Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JULt 1977 33 fclk í fréttum + ÞARNA MUNAÐI MJÓU! — Hér sést er fólk hleypur til bjargar hrossi sem var hætt komið er kviknað hafði í bifreið þeirri sem dró kerru þess. Hjól bifreiðarinn- ar datt undan og reif um leið bensfntankinn í sundur og neistaflugið frá tanknum kveikti í. Bílstjóri og farþegar sluppu ómeidd en hrossið brann örlftið á höfði. + Tveggja- vikna gamall vatna- hestsungi sést hér fá hádegis- mat sinn f dýragarð- inum í Denver Bandaríkj- unum. Maturinn saman- stendur af mjólk, vatni og vítamín- um en ástæðan fyrir þess- ari matar- gjöf er sú að mamma hans, Petina, drapst frá honum ný- fæddum. Gleymið ekki að sjá ferfættu vinunum ykkar fyrir góðum samastað þegar þið farið í sumarfrí, ef þið getið ekki tekið þá með. + Danska leikkonan Lone Hertz er orðin 38 ára, er lftur ennþá út fyrir að vera tvítug. Hún er nú á ferðalagi um Evrópu með fornsalanum sfn- um Sven Lindhardt. Sfðast þegar til fréttist sigldu þau á gondól í Feneyjum. Hún segir að besta ráðið til að halda sér ungum sé að lifa reglusiimu lífi. Myndin sýnir hópinn á tröppum hallar einnar einnar á danskri grund. Vel heppnuð ferð Flensborgarnema í lok marzmánaðar hélt 30 manna hópur nemenda úr 2. bekk menntadeildar Flensborgarskóla til Dan- merkur ásamt kennurum sínum. Hópurinn dvaldi í hálfan mánuð f Danmörku, fyrst í viku í Frederiksberg, sem er vinabær Hafnarfjarðar, en síðari vikuna tvfstraðist hópurinn nokkuð og ferð- aðist um landið. Margrét Guðmundsdótt- ir kennari var með í för- inni og Mbl. hafði samband við hana í gær. Hún sagði að hugmyndir hefðu verið uppi meðal kennara að fara slíka ferð til að auka nem- endum skilning og áhuga á því máli sem þeir væru að læra og myndu brátt ljúka stúdentsprófi í, en það er í 2. bekk manntaskóla. Margrét sagði að áhugi nemenda hefði verið geysi mikill og hefðu þeir þegar hafið fjársöfnun með ýms- um.aðferðum. Það var svo með aðstoð Svend Aage Nielsen þáverandi sendi- herra að málið komst á rek- spöl. Styrkur fékkst frá „Fondet for Dansk — Islandsk samarbejde", en formaður þess sjóðs er Bent A. Koch. Einnig sýndi varaborgarstjóri Frederiksberg þegar mik- inn áhuga á að bjóða Hafn- firðingunum þangað. Það var svo 29. marz að hópurinn hélt utan og þrufti hver nemandi að greiða 25 þús. kr. fyrir þessa ferð. Þótti hún takast í alla staði mjög vel og sagði Margrét að það væri von sin að slíkar ferðir gætu verið árlegur við- burður í framtíðinni og væri þá að sjálfsögðu gert ráð fyrir því að dans-kir hópar kæmu hingað til lands í staðinn. Margrét sagði að þessi ferð Hafnfirðinganna væri sú fyrsta á þessum grund- velli og hefði greinileg mátt sjá mun á árangri nemenda á stúdentsprófi í dönsku í vor. Hefðu margir þeirra sem fóru í Danmerk- urferðina sýnt stórstígar framfarir. Kunkel mælitæki fyrir vélsmíði, iðn-vél og fjölbrautaskóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.