Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JULl 1977 Hf8, 37. Hxa7 — h5, 38. Kgl — g4, 39. f4 — IId8, og svartur gafst upp urn leiö. Taflmennska Spasskys í þess- ari skák var fyrir neðan allar hellur, hann færði andstæð- ingnum hreinlega skákina á silfurbakka með 13. leik sinum og eftir það var of seint að snúa við. — Hásetar og matsveinar Framhald af bls. 2 skipafélaganna, en tvo hópa í einu. I viðtali við Ingólf Stefánsson hjá Farmanna- og fiskimannasam- bandinu og Barða Friðriksson f samninganefnd skipafélaganna er hér um flókna samningsgerð að ræða og hún þar af leiðandi taf- söm. Ingólfur kvað yfirmenn á kaupskipaflotanum enn ekki hafa ákveðið verkfallsboðun, þó að verkfallsheimild lægi þegar fyrir, en hann kvað þó ljóst að ekki, mætti dragast öllu lengur að hreyfing kæmist á málin. Barði sagði að raunverulega væru samningaumleitanir þessar í þrennu lagi, þ.e. f fyrsta lagi sam- eiginlegar sérkröfur félaganna, þá sérkröfur einstakra félaga og loks sjálf kaupkrafan. Málum miðaði hægt áfram enda samningsgerðin flókin. Matsvein- arnir væru þó erfiðastir viðfangs að mati vinnuveitenda og kröfur þeirra æði óbilgjarnar eða milli 50 og 60%. Sáttasemjari hélt einnig fund í gær með fulltrúum ríkisins ann- ars vegar og starfsmanna ríkis- verksmiðjanna hins vegar. Hófst sá fundur kl. 4, en allir þessir fundir stóðu enn þegar Mbl. hafði síðast fregnir. — Lýðræðisþing sett á Spáni Framhald af bls. 1 Sovétríkjunum og var kjörin á þing, kinkaði stöðugt kolli á með- an konungur talaði. Lögreglan hafði slegið hring um þinghúsið og lokað leiðum að því. Hún handtók roskinn mann, sem var í blárri skyrtu fasista, og kallaði að frú Ibarruri þegar hún kom: „Drepstu. Ef þú kynnir a að skammast þín hefðirðu ekki kom- ið aftur til Spánar". Um 100 ungir sósialistar reyndu að safnast sam- an, en lögreglan dreifði þeim. Carlos konungur sagði að það væri ekki hans að segja hvað þingið ætti að gera. En hann bætti við: „Krúnan vill, og álítur að fara saman við vilja þingsins, fá stjórnarskrá sem tekur tillit til sérkenna þjóðar okkar og tryggir henni söguleg og núverandi rétt- indi.“ Fer vart á milli mála að hér skfrskotaði hann til Baska og Katalóniumanna, sem barizt hafa fyrir sjálfstjórn síðan Franco lézt. Gísli sýnir í Akoges GlSLI Friðrik Johansen Ijós- myndari hefur opnað sýningu á myndum sinum í Akoges i Vest- mannaeyjum og mun hún standa fram til 1. ágúst. Flestar ljósmyndanna á sýn- ingunni eru litaðar og teknar I Vestmannaeyjum þar sem Gisli hefur lengstum búið. Þar gefst kostur á að sjá hvernig búið var i Eyjum fyrr á öldinni, en Gísli á margar sögulegar myndir í fórum sinum. Ekki má heldur gleyma fugla og sjávarmyndum hans, og þeir eru ófáir tímarnir sem hann hefur setið einn i úteyjum að- eins vopnaður myndavélinni. Gísli hélt sýningu að Hall- veigarstöðum i fyrrasumar sem var vel tekið. Framhald af bls. 18 RtJSSNESKT BELJUHJÓL — I hringleikahúsi f Moskvu var nýlega tekið að sýna nýtt skemmtiatriði. Kýr dansa og „glansnúmerið" er þegar ein