Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 40
auí;iasin(;asímí\n ek: 22480 |WoT0xml>I<ií>iíí AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JRorflmiWfitúi) LAUGARDAGUR 23. JULl 1977 Áfengi og tóbak hækkar á mánudag Verd á léttum vínum óbreytt NÝTT verð á áfengi og tóbaki tekur gildi á mánudag. Tóbak hækkar um 27%, vindlingapakkinn hækkar í útsölu úr 255 krónum f 325 krónur, en innfluttir sterkir drykkir hækka almennt um 15%, fslenzkt brennivín um rösk 20% og kláravfnið um röskan þriðjung. A hinn bóginn haldast verð á léttum vfnum óbreytt. Með nýja verðinu kostar heilflaska af brennivíni 3.500 krónur, heilflaska af kláravíni 3.900 krónur, hin- ar ýmsu vodkategundir kosta um 4.600 krónur og skozkt whisky 4.900 krón- ur. í tilkynningu fjármála- ráðuneytisins um hækkan- irnar segir, að þær séu ákveðnar til þess að tryggja ríkissjóði að tekjur af Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins nái þvi marki, sem f járlög gera ráð fyrir, en þær tekjur hafa til þessa á árinu reynzt mun lægri en fjárlög ráð- gerðu. Þjóhátíðarundirbúningur í Eyjum: Austurlenzka hofið fauk- end- urbygging hafin FÉLAGAR í Knattspyrnu- félaginu Tý í Vestmanna- eyjum hafa verið á fyrra fallinu við undirbúning Þjóðhátíðar Vestmanna- eyja, og fyrir nokkrum dögum voru þeir m.a. bún- ir að reisa austurlenzkt hof sem að venju er ijósum skrýtt á Týsþjóhátíðum í Herjólfsdal. í fyrrinótt þegar rokhvellur gekk yfir Vestmannaeyjar með allt upp í 12 vindstig, fauk hof- ið upp í Herjólfsbrekkur og tvístraðist. Einnig fauk hluti af mannvirkjum sem Týrarar voru að reisa við danspallana og báköstur- inn mikli á Fjósakletti riðlaðist. Herjólfsdalur er nú á ný grasi gróinn og verður Þjóðhátíðin 1977 sú fyrsta í Dalnum síðan fyrir gos, en m.a. er búið að gera Dal- tjörnina mjög snyrtilega úr garði. Týrarar létu sér fátt um finnast þótt veður- guðirnir tækju út sinn skammt fyrir Þjóðhátíðina og í gær hófu þeir bygg- ingu nýs austurlenzks hofs, enn stærra en það fyrra, brennupeyjarnir tóku til við að lagfæra og stækka bálköstinn og einn- ig var byrjað að reisa mannvirkin við báða dans- pallana i gær. Þjóðhátíð Vestmannaeyja verður haldin dagana 5.6 og 7. ágúst, en þess má geta að Þjóðhátíðarlag og ljóð að þessu sinni er eftir Ása í Bæ. SUMARÞANKAR — Hún er eins og dálítið hugsi á svipinn þar sem hún kemur á móti myndavélinni nánast með fangfylli af pjönkum sínum. Þetta var daginn sem sólin skein og Reykvíkingar héldu sem snöggvast að það væri komið sumar. Raunar á dagur- inn í dag ekki að vera svo afleitur, að vísu einhverjir skúrin, en að því er Veðurstofan sagði verður dagur- inn hreint ekki kaldur. Ljósm: Ól.K.M Veðrið um belgina: Skúrir sunn- an- og austan- lands en þurrt í innsveitum nydra „ÆTLI sé ekki bezt að byrja á því að segja að áttin verði austlæg um helgina“, sagði Markús A Einars- son, veðurfræðingur, er Mbl. spurði hann 1 gærkvöldi um veðurútlitið um helgina. „Til að byrja með má reikna með skúra- veðri á Suður- og Vesturlandi, sem helzt alla helgina syðra, en á vesturlandinu ætti að þorna, þeg- ar Ifður á helgina. A Norðurlandi verður þurrt að kalla f innsveitum, en hætt er við einhverri vætu á annnesjum nyðra og um austanvert landið“. 140 skip ætla til síldveiða Ntl HAFA útgerðarmenn 140 fiskiskipa staðfest umsóknir sfn- ar um sfldveiðileyfi á hausti kom- anda til sjávarútvegsráðuneytis- ins. Ætla 60 þessara skipa að stunda veiðar með reknetum en 80 með herpinót. Samkvæmt þvf sem Morgunblaðinu var tjáð í gær, má þó búast við að af þessum fjölda falli einhver skip út þegar til kemur. Alls hefur verið heimilað að veiða 25 þúsund lestir af sild í haust, og ef aflanum verður skipt jafnt á milli skipanna koma 178,5 tonn í hlut hvers. Landsvirkjun vill 15% hækkun á verði til rafveitna Iðnaðar- og f jármálaráðuneytið