Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JULI 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar R itstjórna rf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjóm og afgreiSsla Auglýsingar hf. Arvakur. Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ámi GarSar Kristinsson. ASelstraati 6. slmi 10100. ASelstrnti 6, slmi 22480 Atta krónu hækkun benzinlítrans hefur, sem vænta mátti, vakið al- mannaumtal og nokkra óánægju. Nauðsynlegt er því að kanna til hlítar for- sendur og tilgang þessarar hækkunar. Markaðir tekjustofnar Vegasjóðs eru þrír sam- kvæmt Vegaáætlun Alþingis fyrir yfirstand- andi ár. I fyrsta lagi er benzíngjald, sem er inn- flutningsskattur á þessa vörutegund, og gefa á Vegasjóði um 2410 m.kr. tekjur á árinu, samkvæmt áætluninni. í öðru lagi er þungaskattur, sem er um- ferðargjald, og gefa á Vegasjóði 780 m.kr. tekjur. Loks er svokallað gúmú gjald, sem er innflutnings- skattur, og gefa á Vega- sjóði rúmlega 80 m.kr. tekjur. Sú hækkun benzín- skatts, sem nú er orðin, er innan þess tekjuramma, sem Alþingi setti Vegasjóði með afgreiðslu Vegaáætl- unar fyrir yfirstandandi ár. Hækkun sú, sem orðin er á verði benzíns, skiptist sem hér segir: 1.07 króna er vegna hækkunar inn- kaupsverðs erlendis, 1.98 krönur renna til oliufélag- anna og skrifast m.a. á reikning kaupgjalds- og verðlagsþróunar í landinu, 3.32 krónur í vega- eða benzíngjald, 1.33 krónur er söluskattur, og 0.64 krónur í toll og landsútsvar. Ekki þarf að orðlengja um ásigkomulag íslenzka vegakerfisins. Landsmenn allir gera sífellt hærri kröf- ur um vegaframkvæmdir, bæði viðhald vega og ný- framkvæmdir, ekki sízt um varanlegt slitlag á þá vegi, sem bera þurfa mestan um- ferðarþunga. Þingmenn allra kjördæma taka þátt í þessum kröfudansi, þegar Vegaáætlun er til umræðu á Alþingi. Sá tekjurammi Vegasjóðs, sem nú hefur leitt til ákvörðunar um nýt- ingu heimildar til að hækka benzíngjald til sam- ræmis við byggingarvísi- tölu, ber þessari kröfugerð ljóst vitni. Þessi krafa er út af fyrir sig skiljanleg, með hliðsjón af ásigkomulagi íslenzka þjóðvegakerfis. * . Erfitt efnahagsástand og nauð- syn aðhalds í ríkisútgjöld- um hefur hinsvegar verið hemill á framkvæmdir á þessum vettvangi sem öðr- um. Krafan um vegafram- kvæmdir styðst m.a. við þá staðreynd, að varanlegar vegaframkvæmdir eru þjóðhagslega arðbærar og skila sér fljótt aftur í lengri endingu ökutækja, minni viðhaldskostnaði þeirra og minni benzín- eyðslu. Það er því út af fyrir sig eðlilegt að skatt- leggja „umferðina“ með þeim hætti sem gert er til að standa undir kostnaði við vegagerð. Hitt er um- deilanlegra, að tekjur ríkis- sjóðs af „umferðinni“ hafa hvergi nærri allar runnið til vegagerðar, þrátt fyrir augljósa þörf í vegagerð. í ljósi framangreinds verða mótmæli miðstjórn- ar ASl á verðhækkun benzíns, meðal annars til að ná tekjuáætlun Alþingis í Vegaáætlun af benzín- gjaldi á árinu 1977, heldur veigalítil. Mönnum er og í fersku minni, er núverandi forseti ASl, Björn Jónsson, gegndi embætti samgöngu- ráðherra, og var ekki síður ötull við að afla Vegasjóði tekna með hækkun á benzíni, en hann er nú að mótmæla slíkri ráðstöfun. Þess var heldur ekki vart að tekjuáætlun Vegasjóðs fyrir árið 1977 mætti sér- stakri mótspyrnu á Alþingi, hvað þetta atriði varðar, þegar hún var til umræðu og afgreiðlsu þar. Miklu fremur kvörtuðu þingmenn úr öllum flokk- um yfir því, að ekki væri nægilegt fé til vegafram- kvæmda. Það er rétt og verður ekki nógsamlega undir- strikað, að þeim mun stærri hlut, sem