Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JULl 1977 „Kommúnistaflokkarnir í Norðurálfu eru að verða óháðari Kremlverjum en áður, en þeir eru varla lýðræðissinnaðir, enda styðja þeir stjórnkerfi og i hagkerfi, sem fer ekki saman við lýðræði." JfSBí eftir HANNES GISSURARSON UMRÆÐURNAR UM „EVRÓPU- KOMM(JNISMANN“ Umræður hafa orðið allmiklar í lilöðum og timaritum á Íslandi um ..fvrópukommúnismann“, sem svo er kaliaður (en á fslen/ku má kalla hann ; „norðurálfustefnu" kommúnista eða sameiítnarsinna) og er — að minnsta kosti i orði kveðnu — stefna þriggja f kommúmstaflokka í Norðurálfu sunnanverðri. hins ítalska, franska og spamska: Þeir taka afstöðu gegn kúg- unaraðgerðum Kremverja og forræði kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkj- anna. sætta sig við Atlanzhafsbanda- lagið og Efnahagsbandalagið og telja sumir (til dæmis ítalinn Berlinguer) Atlan/hafsbandalagið betri kostinn af tveimur vondum. þar sem hinn sé Varsjárbandalagið, óska samvinnu við lýðræðisflokka, en hafna byltingar- kenningunni gömlu og viðurkenna leikreglur þingræðis og lýðræðis. Árni Bergmann blaðamaður hefur ritað langa ferðasögu sína frá Ítaliu og iijalti Kristgeirsson og Kjartan Ölafs- son ritstjóri greinar um þessa norður- álfustefnu samherjanna i suðri i Þjóðviljann og Ólafur Björnsson prófessor grein í Stefni, málgagni ungra sjálfsta'ðismanna. Morgunblaðið hefur birt ritstjórnargreinar um norðurálfustefnuna og einnig fyrirlest- ur, sem Kissinger, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Bandarikjanna, hefur I'haldið um hana. Margar ásta'ður eru til þess, að þessi norðurálfustefna kommúnista er at- hyglisverð. ítalski kommúnistaflokkur- inn hefur niikið fylgi, sem hefur sífellt aukizt siðustu áiin, og líkur hafa verið leiddar að því, að Jtandalag kommúnista og sósíalista sigri í þing- j kosningum á næsta ári í Ftakklandi. ’ En hafa þessir flokkar i raun og veru breytt afstöðu sinni til Ráðstjórnar- rikjanna? Er lokatakmark þeirra enn „alræði öreiganna" og valdbundin eðlisbreyting á hagkerfinu og stjórn- • kerfinu? Er norðurálfustefnan einung- ís hentistefna, annað áralag á atkvæða- veiðum, eða ný afstaða til nýrra aðsta-ðna? Er þeim treystandi til að sitja í ríkisstjórnum á Vesturlöndum? Þessum spurningum aúla ég að gera tilraun til að svara i þessari grein og laugardaginn næsta ætla ég að fara fáeinum orðum um afstöðu Alþýðu- bandalagsins til norðurálfustefnunnar, enda hefur það umtalsvert fylgi eins og ítölsku og frönsku kommúnista- flokkarnir. Fróðlegt er og vorður að fylgjast með viðbrögðum íslenzkra Í| sameignarsinna við þessari stefnu. AFSTAÐA VESTRÆNNA KOMMÚNISTA- FLOKKA TIL RÁÐ- STJÓRNARRÍKJANNA Norðurálfustefna sameignarsinna er alls ekki kenning, sem orðíð hefur I skyndilega til með einstaklingum eins og Berlinguér, Marchais og Carrillo, foringjunt ítölsku, frönsku og spa'nsku flokkanna. Öðru nær. Hún er einn Iliðurinn í reikningsskilum þeirra við fortíðina, hún er nafn, sem gefið er einum hlekknum í langri keðju sögunnar. Spámaður kommúnista, Karl Marx, sagði, að arfur liðinna kynslóða . hvíldi sem farg á heila lifenda. Og vandi kommúnista á Vesturlöndum eft- ir áföllin sálfræðilegu fyrir tuttugu ár- um og einu betur — bæði hina frægu ræðu Krúsjeffs á 20. þingi kommún- istaflokks Ráðstjórnarrikjanna og þjóðaruppreisnina í Ungverjalandi — hefur verið að endurmeta staðreyndir vestrænna stjórnmála. Krúsjeff kom upp um mörg (en ekki öll) þau glæpa- verk, sem framin höfðu verið f Ráð- stjórnarríkjunum