Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JULÍ 1977 17 Ferðaskrifstofa ríkisins 40 ára; Rekstur Eddu- hótelanna verður sífellt viðameiri Reykjavfk er aðalvöruhöfn þjððarinnar, — samhliða þvl að vera ein stærsta fiskihöfnin. óhagstæðrar aldursskiptingar (m.a. með hliðsjón af nýtingu til- tækra þjónustustofnana og að- stöðu). Jafnframt að koma í veg fyrir að gamli miðbærinn verði undir i samkeppni við nýjan mið- bæjarkjarna sem þegar er að unn- ið. Þessu svæði er skipt í þrennt: framkvæmdasvæði, þar sem lögð er áherzla á blandaða byggð, m.a. aukið íbúðahúnnæði, og verulega uppbyggingu á skipulagstímabil- inu (1975—95), endurnýjunar- svæði, þar sem meginhluti bygg- inga hefur áþekkt svipmót og notkun og verulegrar endurnýj- unar er þörf. Áherzla verður lögð á að nýbyggingar taki mið af um- hverfi varðandi stærð, útlit, efnis- val og notkun (dæmi um endur- nýjunarsvæði: Hverfisgata norð- anverð frá Klapparstig að Vita- torgi). Og loks verndarsvæði, svæði með byggingarlistrænt, sögulegt eða almennt gildi, sem talið er æskilegt að varðveita, þ.e. viðhalda mannvirkjum í sem upp- runalegastri mynd. Val verndar- svæða er ekki fullákveðið, enda viðkvæmt og vandasamt verk (dæmi um verndarsvæði: hluti Þingholtsstrætis og umhverfi Tjarnarinnar). Þriðji meginpunkturinn í end- urskoðun aðalskipulags er svo gatnakerfið. Það er alltof langt mál að rekja þann þátt í stuttu blaðaviðtali. En svo eitthvað sé nefnt má geta þess, að hætt er við að fara með Suðurgötu frá Tún- götu að Geirsgötubrú og reyndar er framkvæmdum við brúna sjálfa frestað á skipulagstímabil- inu, sem nær fram til ársins 1995. I sambandi við skipulagsmálin má og nefna víðtæka könnun á umferðarmálum borgarinnar, sér í lagi að þvi er varðar notkun almenningsvagna. Verið er að vinna úr niðurstöðum strætis- vagnakönnunar. Framtiðarnotk- un almenningsvagna hlýtur að hafa meiri og minni áhrif á skipu- lagsákvarðanir. Auk endurskoðunar aðalskipu- lags sinnir skipulagsnefnd dag- legum skipulagsstörfum, s.s. varð- andi deiliskipulag. Lokaorð. Hvað vilt þú segja f lokin, Ólaf- ur? Ég sinni að sjálfsögðu fleiri málaflokkum en þeim tveimur, sem ég hef hér gert að aðalum- ræðuefni. En þessi tvö málefni: framtið Reykjavikurhafnar og skipulag þess umhverfis, sem borgarbúar þurfa við að búa, skipta verulegu máli um hag heildar og heill einstaklinga. Og það er meginmarkmið allrar sam- félagslegrar starfsemi, ekki sizt á vegum sveitarstjórna, að búa þann veg i haginn, að einstakling- urinn geti unað glaður við sitt; við afkomuöryggi, félagsleg rétt- indi, fagurt og heilsusamlegt um- hverfi og þroskandi tómstundir. sf. FERÐASKRIFSTOFA rfkisins á fjörtfu ára afmæli um þessar mundir og er starfsemi skrifstof- unnar orðin mjög viðamikil, bæði við skipulagningu ferða og rekst- ur hótela yfir sumartfmann. Ferðaskrifstofan var stofnuð á ár- inu 1936 og var fyrsti forstjóri Eggert Briem. Allt fram yfir 1950 má segja að ferðaskrifstofan hafi haft einokun á ferðum til og frá landinu, en upp úr þvf var fleiri aðilum leyft að stofna ferðaskrif- stofur. Frá þeim tíma hefur Ferðaskrifstofan fyrst og fremst beitt sér að því að laða ferðamenn til Islands og skipuleggja ferðir þeirr hér, auk þess sem öll al- menn ferðamannaþjónusta er veitt. Að sögn Kjartans Lárussonar núverandi forstjóra Ferðaskrif- stofunnar er rekstur Edduhótel- anna kannski viðamesti þátturinn í starfinu um þessar mundir, en þetta er þó aðeins einn liður í starfinu. Annar gildur þáttur i starfinu er samkvæmt gildandi lögum leiðbeiningar og fyrir- greiðsla ferðamanna, innlendra þáttur i starfsemi Ferðaskrifstof- unnar og hefur svo verið síðan um eða rétt fyrir 1950. Undanfarin ár hefur mikið ver- ið um það rætt að lengja hinn stutta ferðamannatíma hér á landi, með þvi að auka fjölþjóð- legt ráðstefnuhald, sérstaklega vor og haust. Hefur ferðaskrif- stofan unnið markvisst að þessu verkefni, þvi það hefur lengi háð þróun