Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 23
Háskólabíó semur um * 18 mánudagsmyndir Háskólabíó hefur ný- lega samið um sýn- ingarrétt á 18 mynd- um, sem sýndar verða á mánudagssýningum næsta árið. Fyrsta myndin, sem væntanlega verður sýnd næstkomandi mánudag er The Appreticeship og Duddy Kravitz ( Kanada, 1974) leikstýrt af Ted Kotcheff, með Richard Dreyfuss (Jaws) í aðalhlutverki Á dönsku hefur myndin hlotið heitið „Den lille Rockefeller", sem lýsir efni hennar vel, en hún er um ungan mann, sem beitir öllum ráður til að komast í álnir Meðal annarra mynda, sem samið hefur verið um sýningar á, ber fyrst Duddy Kravitz (Richard Dreyfuss) hittir herbergisþernuna Yvette (Micheline Lanctot). Brothætt augnablik í Den sommeren jeg fylte 15, með Steffen Rothschild ogGrethe Ryen. að nefna Dersu Uzala, nýjustu myndina eftir Akira Kurosawa, sem hann gerði í Rússlandi. Myndinni, sem er gerð á 70mm breiðfilmu, hefur verið lýst sem „persónulegri stórmynd". sem sé óður til lifsins og vináttunnar Hún segir frá ferðalagi um óbyggðir og 'vináttu tveggja manna, rússnesks visindamanns, ferðamanns og rithöfundar og gam- als veiðimanns Myndin er gerð i klassískum stíl og sögð lýsa djúpum og sterkum tilfinningum. Eftir lýs- ingunni að dæma ætti hún að eiga eitthvað sameiginlegt með eldri mynd Kurosawa, Red Beard (sem Háskólabíó hefur sýnt sem mánu- dagsmynd), og ef svo er, verður þetta vafalítið merkasta mánudags- myndin á árinu Þá hefur Háskólabió samið um sýningar á þeirri mynd Polanskis, sem hefur farist fyrir að sýna hér, en það er What? (Che? ítölsk/frönsk/vestur-þýsk, 1 972). Segir hún frá ungri stúlku og undar- legu umhverfi og fólki, sem hún lendir óvart í slagtogi með Polanski gerði What? á eftir Macbeth (’71) og á undan Chinatown ( 74) Largent de poche (Small Change, frönsk, 1976) er ein nýj- asta mynd Truffaut, gerð á eftir L'histoire d'Adéle H. Þetta er „barnamynd" eða a m k koma fram i myndinni 200 börn, en myndinni hefur verið líkt við mynd Roberts Mulligan Summer of '42 og Fellinis Amarcord Myndin er þó gerð í mjög léttum dúr og ýmsum gagn- rýnendum finnst hún fremur létt- væg Af öðrum myndum myndum má t d nefna 4 sænskar myndir og eina norska. Norska myndin nefnist Den sommeren jeg fylte 15, saga um 1 5 ára dreng og sumarást, leikstýrð af Knut Anderson. Þetta var vinsæl- asta myndin í Noregi á siðasta ári Frá Svíþjóð er einnig að vænta tveggja mjög vinsælla gaman- mynda, en það eru Manden, som slutade röka, (1973) og Ágget ár löst (1975), „harðsoðin" gaman- kuik mijnd /íöon SIGURÐUR SVERRIR PÁLSSON mynd eftir Hans „Hasse" Alfredson með Max von Sydow og Gösta Ekman i aðalhlutverkum Þriðja myndin er En kille och en tjej (1974) eftir Lasse Hallström og síð- ast en ekki sist er það Polare (Buddies), 1976, eftir Jan Halldoff í þessari nýju mynd fjallar Halldoff um fjóra menn. þrír eru giftir og þeir öfundast út þann fjórða, sem enn er frjáls og ógiftur Síðan er það i svallorgiu einni mikilli, að þeir fá gullið tækifæri til að koma honum i herjans klandur Göran Stangertz (Síðasta ævintýrið) leikur þann ógifta Enn er ógetið niu mynda af þeim 1 8, sem samið hefur verið um. en sökum plássleysis á síðunni i dag, verður þeirra getið hér á kvik- myndasíðunni eftir viku. Tvö andlit af tvö hundruð f mynd Truffauts, L’argent de poche. Enn um mánudagsmyndir Eftir á hafa nýlega skrifað tvivegis um mánudagsmyndir Háskólabíós, um hlutverk og val þessara mynda, var það einkar ánægjulegt að fá eftirfarandi undirtektir hjá einum af nemendum Háskólans. Ef til vill hafa fleiri eitthvað til málanna að leggja og bréfritari brýtur upp á ýmsum hugmyndum í rekstri Háskólabíós, sem væru þess virði að vera ræddar hér á