og kommúnistar á Vesturlöndum varið. sumir af ein- feldtu, aðrir vegna óheilinda. Þeir stóðu eftir allslausir, gerðir ósanninda- II menn af samherjum sínum. Heims- mynd þeirra molnaði niður. ög skarp- skyggnir menn í þeirra hóp (því að þeir eru til) hafa skilið það, að stjórn- kerft Ráðstjórnarrikjanna er alls ekki eftirsóknarvert í neinum skiiningi. || Kommúnistar á Vesturlöndum hafa ekkt lengur áhuga á því að greiða skuldir siðfeéðilegs þrotabús kommúnistastjórnanna í austri. Menn taka afstöðu sina til einhverra aðstæðna. Og hverjar eru hinar nýju aðstæður í Norðurálfu? Mergurinn málsins er sá, að tilraunin, sem gerð var til að reisa lýðræðisrfki i vestan- verðri Norðurálfu á rústum síðari heimsstyrjaldarinnar, tókst (með aðstoð Bandarikjamanna). Farsældar- ríkin voru stofnuð, hagkerfi og stjórn- kerfi einstaklingsfrelsis hefur staðizt allar raunir, þótt ekki sé það gallalaust, og sigrar lýðræðissinna á Spáni, í Portúgal og Grikklandi eru til vitnis um sókn vesturlandaþjóðanna til frels- is. Ekki má heldur gleyma því, að þrátt fyrir allt hefur lýðræði verið á Italíu siðustu þrjátíu árin eftir tveggja ára- tuga fasistastjórn og það er verk kristi- legra lýðræðissinna. En tilraunín, sem gcrð var i Ráðstjórnarrikjunum og álf- unni austanverðri, mistókst. Til þessara óumdeilanlegu staðreynda hafa kommúnistar orðið að taka af- stöðu. Byltingu geta þeir ekki gert á Vesturlöndum, en hafa góða von um einhver völd innan lýðræðisrikjanna, og til þess verða þeir að starfa innan kerfisins. Að því hlaut að koma, að kommúnistaflokkarnir klofnuðu, því að hugsjónin heldur mönnum ekki saman til lengdar, nema hún sé sigur- sæl, þeir .aka upp þrætubók þjóðernis- stefnunnar, eins og Mílövan Djilas sagði fyrir um í bók sinni, Rfkinu ófull- komna. árið 1968. Títö sýndi það á árunum 1948—1950 að valdhafi i kommúnistaríki gat risið gegn Kreml- verjum, Kinverjar hafa gert það og Rúmeníumenn og með því að kommúnistaflokkarnir á Vestur- löndum hafa lítið annað að sækja til Moskvu en vítmmir og skammir, taka þeir upp Norðurálfustefnu. Þeir hafa ekki áhuga á því lengur að þjóna hags- munum stórveldis eins og Ráðstjórnar- rikjanna, sem er einungis arftaki Keisararússlands og tataraveldis miðalda. Þegar hugsjónaljóminn fór af Ráðstjórnarríkjunum og einungis var litið á þau sent stórveldi nteð tiltekna hagsmuni, fór líka grýlusvipurinn af Atlanzhafsbandalaginu i hugum kom múnista. TALAÐ TUNGUM? Segja má að vestrænir kommúnistar séu seinir á sér, staðreyndirnar hafi hlaupið þá af sér, þvi að þjóðarupp- reisn Ungverja var gerð 1956 og innrás Varjsárbandalagsins í Tékkóslóvakíu 1968, en nú er árið 1977. Ég held, að þeir séu að visu að verða óháðari Kremlverjum í utanríkismálum en áður, norðurálfustefnan er i rauninni sjálfsögð og því þakkarlaus, en ástæða er til þess að athuga gaumgæfilega þessa nýju stefnu. Margs er að gæta: Þó að vestrænir kommúnistar séu að verða óháðari Kremlverjum en áður eru þeir ekki óvinsamlegir þeim. Þeir eru enn andvfgir varnar- og efnahags- sámvinnu norðurálfuþjóðanna, þó að þeír sætti sig við hana. Efalaust er, eins og Henry Kissinger bendir á í fyrirlestri sínum, að brestur kemur í Enrico Berlinguer leiðtogi ítalskra kommúnista. varnarvegg Atlanzhafsbandalagsins, ef þessir andstæðingar þess komast í ríkisstjórnir stórra aðildarríkja. Og prófessorinn Lucio Lombardo Radice, sem á sæti í miðstjórn italska kommúnistaflokksins, sagði í fróðlegu viðtali ( sem birt er í maíhefti Encounter þessa árs), að ítalskir kommúnistar