra keppni pilta með frjálsri aðferð. Annar v'arð Ólafur J. Sigurgeirsson. Ragnheiður Karlsdóttir sigraði í keppni stúlkna í 50 metrum með frjálsri aðferð en önnur varð Kolbrún Sveinsdóttir. Þá fór fram eggja- boðsund milli kvenna og karla og keppt var I þvi hverjum tækist best að hjóla á reiðhjóli yfir sund- laugina. Góð loðnuveiði við Nýfundnaland LOÐNUVEIÐl íslensku skip- anna, Grindvfkings og Hörpu, við Nýfundnaland hefur gengið vel sfðustu daga. t fyrrinótt landaði Grindvíkingur tæpum 600 tonn- um f Catalina og í gærkvöldi var Harpa væntanleg þangað með 550 tonn, og báturinn landaði einnig 550 tonnum þar fyrir tveim dög- um. Jens Eysteinsson, sem annast fyrirgreiðslu fyrir islenzku skipin á Nýfundnalandi, sagði í samtali við Morgunblaðið i gær, að hvor báturinn um sig hefði fengið nokkra veiði fyrstu dagana, sem þeir voru á miðunum við Nýfundnaland og þá norður og norðaustur af Catalina. Síðan hefði veiðin dottið niður, þar til að bátarnir væru farnir að fá góða veiði sunnarlega á Grandbanka eða um 280 milur suður frá Catalina. Bæri mönnum saman um að þar væri mun meiri loðna á ferðinni en í fyrra, og þyrftu bát- arnir yfirleitt ekki að kasta nema 5—6 sinnum til að fylla. Þá sagði Jens, að mikið af hrognum fengist úr loðnunni t.d. hefðu fengist um 50 tonn af hrognum úr farmi Grindvikings. tii Eþíópíu Þjóðhátíðinfórvel fram í Þorlákshöfn VEGNA breyttra aðstæðna I Eþfó- pfu hefur stjórn Sambands fs- lenskra kristniboðsfélaga ákveðið að Skúli Svavarsson og fjölskylda hans fari ekki til Konsó ( Eþíópfu eins og ráðgert hafði verið. Eins og fram héfur komið i frétt í Mbl. fór Skúli Svavarsson ásamt fjölskyldu sinni, konu og fimm börnum, til Noregs, áleiðis til Eþfópíu í síðasta mánuði, en af áðurgreindum orsökum eru þau væntanleg til íslands á morgun, miðvikudag. Samband ísl. kristni- boðsfélaga mun halda áfram að veita fjárhagslegan stuðning kirkjunni f Konsó og sr. Berrisha Hunda, einn þarlendra prestanna, hefur tekið að sér að gegna starfi stöðvarstjóra þar. Barnaskóli og sjúkraskýli verða rekin á sama hátt og áður og staðið verður fyrir bíblíuf ræðslu og námskeiðum. Stjórn S.l.K. kannar nú mögu- leika á þvi að hefja kristniboðs- starf á nýjum slóðum i Afriku, i Kenya, og verða þau mál rædd á þingi S.Í.K., sem verður i Vatna- skógi27. — 29. júní. Þorlákshöfn. 20. iiíní. 17. JÚNÍ hátfðahöldin hófust klukkan 1.30 með skrúðgöngu frá barnaskólanum. Gengið var á hátfðarsvæðið á Hestatúni. Klukkan 14 var helgistund, sem sóknarpresturinn sr. Tómas Guð- mundsson annaðist. Söngfélag Þorlákshaf nar söng. Avarp fjallkonu flutti Oddný Ríkharðsdóttir. Ræðu dagsins flutti hinn ungi sveitarstjóri Ölfushrepps, Þorsteinn Garðars- son. Söngfélagið söng ættjarðar- lög. Næsta var skemmtiþáttur, Jörundur skemmti. En klukkan 16.30 fóru svo fram íþróttir og leikir á iþróttavelli barnaskólans. Félagar Hestamannafélagsins. Háfeta voru þarna einnig staddir með hesta sína og leyfðu börn- unum að koma á bak þeim og var það mjög vinsælt atriði hjá ungu kynslóðinni. Þá var dansleikur fyrir börn frá klukkan 20 til 23. Siðan kom fullorðna fólkið og steig dans til klukkan tvö. Hljóm- sveitin Sóló lék fyrir dansi. Hátiðahöld þessi föru mjog vel og hátíðlega fram og i yndislegu veðri og hægt var að vera úti að þessu sinni en það hefur ekki verið hægt í mörg undanfarin ár. Formaður þjóöhátíðarnefndar var Guðni Agústsson, Klébergi 16. — Ragnheiður. « « *---------------- Týndi tölvuúri UNGUR maóur varð fyrir þvi óláni að tapa Bulova tölvuúri 17. júní, líklega við Laugardaisvöil- inn. Finnandinn er vinsamlega beðin að hringja i sima 38653 og er fundarlaunum heitið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.