síðunni. Ef til vill vilja fleiri tjá sig um þetta mál, eftir að þeir hafa lesið þessa hugvekju Vals Tómassonar, sem hann kallar: Hlutverk Háskólabíós Þegar ég las grein Sigurðar Sverris Pálssonar fimmtudaginn 7. júlí siðastliðinn. varð ég þungt hugsi Þar var að nokkru leyti komið inn á atriði, sem hefur verið mér hugstætt undanfarið. Þar ber fyrst að nefna undanhald Háskólabíós við val á mánudagsmyndum, og hvern- ig staðið er að þeim að öðru leyti. Eitt mikilvægasta atriðið i þessu sambandi er einfaldlega það að sýn- ingum á mánudagsmyndum hefur fækkað mjög Það er orðið algengt, að þegar kvikmyndahúsið fær myndir til sýninga, sem mikil að- sókn er að, að mánudagsmyndirnar séu felldar niður. Sem dæmi má nefna, að allan þann tima, sem apa- vitleysan King Kong vaV sýnd, féllu sýningar á mánudagsmyndum al- gerlega niður Þó gekk sú mynd töluvert lengi að mig minnir, liklega 3—4 vikur. Þar með er ekki allt sagt. Það sama gerðist mestallan timann, sem Cassandra Crossing (Kassöndrubrúin) var til sýninga, og fleiri dæmi mætti nefna. Dómgreind þeirra, sem sjá um val á þessum myndum virðist fara hríðversnandi Fyrir utan það að sumar myndirnar eru rétt i meðallagi, er farið að bera á endursýndum myndum. Auk þeirrar myndar, sem nú er verið að sýna má nefna tvær myndir, sem sýndar hafa verið að undanförnu, En handful Kárlek (Hnefafylli af ást) eftir Vilgot Sjöman og Det sista áventyret (Síðasta ævintýrið) eftir Jan Halldoff Þessar myndir voru sýndar i þrjú skipti hvor um sig á sænsku kvikmyndavikunni fyrir að- eins rúmu ári siðan og því ástæðu- laust að taka þær til sýninga svona fljótt aftur. Sérstaklega ef þess er gætt að margar jafngóðar eða jafn- vel betri myndir hvaðanæva úr heiminum berast aldrei hingað til lands Það er leitt að vita til þess, að mánudagsmyndirnar skuli vera orðnar eins og þungur baggi í aug- um þeirra aðila, sem standa að Há- skólabiói. Þeir virðast ekki nenna þvi að leggja það á sig að fylgjast með þvi helsta, sem er að gerast i kvik- myndaheiminum, eða reyna að komast að hagstæðum kvikmynda- samningum Auk þess virðist það vera þeim erfiður biti að mánudags- myndirnar eru dæmdar til þess að vera reknar með tapi, sem bendir til þess að forráðamenn kvikmynda- hússins sjái eftir þvi, að þessi starf- semi skuli nokkurn tima hafa komist i gang. Sorglegt er til þess að vita að slikt lögmál takmarkalausrar gróða- hyggju skuli rikja þarna á bak við tjöldin. Sérstaklega þegar þess er gætt, að ein æðsta menntastofnun þjóðarinnar, Háskóli íslands, rekur þetta kvikmyndahús. Það verður óneitanlega til þess, að margir tapa nokkru af virðingu sinni fyrir þeirri stofnun Sú spurning leitar lika á, að Há- skólanum beri siðferðileg skylda til að gera ennþá betur en að sýna vandaðar kvikmyndir einu sinni i viku. Hvort það væri ekki rétt að breyta fyrirkomulagi kvikmynda- hússins algerlega Það er að segja að kvikmyndahúsið seldi einkarétt sinn á kvikmyndum Paramount og Rank félaganna i hendur einhvers hinna kvikmyndahúsanna, en snéri sér siðan að því að vera menningar- legur viti almennings i kvikmynda- málum. Kvikmyndahúsið tæki til sýninga úrvalsmyndir alls staðar að úr heiminum, bæði gamlar og nýjar og stofnað væri kvikmyndasafn á vegum þess. Það kvikmyndasafn gæti e.t.v. siðar orðið liður i kennslu Háskólans í kvikmyndafræðum Þessir siðustu þankar þykja ef til vill barnalegir og óraunhæfir Þó er ekkert einfaldara en að koma sliku fyrirtæki á stofn. Ríkisvaldið gæti komið háskólanum til hjálpar i þessu efni, með því að veita pen- ingastyrk Að vísu er örlitill hængur á hvað þetta atriði snertir Það vill nefnilega þannig til, að karlfauskar þeir, sem setið hafa í stjórnum þessa lands, vita ekki einu