Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 36
;lVsin<;asíminn ek: 22480 AUGLÝSINííASÍMrNN ER: 22480 JHorjjnntiIafeíb ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNl 1977 Kjarasamningar á lokastigi: Yfírvinnubanni og allsherjar- verkfalli aflýst, öðru frestað 17. júnf var haldinn hátfðlegur um allt land f ðgætu veðri og óvenju mikill mannfjöldi tðk þátt f hátfðarhöldunum. Þessa mynd tók Ólafur K. Magnús- son f Reykjavfk af ungri stúlku sem skartaði sfnum feg- urstu klæðum f tilefni dagsins. fslenzkum þjóðbúningi. Sjá efni frá 17. júnf á bis. 18 og 23. AÐALSAMNINGA- NEFND Alþýðusambands íslands samþykkti á fundi í gærkveidi að aflýsa yfir- vinnubanni því, sem gilt hefur frá því í byrjun maí, aflýst var allsherjarverk- falli, sem standa átti í dag og starfsgreinaverkföllum, sem lama áttu flug, og af- greiðslu skipa var frestað um tvo daga eða til 24. júní. Þá hefur samninga- nefnd ASf jafnframt boðið að rammasamningur þess við vinnuveitendur yrði þegar í stað undirritaður, en því hafa vinnuveitend- ur hafnað og vilja fyrst Ijúka samningum við þá starfshðpa, sem enn eru eftir. Eftir fund aðalsamninganefnd- ar ASÍ í gær sagði Jón H. Bergs, formaður Vinnuveitenda- sambands íslands, að hann og félagar hans væru ánægðir með að vinnufriður héldist. Hann kvað nú þegar hafa orðið allt of miklar Beið bana í bílslysi BANASI.YS varð á Kjósarskarðs- vegi skammt austan Vindáss um hálffimmleytið á laugardaginn. Tveir fólksbilar rákust harkalega saman með þeim afleiðingum að ökumaður annars bflsins beið bana og eiginkona hans liggur stórslösuð á Borgarspftalanum. Maðurinn sem lézt hét Einar Páls- son„ forstöðumaður Reikni- stofnunar bankanna, til heimilis að Álftamýri 58, Reykjavík. Hann var 48 ára gamali, fæddur 9. aprfi 1929. Einar heitinn ók nýrri Saab 99 bifreið og var hún á vesturleið að Vesturlandsvegi en hin bifreiðin, Jeep Wagoner, ók i austurátt að Þingvallavatni. Þar sem bílarnir mættust er aflíðandi brekka utan í blindhæð og var jeppinn að koma niður brekkuna en Saab- bifreiðin að leggja á brattann. Skullu vinstri framhorn bifreið- anna harkalega saman. Einar var fastur í flaki bifreiðarinnar og tók töluverðan tíma að ná honum Einar Pálsson. úr bifreiðinni. Var hann þegar fluttur á slysadeild Borgar- spítalans en hann var látinn þegar þangað kom. Eiginkona hans, 35 ára gömul, slasaðist mjög mikið, mjaðmagrindarbrothaði og viðbeinsbortnaði og hlaut fleiri meiðsli. Tveggja ára sonur þeirra, sem var í aftursætinu slapp án meiðsla og ökumaður jeppans, sem var einn í bílnum, slapp með minni háttar meiðsli. Bflarnir eru stórskemmdir. truflanir á atvinnu, sem skaðað hefðu atvinnurekendur launþega og þjóðfélagið í heild. Jón H. Bergs sagði: „Hins vegar er enn þó nokkuð af félögum, sem ekki hafa fallizt á að miða samninga sína við þá samninga, sem heildin hefur samið um. Við vonumst til að eitthvað miði í viðræðum við þessa hópa i kvöld.“ Þeir hópar, sem eftir var að ganga frá samningum við í gær- kveldi voru: byggingamenn, raf- virkjar, línumenn, skrifvélavirkj- ar, útvarpsvirkjar, netagerðar- menn, iðnnemar og ennfremur var enn ekki búið að ljúka samn- ingum við Verkalýðsfélagið Hörð í Hvalfirði, en I því félagi eru starfsmenn við hvalstöðina í Hvalfirði. Þá stóð og enn verkfall rafvirkja hjá Reykjavikurborg. Snorri Jónsson, framkvæmda- stjóri ASt, kvaðst vonast til þess að þessi frestun á verkfalli við hafnarvinnu og flugafgreiðslu um tvo daga yrði nægilegt til þess að ljúka samningum við þá hópa, sem eftir væri að ganga frá samn- ingum við. Snorri sagði að þessi ákvöróun ASÍ yrði að skiljast svo, að aðalsamninganefndin hefði ákveðin verkefni, sem væri rammasamningiirinn. 