Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 8
 8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JULl 1977 VEIÐIÞATTUR JÓN HJARTARSON Fyrir mörgum árum, við Haf- fjarðará, kom kunningi minn að veðifélaga sínum sem skreið á fjórum fótum um árbakkann og grindi í grasið. „Að hverju ertu að leita?" spurði hann. „Ég er að leita að uppáhalds flugunni minni," svaraði hinn og snerist um þúfnakollana i ákafa. Eftir drjúga stund stóð hann upp og bætti við um leið og hann burstaði á sér hnén: „—Jæja, þetta gerir sosum ekk- ert til, ég hef aldrei veitt á hana hvort sem er." I þessari stuttu endursögn felst ofurlítill sann- leikur um laxafluguna. Hann hafði aldrei veitt á hana, —samt var hún uppáhaldsflug- an hans. Hvernig getur það ver- ið? Jú, klassísk laxafluga lýtur nefnilega ströngu lögmáli um form, og þegar vel tekst til er hún listaverk, sem gleður aug- að sem hvert annað fagurt verk, sem hugur og hönd mannsins hefur skapað. List hvers konar lýtur form- lögmáli á einn eða annan veg. Styttan, sem þú horfir á og gengur í kringum, er gerð af ótal flötum, sem frá hverju sjónarhorni verða að skipu- lagðri sköpun. Málverkið á vegnum gleður þig vegna þess hvernig litunum er raðað sam- an. Jafnvel það sem við tölum er háttbundið, þegar okkur mælist vel. Þá birtist skirleiki hugsunarinnar í hrynjandi kveðanna og kliði orðanna. Laxaflugan er vitnisburður um hagleik mannsins sem hnýtti hana, og hugmyndaflug þess sem fyrstur bjó tegundina til, en einnig áþreifanlegt sönnun- argang um formskyn verk- mannsins. Þetta form er ekki fastbundið, að því leyti að engu megi breyta frá því sem fyrst var vel gert, en röðun efnisins á járnið krefst jafnvægis, sem öngulboginn og ber mjór legg- urinn afmarkar strax í byrjun sem áskorun til hnýtarans. Þeg- ar veiðimenn taka flugu úr box- inu sínu til að festa á girnið, bregða þeir henni stundum á loft áður, strjúka varfærnislega vængi hennar og undrast sam- ræmi beinna og boginna straumlína sem litirnir draga fram i þessu flugukríli, sem virðist viðkvæmt, en er svo sterkt þegar á reynir. Fæstir hnýta flugurnar sinar sjálfir, þó þeim fjölgi nú ört veiði- mönnunum sem það gera, og til gamans skulum við nú hnýta saman eina laxaflugu, t.d. Green Highlander, sem er álit- in frekar auðveld fluga að hnýta, að minnsta kosti þær stærri. II „Græni Hálendingurinn" er einkennisfluga þessa þáttar og þú sérð fluguna hér efst I rammanum, eins og Hardy hnýtir hana venjulega, en við ætlum að hnýta hana á skoskan hátt. Við hnýtum fluguna sér- staklega fyrir laxinn í Harðeyr- arstreng og tökum frekar stór- an öngui, t.d. nr: 1, því laxinn þar lýtur ekki að litlu og fer ekki frá torfunni sinni nema eitthvað eftirtektarvert berist hjá. En Harðeyrarstrengur get- ur verið svalur, þó að i júlí sé, og straumurinn hraður og við ákveðum að klæða fluguna létt, svo hún sökkvi betur. Fyrst tök- um við grannan silfurvir og vefjum honum þétt i lakk um legginn, beint uppaf agnhald- inu. Þar með er still flugunnar ák"eóinn, því einmitt það, hvar við byrjum á leggnum, ræður þvi formi sem við ætlum að reyna að gefa henni. Tveir vafningar af dökkgulu silkibandi og vel vahn þön úr hnakka gullfasanans, sem sveigist mjúklega upp, myndar rim eða mótvægi við öngulbog- ann. Flugan hefur fengið svip- mót og við bætum við nokkrum þönum úr væng urtandarinnar. Yfir þetta vefjum við tvo til þrjá vafninga af svartri strúts- þön og gætum þess vel að það sem nú hefur verið gert nái ekki fram fyrir linu við öngul- oddinn, samanber mynd hér fyrir neðan Nú vefjum við bolinn: Fest- um fyrst breitt silfurband und- ir legginn aftast og ljósgult silkiband þar yfir, sem við höfum skáklippt svo