Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JULl 1977 Kurt Oppler afhendir Karli orðuna. Ljósm. Mbl.: RAX, Sæmdur þýzkri þjón- ustuorðu fyrir aðstoð við þýzka sjómenn ÞEGAR v-þýzka rann- sóknarskipið Meercatze kom í síðasta sinn tii hafn- ar í Reykjavík, var Karl Einarsson, fyrrverandi verkstjóri hjá Hreini, sæmdur v-þýzku þjónustu- orðunni „Das Verdiens- treuz am bande.“ Sendiherra Þýzkalands á Is- landí, hr. Kurt Oppler, afhenti Karli orðuna um borð i skipinu, að viðstöddum skipstjóra skips- ins, Harald Paetow, Ludwig Siemsen, umboðsmanni v-þýzkra Veitt lausn frá embætti Samkvæmt ósk Jóns Sigurðs- sonar, ráðuneytisstjóra, hefur for- seti Islands í dag 21. júlí, veitt honum lausn frá embætti ráðu- neytisstjóra i fjármálaráðuneyt- inu frá og með 1. nóvember n.k. Baháíar sýna Jóðlíf Einþáttungurinn Jóðlíf eftir Odd Björnsson verður sýndur af Bahá'íum n.k. mánudag kl. 8.30 í Lindarbæ. Leikritið gerist i móðurkviði og eru persónurnar tvíeggja tvíburar. Fjallar leikritið um vangaveltur tvíburanna hvort „lif sé eftir þetta líf“ þ.e. hvort líf sé að loknu jóðlífi — lífi í móður- kviði. Á eftir leikritinu munu Bahá’iar standa fyrir almennri kynningu á trú sinni og verður m.a. lagt út af efnisinnihaldi leik- ritsins í stuttri ræðu sem skýra mun afstöðu Bahá’fa til lífsins eft- ir dauðann o.s.frv. Þá mun þeim, sem áhuga hafa, gefinn kostur á að taka þátt í frjálsum umræðum um trúarleg málefni. skipa í Reykjavík, og nokkrum fleiri gestum. Það kom fram i ávarp Oppler sendiherra til Karls, að hann er sæmdur orðunni fyrir frábær vinatengsl við þýzka sjómenn allt frá stríðslokum, en Karl hefur verið mikil hjálparhella Þjóðverja á tslandi. I samtali við Morgunblaðið sagði Karl, að hann hefði lært sitt fag í Þýzkalandi og alla tið haft gott samband við Þjóðverja. ,,Á meðan striðinu stóð hafði ég að sjálfsögðu ekkert samband við Þjóðverja, en þegar þýzkir togarar fóru að koma á ný á íslandsmið heimsótti ég sjómennina þegar togararnir komu í höfn. Á þessum árum var örbirgð þeirra svo mikil, að þeir áttu ekki einu sinni sápu til að þvo sér og þá færði ég þeim ýmis- legt, t.d. grænsápu frá Hreini, því þeir urðu annars að þvo sér úr sandi, er þeir höfðu með sér i veiðiferðirnar.” Sagði Karl, að hann hefði síðan tíaft það fyrir sið að heimsækja þýzka sjómenn á sjúkrahús I Reykjavík er þeir lágu þar, þannig að vinatengslin hefðu stöðugt styrkzt. Þá hefði hann heimsótt þessa menn í Þýzkalandi og þeir sig hér heima. Samþykkt Veidi- og f iski- ræktarráðs 1 Morgunblaðinu s.l. fimmtudag birtist samþykkt Veiði- og fiski- ræktarráðs Reykjavíkur, um áskorun til þingmanna borgarinn- ar að beita sér fyrir að gerðar verði grundvallarbreytingar á núgildandi lögum um lax- og silungsveiði, i lok bókunar Jakobs Hafstein á fundi ráðsins. Bókun Jakobs sem hann stóð einn að, var vegna umræðu í ráðinu um komu erlendra sérfræðinga í fisksjúk- dómum og er fyrrgreind sam- þykkt henni óviðkomandi. Aþjóðaþing esperantista — Leiðrétting í FRÉTT hér I blaðínu í gær um al- þjóðaþing esperantista í Reykjavik, 30 júlí til 6 ágúst, slæddist inn sá leiði misskilningur að aðalframkvæmda- stjóri Unesco, M'Bwo yrði verndari þingsins. Svo er ekki, það er forseti íslands, dr. Kristján Eld]árn, sem er verndari þess. Aðalfiamkvæmdastjóri Unesco mun hinsvegar verða viðstadd- ur setningu þingsins og flytja þar ræðu Erlendar bækur „VINTERBÖRN" — bók eftir dönsku skáldkonuna Deu Trier Mörch hefur fengið