Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JULl 1977 39 Amma á sextugs- aldri í finnska Kalottlandsliðinu FINNAR urðu sigurvegarar f Kalottkeppninni, sem fram fðr hér á landi á sfðasta ári og búast má við að keppnin nú standi á milli Finna og tslendinga, eins og undanfarin ár. Finnar hafa mjög góðu líði á að skipa, en þð hafa þeir átt f erfiðleikum með að velja konur til keppni f kastgreinunum. Þannig mun Esterea Kallia keppa f kúluvarpi, en hún á beztan árangur norðurfinnskra kvenna f ár, 11,09. Væri valið á henni ekki f frásögur færandi, nema að Estera er komin á sextugsaldurinn, er 52 ára, og fyrir nokkru orðin amma. I spretthlaupunum verður ef- laust mikil og skemmtileg keppni á milli Vilmundar Vilhjálmssonar og Finnans Reino Rati, sem ný- lega hljóp á 10.3 sekúndum. I 200 metra hlaupinu heitir aðalkeppi- nautur Vilmundar, Matti Rusanen, sem á bezt 21,3 í grein- inni. 1 þrfstökki er útlit fyrir mikla keppni milli Finnans Pennti Kuhasjerásvi, sem á 16.30, og Friðriks Þórs. I spjótkasti tefla Finnarnir fram mjög sterkum manni, Jonna Jákkola, sem hefur kastað 87.92 f sumar. 1 kúluvarpi nær varla nokkur að ógna Hreini Halldórssyni, bezti Finninn á 18.28 metra og bezti norðmaður- inn t.d. aðeins liðlega 15 metra. Af finnska kvenfólkinu eru þær fremstar í flokki Oula Wishberg, sem á 2:04.5 í 800 metra hlaupi — skemmtilegur andstæðingur fyrir Lilju Guðmundsdóttur, og í spjót- kastinu er mjög sterkur finnskur keppandi, Hilka Kospeln, sem á rúma 48 metra í sumar — örugg- lega of mikið fyrir Maríu Guðna- dóttur frá Stykkishólmi. SUNDMEISTARA- MÓTIÐ UM HELGINA AÐALHLUTI meisaramðts Islands f sundi fer fram f Laugardalslauginni nú um helgina. Allt bezta sundfðlk landsins mun þar berjast um meist- aratitlana, og má vænta gððs árangurs og jafnvel tslandsmeta. Keppnin í dag hefst kl. 15.00 og verða keppnis- grein.ar eftirtaldar: 100 metra flugsund kvenna, 200 metra baksund karla, 400 metra skriðsund kvenna, 200 metra bringusund karla, 100 metra bringusund kvenna, 100 metra skriðsund karla, 100 metra baksund kvenna, 200 metra flugsund karla, 200 metra fjórsund kvenna, 4x100 metra fjórsund karla og 4x 100 metra skriðsund kvenna.. Keppnin heldur svo áfram kl. 15.00 á morgun og verður þá keppt í eftirtöldum greinum: 100 metra flugsundi karla, 200 metra baksundi kvenna, 400 metra skriðsundi karla, 200 metra bringusundi kvenna, 100 metra bringusundi karla, 100 metra skriðsundi kvenna, 100 metra baksundi karla, 200 metra flugsundi kvenna, 200 metra fjórsundi karla, 4x100 metra fjórsundi kvenna og 4x200 metra skriðsundi karla. ÞAÐ ER VlÐAR en hér á landi, sem knattspyrnumenn verða fyrir meiðslum. t Noregi hafa þau f sumar verið meiri en nokkru sinni, að því er norsk blöð segja og er þetta norskum mikið áhyggjuefni. I viðtali við norska Dagblaðið fyrir nokkru segir sjúkraþjálfarinn Kjell Kaspersen, sem sérhæft hefur sig f meiðslum fþrðttafólks, að knatt- spyrnan sé að þróast inn á stór- hættulega braut. — Knattspyrnan er að breytast mjög og er að verða ruddaleg íþrótt, segir Kaspersen. — Fjöldi meiðsla er að aukast og það sem verra er, er að meiðslin eru alvar- legri en áður og það tekur fþrótta- fólkið lengri tíma að fá sig gott