myndu fylgja Kremlverj- um, ef til vopnaviðskipta kæmi með þeim og vesturlandaþjóðunum. Það breytir ekki heldur öllu fyrir lýðræðis- sinna, hvort kommúnistar eru óháðir Kremlverjum eða ekki: Sjálfstæðir skoðaðnakúgarar eru skoðanakúgarar. Kommúnistastjórnirnar í Júgóslavíu og Rúmeniu eru óháðar Kremlverjum, en þær eru ekki lýðræðisstjórnir, stjórnarfarið í lögreglurikjum þeirra ekki til fyrirmyndar. Minna verður á það, að franski kommúnistaflokkurinn hefur til skamms tima verið framvörður lenínskrar stefnu í álfunni vestan- verðri og rekið alla endurskoðunar- sinna umsvifalaust úr flokknum. Hann hefur að visu hætt að nota í áróðri sínum orðin „alræði öreiganna" (en þau merkja: alræði þeirra, sem telja sig borna til að hafa vit fyrir öreigun- um), en fátt er til marks um, að orða- skiptunum hafi fylgt sinnaskipti. Hann studdi i einu og öllu tilraunir kommúnistans Cunhals i Portúgal til þess að taka völdin eftir byltingu hersins 1974, samstarfsmönnum sínum, sósfalistum Mitterands, til mikillar hrellingar. Frönsku og itölsku flokkarnir eru báðir í orði kveðnu fylgjandi þingræði, fjölflokkakerfi og lýðræðislegum leikreglum, en þeir fást þö ekki til þess að segja skilið við kenningar Leníns um það, sem kommúnistum beri að gera: stofna harðsnúinn hóp samsærismanna sem taki völdin með skyndiáhlaupi í fyllingu tímans. Lenin kenndi það líka, að allar leiðir væru leyfilegar að marki byltingarinnar, og í anda hans var málsvörn vestrænna kommúnista fyrir fjöldamorðum Stalíns: Sannleikurinn var torfærari en lygin. Radice segir í viðtalinu í Encounter, að hann og flokksmenn hans hefðu nú sagt sömu ósannindin um Ráðstjórnarríkin „í þágu kommúnismans", ef aðstæður hefðu verið hinar sömu og þá. Virðingarleysi kommúnista fyrir sannleikanum hefur ekki breytzt. Franskir og ítalskir kommúnistar telja eínnig fjölflokkakerfi vera i Austur- Þýzkalandi — handan Berlínarmúrs- ins. Og ítalskir kommunistar hafa not- að áhrif sin, sem eru miklu meiri en frönsku samherjanna, til takmarkana á málfrelsi í fjölmiðlum. Þeir klipptu til dæmis „öhentugar" athugasemdir úr viðtali við gerzka andófsmanninn Andrei Sinjajevský i ítalska sjón- varpinu gegn áköfum mótmælum hans, og sagði Sinjajevsky af þessu tilefni, að kommúnistar væru farnir að nota völd- in, áður en þeir hefðu fengið þau. Óflutt er af einhverjum ástæðum sjón- varpsviðtal við andófsmanninn Sakharoff, sem tekið var fyrir löngu. Kommúnistarnir hafa og krafizt þess, að sjónvarpsfréttasendingum frjáls- lyndra manna á vegum mílanóblaðsins Giornale Nuovo verði hætt, og fleiri ógnvænlega atburði má taka til dæmis um yfirgang þeirra. Prófessorinn Radice svaraði því ekki í Encounterviðtalinu, sem skiptir mestu máli: Geta kommúnistar leyft það, ef þeir hafa verið í stjórn, að „sósfalismi" þeirra sé að engu gerður, ef og þegar þeir missa kjörfylgi? Hann sagði einungis, að „sósíalisminn" væri svo miklu fulikomnari en „kapítalism- inn“, að óhugsandi væri að hafna honum, kæmist hann á. En kalla þeir á Kremlverja ef kjósendur eru ekki sam- mála þeim? AÐGÁT SKAL HÖFÐ Til þess eru veigameiri ástæður en getgátur og sögusagnir um ftalska og franska kommúnista, að taka verður norðurálfustefnu kommúnista af tor- tryggni: Aðgát skal höfð í nærveru allra kommúnista. Hvers eðlis er breyt- ingin á afstöðu þeirra til stjórnkerfis og hagkerfis Ráðstjórnarríkjanna? Þeir telja að unnt sé að halda öllum „ávinningum borgaralegs lýðræðis" eins og almennum mannréttindum, þó að sósíalisma (það er: eignarhaldi ríkisins