Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 1
40SIÐUR OGLESBOK 161. tbl. 64. árg. LAUGARDAGUR 23. JULl 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Símamynd AF NVR FORSÆTISRAÐHERRA — Junius Jayewardene, nýi forssetis- ráðherra Sri Lanka á blaðamannafundi f gær. Flokkur Bandaranaike þurrkaður út að mestu Fagna endurreisn Tengs med götu- veizlu aldarinnar Colombo 22. júlf — Reuter. FRÚ SIRIMAVO Bandaranaike, eini kvenforsætisráðherra heims- ins, féll frá völdum f dag, eftir að hafa beðið svo mikinn ósigur f þingkosningunum að flokkur hennar, frelsisflokkurinn, þurrkaðist næstum út f þinginu. Sigurvegari kosninganna, Junius Jayewardene, sem er sjötugur, sór embættiseið, sem forsætisráð- herra f kvöld. Samkvæmt sfðustu atkvæðatöl- um hafði hann hlotið 134 þing- sæti af 168, en allir aðrir flokkar 22, þar á meðal var flokkur Band- aranaike með fimm þingsæti. Jayewardene, sem viðurkenndi að sér þætti sigurinn óþægilega glæsilegur, sagðist ætla að af- nema núverandi þingkerfi, sem byggir á brezkri fyrirmynd, og, taka upp forsetastjórn líkt og i Frakklandi, með sjálfan sig í for- setaembættinu. Flokkur Bandaranike hélt að- eins fimm af 85 þingsætum, sem hann hafði áður, en sjálf náði hún endurkjöri. Með falli hennar, eft- ir 12 ára stjórnartfð eftir 1960, er nú lokið meiriháttar stjórnarfars- breytingum á og við Indlands- skaga, sem hófust fyrir fimm mánuðum siðan. Framhald á bls. 25 Peking 22. júll — Reuler. MILLJONIR Pekingbúa slepptu fram af sér beizlinu f kvöld og héldu eina háværustu og mestu götuveizlu aldarinnar. Götulög- reglan, reyndi að hafa reglu á mannfjöldanum en gafst að lok- um upp fyrir ákefð hans að fagna lffseigasta stjórnmálamanni Kina, Teng Hsiao-Ping. Enn var verið að lesa f Peking- útvarpið tilkynningu um að for- sætisráðherrann fyrrverandi, sem nú er 74 ára gamall, hefði verið endurreistur þegar fyrstu aðdá- endur hans voru komnir út á götu til að sprengja púðurkerlingar. Innan 'hálfrar klukkustundar var Stræti hinnar eilffu kyrrðar orðið troðfullt af syngjandi Kfnverjum, sem veifuðu fánum. Ætlunin var að efna til skipu- legra hátiðarhalda en ákefðin var svo mikil að allt fór út böndunum og beinar raðir rofnuðu og strætið varð eitt iðandi mannhaf. Hergöngulög dundu úr hátölur- um og kveikt var á skrautlýsingu húsanna við Stræti hinnar eilifu kyrrðar. Margir útlendingar tóku þátt í gleðinni og Kínverjar útveg- uðu þeim hornveifur sem á voru rituð slagorð eins og „dýrð sé Þriðja fundi tiundu miðstjórnar kommúnistaflokksins." Sjónvarpið sýndi Teng, sem tvisvar hefur verið vikið frá völd- um, taka sæti við hægri hönd Hua Kuo-feng, formanni Kommúnista- flokksins á fundi tíundu mið- stjórnarinnar og fékk hann mikið lófatak frá fulltrúum á fundinum. Vinstra megin við Hua sat Yeh Chien-Ving, varnarmálaráðherra. Opinbera kínverska fréttastof- an Hsinhua og sjónvarpið i Pek- ing hafa nú staðfest orðróm, sem lengi hefur verið á kreiki, um að Teng verði endurreistur i sin gömlu embætti: Embætti varafor- sætisráðherra, varaformanns flokksins, forseta herráðs land- hersins og varaformanns hernaðarnefndar kommúnista- flokksins. Lýðræðisþing sett á Spáni Madrid 22. júlí — Reuter. JUAN Carlos, konungur Spánar, setti f dag nýtt þing Spánar og er hér um sögulegan atburð að ræða þvf þetta er fyrsta lýðræðislega kjörna þing landsins f meira en 40 ár. Konungurinn, sem staðið hefur á bak