af þeim. Þetta á ekki bara við árið í ár haldi þróunin áfram á þessari braut, sem ég reikna með, aukast meðslin og verða enn alvarlegri með hverju árinu. — I knattspyrnu eru það hné og öklar, sem fara verst, og til að koma i veg fyrir meiðsli á þessum stöðum verða knattspyrnufélögin að fá f lið með sér sérfróða menn um þessa hluti, sem geta lagt fyrir HAUKAR eru enn eina lioio I tveimur efstu deildunum sem ekki hefur tapaS leik f fslandsmðtinu. en Haukamir hafa gert sex jafntefli. í gnrkvöldi maettu þeir toppliði deildarinnar. Þrðtti Reykjavlk, og jafntefli var8 niSurstaSan, 1:1, b»8i mörkin skoruS i seinni hálfleiknum. Hafa Þróttarar nú hlotiS 18 stig. KA er I ö8ru sæti meS 17 stig, Ha Ármenningar. sem eru me8 13 stig og vestan í dag. I fyrri hálfleiknum sóttu Haukarnir meira. þeir léku undan talsverðum vindi og náðu oft laglegum samleiks- köflum. Átti Loftur Eyjólfsson tvö dauðafæri, en brást bogalistin í bæði skiptin. Þó Þróttarar sæktu minna, þá voru færi þeirra mjög hættuleg og hefðu þeir átt að geta skorað þrjú mörk i fyrri hálfleiknum Páll Ólafsson skaut yfir, markið tómt fyrir framan hann, Páll átti skalla i slá og þessi stórhættu- legi leikmaður skaut siðan rétt framhjá Haukarnir byrjuðu seinni hálfleikinn á þvi að skora og var Sigurður Aðal- j steinsson þar að verki. Hafði markvörð- l ur Þróttar varið frá honum gott skot, Daniel átti skot, en bjargað var á linu. Knötturinn hrökk á ný til Siqurðar. sem lukar hafa 16 og ( fjórða sæti eru eiga leik inni. mæta ísfirBingum fyrir afgreiddi knöttinn með góðu skoti i markið. Hófu Þróttarar nú mikla sókn og á 29 minútu hálfleiksins skoraði Páll Ólafsson eftir að hafa komizt i gegn og náð góðri stungusendingu frá Þorvaldi Hefur Páll nú skorað 13 mörk í 2. deildinni og er drengurínn sá svo sann- arlega mikið efni aðeins 1 7 ára og á fyrsta ári i 2. flokki, stór og staéðilegur, fljótur og með gott auga fyrir mörkum og marktækifærum. Þróttarar voru heldur skárri aðilinn i þessum leik, ef á heildina er litið og sýndu þeir á köflum ágætan leik og það sama má einnig segja um Hauk- ana. Beztir i liði Þróttar voru Páll, Framhald á bls 22. KA tók völdin í seinni hlutanum og vann Völsung 4:1 Páll Ólafsson, markahæsti leikmaSur 2. deildar. sækir a8 Axel markverSi Hauka. Ólafur Sveinsson álengdar. (Ijósm. RAX). Mark Völsunga i fyrri hálfleiknum gerði Hafþór Helgason með góðu skoti eftir hornspyrnu. Völsungar áttu fleirí marktækifæri i fyrri hálfleiknum en tókst ekki að nýta þau og i seinn' hlutanum fór markamaskínan að snú- ast hjá KA Skoraði Ármann Sverrisson strax á 3ju minútu hálfleiksins, eftir lytirgjöf Sígurbjarnar Á 15 mínút- unni skoraði Eyjólfur Águstsson mark, sem dæmt var af vegna rangstöðu, mjög umdeíldur dómur. Á 18. minútunni skoraði Sigbjörn Gunnarsson einkennilegt mark, er fyrirgjöf frá honum utan af kanti snérist inn i hliðarnet markins í lok leiksins voru Völsungar greinilega alveg búnir og skoraði Sigbjörn aftur á 40 minútu eftir laglegt samspil hans, Ármanns og Gunnars Blöndal Gunnar átti siðan siðasta orðið i leiknum á 44 mínútu er hann fylgdi vel eftir hálfvarinni auka- spyrnu Sigbjarnar Sigbjörn Gunnarsson var áberandi beztur KA-manna i þessum leik, en hann fór