Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNl 1977 raðauglýsingar — raðauglýsingar raðauglýsingar húsnæði f boöi óskast keypt Einbýlishús til sölu 74 fm, 2 herb. í risi. Möguleikar að byggja ofan á. Fagurt útsýni. Uppl. ísíma 93-7162 Borgarnesi. Einbýlishús til leigu Til leigu 125 fm einbýlishús ásamt stór- um bílskúr á góðum stað í Hafnarfirði. Leigutími í 1 —2 ár. Tilboðum sé skilað á afgr. Mbl. fyrir 28. júní merkt: „Hafnar- fjörður — 2397". Mótorknúin rafsuðuvél óskast strax ný eða notuð. Uppl. í síma 28022. húsnæöi öskast Verslunarhúsnæði óskast til leigu. — Helst við Laugaveg eða nágrenni. Tilboð með upplýsingum um stærð og annað sem máli skiptir leggist inn á afgr. auglýsingadeildar Mbl. fyrir 24. júní. verkt Verslun — 2402. bátar Bátur óskast á leigu strax 1 5—20 tonn. Upplýsingar í síma 40835 og 37115. nauöungaruppboó Nauðungaruppboð, — annað og sfðasta — sem auglýst var f 69.. 71 og 73. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1976á Hafnar- braut 6, þinglýstri eign Hjalls h.f., fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 29. júnM977 kl. 16. Bæjarfógetinn f Kópavogi. Nauðungaruppboð, 2. og sfðasta á fasteigninni Holtsgata 8, I Sandgerði. þinglesin eign Gunnhalls Antonssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. júnf 1977kl. 16. Sýslumaðurinn I Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð. 2. og stðasta á fasteigninni Hólagata 29, efri hæð I Njarðvfk. þinglesin eign Svanbergs Þórðarsonar, fer fram að kröfu ýmissa lögmanna á eigninni sjálfri miðvikudag- inn 22júnf 1977 kl. 15. Bæjarfógetinn f Njarðvfk. Nauðungaruppboð. sem auglýst var f 9., 1 1. og 13. tbl. Lögbirtingablaðsins 1977 á fasteigninni Heimavellir 17 f Keflavfk, þinglesin eign Viðlagasjóðs en talin eign Jóns Sigurðssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Garðars Garðarssonar hdl. fimmtudaginn 23. júnf 1977 kl. 14. Bæjarfógetinn f Keflavlk. Nauðungaruppboð. 2. og slðasta á m/b Ölver SH 40. talin eign Hallgrims Jóhannessonar, fer fram við bátinn sjálfan I Skipasmfðastöð Njarðvfkur f Njarðvfk fimmtudaginn 23. júní 1977kl. 13 Bæjarfógetinn I Njarðvfk. Nauðungaruppboð. sem auglýst var f 1., 4. og 6. tbl. Lögbirtingablaðsins 1977 á fasteigninni Heiðargarður 6 f Keflavlk. þinglesin eign Steinars Ragnarssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms Þórhallssonar hrl. og fleiri, fimmtudaginn 23. júnl 1 977 kl. 1 5. Bæjarfógetinn f Keflavlk. 'élagmtmi $tœðisflúkksws\ Aðalfundur Akurs h.f., verður haldinn i efri sal sjáffstæðishússins á Akureyri laugardaginn 2. júlí n.k. kl. 16.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Málfundafélagið Óðinn Skógræktarferð verður farin i Heiðmörk á vegum félagsins miðvikudaginn 22. júní. Lagt verður af stað kl. 19.30 frá Valhöll. Bolholti 7. Félagar fjölmennið. Stjórnin ORÐ í EYRA Nóbels- skáld til umræðu Ég var í miðri súpunni þegar Sjonni vinur minn hlammaði sér niður andspænis mér og lagði spanjóluna sína kyrfilega yfir brauðdiskinn. —Það er ég viss um að þú hefur séð úrvölin á dögunum, sagði hann. Þó þú sért annars bölvaóur skýjaglópur og þykist yfir það hafinn að fylgjast með knattspyrnunni. —Eg sá kattaúrvalið á Loft- Ieiðum hjá henni Guðrúnu Á, svaraði ég. Og aldrei hef ég séð jafnsyfjað úrvalslið. —Mér er sama hvað hvur segir, mælti Sjonni og muldi brauðið oní súpuna. Ég veðja á Skagann. Þeir eru sko allir í vörninni. Fyrst nokkur þrumu- sk»t, eitt mark eða tvö, og svo allir í vörnina. —Skagamenn lögðti menn- ingunni til steinar sijurjóns- son og þótti flestum kappnóg, sagði ég og skipti fimlega um disk. Sjonni leit spyrjandi á mig: —Lék hann ekki eilífa sóló ef ég man rétt?. —Gott ef ekki var. Að minnsta kosti var hann ekki í Skagakvartettinum. Sjonni skeiðaði súpuna og það varð þögn. —Annars er það sko kúlan sem spennan er kringum núna, sagði hann stundarhátt. Hreinn á eftir að bæta sig skaltu sann. —Nú hvað með það, svaraði ég. Eru ekki allir alltaf að bæta sig. Nema Hann Kiljan Okkar. Hann er búinn að vera svo góður lengi að hann þarf ekki að bæta sig. Enda allt með sama snilldarbragðinu sem frá honum kemur. Það er sko ekk- ert slor. Hann er nefnilega staðreyndin i lífi okkar. Og honum verður ekki breytt. Fremur en til að mynda Heklu. Að vísu hef ur hann alltaf verið furðu natinn við að koma sér upp svokölluðum steinbórn- um. Einkum þó og sérilagi ef faðernið er þýskt með gyðing- legu ívafi. Nú seinast hefur hann komist í tæri við þann undarlega