Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JULl 1977 Stýrisstöng- in í brjóstið I bifreiðum þar sem stýris- stöngin er óeftirgefanlega tengd vélarblökkinni getur hún, við árekstur beint framaná, ýzt aftur og uppávið og í brjóst ökumanns. Þvi er haldið fram að komast megi hjá þessu með því að varpa sér snögglega til hliðar og er þetta haft sem rök gegn þvi að nota bílbelti. Algengasta dánarorsök öku- manna í umferð eru meiðsli af stýri. Aðalatriði í ferli meðsl- anna er að brjóst ökumannsins slöngvast af miklu afli fram á stýrið. Við þessu koma bflbelt- in að góðu haldi. En þetta kem- ur auðvitað ekki í veg fyrir að stýrisstöngin ýtist upp og aftur. En það mun vera sjaldgæft að timi sé til þess að varpa sér til hliðar við árekstur beint framaná, og reyndar varnar bil- belti því ekki að maður varpi sér inn að miðju bifreiðarinnar. Flestar bifreiðar af nýrri gerð eru nú orðnar útbúnar með stýrisstöng sem er örugg við árekstur. Annað hvort með sérstökum liðaútbúnaði sem leyfir vélarblökkinni færslu afturávið, án þess að hafa áhrif á stýrisstöngina, eða að stýris- stöngin er þannig útbúin að hún gengur inn i sjálfa sig. Það eru einkum bifreiðar fram- leiddar fyrir árið 1969 sem eru án slíks öryggisútbúnaðar á stýrisstöng, enda eru þær und- anþegnar i tillögunni um lög- boðin bilbelti. Stýri sem er búið öryggisbún- aði getur dregið úr brjóst- meiðslum og ættu að stuðla að notkun sliks útbúnaðar til hins ýtrasta. S.l. 5 ár hef ég stutt það að upp verði teknar reglur um opinbera bifreiðaskatta sem gera bifreiðar búnum öryggis- útbúnaði í umferð ódýrari en hinar dýrari sem eru ekki ör- uggar. Hef ég sérstaklega tekið fram hversu áriðandi er að hafa stýri sem er öruggt við árekstur og annað áríðandi öryggisbún- að. Tillagan fékk i grundvallar- atriðum fylgi í nefnd er fjár- málaráðuneytið skipaði og þingið samþykkti með ákveð- inni gerð öryggisútbúnaðar njóta nú afsláttar í opinberum gjöldum, þannig að kostnaðar- auki þess vegna fellur nú alveg niður. Því miður hafðist það ekki að hafa öryggisútbúin stýri með i fyrstu lotu en vonandi hljóta þau gjaldaafslátt innan tíðar. Það er þvi ástæða til þess að vona að bifreiðar án þessa öryggisútbúnaðar á stýri hverfi brátt af markaðnum, þannig að þessi — ekki alveg ástæðulausu — rök gegn lögboðnum bílbelt- um missi raunhæft gildi sitt. Það er staðreynd að það er miklu frekar framkast öku- mannsins á stýrið enn upp- og afturfærsla þess sem veldur meiðslum. Og við þessu koma bflbeltin að gagni. Jörgen B. Dalgaard. Jörgen B. Dalgaard ÆTTI AÐ LÖGBJÓÐA NOTKUN BÍLBELTA? 5 Hornafjörður: Gamla „Kaupmanns- húsið” flutt Höfn, Homafirði — 21. júli. UNDANFARNA daga hefur verid unnið að flutningi á elzta húsi kauptúnsins, Kaupmannshúsinu sem svo er nefnt. Þetta hús á sér langa og allmerkilega sögu, en það var fyrst reist á Papósi þegar undirbúningur hófst að verzlun þar árið 1862. Er það þannig fyrsta verzlunarhús sýslunnar og jafnframt fyrsta timburhúsið sem ris I sýslunni. Otto Tulinius flutti verzlunina til Hafnar i Hornafirði 1897 og lét hann þá rifa húsið i Papósi og byggja upp aftur á Höfn með sama sniði, en i þvi var bæði skrifstofa, sölubúðin og pakkhús. Eigendur að þvi hafa verið fjórir — fyrst Papósverzlun, þá Ottó Tulinius, því næst Þórhallur Danielsson og siðast Kaupfélag A-Skaftfellinga, sem rak verzlun sína í þvi til 1937 er það byggði nýtt hús og eftir það var það notað sem geymsluhús og um tima var þar einnig brauðgerðar- hús. Húsið var sagað sundur í miðju og flutt i tveimur hlutum og kom- ið fyrir upp með Hafnarvegi, þar sem því er ætlað að ljúka hlut- verki sinu sem nokkurs konar elliheimili fyrir gamla hluti, sem finnast kunna í sýslunni. Gaf Kaupfélagið húsið Byggðasafni A- Skaftfellinga til þeirra nota. Gunnar. AUCÍI.VSINOASÍMINN ER: 22480 JRarflnnblnbib TOYO TOYOTA AÐALUMBOÐ HÖFÐATÚNI 2 REYKJAVÍK SlMAR 25111 & 22716 UMBOÐIÐ Á AKUREYRI BLÁFELL SlMI 21090 TOYOTA HI-LUX. Byggóur á grind. 1600 cc vél, 90 hö., 1240 kg burðarþol. 2.25m pallur, 3ja manna stýrishús. Veró kr:733þús. TOYOTA COROLLA Þú þarft ekki endilega aö kaupa þér dýran bil til aó njóta Toyota gæóa. Þau færó þú strax í TOYOTA COROLLA. TOYOTA AÐALUMBOÐ HÖFÐATUNI 2 REYKJAVÍK SÍMAR 25111 & 22716 UMBOÐIÐ A AKUREYRI BLÁFELL SlMI 21090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.