við hæga breytingu til lýðræðis á Spáni sfðan Franco einræðisherra dó fyrir 18 mánuð- um, hélt 15 mfnútna langt ávarp við þingsetninguna. Konungur minnti þingheim á ábyrgð sina og hvatti til þess að á þessu viðkvæma skeiði i sögu Spánar, reyndu menn að leggja niður deilumál sem ættu rætur að rekja til liðinna atburða. Frú Dolores Ibarruri, „la Pasionaria" hinn 81 árs gamli for- maður kommúnistaflokksins, sem nýlega kom heim úr útlegð í Framhald á bls 22. Miklar hækkanir 1 Tékkó- slóvakíu Prag. 22. júli — Reuler TEKKNESKA stjórnin til- kynnti f dag allt að 50% verð- hækkanir á kaffi og súkkulaði- vörum og allt að 40% verð- lækkun á gerviefnum og raf- magnstækjum. Orðrómur um að þessar hækkanir hafi staðið fyrir dyrum olli miklu hamstri neytenda og voru flestar búðir orðnar vörulausar í dag. Einnig var tilkynnt allt að 50% hækkun verðs á bómull- ar- og ullarefnum og nokkrum öðrum neytendavörum. Hækk- anirnar koma til framkvæmda í dag og á mánudag, að sögn formanns verðlagsskrifstof- unnar, Michael Sabolcik. Hann sagði að verðhækkan- irnar miðuðu að þvf að draga úr neyzlu á dýrum innfluttum vörum og auka neyzlu á inn- lendum varningi. Stjórnin mun halda áfram að greiða niður helztu nauðsynjavörur og hækkanirnar ná ekki til barnafata og súkkulaðis til drykkjar. Símamynd AP SPANARÞING SETT — Juan Carlos, konungur Spánar, ávarpar þing landsins, Cortes, sem sett var f dag. Þetta er fyrsta lýðræðislega kjörna þingið á Spáni sfðan eftir borgarastrfð. Til hægri situr Sofia drottning. Sadat: Kenndum sem hann Gaddafi gleymir lexiu aldrei Cairo 22. júif — Reuter, AP. EGYPTAR segja að orustuþotur þeirra hafi f dag farið langt inn fyrir landamæri Libýu og ráðizt þar á herflugstöð á öðrum degi bardaga nágrannarfkjanna tveggja. Sagði Anwar Sadat, for- seti Egyptalands, f ávarpi til þjóð- ar sinnar að herir hans hefðu gefið leiðtoga Libýu, Muamar Gaddafi, „lexfu,“ sem hann myndi aldrei gleyma. Egypzki forsetinn, sem talaði daginn fyrir 25 ára afmælisdag byltingarinnar, sem batt endi á konungsstjórn f landinu árið 1952, lýsti þvf yfir að herir hans myndu ráðazt til atlögu ef þörf væri á. 1 ræðu sinni, sem tók um 80 mínútur, kenndi hann Libýu- mönnum um að eiga upphafið af átökunum og bar hann Gaddafi alls kyns óhróðri og kallaði hann meðal annars „afbrigðilegan" og „geðsjúkling". Hann ásakaði Gaddafi um að „vera fulltrúa stór- veldis, sem allir þekkja", og skir- skotaði hann þar greinilega til Sovétríkjanna. Um það bil sem Sadat var að ljúka ræðu sinni kom tilkynning frá talsmanni hersins, þar sem sagt var að egypzkar flugvélar hefðu valdið miklum skemmdum I Framhald á bls. 25 Veita ísrael aukna aðstoð Washington 22. júlf — Reuter. Bandarfkjamenn hafa fallizt á að veita Israel frekari hernaðaraðstoð f formi hergagna og 107 milljón dollara fjár- framlags til gerðar nýs, ísraelsks skriðdreka, sagði utanrfkisráðuneyt- ið f kvöld. Talsmaður ráðuneytis- ins sagði að aðstoðin næmi samtals 250 millj- ónum dollara. Meðal hergagnanna verða þyrl- ur, hraðgengir varðbát- ar og skotfæri. Aðstoðin er með þeim hætti að- ísraelsmenn endur- greiða helming hennar aftur en hinn helming- urinn er styrkur. Talsmaðurinn gat ekki skýrt frá magni eða gef ið nánari upplýsingar um hergögnin. Banda- rískir embættismenn segja að ísraelsmenn geti ekki fjármagnað nýja skriðdrekann sjálf- ír.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.