Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR21. JUNÍ 1977 29 Ingibjörg Arngríms- dóttir — Minning t dag verður gerð útför Ingi- bjargar Arngrfmsdóttur, sem lést hinn 12. júní s.l. Ég kynntist Ingibjörgu fyrst fyrir um það bil 11 árum. Ég fór þá með tilvonandi eiginmanni minum, dóttursyni Ingibjargar, í heimsókn til hennar og manns hennar Jóns Jóakimssonar, en þau dvöldu þá á heimili Hjálmars sonar Jóns. Ingibjörg var þá nær áttræð og Jón var blindur orðinn og hafði verið rúmliggjandi i mörg ár. Ég hálfkveið því þessari heimsókn og bjóst sist við að þetta yrði nein skemmtiheimsókn. Það fór þó á allt annan veg. Við áttum þarna mjög ánægjulega stund og margar síðar. Mér kom mjög á óvart hve gömlu hjónin fylgdust vel með öllu þvi sem var að gerast i heiminum, þá kom maður ekki að tómum kofanum hjá þeim, ef rætt var um nýútkomnar islensk- ar bækur. Ég held satt að segja að þau hafi árlega lesið svo til allar bækur, sem komu út á íslensku, þ.e.a.s. Ingibjörg las fyrir þau bæði, þó ekki hefði hún not af nema öðru auganu, en hún missti sjón á hinu i slysi, þegar hún var ung stúlka. Ingibjörg var greind kona og vel heima á mörgum sviðum, sér- staklega hafði hún mikinn áhuga á þjóðlegum fróðleik og ættfræði. Hún var góður hagyrðingur og kastaði oft fram stöku. Þvi miður hefur þessum vísum ekki verið haldið saman, nokkrar þeirra geyma þó vinir hennar í minni. Þau Ingibjörg og Jón bjuggu lengst af i Fljótum I Skagafirði, eða þar til heilsa Jóns bilaði og þau fluttu til Reykjavikur. Hugurinn var þó alltaf heima í sveitinni kæru og eins lengi og heilsa Jóns leyfði fóru þau norður á vorin og dvöldu þar sumarlangt. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um Ingibjörgu og ávallt var hún snauð af þessa heims gæðum. Hún kvartaði þó aldrei og aldrei krafðist hún neins fyrir sjálfa sig. Væri Ingibjörgu gefið eitthvað var hún óðar búin að gefa það öðrum, sem hún taldi að hefði meiri þörf fyrir það. Skömmu eftir að Jón lést fyrir um það bil þremur árum veiktist Ingibjörg alvarlega og varð hún þvi að dveljast á sjúkrahúsi sið- ustu ár ævi sinnar. Hún umbar veikindi sin með þolinmæði og þó hún ætti erfitt um mál sakir • lömunar gat hún þó enn kastað fram visu og var það ein helsta dægrastytting hennar í þessum löngu veikindum. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Ingibjörgu okkar stuttu kynni. Þó hún sé horfin sjónum okkar mun minning henn- ar lifa í hugum ástvina hennar. G.Þ. Gísli Indriðason —Minningarorö iHHk Kveðjuorð frá starf s- fólki tJtvegsbankans. Gísla Indriðason man ég fyrst, er ég fyrir allmörgum árum heyrði hans getið af orðspori, vegna áhuga, sannfærandi og þróttmikilla forystustarfa að efl- ingu fiskræktar og uppeldis nytjafiska í ám og vötnum lands- ins, við opinn farveg frá og til sjávarstranda, til þess að auka og treysta stöðugra atvinnulíf á Is- landi og möguleika til útflutnings og gjaldeyrisöflunar. Þetta þróttmikla óbilandi áhugamál átti óskiptan heilan hug um áraraðir vöku- og starfs- stundir í lífi Gísla Indriðasonar. Hann var sívakandi áhugamaður og í logandi viðræðum við áhuga- menn um sömu málefni og marg- slungnum ritgerðum, er hann skrifaði í blöð og dreifibréf til væntanlegra áhugamanna, þegar Gisli Indriðason leitaðist við að sannfæra þá til samstarfs, átaks og árangurs. Enda þótt ekki hafi leiðir Gisla verið þræddar i þessum áhuga- málum hans, hefir einbeittur hug- ur hans og árvekni orðið til vakn- ingar og eflingar og trú á fiskrækt I árósum orðið visir þess atvinnu- vegar, er hann benti skeleggur á, og til brautargengis, framtaks og f arsældar i þeim f arveg. Gísli Indriðason var hugkvæm- ur og frjór maður á mörgum svið- um, oft á undan sinni samtíð sem skildi hann ekki. Hann náði ekki hljómgrunni fjöldans, því