enginn verði stallurinn; tökum nokkuð langa græna fjöður úr hana- hnakka; reitum þanirnar af öðru megin og festum mjórri endann á legginn framan við silfurbandið. Þetta efni skiljum við eftir þar sem það er og vefjum þétta vafninga með bindigarninu allt fram að auga, til að hylja járnið. Þegar við höfum gert þetta, snúum við bindigarnið aftur að miðju leggsins, miili fyrsta silfur- vafnings og augans, og hnýtum inn ljósgula silkið, sem á að vera ca H leggsins sem við er- um að búa til. Það sem eftir er bolsins á að vera undið gras- grænu selshári og við tökum bývax, yljum það milli tveggja fingra, og smyrjum bindigarnið vel. Kúnstin er að taka nógu lítið af selshári i einu og snúa þvi á garnið svo úr verði jafn- þykkur loðinn þráður. Og við vefjum honum langleiðina fram að auga og snúum breiða silfurbandið yfir i fallega jöfn- um vafningum. Algengustu byrjunarmistökin eru þau, að enda vafningana annað hvort of nálægt auga, eða of langt frá þvi, og vefja bolinn óreglulega, en við erum ákveðnir í að verða meira en fúskarar i faginu og rekjum vafningana upp aftur og aftur, þar til við erum ánægðir. Nú er allt komið á sinn stað nema hanafjöðurin reitta, sem á að ímynda fætur flugunnar, og við tökum í breiðari enda hennar og vefjum þétt framan við silfur- bandið sem virkar sem hlíf og strjúkum þanirnar jafnóðum aftur. í lokin sívefjum við fjöðurinni tvisvar um legginn og festum þar sem selshárið endaði. Sumir fara þannig að, að þeir setja gula skeggið á siðast, en við skulum gera það strax. Veljum fjöður úr lituðum dökkgulum hænuknakka; brjótum þanirnar saman um fjöðurstafinn; hnýtum mjórri endann inn; snúum fjöðurinni þrisvar til fjórum sinnum utan um legginn og vefjum bindi- garnið yfir til að festa hana, og um ieið að mynda undirlag vængjanna. Ef þetta hefur tekist vel á skeggið að þynnast eðlilega i átt að önguloddinum og ekki að ná lengra en sem svarar % fjarlægðarinnar að honum. Þá er að glíma við væng flugunnar. Það fyrsta er auðvelt. Við tökum úr hnakka gullfasanans tvær mátulega langar fjaðrir. Mátulegar að því leyti, að þær eiga ekki að ná lengra aftur en önguljafnið hefur nú verið vafið. Þetta tekst eftir nokkrar tiiraunir og við sjáum að þetta er að verða að flugu hjá okkur. Það næsta er öllu erfiðara, en ef við reyn- um nógu oft þá tekst það. Við klippum þrjár til fjórar þanir úr hægri helming vængfjaðrar kalkúns og á sama hátt tvær þanir úr litaðri grænni álfta- fjöður. Þessa strimla leggjum við saman, þannig að þan- krókarnir læsast; bætum við tveimur kalkúnsþönum og tveimur álftaþönum, grænum; og hægra vængbarð flugunnar er tilbúið. Vinstra vængbarð hennar búum við til á sama hátt, nema að nú eru þanirnar teknar úr vinstri helming f jaðr- anna. Nú leggum við vængbörð- in saman yfir fasanafjaðrirnar og hnýtum þau föst. Vængirnir slúta fram tii öngulbogans, því við gættum þess vel að ruglast ekki í hægri og vinstri helming fjaðranna. Að siðustu leggjum við breiða þanstrimla úr urtönd yfir vængina sitt hvoru megin, og tökum langa gullþön úr fasanakolli og hnýtum hana yf- ir, þannig að endi hennar mynnist við stél flugunnar, sem var gert af samskonar þön. III Og svo er hér þula eftír Bl.sk. um „Green Highlander"lúru. Fasan, álft og urtarstegg eftir fyrirmynd ég legg, bind það yfir bláan legg með beittum krókum f jórum. Felli alltaf f jöður við f jöður, svo að myndríkið sjáist upp ög út á hlið auga í laxi stórum. Set á legginn silfurþráð og selaburst ef vel er gáð. Loksins þá er leikni náð, ef lágt i straumi hún flýtur. Að bera laxi blekking þá, er bani hans ef ginnist á og alltaf þykist saklaus sá, er svona veiði hlýtur. Þannig hefi víða veitt vissi ég þá ekki