'Hann er nú tilbúinn og liggur fyrir til undir- ritunar. „Höfum við satt að segja boðið upp á að hann verði undir- ritaður strax, en atvinnurekendur vilja ljúka allri samningsgerðinni Framhald á bls. 39. Skattalagabreytingarnar: Hámarkslækkun 62 þús. kr. á hjón og 42.500 á einstakling — ráðstafanir í skattamálum, vísitölumálum og trygginga- málum kosta rikissjóð 3-4000 millj. kr. á ársgrundvelli Katrfn Guðjónsdóttir. TVÖ UNGMENNI, Katrfn Guð- jónsdóttir 26 ára og Jón Sævar Gunnarsson 24 ára drukknuðu að- fararnótt 17. júnf s.i. þegar bát, sem þau voru á, hvolfdi. Engin vitni voru að atburðinum og var ekki vitað um hann fyrr en bátur- inn sást á hvolfi f vatninu um hádegisbil 17. júnf. Katrfn var fædd 31. júlf 1950 og átti heimili að Brúnalandi 19, Reykkjavfk, en Jón Sevar var fæddur 12. aprfl 1953 og átti heimili að Reyni- lundi 3. Garðabæ. Þau voru ógift. Jón Sævar Guðjónsson. Þeim Katrínu og Jóni Gunnari var boðið í sumarbústað á Þing- nesi sunnanmegin við EUiðavatn á fimmtudagskvöldið en þar var haldin afmælisveizla. Voru sjö ungmenni í veizlunni. Mjög gott veður var um nóttina og reru ung- mennin út á Elliðavatn á litlum plastklæddum trébát, sem fylgdi bústaðnum. Rétt fyrir klukkan fimm um morguninnn fóru þau Jón Sævar og Katrín út á bátnum f morgunkyrrðinni. Sáu hin ung- Framhald á bls. 39. BREYTINGAR þær, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera á skattstiga tekjuskatts ein- staklinga munu lækka tekjuskatt allra hjóna f landinu með eitt barn eða fleiri og langflestra barnlausra hjóna sem á annað borð hefðu greitt tekjuskatt eftir núgildandi lögum, að þvf er Ólaf- ur Davfðsson hjá Þjóðhagsstofn- un tjáði Mbl. í gær. Sagði Ólafur að hámarksf járhæðin, sem tekju- skattur hjóna lækkar um, væri tæplega 62 þúsund krónur og 42.500 krónur hjá einstaklingi. Þá hefur rfkisstjórnin og ákveðið að gera ráðstafanir, sem valdi allt að 1,5% lækkun á vfsitölu fram- færslukostnaðar og munu þessar ráðstafanir og aðrar í trygginga- málum (Sjá frétt á bls. 3) kosta rfkissjóð þrjá til fjóra milljarða króna á ársgrundvelli. Þær breytingar, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera með bráða- Þjóðveldisbær- inn í Þjórsár- dal vígður ÞJÓÐVELDISBÆRINN i Þjórs- árdal verður vígður n.k. föstudag og mun Steinþór Gestsson al- þingismaður, formaður bygg ingarnefndar, afhenda Geir Hall- grímssyni forsætisráðherra bæ- birgðalögum til álagningar skatta 1977, eru fólgnir í breikkun á 20% skattþrepinu og nýju 30% skattþrepi. Samkvæmt breyting- unum munu hjón, sem hafa greitt 20% skatt af fyrstu 1.381.300 krónunum og 40% af því, sem þar er umfram, greiða nú 20% skatt af fyrstu 1400 þiísund króna skattgjaldstekjum, 30% af næstu 600 þúsund króna, en 40% af skattgjaldstekjum umfram tvær milljónir. Einstaklingar, sem hafa greitt 20% skatt af fyrstu 975 þúsund krónunum og 40% af því, sem þar hefur verið umfram, munu nú greiða 20% skatt af fyrstu millj- óninni, 30% af næstu 400 þúsund króna skattgjaldstekjum og 40% af því, sem er umfram 1400 þús- und krónur. Það skal tekið fram, að þegar tekjuskattur hefur verið reiknað- ur út eftir þessum reglum, kemur inn. Forsætisráðherra tekur við bænum fyrir hönd ríkisstjórnar- innar, en sfðan mun ráðherra af- henda stjórnskipaðri nefnd bæ- inn til rekstrar. I þeirri nefnd eiga sæti fulltrúar frá Þjóðminja- safninu, Gnúpverjahreppi og Landsvirkjun. Vfgslugestum verður sýndur bærinn undir leið- sögn Harðar Ágústssonar, sem hefur stjórnað byggingu bæjar- ins. Bærinn verður innan skamms opnaður almenningi til sýnis. persónuafsláttur svo þar til frá- dráttar. Þá hefur ríkisstjórnin ákveðið að auka niðurgreiðslu á nokkrum helztu búvörum, eða gera aðrar ráðstafanir er valdi allt aó 1,5% lækkun á vfsitölu framfærslu- kostnaðar. Skipverji tekinn með fíkniefni ÞEGAR m.s. Reykjafoss kom til Straumsvfkurhafnar á sunnudaginn fundu tollverðir nokkurt magn ffkniefna f fór- um eins skipverja. Var maður- inn, sem er 24 ára gamall, tek- inn til yfirheyrslu hjá ffkni- efnadómstólnum og sfðan úr- skurðaður f allt að 30 daga gæzluvarðhald. Nú sem stendur eru sjö ung- ir menn f gæzluvarðhaldi vegna ffkniefnamála og mikið annrfki hjá starfsmönnum ffkniefnadómstólsins og fíkni- efnadeildar lögreglunnar við rannsóknir þeirra mála, sem umræddir menn tengjast. 2 imgmenni drukkn- uðu í Elliðavatni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.