Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JULÍ 1977 + Móðir okkar SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Skálmárbæ. Álftaveri. lézt 21 júli í St. Jósepsspítala, Hafnarfirði, Fyrir hönd vandamanna, Gtsli Vigfússon, Jafet Vigfússon, Gestur Vigfússon. + Konan mín SIGURLAUG PÁLMADÓTTIR Háaleitisbraut 42 lést á Landsspitalanum 21 júlí. Gunnar 1. Jónsson. + Ástkær sonur okkar, og bróðir ASGEIR ÞÓR SIGUROSSON, Grýtubakka 18, lézt af slysförum þann 20. þ m fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, SigurSur Valur Magnússon, Erla Hafdís Sigurðardóttir, og systkini. + Eiginmaður minn HJALTI GUNNARSSON Grænuhlið 5 sem andaðist 18 þ m verður jarðsunginn frá Landakotskirkju mánu- daginn 25. júlí kl 1 30 Ásta Ásgeirsdóttir. + Útför móður okkar GUÐRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR frá Iðunnarstoðum fer fram frá Akraneskirkju laugardaginn 23. júli kf. 1 3 30. Gunnþóra ÞórSardóttir Elias ÞórSarson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför JÓHANNESAR HALLDÓRSSONAR Hólabraut 22 Akureyri ÞorgerSur Halldórsdóttir Jónina Jóhannesdóttir og systkini hins látna. + Öllum, sem veittu mér hjálp og sýndu mér hlýhug við útför eiginkonu minnar, ÖNNU ÓLAFSDÓTTUR, frá Hvallátrum, sendi ég mínar innilegustu þakkir Sveinn Gunnlaugsson frá Flateyri. + Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts UNNAR AÐALHEIOAR BALDVINSDÓTTUR Laufásvegi 45 b VeturliSi Gunnarsson Regina Gísladóttir ÞórSur H. Jónsson og barnabórn. + Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vínáttu við andlát og jarðarför KRISTJÁNS BENEDIKTSSONAR Hæli. Þorbjörg Björnsdóttir börn og tengdabörn. Einar Kristirm Eiríks- son bóndi — Minning »Ljúft er hér að Ijúka iffsins sæld og þraut við hið milda, mjúka móðurjarðar skaut«. (Steinjírfmur Thorsteinsson). Kristinn Eiríksson var í heim- inn borinn þegar sólargangur var lengstur her á landi, 14. júní 1896, og burtkallaðist mikdan og mjúk- an vördag, 30. maí 1977, tæplega 81 árs að aldri. Það var táknrænt fyrir lífsgöngu Kristins að kveðja jarðlifið í gróanda vorsins. Hann var alla tíð vorsins maður. Snemma byrjaði hann að læra lesturinn, þótt fátt væri um bæk- ur á hans uppvaxtarárum, en kannske hefur bókaskápur frænda hans, prófastsins á Krikjubæ, kveikt lestrarþorsta hans, en þangað fór Kristinn 11 ára og fermdist þaðan. Veturna 1919 — 1921 dvaldi hann við Alþýðuskólann að Eiðum, taldi skólavistina þar hafa glætt fróð- leiksþorsta sinn og að þeir séra Ásmundur Guðmundsson og Benedikt Blöndal hefðu glætt þann neista, og að áhrifa þeirra hefði gætt við bókaval sitt síðar en snemma fór Kristinn að kaupa sér bók og bók, þótt efni væru lítil. Sem dæmi má nefna að þeg- ar bókin Kvöldræður í Kennara- skólanum komu út 1931 eignaðist Kristinn þær fijótlega, en þessi bók er, sem kunnugt er, fyrir- lestrar er séra Magnús Helgason flutti á skólastjórnarárum sínum í Kennaraskóla Islands. Kristinn hreifst af ræðunum og taldi sig hafa mikið af þeim lært. Þá voru þeir Jónas, Bjarni, Steingrímur og Matthias uppáhaldsskáldin, las hann mikið ljóð þeirra og lærði þau utanbókar, lifði sig inn i efni þeirra, var stálminnugur og sagði vel og skipulega