viðurkenn- ingu sem bezta nýja verkið sem út kom þar í landi árið 1976. Það eru danskir bókaútgefend- ur sem hafa kjörið hana þessa heiðurs verðuga. „Vinterbörn” gerist á Ríkis- sjúkrahúsinu í Kaupmanna- höfn — á barnsburðaganginum og fæðingarganginum. Þar koma við sögu ótal konur sem eru í þann veginn ala að ala börn sín. Sömuleiðis segir frá fæðingum sumra kvennanna og hversu þeim reiðir af. Við fyrstu sýn mætti ætla að þetta yrkisefni væri heldur fá- breytt til að bók upp á næstum þrjú hundruð siður héldi athygli lesandans. En svo reyn- ist þá annað koma upp á. Bókin er kröftug og sterk, laus við tilfinningavaðal, en þó einlæg. Konur sem hana lesa hljóta að kinka kolli samsinnandi flestu því sem þarna gerist og svo mögnuð er bókin og lýsingar hennar að við borð liggur að lesandinn finni spítalalyktina. Og lýsingar höfundar á fæðing- unum sjáflum svo lofandi að það er ekki fjarri lagi að kven- lesendur sem hafa átt börn séu komnir með hriðarverki þegar á lesturinn líður! Það eru höfuðkostir bókar- innar hversu ærleg og mann- eskjuleg hún er, hún heldur athyglinni og er læsilega unnin, mundskreyttingar höfundar gefa henni og aukið gildi. A Dea Trier Mörch með börn sfn þrjú. ,,V etrarbörn”- bezta danska bók ársins 7 6 hinn bóginn er það galli við bókina hversu margar persónur koma víð sögu, sumar lauslega upp dregnar, svo að lesandi má hafa sig allan við að fylgjast með hver er hvað. Sömuleiðis er höfundi mjög svo misjafn- lega annt um persónur sínar að hann ieggur við sumar litla rækt og eiginlega má segja að sumar þeirra gleymist hálfpart- inn og líkt og öðru hverju að höfundur muni eftir þeim og reyni þá að gera smá bragarbót. En þrátt fyrir ýmsa vankanta breytir það engu að bókin er sterk og óverjuleg. Að lesa hana er hverjum ávinningur. Dea Trier Mörch er hálf fertug að aldri. Hún er þekktur grafiklistamaður og hefur myndskreytt margar bækur við góðan orðstír. Þetta er þriðja bók hennar, Sorgmunt er Socialisme kom út 1968 og Polen árið 1970. Hún nam i málaradeild Listaakademiunn- ar þegar hún var 17—23 ára gömul, fór námsferðir til Póllands, Júgóslaviu, Tékkósló- vakíu og Rússlands 1964—1967. Hún er gift og á þrjú börn. Um söguefni sitt segir hún sjálf: „Að fæða barn er eins og ferð- ast í framandi landi. Mig lang- aði til að lýsa þessari ferð, landslagi og landsháttum, áður en það væri mér horfið á ný.. ." Hún þurfti sjálf að liggja um tima á sjúkrahúsi áður en hún ól síðasta barn sitt og fer ekki í launkofa með að hún lýsi sjálfri sér í bókinni og þeim konum ýmsum sem hún kynntist. Hún segist hafa látið þær sem koma við sögu lesa bókina áður en hún setti hana i prentun. „Það sem kom mér á óvart," segir hún, „er að konurþjást af kviða fyrir fæðinguna. Þær reyna að leyna ótta sínum, en hann er fyrir hendi og nagar þær. Þær óttast að barnið verði ekki heil- brigt — og þær óttast lika um sjálfar sig. Það er misskilning- ur að konur hlakki til fæðingar- innar og líti á hana sem guð- dómlegan viðburð. 1 sjálfu sér er fæðingin stórkostleg en kon- ur bíða hennar í hvert skipti með kvíða — hvað svo sem þær viðurkenna af þvi eða ekki. Þessi ótti er heldur ekki alltaf látinn i ljós. Stundum aðeins skynjaður og fæstar kvenna treysta sér til aö ræða ótta sinn af hreinskilni." Bókin er um 292 bls. í all- stóru broti. Gyldendal er útgef- andi og eins og áður segir er hún mundskreytt af höfundi. h.k

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.