Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JULl 1977 Björn Guðmundsson Einar Sigurjónsson Eyjólfur Martinsson „Fyrir Guð, föðurland- afkomu ” ið og Klukkan sló með sínu hjartalagi eitt eftir miðnætti. Á veggjum skrifstofunnar hanga myndir úr sögu fyrirtækisins, ljósmyndir og málverk. Inn um gluggan heyrðist kliður hafnarsinfóniunnar, slag- verk vertíðarinnar þar sem bátarnir eru sffellt að koma og fara. Már flaug fyrir glugga og Klifið og Moldi léku sér eins og skuggar í rökkrinu. Á skrifstofu Isfélagsins sátu Björn Guðmundsson útvegsbóndi og stjórnarformaður félagsins, Einar Sigurjónsson framkvæmda- stjóri og Eyjólfur Martinsson skrifstofustjóri. Við ræddum mál- in i tilefni 75 ára afmælis Isfélags Vestmannaeyja, en félagið var stofnað 1901 og var fyrsta vél- knúna frystihús Islendinga. Það hefur gengið á ýmsu í rekstri félagsins, enda löng ævi miðað við aldur islenzkra atvinnufyrir- tækja. Aðeins tvö félög eru eldri í Vestmannaeyjum, Bátaábyrgðar- félag Vestmannaeyja og Bókasafn Vestmannaeyja. 10 þús. tonn á ári, takk Eins og flest fyrirtæki sem standa sig í gegnum rekstur ár- anna, þá byrjaði Isfélagið smátt, en í dag eru að jafnaði 200 manns i vinnu hjá fyrirtækinu og allt upp i 270—280 þegar mest er. Síðastliðin 20 ár hefur tsfélagið unnið til jafnaðar um 10 þús. tonn á ári og það hefur verið í hópi afkastamestu frystihúsa landsins. Isfélag Vestmannaeyja í dag, alls um 7000fermetrar. Hvíta húsið til hægri á myndinni er nýbyggt, er. sams konar hús hrundi þegar hraun lagðist yfir það 1973, en hraunið stöðvaðist við aðalbyggingu Isfélagsins og nam hraunkanturinn við þak hússins. Á þessu tímabili hefur Isfélagið tekið við afla 15—22 báta á ári. Segja má að þeir menn sem nú standa að rekstri tsfélagsins hafi tekið við árið 1957. Þá hafði erfitt tímabil gengið yfir í sögu fyrir- tækisins og spilin voru stokkuð upp. Vélbúnaður hússins var úr sér genginn það litla sem hann var, rafkerfi þurfti allt að endur- byggja og það var þvi margt sem þurfti að gera til þess að búa fyrirtækið út á fullkomnasta hátt. T.d. var svo til engin vélvæðing i flökun þá. tsfélagið var endur- skipulagt um þessar mundir í tengslum við 10 báta sem gerðust eignaraðilar en 7 einstaklingar lögðu þá fram alls 1,5 millj. kr sem hlutafé og var það gert til þess að tryggja rekstur um hrá- efnisöflun félagsins. Þá voru í þessu ákaflega farsælir aflamenn, Jóhann Pálsson, Rafn á Gjafar, Kristinn Pálsson, Óskar á Garðs- stöðum, Einar á Björgu og fleiri, en Isfélagið keypti einnig fisk af nokkrum Austfjarðabátum þar sem tryggir aflamenn voru við stjórnvöllinn. Vélvæðingin heldur innreið sfna. Þáttaskilin sem ná til dagsins í dag verða um þessar mundir. Vél- væðingin heldur innreið sína, vél- flökun, og uppbygging mann- virkja tekur nýja stefnu.. Þótt misjafnlega hafi gengið 1 rekstri tsfélagsmanna á þessari öld þá hefur það ávallt verið einkenni rekstursins að framkvæma vel það sem gert hefur verið. Fyrir 20 árum var húsnæði tsfélagsins í 1100 fermetra húsnæði á tveimur hæðum, en í dag er það 7000 fer- metrar. Núverandi stjórnendur hafa því byggt upp um 5000 fer- metra húsnæði. „Það er ekkert upp á 1 fm 1 þessum efnum,“ sagði Einar. „Við höfum lagt á það áherzlu“, hélt Björn áfram, „að búa vel að starfsfólki okkar um leið og við höfum keppt að aukinni og betri framleiðslu." Það má geta þess að fyrir utan hefðbundinn rekstur hefur Is- félagið staðið fyrir rannsóknaleið- öngrum í skelfisk og rækjuleit á Eyjamiðum á árunum 1967—68, en ekkert kom út úr þeim tilraun- um. Allt nýtt sem fæst úr sjónum A slðustu 20 árum hafa margs-. konar breytingar orðið í vinnslu- aðferðum og hráefnisnýtingu. Þorskur og ýsa voru aðalfisk- tegundirnar í upphafi þessa tíma- bils og aflinn var feikilegur á vertíðum upp úr 1960, allt upp i 43 þúsund tonn. „Það hefur orðið gjörbreyting á í þessum efnum hvað snertir nýt- ingu,“ sagði Eyjólfur, „því þetta er orðið þannig að við nýtum nú allt sem úr sjónum fæst.“ „Af hverju er þetta ekki nýtt betur spyrja menn og vita ekkert hvað þeir eru að tala um,“ bætti Einar við. Rabbað við ísfélagsmenn í Eyjum um starf elzta frystihúss landsins Eiskvinnsla lsfélagsins er margþætt. Þarna er Torfi Haraldsson að gera síldartunnurnar kldrar. Gamli og nýi tíminn mœtasl, en báðir afla hráefnis affullum krafti. Minnsti trollbátur Eyjaflotans, Skuld, og skuttogarinn Vestmannaey.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.