úr dansflokknum sýnir listir sfnar á hjóli sem sérsmfað var. ryrstu sex mánuði þessa árs hefur tóbakssalan minnkað meira en um gctur undanfarna áratugi. Bendir það til þess að margir reykingamenn hafi vanið sig af tóbaksreykingum og mun færri ánetjast þessum sið en áður. Ljósm.: Mótíf. Höfum minnkað reykingar um 20 tonn af tóbaki SAMSTARFSNEFND um reyk- ingavarnir hefur sent frá sér eft- irfarandi fréttatilkynningu: „Ljóst er að baráttan gegn reyk- ingum hefur nú haft þau áhrif að sala á tóbaki hefur minnkað veru- lega. Fyrstu sex mánuði þessa árs var tóbakssala ÁTVR um 8,8% minni en sömu mánuði i fyrra og nemur mismunurinn yfir 20 tonn- um. Ef sama þróun helzt til loka þessa árs verður um að ræða lang- mestu söluminnkun siðustu ára- tugi. Siðan 1960 hefur t.d. fjórum sinnum orðið samdráttur í heild- arsölumagni tóbaks en aldrei um meira en 2,6%. Sala á sígarettum hefur minnk- að um 9.276.000 stykki eða tæpa hálfa milljón pakka og er það minnkun um 5,5%. Af reyktóbaki seldist nú 17,9% minna en í fyrra og 13% minna af vindlum. Sala á neftóbaki hefur dregizt saman um 9,8%. Þetta er i fyrsta skipti a.m.k. siðustu sautján árin sem samtimis dregur úr sölu allra flokka tó- baks. Áður hefur sala á vindlum eða píputóbaki alltaf aukizt þegar minna hefur selzt af sígarettum, eða öfugt. Þessi alhliða minnkun hefur verið skýrð með því að nú hafi Afhenti trúnadarbréf Guðmundur I. Guðmundsson afhenti hinn 20. þ.m. Baudouin Belgíukonungi trúnaðarbréf sitt sem sendiherra í Belgíu. áróðurinn beinzt gegn reykingum i heild en ekki sérstaklega gegn sígarettum. Byggist það á þvi að auk itarlegri upplýsinga um skað- semi sigarettureykinga er sifellt að berast ný vitneskja um skaðleg áhrif vindla- og pipu- reykinga. Einnig gerir fólk sér æ betur grein fyrir því að allar reykingar geta valdið heilsutjóni hjá þeim sem eru I tóbaksreyk án þess að reykja sjálfur." Mun endur- skoða lög um veitingu prestakalla Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur skipað nefnd til þess að endurskoða lög um veitingu prestakalla. Nefndina skipa: Gunnlaugur Finnsson, alþingis- maður, sem formaður nefndar- innar, Friðjón Þórðarson, al- þingismaður, frú Geirþrúður Bernhöft, cand. teol., Reykjavík, frú Guðrún Ásgeirsdóttir, Mæli- felli, Skagafirði, og Sigurður H. Guðmundsson, sóknarprestur, Hafnarfirði. Ber nefndinni við störf sín að hafa hliðsjón af þingsályktunar- tillögu um þetta efni, sem borin var fram á síðasta Alþingi. Enn- fremur fyrri umfjöllun þessa mál- efnis á Alþingi og kirkjuþingi. — Landsvirkjun Framhald af bls. 40 efnahagsþróunina á árinu, sem sendar hefðu verið opinberum fyrirtækjum til að byggja á verð- ákvarðanir sem þessa. Hækkunar- beiðnin hefði þannig komið fram áður en síðustu kjarasamningar voru gerðir og væri þar af leið- andi ekki tekið fullt tillit til þeirr- ar kauphækkunar, sem fékkst í siðustu kjarasamningum og hækkunarbeiðnin ekki verið endurskoðuð í ljósi þessa. Halldór sagði, að hækkunin sem nú væri farið fram á, væri þvi raunveru- lega minni en þörf væri á miðað við þær forsendur, er nú lægju fyrir í verðlagsmálum. Hann benti jafnframt á, að hækkun sem þessi hjá Landsvirkjun samsvar- aði um 6% hækkun hjá t.d. Raf- magnsveitu Reykjavíkur á raf- magni til almennings og gæti það naumast talizt hátt miðað við ýms- ar aðrar hækkanir sem orðið hefðu. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér er í lánsamningum Landsvirkjunar við Alþjóðabankann og aðrar er- Iendar lánveitendur gert ráð fyrir að fjárhagsleg staða Lands- virkjunar sé tryggð á hverjum tíma og séð til þess að hún skili ákveðnum afrakstri og arðgjöf. Landsvirkjun mun hins vegar undanfarin þrjú ár ekki hafa náð þeim arðsemiskröfum, sem láns- samningurinn við Alþjóðabank- ann kveður á um, og mun í hækk- unarbeiðni Landsvirkjunar nú stefnt að því að vega þennan halla upp að einhverju leyti, svo sem mælt er fyrir um í skilmálum lánssamninga. í þriggja manna nefndinni, sem viðskiptaráðherra skipaði til að fjalla um verðlagsmál opinberra fyrirtækja og stofnana, og sem nú hefur hafnað framangreindri hækkunarbeiðni, eiga sæti, þeir Georg Ölafsson, verðlagsstjóri, og alþingismennirnir Halldór Ásgrimsson og Ólafur G. Einars- son. Morgunblaðið reyndi að ná tali af þeim nefndarmönnum I gærkvöldi en tókst ekki. — íþróttir Framhald af bls. 39 Þorvaldur Þorvaldsson i seinni hálf- leiknum og markvörðurinn Af Hauk unum voru þeir sterkastir Björn Svavarsson i seinni hálfleik, Andrés Krisjánsson i fyrri hálfleiknum og Guðmundur Sigmarsson er sterkur í vörninni Dómari var Hannes Þ Sigurðsson, dæmdi hann fyrri hálfleikinn mjög vel. en virtist slaka heldur á i siðari hlutan- um Bókaði hann tvo leikmenn, Arnþór Guðmundsson og Pál Ólafsson —éij 14. Rdb5! — Rc6 (Ef biskupinn flytur sig vinnur hvítur peð með 15. Dxd8 — Haxd8 16. Rxc7 ). 15. Rxd6 — cxd6, (Hvitur hefur nú ekki aðeins biskupaparið, heldur er hið staka peð í svörtu stöðunni til- valið til þess að beina spjótum sinum að. Portisch lætur sér auðvitað ekki happ úr hendi sleppa og hefst handa um að vinna peðið) 16. f3 — h6,17. Bh4 — Bh7, (Svartur sér ekki aðra leið til mótspils, en að leika g7 — g5. 17 . . . De7, var auðvitað slæmt vegna 18. Rd5—. Svartur gat heldur ekki unnið peð með 17 . . . Db6 + . Framhaldið gæti orðið: 18. Khl — Dxb2, 19. Bxf6 — gxf6, 20. Rd5 — Hac8, 21. Hbl — De5, 22. f4 og hvítur vinnur). 18. Hf2! — g5, 19. Bg3 — Db6, 20. Bc4 — Re5, 21. Bb3 — Hac8, 22. Dfl — Kg7 (Hindrar að hvítur geti i fram- tiðinni skákað með riddara á f6) 23. Db5! — Dc7, (Eftir drottningakaup tapar svartur peði, auk þess sem veik- leikarnir i stöðu hans koma enn betur í Ijós) 24. Hdl — Rh5, 25. Bh2 — b6, 26. Hfd2 (Nú er peðið á d6 fallið og svarta staðan töpuð) dc5 + (Eða 26 . . . Hed8, 27. Bxe5 — dxe5, 28. Hxd8 — Hxd8, 29. Hxd8 — Dxd8, 30. Dxe5+) 27. Khl — Rf4, 28. Hxd6 — Dxb5, 29. Rxb5 — He7, 30. Rc3 — Rfg6, 31. Rd5 — Hee8, 32. Re3 — Rh4, 33. Bxe5 — Hxe5, 34. Hd7 — Bg6, 35. Rc4 — Hec5, 36. Rd6 — (AP-simamynu;. Skák

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.