Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 19
I MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLl 1977 19 Ágreiningur um umgengnishætti við Sovétríkin f NÝÚTKOMNU tölublaSi vikurits- ins Newsweek birtist viðtal vi8 Giscard d'Estaing Frakklandsfor- seta. Ummæli forsetans um stefnu Carters Bandarikjaforseta, einkum i mannréttindamálum, hafa vakiB gifurlega athygli og skoSana- skipti. Ekki er tali8 a8 Giscard og fylgjendur hans séu i grundvallar- atriSum annarrar skoSunar en Carter i mannréttindamálum, heldur a8 ágreiningurinn sé um leiSir a8 markinu þ.e. a8 tryggja mannréttindi hvar sem er i heim- inum. í itarlegu viðtali við Arnaud de Borchgrave, einn af ritstjórum Newsweek. ræðst Frakklandsforseti harkalega á stefnu Carters, og held- ur því fram, að hann hafi brotið viðteknar venjur i samskiptum aust- urs og vesturs með tilliti til ..détente" stefnunnar. Hann telur að leiðtogar vestrænna rikja eigi ekki að ögra Rússum urn of og setja þá þannig upp að vegg, þvi að það geti haft afdrifarikar afleiðingar, bæði fyrir lýðræðisrikin og alþýðu manna austan tjalds. Giscard álitur væn- legra að fara þá leið að gefa Sovét- ríkjunum tækifæri til að aðlaga sig smátt og smátt grundvallarreglum hins frjálsa heims og eyða tortryggni þeirra í garð vestrænna ríkja, bæði i hernaðarlegum skilningi og efna- hagslegum. Giscard viðurkennir, að nýstárleg framkvæmd Carters á utanrikis- stefnu Bandarikjanna flytji með sér hressandi andblæ. en bendir á að jafnframt vakni sú spurning hvernig hægt sé að koma sliku nýmæli á framfæri án þess að eiga um Iei8 á hættu að viðbrögð Sovétstjórnarinn- ar verði neikvæð Borchgrave spyr, hvort hann álíti tilgang Carters þann að afla sér vinsælda með þessum hætti, en Giscard kveðst telja að Bandarikjaforseti sé einlægur i af- stöðu sinni. Hér sé um að ræða bjargfasta sannfæringu manns, sem geri strangar siðferðiskröfur til sjálfs sin, en vandamálið sé það að Sovét- menn skilji ekki það mál, sem hann tali. Þeir líti svo á að hér sé verið að höggva að rótum þjóðfélags þeirra og öllum sé Ijóst að þeir leggi annan mælikvarða á þjóðfélagsmál og stjórnarhætti en gert sé i vestrænum lýðræðisrikjum. í framhaldi af málflutningi Giscards er vert að gefa gaum að ummælum sendiherra Bandarikj- anna i Moskvu. Malcolm Toon Hann er einn virtasti fulltrúi þjóðar sinnar erlendis og nýtur álits sem kennivald i alþjóðastjórnmálum. Newsweek leitaði álits hans á nýjum viðhorfum i samskiptum austurs og vesturs með tilliti til þróunarinnar i mannréttindamálum á undanförnum mánuðum. . Toon dregur ekki dul á að hin nýja stefna Carters og stjórnar hans valdi ýmsum vandkvæðum, um leið og hann telur þessa stefnu hárrétta Hann bendir á að hugsunarháttur Sovétleiðtoganna sé mjög frábrugð- inn þvi, sém gerist á Vesturlöndum Þeir séu ekki vanir þvi að talað sé hreinskilnislega um kjarna einstakra mála. eins og Carter geri, og dragi þá ályktun að tilgangur hans sé að draga úr áhrifum Sovétstjórnarinnar innanlands og i Austur-Evrópu. Toon er þeirrar skoðunar að Banda- rikjastjórn eigi að halda áfram á sömu leið, gera einarðlega grein fyrir sjónarmiðum sinum varðandi mannréttindi i öllum löndum og gera sér um leið far um að eyða grunsemdum þeirra um annarlegan tilgang. Varðandi þá spurningu hvað við taki að Brezhnev forseta og flokks- leiðtoga gengnum, segist Toon ekki búast við meiriháttar breytingum á framkvæmd Sovétstefnunnar Ráða- mönnum þar sé eins og öðrum Marxistum tamt að taka þannig til orða að framkvæmdin verði að vera i samræmi við „hlutlægt mat á að- stæðum" og núverandi aðstæður krefjist þess „hlutlæga mats" að nokkuð verði slakað á spennu i sam- skiptum þeirra við umheiminn Þá sé þess að gæta, að austur og vestur hafi nú umráð yfir svo gifurlegum vopnabúrum, að heimurinn sé ein- faldlega of hættulegur staður til að hægt sé að láta kylfu ráða kasti Þetta geri Sovétstjórnin sér Ijóst og skipti