á öllum eða velflestum at- vinnutækjum) verði komið á. Þeir kenna mistökum einstaklinga um það, sem gerzt hefur i austri og halda, að vandinn sé sá, hvort einstökum andófs- mönnum sé leyft að tala eða ekki En meinið er ekki að finna í einstökum ákvörðunum valdhafanna. heldur i kerfinu sjálfu. Rætur kúgunarinnar eru í kenningu kommúnista og kerfi: Ef einstaklingarnir hefðu frelsi til orðs og æðis, hryndi sósfalisminn i austri. jj| Sannleikurinn er sá, að kúgun er óhjá- kvæmileg í miðstjórnarkerfi eins og jj þvi, sem kommúnistar vilja koma á, og á það bendir Ólafur Björnsson prófessor í ágætri stefnisgrein sinni. I ■ slíku kerfi eru einstaklingamir |j beygðir undir ok eins tilgangs — til- gangs áætlunargerðarmannanna i mið- stjórn — en með því að menn hafa mismunandi tilgang með lffinu, sinum augum Iitur hver á silfrið, eiga mið- stjórnarmennirnir einungis tveggja kosta völ: að kúga þá, sem hafa annan tilgang, undir sinn tilgang eða að virða rétt þeirra til þess að hafa þennan annan tilgang. En ef þeir taka seinni kostinn, hafa þeir í raun og veru hafn- að kenningu sinni sem óframkvæman- legri. Það hafa engír kommúnistar gert, og þess vegna lét Radice þvi ósvarað, hvað kommúnistar myndu gera, ef reynt væri að gera sósíalisma þeirra að engu (á lýðræðislegan hátt). Kommúnismi er óframkvæmanlegur án kúgunar, vegna þess að einstakling- arnir eru ekki sniðnir eftir kenningu kommúnista: Þeir eru mismunandi. Og kommúnistar verða ekki lýðræðis- sinnar, fyrr en þeir hafa hafnað öllum miðstjórnarkenningum i efnahags- og stjórnmálum, eínnig aðferð Leníns og hætt að telja októberbyltinguna 1917 sögulega „framför" — en „evrópu- kommúpistarnir" telja hana það. Bilið á milli þeirra og lýðræðissinna er öbrúandi, ef þeir gefast ekki upp á þvi að stofna þúsundáraríkið stéttlausa og ganga til samstarfs við lýðræðissinna um að betrumbæta það riki, sem er af þessum heimi. En ef þeir gera það, eru þeir ekki lengur kommúnistar (hvort sem þeir nefna sig það eða ekki). Vandinn er sá, hvora Ieiðina vest- rænir kommúnistar munu velja: leið Djilasar eða Títós. Mílóvan Djilas er mannúðarsinni og hafnar öllum staðleysum („útópíum"), Jósef Titó alræðissinni sem hefur stofnað lög- regluriki, þótt stjórnarfar sé reyndar miklu mildara en í Ráðstjórnar- rikjunum. En um þetta val er of snemmt að segja nokkuð. Ef kreppa veróur á Vesturlöndum, geta þeir orðið að vinstrifasistum. (Á útlendum tung- um heita fasistar „nasjónalsósialistar", og „þjóðlegir sósialistar" eins og evrópukommúnistarnir nefna sig eru vandgreindir frá þeim, ef þeir halda fast við alræði miðstjórnarinnar og eru auk þess þjóðernissinnar. En ef far- sældarríkjum Vesturlanda tekst að standa af sér alla storma geta þeir orðið að lýðræðislegum sósialistum, sem krefjast umbóta, en ekki byltinga. Skynsamlegasta vinnuregla lýðræðis- sinna í viðskiptum við kommúnista er held ég, að vona hið bezta, en búast við hinu versta. Þess vegna mega kommúnistar ekki komast í rfkisstjórn- ir í stórum aðildarríkjum Atlanzhafs- bandalagsins Og eina áminningu að lokum: Valdataka kommúnista er alls ekki óhjákvæmileg, því að hún er undir lýðræöissinnuðum kjósendum komin. Menning Vesturlanda, lýðræði og markaðskerfi, stjórnkerfi og hag- kerfi frelsis og farsældar hefur sýnt yfirburði sína yfir kerfi kommúnista, styrkur kommúnista er einungis fólginn í veikleika okkar. andvara- leysinu. Við þurfum einungis að óttast eitt — óttann sjálfan. NORÐURÁLFUSTEFNAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.