samneyzl- an, þ.e. útgjöld ríkis og sveitarfélaga, tekur til sín af heildartekjum þjóðar- innar, þeim mun minna verður eftir til einka- neyzlu, þ.e. því, sem heimil- in og einstaklingarnir hafa til frjálsrar ráðstöfunar. Það er jafnframt rétt, að við ríkjandi aðstæður í efnahagslífi þjóðarinnar er fátt nauðsynlegra en að halda ríkisútgjöldum inn- an hóflegra marka, til að auka ekki á þenslu í þjóð- félaginu. Frá þessu sjónar- miði eru hverskonar skattahækkanir umdeilan- legar og umræðu verðar. Það verður því að teljast eðlilegt, að umrædd benzínhækkun valdi um- ræðu í þjóðfélaginu og mæti nokkrum mótbyr. En þegar á allt er litið: tekjuþörf Vegasjóðs, tekju- ramma Vegaáætlunar (samþykktan af Alþingi) og heimildarákvæði um hækkun benzíngjalds til samræmis við byggingar- visitölu, kemur þessi hækk- un naumast á óvart. Hún er nánast afleiðing fyrir- liggjandi forsenda, þ. á m. í samþykktum tekjuáætlun- um og heimildum Alþingis. Hitt stingur meir í augu að sjá fyrrverandi samgöngu- ráðherra mótmæla tekju- öflun til vegamála, sem er af sama toga og hann teygði sjálfur í sinni ráð- herratíð. En þó hækkun benzín- gjalds komi að vísu seint í hendur Vegagerðar ríkis- ins, á yfirstandandi fram- kvæmdaári, gefur hún al- menningi þó tilefni til, að standa á hóflegum kröfum um varanlega vegagerð, ekki sízt á þeim hlutum þjóðvegakerfisins, sem bera mestan umferðar- þunga. Þannig verður arð- semi gjaldhækkunarinnar og bezt tryggð. Benzínskattur og vegagerð eftir ELÍNU PÁLMADÓTTUR — ÞESSU eru allar þjóðir að leita eftir. Hér er það — á íslandi! Þessa upphrópun heyrði ég nýlega frá erlendum þátttakanda I alþjóð- legu umhverfismálaráðstefnunni I Reykjavik. Hvað ætli hafi vakið slik viðbrögð þessa útlenda gests. sem starfað hefur lengi við al þjóðastofnanir Sameinuðu þ j ó ð anna, velt fyrir sér vandamálum heimsins og farið viða um? Var m.a. i fyrra á ráðstefnunni Habitat I Vancouver, þar sem fjallað var um hýbýli manna og lifshætti um víða veröld. Jú. þessi kona hafði á göngu úti i borginni séð unglinga að ræktunarstörfum og fengið þær upplýsingar, að hér ynnu allir unglingar margháttuð störf á sumrin, eftir að skólum lyki — burt séð frá efnahag foreldranna — og að þeir blönduðust þann tima hvarvetna inn I atvinnulifið. íslenzkum unglingum þætti meira að segja heldur minnkun að þvi að gera ekkert, vera það sem kallað væri dekurbörn. Að hér i Reykja vik, þar sem yfir 10 þúsund ungl- ingar koma út á vinnumarkaðinn út skólunum I einu og erfitt er orðið að veita þeim öllum vinnu. reyni borgaryfirvöld að bæta út og skapa þeim verkefni við raunveru- leg störf. sem þarf að vinna, ekki bara leiki. Fyrr en varði hafði safn- azt saman litill hópur ungra þétt- takenda i ráðstefnunni. sem vildi fræðast meira um það hvernig þetta væri í framkvæmd. svo þeir mættu kynna það, öðrum til eftir- breytni. Glöggt er gests augað. Ég er ekki viss um að við höfum áttað okkur á þvi að þetta er islenzkt fyrirbrigði og sprottið úr islenzkri hefð, sem aðrar þjóðir öfunda okk- ur af og vildu gjarnan hafa. Þessa hefð hefur okkur enn tekizt að halda í. þrátt fyrir myndun borgar og þéttbýlis. En erfiðleikarnir á að hafa nægt starfsrými fyrir ungling ana að sumrinu, þegar þeir koma allir i einu á vinnumarkaðinn, fara að sjálfsögðu vaxandi. Þvi stór munur er á gagnlegri vinnu og leikjum eða föndri, sem aðrar þjóðir bjóða gjarnan upp á i skóla- leyfum fyrir unglingana. Þvi meg- um við ekki undir neinum kringumstæðum fórna þeirri reynslu sem við fáum úti i þjóðlif- inu á uppvaxtarárunum, með