máttur vanans kæfði oft rödd hans. Um þessi mál ræddum við Gísli Indriðason á stundum, þegar tóm gaf st til. Persónuleg lcynni urðu fyrst að ráði milli okkar Gisla Indriðason- ar eftir að hann hóf störf í Út- begsbanka tslands 1966. Hann var þá nokkuð við aldur, en kom þó ekki í bankann ókunn- ur skrifstofustörfum. Hafði hann unnið sams konar störf á ýmsum sviðum, víða um land hjá ríki, bæjarfélögum ob í sjálfstæðum störfum. Þess vegna reyndist Gísli Indriðason i bankanum enginn viðvaningur við þau störf, er hon- um voru falin. Þau léku honum létt í hendi. Hann lagði fram alúð og samviskusemi, svo að hann yrði ekki aukvisi stofnunarinnar. Við þann orðsti stóð hann drengi- lega öll sín starfsár í Útvegsbanka Islands, til ársloka 1973, að hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Meðal starfsfélaganna i bank- anum kynnti hann sig frá upphafi og alla tið sem hið mesta prúð- menni í framkomu, orðaskiptum og fasi, snyrtimenni við störf og úrlausn verkefna, samfara stund- vísi í störfum og trúmennsku gagnvart stofnun sinni. Einlægni, gleðihugur og bros- hýrt yfirbragð báru honum vott um hjartahlýju. Hann var ekki hár vexti en bar höfðingsbrag. Spaugsamur var GIsli Indriða- son á stundum en alvörugefinn í raun. Þannig þekktum við hann, Utvegsbankamenn. GIsli Indriðason átti i mörg ár, að undanförnu, við mikla van- heilsu að stríóa. Engum var það kunnara en honum sjálfum að hverju stefndi. Hann var vel undirbúinn þá vegferð er hann hóf 8. júní siðastliðinn. Heima er bezt, hygg ég að hann hafi hugsað, þegar nýr heimur opnaðist og sjúkdómur þessa heims var horfinn. Megi GIsli Indriðason þar vel una og þökkum við honum sam- verustundir þessa lifs I ljúfri minningu. Adolf Björnsson Minning: Sigríöur Þórðardótt- ir frá Bakkaseli Á þriðja tug aldarinnar réðst ung kona norðan af Snæfjalla- strönd til Kirstjáns Hafliðasonar bónda í Bakkaseli, er þá var að byrja að stofnsetja bú sitt. Þessi unga stúlka var Sigrlður Þórðar- dóttir er síðar varð eiginkona Kristjáns og húsfreyja í Bakka- seli. Æviferill hennar verður ekki rakinn hér I stuttu máli, en von- andi gert af einhverjum er fylgst hefir með lífi hennar slðustu árin. Sveitin heillaði Sigrlði, og hún byggði sínar framtíðarvonir og hamingju á fremsta bænum í dalnum þar sem hún eignaðist góðan mann og myndarleg börn. En vegur fólks er ekki alltaf blómum stráður og varð hún fyrir ýmis konar mótlæti í lífinu eins og gengur og gerist. Gróður vors- ins og ilmur blómanna hefir jafn- vel að einhverju leyti bætt fyrir liðinn tlma. Engum getur dulist hve fyrri tíma búskapur var erfiður og vinnutími fólks langur, og þá ekki slst húsmóðurinnar er vann jafnt að ínni- og útistörfum, þegar ann- ir voru hvað mestar og mæddi þá mikið á þreki og dugnaði hjón- anna. Þegar fráfærur voru framund- an fyrsta vorið sem Sigurður bjó, lagðist sá vandi á herðar hennar að taka að sér 9 ára gamlan lítinn ^maladreng úr sjávarplássi sem ekkert vissi hvað það var að sitja hjá fé, einnig með alls konar skýjaborgir í "huga og sterka heimþrá, svo og að verða eina barnið á heimilinu til að byrja með, nú að gerast afdalabarn á svipstundu. Var þetta ekki ævin- týri likast sem fór vel fyrir góða mannkosti húsmóðurinnar, er gat með sálrænum áhrifum breyttt hugarangri, leiðindum og kviða i gleði. Hún sagði við litla smala- drenginn: Kom þú til min. Ég skal lesa bréfin þín frá móður þinni og skrifa henni aftur. Ég gæti þín hvert sem þú ferð. Ég vaki yfir velferð þinni á meðan þú ert hér. Ég bið allar góðar vættir að vera með þér i hjásetunni. Allt bar þetta vott um gögugan hugsunar- hátt. Nú þegar ævi þessarar ágætu konu er lokið er einnig komið að þvi að minnast fortiðarinnar þó með fátæklegum orðum sé af þeim smaladreng er hún bar á sinum tima