Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNI 1977
23
egi
Islend-
urvelli 17. júní.
Því miður hefur þetta einfalda
sjónarmið ekki hlotið verðskuld-
aða virðingu, og af þvi hefur hlot-
ist margvislegur vandi. Á næst-
unni hljótum við að keppa að því
á öllum sviðum þjóðlífsins að ná
þessu búskaparlagi.
Við ísiendingar viljum halda til
jafns i lifskjörum við það, sem
best gerist með öðrum þjóðum.
Þótt örfáar þjóðir búi við betri
lífskjör en við, m.a. vegna betri
ytri skilyrða og þróunar um lang-
an tíma, eru lifskjör hér betri en i
flestum löndum heims.
Við höfum þvi enga ástæðu til
að kvarta, heldur ber okkur að
þakka hlutskipti okkar, sem legg-
ur okkur skyldur á herðar að fara
vel með stjórn eigin mála og axla
að okkar hluta ábyrgð á fram-
vindu mála á alþjóðlegum vett-
vangi.
Föðurlandsástin
á að knýja okkur
til dáða
En hvað sem lífskjörum líður
þykir okkur vænt um landið okk-
ar. Hér viljum við búa okkur og
börnum okkar heimili. Föður-
landsástin á að knýja okkur til
dáða, opna augu okkar fyrir því
mikilvæga, sem sameinar okkur
fremur en því smáa, sem kann að
skilja á milli okkar.
íslenski fáninn er tákn þjóðar-
einingar, sýnum honum virðingu
og eflum með okkur þjóðrækt, svo
að fáninn megi ávallt blakta yfir
frjálsum íslendingum í framfara-
hug.
Gleðilega þjóðhátíð.
$onar
mí
einhuga gegn reykingunum
Samstarfi Krabbameins-
félags Reykjavíkur og skólanna
í Reykjavík og nágrenni lauk
formlega, að þvl er varðar starf-
ið í 6. bekk í vetur, með fjöl-
mennum fundi í Laugarásbíói
snemma í maí mánuði.
Þangað komu fulltrúar
sjöttubekkinga í 28 skólum i
Reykjavík, Seltjarnarnesi, í
Garðabæ, Kópavogi, Hafnar-
firði og á Selfossi, til að taka
höndum saman S baráttunni
gegn reykingum.
í þvi nær öllum þessum skól-
um fór fram skipulögð fræðsla
um skaðsemi reykinga í sam-
vinnu við Krabbameinsfélagið
og í mörgum þeirra tóku nem-
endur sjötta bekkjar virkan
þátt í að fræða yngri skóla-
systkin sin um þetta efni að
loknum ítarlegum undirbún-
ingi í hverri einstakri bekkjar-
deild.
Auk fulltrúanna var boðið á
fundinn skólastjórum, yfir-
kennurum, umsjónarkennur-
um bekkjanna og fleiri gestum.
Var fundurinn að mestu leyti
undir stjórn 6. bekkinga. Fluttu
þeir ýmis atriði sem urðu til í
hópvinnu í bekkjunum í vetur:
leikþætti, sögu, visur, samtöl
o.fl. Auk þess fluttu nokkrir
fulltrúanna skorinorð ávörp.
Þá lásu þrír fulltrúar upp til-
lögur til ályktana varðandi bar-
áttuna gegn tóbaksneyslu. Voru
þessar tillögur byggðar á hug-
myndum sem komu fram í um-
ræðum i skólunum við undir-
búning fundarins. Fylgja þær
hér með.
Að lokinni dagskrá sjöttu-
bekkinga fluttu ávörp Ásgeir
Guðmundsson skólastjori af
hálfu skólanna og Páll Gislason
yfirlæknir af hálfu stjórnar
Krabbameinsfélags Reykjavík-
ur. Lýstu báðir yfir mikilli
ánægju yfir samstárfi þessara
aðila, sem byggir á margra ára
hefð, en er nú nánara en
nokkru sinni fyrr. Auk þeirra
talaði framkvæmdastjóri
Krabbameinsfélags Reykjavík-
ur, Þorvarður Örnólfsson, en
hann hefur skipulagt starfið i
skólunum af háifu félagsins og
heimsótt þá, suma margsinnis.
Mikill einhugur rikti á fund-
inum og almenn ánægja með
hvernig til tókst.
Ályktanir
sjöttubekkinga
um tókabsmál
Samþykktar á fundi í Laugar-
ásbiói 4. maí 1977 af fulltrúum
frá 28 skólum i Garðabæ,
Hafnarfirði, Kópavogi, Reykja-
vik, á Selfossi og Seltjarnar-
nesi.
Stúlkur úr Fossvogsskóla leiða fjöldasöng.
Þorvaldur Björnsson kennari f Breiðagerðis-
skóla leikur undir á harmonikku.
Nemendur úr Breiðagerðisskóla flytja „Vís-
ur tóbakspúkans“ við undirleik Þórodds
Björnssonar kennara.
Unga fólkið greiðir atkvæði um ályktanir
gegn tóbaksreykingum.
í.
Við erum þakklát fyrir þá
fræðslu um skaðsemi tóbaks-
neyslu, sem við höfum fengið í
skólunum í vetur og óskum eft-
ir að framhald verði á fræðslu-
starfinu bæði fyrir okkur og
aðra í skólunum.
Einnig finnst okkur nauðsyn-
legt að efla fræðslustarf fyrir
almenning um þetta efni og sjá
til þess að allir sem þurfa geti
fengió aðstoð til að hætta að
reykja.
Við teljum að kvikmyndir og
námskeiðið i sjónvarpinu hafi
haft mikil áhrif og mælum með
þvi að haldið sé annaö sjón-
varpsnámskeið á næsta vetri og
sýndar verði fleiri kvikmyndir
og fræósluþættir um skaðsemi
reykinga og um það hvernig
menn geti lifað heilbrigðu lifi.
2.
Við erum mjög ánægð með að
Alþingi hefur nú bannað allar
tóbaksauglýsingar frá 1. júni
næstkomandi og vonum að allir
virði þessi nýju lög.
Okkur finnst að fullorðna
fólkið ætti að forðast að gera
nokkuð sem getur orðið til þess
að börn og unglingar byrji að
reykja. Til dæmis ætti fólk alls
ekki að senda börn í búðir eftir
sígarettum og reyndar ætti
alveg að hætta að selja börnum
og unglingum tóbak.
Einnig finnst okkur rétt að
stefna að þvi að tóbak sé ekki
selt i matvörubúðum.
Vió teljum líka að verð á
tóbaki ætti að vera mun hærra
en nú, til dæmis 500 krónur
pakkinn, og með þvi mætti
draga úr reykingum ungs fólks.
3.
Við teljum nauðsynlegt að
fjölga sem mest þeim stöðum og
farartækjum þar sem reyking-
ar eru takmarkaðar eða alveg
bannaðar.
Sérstaklega finnst okkur
sjálfsagt og leyfa ekki reyking-
ar á stöðum þar sem fram fer
starfsemi fyrir börn og unglina
t.d. i barnaheimilum, skólum,
tómstundaheimilum og iþrótta-
húsum eða á samkomum sem
börn og unglingar sækja. Til
dæmis ætti alls ekki að leyfa
reykingar í hléum á barnasýn-
ingum i bióum eða leikhúsum.
Einnig teljum við nauðsyn-
legt að koma í veg fyrir reyk-
ingar I öllum sjoppum og lokuð-
um biðskýlum.
Reyndar finnst okkur að það
ætti að hlífa börnum við tóbaks-
reyk eftir þvi sem mögulegt er
ekki siður á heimilunum en
annars staðar.