sinni hvað kvik- myndir eru. Hvað þá hve mikið gildi þessi listgrein hefur, eða hve gifur- legur áhrifamáttur hennar er. Úr þessu mætti þó bæta með nógu miklum þrýstingi góðra manna Hví- likur fengur það væri ef hinn þögli meirihluti kvikmyndaáhugamanna myndi ryðjast fram á siður dag- blaðanna og láta álit sitt i Ijós á þessu efni. Ennfremur ættu kvik- myndagagnrýnendur að láta af þeirri kaldhæðnislegu afstöðu sinni, að ekkert þýði að knýja á i þessum efnum Háskólamenn sjálfir ættu að taka afstöðu með þessu máli, sér- staklega vegna þess að það eru þeir, sem raunverulega reka þetta kvik- myndahús. Það væri fagurt dæmi um fðrnfýsi af þeirra hálfu, ef þeir samþykktu að hluti af þeim 200 milljónum, sem koma inn fyrir Happdrætti Háskólans á ári rynnu til þessa merka menningarframtaks og gæti það jafnvel ráðið úrslitum í þessu málefni Þetta væri vel þess virði, jafnvel þó að sá böggull fylgdi skammrifi að það drægi ögn úr hraðanum ~ við að reisa aukið kennsluhúsnæði við skólann Sjálfur er ég skráður til náms við skólann og mér stendur hjartanlega á sama, þó að aðstaða sé ekki öll fyrsta flokks, ef það þýðir um leið að unnið sé að merku fyrirtæki á borð við þetta, sem er i þágu allrar þjóðarinn- ar Ég býst við að þannig sé um fleiri nemendur við Háskólann, þ.e.a.s. þess hluta, sem hugsar um örlítið fleira en eigin hag Það er heldur ekki pottþétt stað- reynd, að mikið tap þurfi að vera á rekstri stofnunar eins og þessarar. Það er ekki sjálfgefið. að þó mikill hluti þeirra kvikmynda, sem húsið tæki til sýninga kæmu ekki frá enskumælandi löndum, og þó að lögð væri aukin áhersla á sýningu gamalla, klassískra kvikmynda, að stór hluti þeirra væri ekki við hæfi almennings Það er nefmlega aðeins bábilja, sem forheimskaðir öskurap- ar haf^ breitt út meðal almennings, að listrænar kvikmyndir, þ.e.a s þær kvikmyndir, sem eru fagmann- lega gerðar og hafa um leið boðskap að flytja, þurfi um leið að vera leiðinlegar og óskiljanlegar alþýðu manna Kvikmyndir Jan Troells, Chaplins og Tatis eru dæmi um myndir, sem virðast hafa höfðað til almennings hér á landi Það er held- ur ekki ástæða til annars en að ætla að þyngri myndir svo sem eftir ná- unga á borð við Bergman og Jancsó geti höfðað til hvers meðalviturs manns, aðeins ef viljinn er fyrir hendi til að taka á móti boðskap þeirra, en tilvist kvikmyndahúss af þessu tagi gæti orðið til þess að auka jákvæðan hugsunarhátt í garð slíkra mynda Eitt mikilvægt atriði er það, sem hefur get það að verkum að aðsókn mánudagsmyndanna hefur ekki orð- ið meiri en hún þó er Það er sú staðreynd, að þær kvikmyndir eru jafnan sýndar með erlendum skýr- ingartextum Það hefur orðið til þess, að margt fólk, sem ekki hefur átt þess kost að nema erlend tungu- mál, hefur veigrað sér við að fara á þær myndir Þetta atriði þarf að færa til betri vegar, ef sá óskadraumur rættist, að rekstrarformi Háskólabíós Framhald á bls. 25 Yfirsjón Á síðustu kvikmyndasiðu varð mér aðeins á » mess- unni. Þar hrósaði ég mjög því framtaki Nýja Biós að endur- sýna skipulega sinar best sóttu myndir. Taldi ég þetta nýmæli og mælti með þvi að fleiri kvikmyndahús tækju nú upp þennan sið. Mér hefur síðan verið góðiátlega bent á það, að einhvern veginn hefur mér tekist að gleyma þvi, að Háskólabió hefur tvö undanfarin ár staðið fyrir skipulögðum endursýning- um, þar sem 5—7 myndir hafa verið endursýndar í einu, hver mynd í þrjá daga. Ég bið forláts á þessari gleymsku og vonandi hef ég ekki gleymt fleirum i þessu sambandi. En hvað um það, þetta er samt sem áður góður siður og til eftirbreytni almennt. SSP. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLl 1977

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.