mest fyrir brjósti. Eftir fimm löng sumur, og sem siðasti hjásetudrengur I heiðar- brekku Langadals, vil ég að end- ingu votta Sigríði Þórðardóttur húsfreyju frá Bakkaseli mitt hjartans þakklæti fyrir móður- lega umhyggju i barnæsku minni. Mun það verða geymt en ekki gleymt. Dætrum hennar, Maríu og Ingi- björgu, sendi ég samúðarkveðjur. M agnús G uðl augsson Skipasundi 4. Jófríður Rós Jónsdótt- — Fáein kveðjuorð ir Hve sar-l og hvesæl er hver leikandi lund en lofaðu engan dag fyrir sðlarlagsstund. Þessar ljóðlinur komu upp I huga okkar við hið sviplega frá- fall hennar Fríðu Rósar. Hún dvaldi hjá okkur hér I leikskólan- um Kvistaborg i 3 ár en hætti siðastliðið haust er hún hóf skóla- göngu. Fríða Rós var óvenju myndar- legt og fallegt barn, krafturinn og lífsgleðin geisluðu af henni, einn- ig kom vel í ljós hve sérstaklega bráðþroska hún var, hugmynda- rik og handlagin. Við erum innilega" þakklátar fyrir þann tíma sem við fengum að vera samvistum við hana og vottum foreldrum hennar og yngri bróður okkar dýpstu samúð. Vertu sel, vor litla hvfta lilja lögð I Jörð með himnaföður vilja leyst frá Iffi nauða IJúf og björt I dauða lést |.ii eftir litla rnmið auða. M.J. Fóstrurnar hennar í Kvistaborg. Helgi Johnson Minningarorö Hinn 2. mai 1977 lést I Grimsby, Englandi Helgi Johnson, fyrrv. skipstjóri. Hann fæddist að Skeggjastöðum í Flóa 22. nóv. 1885. Foreldrar hans voru Jón Guð- mundsson bóndi þar og Guðrún Bjarnhéðinsdóttir frá Þjóðólfs- haga í Holtum. Helgi ólst upp hjá móðurbróður sínum, Einari að Langholti I Hraungerðishreppi. Árið 1912 fer hann til Kanada og dvelur þar, en siglir til Eng- lands í fyrra striðinu. Þar fer hanr á enskan sjó- mannaskóla og iýkur skipstjóra- prófi. Þá gerðist hann breskur þegn. Hann var skipstjóri um áratuga skeið, mjög lánsamur í sínu starfi. Helgi vann sér traust allra er hon- um kynntust. Hann var bróðir Bjarnhéðins Jónssonar járnsmiðameistara og þeirra systkina. E.B. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM rj Eg er að reyna að vera kristinn, en eg er hræddur um, að mér hafi mistekizt hrapallega. Eg ðttast Guð ákaflega og hvernig fara muni fyrir mér, en eg elska Guð og geri það, sem eg get. Eg hugsa um krossinn og velti fyrir mér, hvers vegna Kristur hafi dáið. Hvernig get eg vitað, að syndir mínar séu fyrirgefnar? Hvernig get eg öðlazt frið? Þér eruð einn af ótal mörgum, sem eru að reyna að finna frið við Guð með eigin framtaki. Afleið- ingþessa getur ekki orðið annað en ótti, þvi að enginn maður getur breytt fullkomlega rétt og þókn- azt Guði með því einu að taka sig á. Athugið vel, að Nýja testamentið kennir ekki, að við hljótum frið fyrir það, sem við gerum fyrir Guð, heldur með því að taka á móti því, sem hann hefur gert fyrir okkur. Guð elskaði heiminn, og þú ert þar meðtalinn. Þess vegna varð Kristur staðgengill okkar og dó í okkar stað. Biblían segir um hann, að hann „gaf sjálfan sig fyrir oss til þess að hann Ieysti oss frá öllu ranglæti og hreinsaði sjálfum sér til handa eignarlýð, kost- gæfinn til góðra verka" (Tít. 2,14). Þér eruð fullur ótta, af því að þér hafið verið að reyna að „endurleysa" yður með góðum verkum. Svo segir enn í Titusarbréfi: „Frelsaði hann oss, ekki vegna réttlætisverkanna, sem vér höfðum unnið, heldur samkvæmt miskunn sinni" (3,5). Þér verðið að gleyma því, að þér eruð ófær um að frelsa yður sjálfur, og setja allt traust og alla von á hið fullkomn- aða verk Krists og tileinka yður það, sem Guð hefur lofað yður fyrir hans tilstilli. Þá getið þér sungið: „Heilaga vissa, hirðirinn minn, herrann er sjálfur, gleði eg finn". Hættið nú að reyna, en treystið Drottni. Kristur hét að fyrirgefa yður. Trúið því þá og veitið því viðtöku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.