þvi að fara að elta aðra. sem ekki geta komið þessu við og lengja skólaár- ið Við, sem erum i föstum störfum og áttum þess kost að kynnast á skólaárunum fólkinu i landinu i dagsins önn með þvi að taka raun- verulegan þátt i störfunum. Höf- um vafalaust fyrir löngu áttað okkur á hve dýrmætt veganesti það er. Ég held til dæmis að allt. sem ég starfaði við á sumrin á skólaárunum, hafi komið mér að beinu gagni siðar á æfinni. Ómetanlegt var að kynnast sveita- störfum frá þvi snemma á vorin og fram yfir réttir á býli langt frammi i dal og fá að vera við sauðburð á vorin, smalamennsku i heiðinni. heyskap og annað sem til fellur á sveitabæ. Siðan að upplifa á menntaskólaárunum.sem starfs- maður á rannsóknastofu i sildar- verksmiðju, andrúmsloftið yfir sildveiðitimann í þorpi, sem lifði og hrærðist i sild. Sá sem það hefur gert. skilur ekki bara með heilanum heldur finnur á skrokk sinum spenninginn, þegar fréttir berast af afla. bátarnir eru að fé hann og koma inn. Og hann hefur tilfinningu fyrir þvi, þegar afla- brestur verður eða svo illa vorar að ekki sprettur á túnum og siðan leggst hann i rigningar. svo varla næst inn strá. Maður hefur þá út ævina áhuga á þvi hvernig fólkinu vegnar og fylgist með fréttum af veðri og aflabrögðum, jafnvel sitj- andi við ritvél inni á skrifstofu. Og manni verða töm orðatiltæki, sem notuð eru i sveit og i sjávarpláss- um. Ef til vill er þetta siðasta gagn- legra þeim, sem á eftir að verða blaðamaður, en mörgum öðrum, enda fer ekki leynt ef bögulega er sagt frá. Vitleysan fer út i meira en 40 þúsund eintökum. þegar um Morgunblaðið er að ræða. Ég man sem dæmi. að eitt sinn fyrir löngu var hér um tima ungur piltur. Eitt hans fyrsta verk sem fréttamaður var að fara um borð i nýjan bát. Hann lýsti því svo yfir, að báturinn væri búinn öllum nýjustu siglinga- tækjum. svo sem lúkar. . . Þetta vakti mikla kátínu. Kannski mér leyfist að bæta við eigin gaman- sögu. Það bar til tiðinda hér á árunum, að sild barst til Reykja- vikur og söltun hófst vestur i bæ. Kallað var á blaðamenn. Er ég kom niður á blað úr þeirri ferð, hringdi sá sem boðað hafði og vildi fá að heyra fréttina lesna. Seinna sagði hann mér, að sér hefði ekkert litizt á. þegar þessi stelpa kom tiplandi á fíaum hæl- um inn i gegnum blóðvatnið á gólfinu i söltunarsalnum og þvi verið tortrygginn á hvað hún mundi skrifa i stærsta blað þjóðar- innar. Hann hringdi auðvitað ekki i neinn af strákunum á hinum blöðunum — en trúði mér nú fyrir þvi, að stelpan hefði reynzt sú eina. sem skrifaði um sild eins og sild. Hvernig átti hann lika að vita að hún hafði verið mörg ár á Hjalteyri við að biða eftir sild. hlusta á bátana og tala um sild, eins og allir aðrir? Háu hælarnir megnuðu ekkert gegn þeirri reynslu. Að sjálfsögðu hefur þess gætt i sívaxandi mæli með aukinni borg- arbyggð. að vinnumarkaðurinn i sveit og við sjávarsiðuna getur ekki tekið við öllum þeim stóru hópum skólafólks, sem bætast á vinnumarkaðinn á vorin. Þessa tók auðvitað fyrst að gæta i Reykjavik, þar sem fjöldinn er mestur, og i yngri árgöngum nem- endanna. Við þvi var brugðist á þann hátt, að sveitarfélagið reyndi að veita börnum og unglingum viðfangsefni og vinnu að sumrinu, sem aðrir bæir hafa svo tekið upp. eftir þvi sem þörfin barst að þeirra bæjardyrum. Þetta var ekki hugs- að þannig, að það ætti að keppa við önnur störf, sem unglingar gætu fengið, eins og þau eru unn- in i landinu. heldur til að taka við þeim sem verða afgangs, þegar sú þörf er mettuð, sem verður mest i ákveðnum