neitt að ég hafði brögðum beitt bróðurinn lægra skráða? Lyndismunur hjá laxi og mér líklega ekki mikill er. Upprunalegt eðli hér öllu fær að ráða. Veiðigleðin blekkir okkur báða. Bl. sk. Lff ið er skemmtilegt. Blómstrandi regnfang (aðaltegund). REGNFANG reynizt vel REGNFANG (Tanacetum) er harðgerð vinsæl jurt sem ætti að vera í hverjum garði. Get- ur þrifist á sérhverju byggðu bóli um land allt. Lifir jafnvel áratugum saman í afræktum görðum eyðibýla og jafnan hin gróskulegasta. Hefur hlotið mörg nöfn: REGN- FANG — REINAFÁNI — (jafnvel RÆNFÁNG) DAGG- ARSMALI o.fl. og sýnir það vinsældirnar. Regnfang er um 1 metri á hæð fullvaxið og myndar þétta stinna græna brúska. Blöðin eru fjaðurskipt og allstór. Á aðal- tegundinni eru þau blágræn, slétt og fremur stórgerð, en á afbrigðinu crispum eru þau fallega hrokkin dökkgræn á lit og jurtin öllu lægri. Regn- fang ber oft blóm síðsumars og eru þau gul á lit. Þetta er körfublóm og eru körfurnar margar en fremur smáar, nærri hnöttóttar að lögun og sitja i iaglegum hálfsveipum á stöngulendunum. Regn- fang ilmar vel og er því vel til fallið að setja í vatn inn í stofu, hvort heldur er eitt sér eða með öðrum afskornum garðblómum, og á þetta einkum um hrokkna afbrigð- ið. Ef menn vilja fá stóra græna brúska sem þola næð- inga er regnfang einmitt rétta jurtin. Aðaltegundin er vöxtulegri og stærri en hin angandi og þokkafull. Margir rækta báðar tegundimar í garði sínum. Regnfang fer vel sem einstæður brúskur og er líka fallegt í raðir við veggi eða meðfram gangstíg- um. „Aðalkostir þesarar jurt- ar eru þeir hve harðger hún er, blöðin falleg og ilmurinn þægilegur" ritar Einar Helga- son hinn kunni garðyrkju- maður árið 1914 í bókinni BJARKIR. Bæta má því við að hin síðsprottnu gulu blóm eru líka falleg og endingar- góð, sitja langt fram á haust. Regnfang er gömul lækn- ingajurt og þjóðsöguleg i ýmsum löndum, Ungarstúlk- ur báru regnfangsblóm og blöð í smápoka innanklæða, einkum undir hendinni, er þær fóru á fund pilta sem þeim leist vel á. Konur báru regnfangsvönd með sér til kirkju. Til lækninga var jurtin mest notuð gegn ormum, þótti eyða þeim og einnig vera rotverjandi. Þá þótti vörn að henni gegn flugum flóm og veggjalús. Og blöð af regnfangi voru látin i klæðakistur og fataskápa til varnar gegn möl. Regnfang þ.e. aðaltegund- in vex villt víða um Evrópu og Litlu-Asíu. Auðvelt er að fjölga því með skiptingu þ.e. kljúfa hnausinn, en hann breiðir úr sér með aldrinum. Líka er létt að fjölga því með græðlingum sem látnir eru standa í vatni þar til rætur fara að myndast. |.D. Basalts leitað vid Sauðárkrók ÞORLEIFUR Einarsson jarð- fræðingur hefur undanfarið unn- ið að jarðefnaleit í nágrenni Sauðárkróks á vegum kaupstaðar- ins og Iðnþróunarstofnunar. Er hér um tveggja ára könnunar- verkefni að ræða og niðurstöður varla væntanlegar fyrr en haustið 1979. Einkum mun það vera könn- un á basalli, sem hér um ræðir. Er hugmyndin að finna basalt, sem nýta mætti f steinull og fleiri iðnaðarvörur. Þórir Hilmarsson bæjarstjóri á Sauðárkróki, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að talsverðar vonir væru bundnar við þessar rannsóknir. Farí þó svo að niður- stöður þessara kannana verði nei- kvæðar, þá vitum við það þó og þannig hafa rannsóknirnar ekki verið unnar fyrir gýg, sagði Þórir. Miklar framkvæmdir eru á Sauðárkróki i sumar og sagði Þór- ir þær helztu á vegum bæjarins vera á sviði gatnagerðar. Á vegum bæjarins starfa nú um 30 manns, en auk þess nokkrir verktakar með drjúgan hóp fólks í vinnu. Byggingarframkvæmdir eru mikl- ar á Sauðárkróki og þvl mikil vinna fyrir iðnaðarmenn þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.