barnaskap sem efnarannsóknastöðvar þýskra bruggara borga margföld fjár- lög islenska ríkisins fyrir að koma á framfæri við fólk og leggja við nafn doktora eins og mikill plagsiður er i Þjóðverja- landi. Steinbarnið fræga frá réttarhöldunum gersku ól snillingurinn við brjóst sér í tuttugu ár. Kannski nægja honum tiu til að losna við þetta enda sannleikurinn í þessu efni orðinn barnalærdómur við Fýrisá, en.... Sjonni vinur minn stóð upp frá gúllassinu óétnu. Jóhann Guðmundsson: Eiturlyfin „Lærið af mistökum okkar" Rætt við eiturlyf janeytanda: „Hleypið mér héðan út". Fyrirsagnir greina í Mbl. 25.5.77. Vandamálið færist nær, þrýstir á, krefst aðgerða. Ég hef mikið hugleitt hvernig við því eigi að bregðast. Hvern- ig á að meðhóndla þá, sem einskis svíf ast í þvi að auðgast á þvi að brjóta niður lif og heilsu ungs fólks, sem ekki er að varð- bergi. Flest það ógæfufólk, sem stendur að sölu og útbreiðslu fíkniefna og eiturlyfja hefur fengið væga dóma miðað við brot sin. Dómsættir og skilyrð- isbundnir dómar er refsingin í langflestum þessara mála. Þessu er ég samþykkur. EN komi fyrir eins og skeð hefur, að sami aðili sé aftur bendlaður við sölu og útbreiðslu fíkni- og. eiturefna hvað á þá að gera? Hver á dómurinn þá að vera? Min tillaga er sú, að „sannist á sama aðila meðhöndlun eða sala á fikniefnum eða eiturlyfj- um þá skuli til koma auk eðli- legrar refsingar við annað brot nafnbirting og þriðja brot nafn og myndbirting." Ég hef þá trú, að hver sá, sem á yfir höfði sér slíka refsingu hugsi sig um tvisvar áður en hann gefur sig að slíkri iðju aftur. Geri hann það, getur hann engum um kennt nema sjálfum sér. Auðvitað yrði það sárt fyrir aðstandendur þess, sem kom- inn er á vald eiturlyfjann, að horfa á barnið sitt i ormagryfj- unni. Ég skora á þau yfirvöld, sem þetta heyrir undir, að athuga þessa tillögu mina. Allir landsmenn verða að vera á varðbergi og þrýsta á að þeir, sem að þessum málum vinna, geri skyldu sína, veiti þann að- búnað og fjármuni, sem til þarf, reynslu og þekkingu til þess að halda uppi ákveðinni, kröftugri og hnitmiðaðri bar- áttu við þessa hræðilegu ófreskju, sem er nú að ná fót- festu hér álandi. Framundan eru átök, ef sprona á við að þróun þessara mála verði til þess að fleira af ungu fólki leiðist á glapstigu. Sláum skjaldborg um æsku íslands með öllum tiltækum ráðum henni til heilla. Fréttatilkynn- ing vegna auglýsinga um garðúðun MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning: Revkjavlk 7. jlinl 1977 VEGNA auglýsingar frá Félagi skrúðgarðyrkjumeistara, er lesin var þrlvegis I hádegisútvarpinu I dag, þess efnis að félagið vari garðeitendur við að láta úða garða slna nema við 12—15 stiga hita, vilja forsvarsmenn ofangreindra fyrirtækja taka fram. 1. Við höfum mörg undanfarin ár úðað garða við lægra hitastig og hefur hún nær undantekninga- laust borið fullan árangur. 2. Almennt er viðurkennt að úðun við íægra hkastig en 12 stig hafi full áhrif. 3. Sérstaklega skal áréttað, að bæði fyrirtækin framkvæma endurúðun án gjalds hafi fyrri úðun fyrir einhverra hluta sakir mistekist. 4. Við lýsum fullri ábyrgð á hendur Félagi skrúðgarðyrkju- meistara vegna þess tjóns sem umrædd tilkynning þeirra hefur þegar haft I för með sér á starf- semi okkar og kann að haf a. 5. Við lýsum vanþóknum okkar áþvi að umrædd auglýsing, sem er með öllu órökstudd og hvorki I samræmi við reynslu okkar né annarra, skuli vera lesin I hljóð- varpi. Hlýtur hér að vera um ský- laust brot á hlutleysisreglum út- varpsins. Fyrir hönd Uða s.f. Brandur Gfslason garðyrkju- maður Þórður Gíslason garðyrkjumaður. Fyrir hönd Garðaprýði Guðmundur Gfslason skrúðgarðyrkjumeistari. Sögusinfónían fær góða dóma Í SÍÐASTA hefti timaritsins Record and Racording or fjallað um Söguain- fonlu Jons Laifs og fær hún bar góoa dóma. Segir þar, að þessi vel unna plata veiti mönnum áhrifamikla innsýn f hinn sérkennilega og stórbrotna stil Jóns, verkið sé hlaðið spennu og mjög myndrænt. Eftir nákvæma lýsingu á uppbyggingu sinfónfunnar er farið nokkrum orðum um notkun Jóns á ásláttarhljóðfærum. Segir þar að and- stætt þvf. sem gerist hjá Khachaturian séu ásláttarhljóðfærin aðeins látin und- irstrika ákveðna þætti I tónlistinni en ekki notuð til þess að bera hana uppi. Að lokum segir f greininni að Sögusin- fónfan tákni að vfsu ekki neina nýja , stefnu f tónlist, en að hlusta á hana sé I senn skemmtileg og athyglisverð rey nsla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.