aldurshópum. En jafn- framt er leitazt við að hafa þarna störf. sem raunverulega er gagn- legt að vinna fyrir borgina, og hafa jafnframt það gildi að færa unglinginn nær landi sinu og um- hverfi. Ekki eru að visu allir á eitt sáttir um hvernig tekst til við að halda unga fólkinu að vinnu. Sjálf- sagt fer það mest eftir þvi hvernig hann er i stakk búinn til að með- taka. Og auðvitað hættir þessu fólki, eins og öðru, til að setjast niður og masa, ef færi gefst. Stjórnun, dugnaður og viðhorf til vinnu eru vitanlega misjöfn meðal unglinga eins og annarra. Ætli þarna speglist ekki bara viðhorfin i þjóðfélaginu okkar almennt til vinnu — góð og slæm. Hér i Reykjavik hefur stærsti þáttur þessa verkefnis verið gróð- ursetning og ræktun, auk starfa við að þrifa. Enda þarft verk. svo sem allir mega sjá. Þetta er mikið átak, sem unglingar borgarinnar mega vera stoltir af að hafa tekið þátt i, er þeir lita yfir störf sin úr sumarleyfunum. Þeir geta t.d. litið á ræktun i Heiðmörk og Öskjuhlið. grasfletina um alla borg. sem þeir hafa þrifið og slegið, og Hólms- heiðina upp af Rauðavatni. þar sem vinná þeirra á undanförnum tveimur érum hefur snúið eyði- leggingu og uppfoki við. svo land er nú farið að gróa upp, enda friðað fyrir fjárbeit á meðan. Hafa borgarbúar raunar séð þessi handverk þeirra á síðast- nefnda staðnum, þar sem krakk- arnir stungu niður börðin i sneið- um. svo ekki myndist holrúm bak- við. og röðuðu þeim á fláann af þvilikri alúð að unun var að sjá? Handsáðu svo í bletti eða báru á. eftir þvi sem við átti. til að breyta ekki eðlilegum íslenzkum holta- gróðri. Heiðin verður þessum unglingum til sóma. Ég efast um að betri aðferðir séu til til að koma börnum og unglingum i snertingu við þetta viðkvæma land okkar. þar sem allur gróður baslast við að lifa við erfið skilyrði og tekur áratugi að gróa yfir spjöll á landi, ef vindar og vatn koma þá ekki i veg fyrir að það grói nokkurn tima. Ég býst við að skynugir krakkar, sem beinlinis sjá þetta og upplifa, gangi öðru visi um gróður og land eftir það og skilji upp frá þessu mikilvægi þess að ganga vel um og hlúa að gróðri. Að sjálfsögðu fá ekki allir krakkar, sem koma nálægt ræktun, græna putta. sem kallað er. Eða þau læri að ganga hreinlega um af þvi einu að þrifa land og fjöru og sjá með eigin augum hverju sóðarnir valda i umhverfinu. Sumir verða ávallt sóðar og draslarar og þjösnast gegn um lifið. Það er vist nokkuð landlægt á okkar landi, þar sem þess er sérstaklega getið i bókum ef einhver er snyrtimenni. Undan- tekningartilfellið vekur athygli. Móttækilegir krakkar fá þó tækifæri til að skynja gróður og land og meta sjálf hvað þau vilja leggja til i góðri umgengni út æv- ina. Tækifærin eru allmikil. Yngri krakkarnir, 8—12 ára. geta feng- ið garðholu til að læra undir leið sögn að rækta eigið grænmeti og hlú að garðinum sínum i skóla- görðum í Reykjavík. f vinnuskól- anum fást 14—15 ára unglingar við að rækta og þrifa, um 1140 eru þar i ár. Þeim sem verða 16 ára á árinu eða eru eldri hefur undanfarin ár gengið illa að fá vinnu og hefur þvi verið bætt við vinnu við gróðursetningu fyrir þau. Við það eru 835 i sumar. Vitanlega er þetta verkefni ekki fullkomið fremur en annað i okkar þjóðfélagi. Það vakti samt aðdáun erlends fólks. þótti til fyrirmyndar öðrum þjóðum. Ég verð að játa. að ég var býsna stolt af þvi að heyra hrósið. Og kannski mega fleiri finna af þessu til obbolitils stolts — jafnvel þó við vitum auðvitað að við erum einstök þjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.