þó ekki i gang fyrr en i seinni hálfleiknum eins og aðrir KA-menn Einnig átti Haraldur Haraldsson góðan leik Af Völsungum var Kristján Ol- geirsson beztur, en úthald leikmanna var greinilega ekki nóg í leiknum. —gg/áij DRENGIRNIR í 5. SÆTINU lSLENZKA drengjalandsliðið í knattspyrnu náði fiinmta sætinu á Norðurlandamótinu er liðið vann Finna í gærkvöldi með tveimur mörkum gegn einu. Það voru Akureyringurinn Gunnar Gfslason og Vestmannaeyingur- inn Ómar Jóhannsson, sem skor- uðu mörkin. Hefur Ómar skorað 1 öllum þremur leikjum leiðsins 1 Noregi. KA sigraði Völsunga meS 4 mörkum gegn 1 á Akureyri i gærkvöldi og eru KA-menn þvi i 2. sæti 2. deildar með 17 stig, en Völsungur berst hins vegar á botninum. f leiknum á Akur- eyri voru það þó Húsvikingarnir sem gáfu tóninn og voru betri aðilinn i fyrri hálfleiknum, leiddu þá 1:0. í seinni hálfleiknum tók KA-liðiS hins vegar öll völd og skoraði þá 4 mörk. Er eins og KA-liðið geti aðeins leikið EóSa knattspyrnu annan hálfleikinn, ann seinni venjulegast. Norðmenn uggandi um þróun knattspyrnunnar og stóraukin meiðsli knattspyrnumennina hinar réttu æfingar til að styrkja einmitt þessa hluti líkamans. Einmitt hvað þetta snertir vantar mikið á að félögin sinni fyrirbyggjandi aðferðum nægilega. Þar að auki verða þjálfarar, leiðtogar og stuðningsmenn að skilja meiddan leikmann og ekki þvinga hann út á leikvöllinn fyrr en hann er orð- inn algóður af meiðslum sinum. Með því að gera það er hættunni boðið heim og hættan á alvarleg- um, varanlegum meiðslum eykst til muna. — Hér hef ég verið að tala um toppleikmennina og það er ekki að undra að knattspyrnan er kom- in inn á hættulegar brautir þegar maður veltir fyrir sér þjálfunar- aðferðum. Fyrir tveimur árum var ég í Englandi og sá þá með eigin augum að þjálfari lagði fyr- ir leikmenn sína að nota rudda- legar aðferðir (dirty tricks) til að stöðva hættulega leikmenn í eitt skipti fyrir öll. Erum við ekki komin á hættulegt einstigi ef þetta eru árangursríkustu að- ferðirnar? — Það sem ég hef sagt að framan á við toppiþróttamennina, en ástandið er engan veginn betra í lægri deildunum og hjá „trimmurum" eða firmaliðum. Alltof margir af þeim eru illa undirbúnir og alls ekki tilbúnir að fara inn á knattspyrnuvöll. Lé- leg grunnþjálfun, lítil tækni og þar af leiðandi litil stjórn á eigin hreyfingum, hár aldur og oftast engin upphitun fyrir leikinn. Þeg- ar leikurinn síðan byrjar gleymist allt nema leikurinn sjálfur, kapp- ið mikið, en forsjáin engin og af þessu geta ekki leitt annað en meiðsli. Þetta segir Kjell Kaspersen um meiðsli knattspyrnumanna í Nor- egi, en á ekki margt af þvi sem hann segir einnig við hér á landi. Er það nokkur hemja hve margir leikmenn hafa þurft að leita til læknis að leik loknum í sumar? Er það nokkur hemja að ekkert liðanna í 1. deildinni, (að FH- liðinu undanskildu), skuli hafa sérmenntaðan mann sér til að- stoðar? Er það nokkur hemja að látunum er ekki linnt fyrr en leiknustu leikmenn 1. deildarinn- ar standa annaðhvort á haus á vellinum eða eru bornir meiddir út af, en því miður hefur þetta verið alltof algengt í sumar? —áij. ÞRÓTTUR ENN Á TOPINUM, EN HAUKAR ÁN TAPS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.