frá, enda bætti hann við þekkingu sína meðan hann lifði. Hann átti að lokum safn góðra bóka og las alltaf mik- ið. Eftir að búskapnum létti fór hann að geta sinnt áhugamálum sínum, sem voru ferðalög um landið og lestur góðra bóka. Þá lét hann sig ekki vanta í bændaferðir héðan og um sjötugt ferðaðsit hann um Snæfellsnes, hluta af leiðinni gangandi með tösku á bakinu til að njóta sögustaðanna þar sem bezt. I ferðunum skrifaði hann jafnan niður það helzta sem fyrir augu og eyru bar. Kristinn fæddist í Refsmýri i Fellahreppi og voru foreldrar hans hjónin Guðbjörg Gunnlaugs- dóttir, uppalin í Refsmýri , og Sveinn Eiríkur Jónsson frá Kleif í Fljótsdal en þau bjuggu í Refs- mýri fyrir og um aldamótin. Var búskapur þá örðugur og árferði vont eins og víða má lesa. Af 10 börnum þeirra komust 5 til full- orðins ára: Jón er lengi var kenn- ari og skólastjóri i Vopnafirði; Kristinn sem hér er sagt frá; Sigrlður er dó úr mænuveiki 22 ára gömul; Sólrún húsfreyja á Krossi i Fellum og Guðný hús- freyja á Dallandi i Vopnafirði. Eiríkur og Guðbjörg fluttu frá Refsmýri að Krikjubæ i Hróars- tungu vorið 1907. Það bjó þá fræðimaðurinn Einar Jónsson prófastur og minntist Kristinn hans siðar með þökk og virðingu. Eftir fermingu lá leið Kristins aftur inn á Hérað og nú til að vinna fyrir sér, enda var hann snemma ósérhlífinn, frískur á fæti og kom sér alls staðar vel. Var hann svo heppinn að vistast hjá góðum húsbændum á ung- lingsárum sínum. Lengst var hann á Hafursá hjá þeim ágætu hjónum Vilborgu Jónsdóttur, föðursystur sinni og manni hennar, Guðmundi Kjer- úlf. Að lokinni skólavist á Eiðum réðst Kristinn til Hallgríms Þór- arinssonar bónda á Ketilsstöðum á Völlum og þar kynntist hann Salnýju Jónsdóttur frá Grófar- gerði er síðar varð kona hans. Næsta ár fór Kristinn norður fyr- ir Lagarfljót, ráðsmaður til Agn- esar Pálsdóttur er þá bjó í Refs- mýri með 2 börn sín. Kristinn var SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM ÉG skil ekki, hvað Jesú átti við, þegar hann sagði við rlka unglinginn: ,JIvf kallar þú mig góðan?“ Var hann að afneita guðdómleika slnum? Nei, hann var ekki að afneita guðdómleika sinum. Fremur staðfesti hann hann með því að segja, að Guð einn sé góður. Hann var líka að benda á fánýti þess að þjóna Guði með vörunum, en vera jafnframt tregur til að fylgja honum. Þér munið eftir Pílatusi. Hann sagði: „Ég finn enga sök hjá honum“, og nokkrum mínútum síðar framseldi hann Jesúm skrílnum til krosSfestingar. Allir tala vel um Jesúm. Fáir hafa gagnrýnt hann svo heitið geti. Flestir nú á dögum kalla hann „góðan“. En það stoðar ekki að kalla hann „góðan“ og vilja svo ekki styðja málstað hans. Það er einmitt það, sem ríki unglingurinn gerði. Hann hlóð á hann lofi, en skömmu síðar sneri hann við honum bakinu til þess að ganga veg eigingirni sinnar. Annað hvort er Jesús verður þess, að honum sé fylgt, eða ekki. Annað hvort er hann „góður“ mönn- unum eða hann er „slæmur“. Ef við trúum því í raun og sannleika, að hann sé góður, að hann sé guðlegur, sonur Guðs, þá munum við fylgja honum. Það, sem Jesús er að segja við ríka unglinginn, er þetta: „Kallaðu mig ekki góðan meistara, nema þú sért fús til að fylgja mér, ella ertu að eyða tíma og orðum til einskis.“ + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför STEFÁNS BJARNASONAR. Helga Eiriksdóttir Margrét Stefánsdóttir. röskur við alla vinnu og ágætis heyskaparmaður. Ekki gerðu aðr- ir betur við að snara bagga á klakk, þótt ekki væri hann hár i loftinu. Hey voru mikil í Refs- mýri um haustið og fénaður vel fram genginn um vorið en þá sagði Agnes jörðinni lausri og flutti burtu, en Kristinn fór I vinnumennsku að Brekku í Fljótsdal til Ólafs læknis Lárus- sonar og það sumar kvæntist hann Salnýju Jónsdóttur, sem áð- ur er um getið. Næsta sumar fluttu þau aftur austur yfir fljót að Vallanesi og siðar að Ketils- stöðum en vorið 1928 fluttu þau enn norður yfir fljót og bjuggu á Miðhúsaseli og stunduðu lengst 15 ár sjálfstæðan búskap i Refs- mýri. Var þeim þó blandin ánægja að þeirri vist. Vorið 1946 rifu þau sig upp þaðan og synir þeirra, Sigurður og Jón, ýmist farnir í atvinnu eða skóla. Leið þeirra lá nú enn austur yfir fljót og árið 1949 losnaði hægindisjörð- in Keldhólar úr ábúð. Synir þeirra keyptu jörðina þá um vorið og þangað var flutt og hafinn bú- skapur. Taldi Kristinn beztu ár ævi sinnar hafa verið á Keldhól- um. Salný andaðist skömmu fyrir jólin 1962 og vorið 1963 tók Jón sonur þeirra við búinu en eldri sonurinn, Sigurður, kvæntur og setztur að í Reykjavik. Kona hans er Guðríður Mangús dóttir frá Mjóafirði. Næstu misserin var Kristinn laus við heimilið og stundaði vegavinnu og fleira sem til féllst en haustið 1964 réðst Svava Jónsdóttir frá Hrærekslæk í Hróarstungu til þeirra og var síðan hvern vetur hjá þeim feðg- um og annaðist heimilið með prýði. Hún sá vel um Kristin, sem þá var orðinn gamall maður, og hjúkraði honum eftir að ellin fór að þreyta hann. Kristinn var þó fremur heilsugóður mestalla æv- ina miðað við aldur, nema tvö síðustu árin, sem hann lifði. Ætla mátti að honum hefði eigi verið á móti skapi að lesa og læra, þótt hlutskipti hans yrði búskap- arbasl, en aldrei varð annað séð en að Kristinn væri ánægður með sitt lífsstarf. Hann var áhugamað- ur í búskap og ágætur skepnu- hirðir, enda gengu fáir betur um hús og hey en hann. Öllum sem eitthvað kynntust Kristni var hlýtt til hans, óvin hefði hann ekki getað átt lengi. Viðmót og svipur leyndu ekki hvað innra bjó, hann var hreinlyndur með afbrigðum og vildi enga eftirmála eiga við menn, reikningana á borðið tafarlaust. Fyndist honum á sig hallað, gat hann breytt snöggt um svip, varð þá alvöru- gefinn og krafðist þess að ræða málin augliti til auglitis, en svip- urinn glaðnaði jafnskjótt og skiln- ingur komst á, skildi svo við hinn aðilann með góðum huga og gerði að gamní sinu. Þessi aðgangur máls aflaði Kristni vin'sælda og hann leitaði ávallt að þvi bezta i fari samferðamannanna, svo vin- fastur og saklaus var hann alla ævi. Sáttur við lífið og í trú á sigur hins góða kvaddi Kristinn jarðvistina og við sem eftir lifum biðjum honum blessunar i nýjum heimkynnum. Hann var jarðsunginn í Valla- neskrikjugarði hinn 4. júní s.l. Margt fólk var viðstatt og sýndi með því hug sinn til hins fram- liðna. H.H. Birting afmælis- og minning- argreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.