ferðamála hérlendis hversu léleg nýting hefur verið á hótelum og öðrum þjónustufyrir- tækjum utan þriggja mánaða annatímabilsins. Meðal þeirra ráðstefna sem skrifstofan skipu- leggur i sumar er um 1000 manna ráðstefna á vegum heimssam- bands esperantista. Eddu hótelin eru nú 111 talsins vítt og breytt um landið, og fást veitingar á þeim öllum að undan- skildum hótelunum að Reykjum og Akureyri, en þar er aðeins veittur morgunverður og kvöld- kaffi. Herbergi á hötelunum eru allsstaðar björt og vistleg og víða eru sundlaugar. Á þessu sumri bættist nýtt Kjartan Lárusson forstjóri, Halldór Sigurðsson skipuleggjandi hóp- feróa og Ingólfur Pétursson fyrir utan annað Eddu-hótelið á Laugar- vatni. Ljósm. Mbl.: Þorleifur Ólafsson. sem erlendra og hefur svo verið þau 40 ár, sem liðin eru frá þvi að skrifstofan hóf starfsemina. A þessu sumri hafa verió skipu- lagðar og auglýstar fjölmargar ferðár á timabilinu frá 5. júní fram i september. Ein vinsælasta ferðin er 10 daga hringfeð og er i þeirri ferð komið við á flestum fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins, en brottför í þessa ferð er tvisvar i viku allt sumarið. Þá verða farnar vikulega 5 og 6 daga ferðir og er í annarri farið um Suðurland allt austur á Skeiðarár- sand og i Skaftafell og ennfremur í Borgarfjörð, en i hinni ferðinni er ekið norður Kjöl um Húna- vatnssýslu til Akureyrar og Mý- vatns, síðan er haldið suður Sprengisand. Á síðastliðnu ári var i fyrsta sinn skipulögð ferð um Snæfells- nes og Vestfirði, en þar kom aðal- lega til opnun vegarins um Isa- fjarðardjúp og opnun Hótels Eddu á Isafirði. Þá er ferðaskrif- stofan með svokallaðar sérferðir, en í þeim ferðum er lögó sérstök áherzla t.d. á fuglaskoðun jarð- fræði og sögustaði. Um einstakl- ingsferðir, sagói Kjartan, að Ferðaskrifstofan skipuleggði margvislegar einstaklingsferðir og ferðatiminn væri allt frá ein- um degi upp í 3—4 vikur. I þessar ferðir væri ýmist selt af erlendum ferðaskrifstofum eða einstakir ferðamenn pöntuðu þátttöku bréflega eða keyptu ferð þegar til landsins væri komið. Þótt ferðir þessar létu litið yfir sér, væru þær næsta mikilvægur þáttur i starfi skrifstofunnar. Að sjálf- sögðu væru það mest útlendingar sem létu skipuleggja fyrir sig ferðir innanlands, en þó væri far- ið að bera á því að Islendingar gerðu það lika. Sala utanlandsferða er einnig hótel i flokk Eddu-hótela, að Stóru-Tjörnum við Ljósavatn. Með því var stórbætt aðstaða ferðafólks til að kynnast hinni stórbrotnu náttúrufegurð Þing- eyjarsýslu, en á þessu svæði hef- ur verið helzt til lítið um hótel. Á mörgum Eddu-hótelanna er nú unnið eftir svonefndu prósentukerfi, sem þýðir að starfsfólkið ber meira úr býtum eftir þvi sem rekstur hótelsins gengur betur. Upphafsmaður að þessu fyrirkomulagi er Ingólfur Pétursson og sér hann nú um rekstur prósentuhótelanna. Sagði hann, er við'ræddum við hann austur á Laugavatni, að prósentu- hótelin væru aðeins tilraun til að færa reksturinn meira í hendur starfsfólksins og láta það glima viö hin ýmsu verkefni. Nú væri búið að kynna sérstakt launa- kerfi, og það fólk sem unnið hefði eftir þvi kysi að vinna eftir þvi áfram. „Með þessu fyrirkomulagi höf- um við náð góðum árangri í hótel- rekstrinum, en eftir gamla kerf- inu vorum við að gefast upp," sagði hann. Að sögn Ingólfs er vinnutími starfsfólks mjög breytilegur á prósentuhótelunum og leggði sig yfirleitt á 8—8 tima á sólarhring, þannig að vinna væri ekki alltaf mikið meiri en áður. Betri rekstur hótelanna kæmi ekki sizt fram i aukinni og betri matvælanýtingu og allskonar útsjónarsemi. Starfs- fólkið fylgdist með bókhaldinu frá degi til dags og vissi þvi nákvæmlega um stöðu hótelsins. „Þar sem við höfum haft prósentukerfið i nokkur ár hefur starfsfólkið 30—50% hærri laun en á venjulegum hótelum og þar sem við erum að byrja með prósentukerfið, er kaupið svona 10----15% hærra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.