i þvi samband! ekki meginmáli hvaða valdamaður ráði þar mestu. Þegar litið er á ummæli Carters forseta i fyrradag, sem fram komu i frétt hér i blaðinu i gær, verður Ijóst, að stefna hans er mjög á sama veg og skoðanir Malcolms Toons Carter skorar á ráðamenn i Sovétrikjunum að losa sig við þann ótta að hann sé að ráðast gegn lifshagsmunum þeirra, um leið og hann áréttar fyrri ummæli um að hann sé staðráðinn í að reyna að komast að samkomulagi við Sovétrikin án þess að hvika frá siðferðilegri afstöðu sinni. The Times i Lundúnum átelur Giscard d'Estaing fyrir ummæli hans í garð Carters fyrr i þessari viku, og segir hann hafi hagað orð- um sinum eins og hann talaði fyrir munn allrar Vestur-Evrópu. Segir The Times, að þegar Giscard tali um að brot Carters á viðurkenndum að- ferðum Vesturlanda i samskiptum við Sovét eigi hann greinilega við það meðal annars þegar forsetinn skrifaði Sakharov persónulegt bréf og tillögurnar um takmörkun vig- búnaðar, sem Cyrus Vance fór með til Moskvu Blaðið telur orð Giscards bera þess merki að vegna ástands- ins i frönskum stjórnmálum og sókn vinstri aflanna þar telji hann sig knúinn til að friða andstæðinga siná, bæði i hópi vinstrimanna og Gaullista, sem telji hann taka of mikið mark á Bandarikjunum I Frakklandi sé ráðandi einstefna, og stundum virðist svo sem Frakkar telji Bandarikjamenn allsendis ófæra um að gera nokkurn skapaðan hlut á réttan hátt. The Times rekur síðan afstöðu franskra rikisstjórna til mál- efna austurs og vesturs á undan- förnum árum: Á árunum fyrir 1970 gerði De Gaulle sér oftast dælt við Svoétmenn og ásakaði Bandarikja- stjórn um tilraunir til að þjappa rikjum heims saman i fylkingu gegn þeim í byrjun sjöunda áratugarins varaði Pompidou alvarlega við af- leiðingum „détente", um leið og franska stjórnin beitti sér fyrir þvi að mannréttindamál urðu eitt af megin- málunum i samningaviðræðum sem voru undanfari Helsinki-sáttmálans Þegar svo Carter forseti tekur þá áhættu að Sovétmönnum misliki sú krafa að mannréttindaákvæðum sáttmálans verði framfylgt, virðast Frakkar á þvi að slikt sé hin mesta' óhæfa og „détente" sé orðið dýrindi, sem fyrir engan mun megi stofna i hættu, segir The Times Á leiðtogafundinum í Lundúnum í maí mættust „stálin stinn", Giscard Frakklandsforseti og Carter Bandaríkjaforseti. Frændsemisdekur — óðaverðbólga - atvinnuleysi og ólýðræðislegir stjórnhættir felldu Bandaranaike Colombo — 22. júlf — Reuter ÓÐAVERÐBÓLGA og sívax- andi atvinnuleysi á Ceylon — eða Sri Lanka eins og landið heitir nú — voru helztu bar- áttumál kosninganna, sem leiddu til þess að frú Siramavo Bandaranaike forstætisráð- herra og flokkur hennar biðu ósigur, sem vart á sér fordæmi. Auk þessara grundvallarmála má telja vist, að fjölskyldumál forsætisráðherrans hafi einnig átt rikan þátt í úrslitunum. Hún hefur orðið uppvis að þvi að hygla ættmennum sínum og hefur með því bakað sér al- mennar óvinsældir. 1 raun réttri rann kjörtímabil hennar úr árið 1972, en þá fékk hún samþykkta nýja stjórnarskrá, sem mjög hefur verið umdeild, og hélt því fram, að kjörtíma- bilið hæfist við gildistöku stjórnarskrárinnar en ekki frá og með síðustu kostningum. Bandaranaike hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir ólýð- ræðislega stjórnarhætti, og segja nú sumir, að ferill hennar og úrslit þessara kosninga séu nánast spegilmynd af örlögum Indiru Gandhi, starfssystur hennar á Indlandi, nú i vor. Eins og Indira á Bandaranaike meira að segja son, Anura, sem mjög hefur komið við sögu i kosningabaráttunni og eru ýms- ar ráðstafanir hennar til hans raktar. Anura er leiðtogi æsku- iýðsfylkingar Frelsisflokks Sri Lanka og opinberlega skipaður ráðgjafi móður sinnar i málefn- um æskunnar. Elzta dóttir Bandaranaike, Sunethra, hefur gegnt þeirri lykistöðu að annast samræmingu mála þeirra, sem koma til kasta forsætisráð- herraembættisins, um leið og Colombó — 22. júll — Reuter t stefnuskrá sigurvegara kosninganna f Sri Lanka, Sam- einaða þjóðarflokksins, segir að innan vébanda hans séu jafnaðarmenn, en and- stæðingarnir hafa löngum haldið þvf fram, að flokkurinn væri hagsmunaklíka landeig- enda og auðmanna, sem séu úr tengslum við vinnandi alþýðu landsins. Frá þvf að Jav- wardene tók við forystu flokks- ins fyrir fjórum árum hefur stefnan færzt mjög f frjálslynd- isátt. t kosningabaráttunni var eitt af slagorðunum að flokkur- inn væri „flokkur fátæka mannsins", um leið og þvf var lofað að koma efnahags- málunum á réttan kjöl, taka dómsmálin af valdsviði stjórn- málamanna og tryggja sjálf- stæði fjölmiðla og þau grund- vallarréttindi borgaranna sem sjálfsögð þykja f lýðræðisþjóð- hún hefur verið varnarmála- ráðherra. Önnur dóttir, Chandrika, er formaður rikis- stofnunar, sem hefur umsjón með land- og fasteignum eyjar- skeggja, og stjórnar þannig hin- um þjóðnýttu te- og gúmmíekr- um, sem eru undirstaða efna- hagslifsins. félögum. Reyndar lýsti Jay- wardene þvf yfir fyrir kosningarnar, að hann hygðist koma á stjórnkerfi, sem ætti sér hliðstæðu í Bandarfkjunum og Bretlandi. Eitt af stefnumálum hins nýja forsætisráðherra er sú breyting á stjórnarskránni, að stofnað verði forsetaembætti og fari forsetinn með æðsta framkvæmdavald, eins og tfðk- ast til dæmis f Bandarfkjunum og Frakklandi. Til breytinga á stjórnarskránni þarf samþykki tveggja þriðju hluta þing- manna, þannig að Jaywardene ætti ekki að verða skotaskuld úr þvf að hrinda þessu máli f framkvæmd. llann hefur lýst þvf yfir, að sjálfur hafi hann hug á að verða fyrsti forseti landsins. Frá þvf að Jaywardene tók við forystu Sameinaða þjóðar- flokksins hefur hann áunnið Frú Bandaranaíke er 61 árs að aldri og komst fyrst til valda eftir að eiginmaður hennar, Solomon Bandaranaike þáver- andi forsætisráðherra, var ráð- inn af dögum árið 1959. Arið 1965 féll hún f kosningum en flaug aftur í forsætisráðherra- stólinn eftir mikinn kosninga- sér mikla lýðhylli og virðingu, eins og sjá má af því að flokkurinn hefur fengið 134 sæti á þingi, en hafði aðeins 17 áður. Jayewardene er óumdeildur leiðtogi flokksins og and- stæðingum hans stendur stuggur af honum, þvi að hann þykir harður i horn að taka. Hann hefur áður átt sæti f rfkisstjórn og var um tfma fjár- málaráðherra. Jayewardene hefur lýst þvf yfir, að hann muni leggja megináherzlu á að bæta at- vinnuástand f landinu og lækka verðlag á nauðsynjavöru. Sam- einaði þjóðarflokkurinn ætlar ekki að gera meiriháttar breyt- ingar á utanrfkismálum, en Jayewardene hefur lýst þvf yf- ir, að stjórn hans muni leggja minni áherzlu á samstarf hlut- leysisrfkja en fráfarandi stjórn. sigur árið 1970. Síðan má segja, að efnahagslíf landsins hafi far- ið úr böndunum, og um þessar mundir er atvinnuleysi orðið svo alvarlegt, að yfir 20% vinnufærra manna hafa ekkert við að vera. Fyrir tveimur árum losaði Bandaranaike sig við helzta samstarfsflokk sinn, Samaja, og snemma á þessu ári gekk flokk- ur hennar, úr vistinni, þannig að Bandaranaike var nauðugur einn kostur að boða til nýrra kosninga. Þetta var í fyrsta sinn, sem flokkur hennar gekk til kosninga án tilstyrks ann- arra flokka frá þvi að hún kom fram á stjórnmálasviðið. Sjálf hélt, Bandaranaike sæti sinu en fyrrum samstarfsflokk- ar hennar fengu engan full- trúa. Sameiningarflokkur Tamil, sem krefst sjálfstæðis þessa nyrzta hluta 'eyjarinnar, hafði hlotið 15 sæti þegar úrslit lágu fyrir um afdrif 110 þing- sæta. Lokaniðurstöður kosning- anna geta raskað nokkuð hlut- föllunum, en telja má vist að valdahlutföllin verði nokkurn veginn hin sömu og nú blasa við. Úrslit kosninganna á Sri Lanka eru áframhaldandi þeirrar þróunar sem orðið hef- ur i stjórnmálum i suðurálmu Asíu á þessu ári, og nægir i þvi sambandi að vísa a fall Indiru Gandhi og ástandið i Pakistan. „Frelsari þjódarinnar”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.