meðmælt hækkuninni en 3ja manna nefndin hafnar henni LANDSVIRKJUN hefur óskað eftir að fá að hækka rafmagns- verð til almenningsrafveitna um 15% frá og með 1. ágúst næstkom- andi, en þessi hækkun mun jafn- gilda um 6% hækkun á gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykjavfkur. Iðn- aðarráðuneytið mun hafa fallizt á þessa hækkunarbeiðni fyrir sitt Þorskveiðibannið hefst á þrið judag 53 togarar leggja þá niður þorskveiðar — 19 togarar stunda ekki þorskveiðar 2. til 8. ágúst A MIÐNÆTTI á mánudagskvöld tekur algjört þorskveiðibann gildi og stendur til 1. ágúst n.k. eða í eina viku. A þessu tfmabili má ekkert fslenzkt fiskiskip stunda þorskveiðar nema hvað þorskafli f öðrum afla má ekki fara yfir 10% Þetta bann nær einnig til færeyskra og belgfskra fiskiskipa við Islandsstrendur. Þá hafa útgerðaraðilar skuttogara fengið að velja á milli, hvort þeir taka togara frá þorskveiðum fyrr- greint tfmabil eða dagana 2. til 8. ágúst n.k. og bar þeim að tilkynna það til sjávarútvegsráðuneytisins eigi sfðar en ígær. Jón B. Jónasson deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu sagöi þegar Morgunblaðið ræddi við hann skömmu fyrir kl. 17 í gær að þá hefðu útgerðir 60 skuttogara haft samband við ráðuneytið, og tilkynnt hvernig veiðurn þeirra togara yrði hagað. Af þessum fjölda væri ákveðið að 41 togari stundaði ekki þorskveiðar fyrri vikuna, en 19 hefðu kosið að stunda ekki þorskveiðar á tíma- bilinu 2. til 8. ágúst. Kvað Jón vera vitað um 72 skuttogara skráða á veiðum vió landið og því hefðu útgerðir 12 skipa ekki haft samband við ráðuneytið. Sam- kvæmt því yrði litið svo á að út- gerðir þessara 12 skipa kysu að halda sinum togurum frá veiðum fyrri vikuna, 26. júli til. 1 ágúst að báðum dögum méðtöidum, þannig að þeir togarar sem ekki stund- uðu þorskveiðar á þessu tímabili yrðu þvf 53. leyti, og jafnframt mun fjármála- ráðuneytið vera meðmælt henni, m.a. vegna skuldbindinga Lands- virkjunar við Alþjóðabankann. A hinn bóginn hefur þriggja manna nefnd sú sem skipuð var til að fjalla um hækkunarbeiðnir opin- berra stofnana og fyrirtækja, ekki viljað fallast á þessa hækk- un, og mun þessi beiðni þvf koma til úrskurðar f rfkisstjórn, sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. Morgunblaðið sneri sér í gær til Halldórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar, og spurði hann hvernig framangreind hækkunar- beiðni fyrirtækisins væri rök- studd. Halldór svaraði þvf til að stjórn Landsvirkjunar hefði sam- þykkt þessa hækkun fyrir sitt leyti á fundi í byrjun júnímánað- ar og þar hefði verið gert ráð fyrir 15% hækkun af rafmagnsverði til almenningsrafveitna frá og með 1. ágúst nk. Þessi hækkunarbeiðni byggðist á fjárhagsáætlunum Landsvirkj- unar, sem gerðu ráð fyrir þvf að Landsvirkjun næði hæfilegri arð- semi á þessu ári og> fyrirtækið gæti jafnframt lagt fé úr rekstri í framkvæmdirnar við Sigöldu til viðbótar lánsfé auk þess að mæta auknum rekstrarkostnaði og hækkun kostnaðar við fram- kvæmdir tn.a. vegna verðbólgu undanfarið ár. Til að ná þessum markmiðum hafi þótt sýnt að hækkun af framangreindri stærðargráðu þyrfti að koma til, og þá hafi m.a. verið lagðar til grundvallar upplýsingar frá Þjóð- hagsstofnun með áætlunum um Framhald á bls 22. Átta manns á slysadeild úr sama árekstrinum HARÐUR árekstur varð á mót- um Hjallabrautar og Miðvangs f Hafnarfirði um tfuleytið f gærmorgun. Tvær fólksbif- reiðir skullu saman og varð að flytja 8 manns úr báðum bfl- um á slysadeild, þar af 5 börn. Sem betur fer voru meiðsli aðeins minni háttar. Fyrr um morguninn varð árekstur milli sendiferðabifreiðar og fólks- bifreiðar á Reykjanesbraut, móts við Alverið og þar slasað- ist einn maður Iftils háttar. Báðir bflarnir skemmdust nokkuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.