Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JULl 1977 21 1. grein Eigertindur klifinn: Aðdragandinn aS þessari ferS okkar tveggja, Sighvatar Blöndahl og Helga Benediktssonar, Hjálparsveit skáta I Reykjavík, var nokkuS langur. Fyrir þremur árum sáum viS fjalliS fyrst meS eigin augum og heilluSumst þá þegar mjög. En þá vorum viS staddir á svæSinu á háfjallaskóla og gafst þvi ekkert tækifæri til uppgöngu. ÁriS 1975 vorum viS aftur á ferS og skyldi nú reyna viS tindinn. Hamingjan var okkur ekki hliSholl, viS máttum húka þarna dag eftir dag í grenjandi rigningu unz viS loks gáfumst upp og héldum heim á leiS. ÁSur en haldiS er lengra er rétt aS fræSast lítillega um þennan nafnkunna tind, Eiger. Hann stendur miSsvæSis í Sviss á svæSi er nefnist Berner Oberland. Tindurinn er 3975 m hár. Hann er erfiSur uppgöngu frá öllum hliSum, sérstaklega norSanmegin frá en þaS er hinn illræmdi NorSurveggur fjallsins, sem tekið hefur fjölda mannslifa í toll gegnum árin. Sighvatur meS Mönch og Jungfrau i baksýn. Aðdragandi og undirbúningur frameftir degi. En þar eftir var verið við verklegar æfing- ar i sjúkrahjálp í fjalllendi og einnig ýmsar æfingar við að koma slösuðum fjallgöngu- mönnum til hjálpar, ef þeir héngu utan i klettum slasaðir og ósjálfbjarga. Nánar tiltek- ið. hvernig komast skal að hinum slösuðu, umbúnaður um þá og að lokum ná þeim upp eða koma þeim niður til flutnings á sjúkrahús. Mjög margar aðferðir eru notaðar við þetta, allt frá einni fjalla- línu upp í mjög fullkomnar vindur með stálvir Um kvöldmatarleitið var svo haldið aftur i fjallahótelið og frí um kvöldið Morguninn eftir var vaknað snemma, kl. 05.30, því þá var haldið í skriðjökul sem var all fjarri, en i honum var æfð öll sú tækni sem notuð er við björg- unaraðgerðir á jöklum. Að- ferðirnar við það eru mjög mismunandi eins og í klett- unum, en þær fullkomnustu krefjast samstarfs við þyrlu því þá er ýmis búnaður not- aður, sem ógjörningur er að bera. Mætti t.d. nefna þegar meður dettur í þrönga sprungu og erfitt er að koma böndum á hann. Þá myndi þyrla fljúga á staðinn með nýtízku loftpressu og síðan brytu björgunarmennirnir í snarhasti nægilega frá hinum slasaða, kæmu á hann bönd- um og hlifðu hann upp á brún. Þar tæki þyrlan við og flytti hinn slasaða á sjúkra- hús. Þetta gerist aðeins ef Eiger er sennilega nafn- kunnasta fjall heimsins ef frá er skilið Mount Everest og Matterhorn. Árið 1976 skyldi reyna í annað sinn. Við byrjuðum á að klífa Matter- horn ásamt nokkrum félög- um okkar og héldum siðan að rótum Eigertinds. Nú var það ekki slæmt veður sem hamlaði, heldur of mikill hiti, sem gerði það að verkum að snjórinn var mjög ótryggur og stöðugt féllu snjó- og aur- skriður úr fjallinu. Við mátt- um því halda vonsviknir heim á leið öðru sinni. Það var svo í febrúar s.l. að boð Texti og mvndir: Sighvatur Blöndahl og Helgi Benediktsson barst frá Svissneska Alpa- klúbbnum til Hjálparsveitar skáta i Reykjavík um að sendá tvo menn, sem gesti á árlega björgunaræfingu, sem haldin er fyrir félaga í björg- unarsveitum Svissneska Alpaklúbbsins En hver sveit sendir 1—2 þátttakendur til æfingarinnar, sem síðan miðla sínum felögum af þvi sem lærzt hefur. Boðið var þegið með þökk- um og ákveðið að við félag- Helgi, sem sjúklingur, sóttur í jökulsprungu. Helgi vi8 fjallahótelið og Eiger i baksýn. arnir færum. Við sáum strax möguleika á að klifa Eiger- tind þarsem björgunaræfing- in skyldi haldin á svæði við fjallið. Nú var aðeins eitt vandamál sem þurfti að yfir- stiga, en það var peningahlið málsins, þ.e. ferðir til og frá Sviss og þess háttar Ákveðið var því að leita aðstoðar Flug- leiða við flutning til og frá Luxemburg. Brugðust þeir mjög vel við málaleitan okkar og buðust til að flytja okkur ókeypis fram og til baka. Kunnum við þeim hinar beztu þakkir. Við lögðum síð- an af stað héðan 15. júni með þotu Flugleiða til Luxemburgar, en þaðan var svo haldið strax með bíla- leigubil til Sviss. Þess má geta til gamans að ódýrara var að hafa bíl á leigu í 10 daga heldur en að ferðast með lest til og frá Sviss. Við komum til borgarinnar Thun i Sviss um miðnætti þar sem hótelherbergi beið okkar á vegum Svissneska Alpa- klúbbsins. Árla morguns hinn 16. júní hittum við svo formann Alpaklúbbsins og annan félaga er skyldi vera okkurinnan handar meðan á heimsókninni stæði. Fljótlega héldum við siðan til Grindel- wald, sem er lítill bær við rætur Eigertinds, en þaðan urðum við að ferðast með lest upp í fjallahótelið Kleine Scheidegg, þar sem dvalizt var meðan á námskeiðinu stóð. Þessi lest er mjög sér- stök fyrir eitt, en það er að hún gengur i gegnum tvö fræg fjöll, Eiger og Monch og síðan upp í skarð eitt er nefn- ist Jungfraujoch í 3400m hæð, en það er hæsta járn- brautarstöð í Evrópu Nám- skeiðið hófst formlega að morgni 17. júni. Haldnir voru fyrirlestrar um ýmis efni góðar aðstæður eru. Við erf- iðar aðstæður m.a. hérlendis myndi aðferðin vera sú, að brotið yrði frá hinum slasaða með litlum ishömrum og böndum komið á hann og honum komið upp. En þaðan yrði hinn slasaði borinn að bil er flytti hann. Þessi aðferð er óhemju seinleg. Þessi æfing stóð fram undir kl. 18.00. Var þá haldið í hótelið og kvöldverður snæddur. Um kvöldið var einn fyrirlestur og að lokum skuggamyndasýn- ing. Þriðji dagurinn og jafn- framt sá siðasti rann upp. Nú var æfð meðferð á vindum og stálvír mun ýtarlegar en gert hafði verið á föstudegin- um. Stóðu þessar æfingar fram til um kl. 14.00 en þá var æfingunni slitið og hver hélt til sins heima. Morgun- inn eftir ætluðum við svo að klifa tindinn, en frá þvi segj- um við í næstu grein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.