Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLl 1977 gleymingi Allir tóku þátt í fjörinu, enda ekki auðvelt að komast hjá því þar sem umrætt fólk er á ferð Ymist fluttu þeir sumarglöðu þætti sína eða létu samkomugesti taka þátt í geiminu Menn spjöruðu sig í söng og svörum, en enginn týndi þó spjörunum þótt ýmsir brandararnir væru klæðalitlir, varla með nokkra dulu Þá var stunduð af kappi hin nýja þjóðaríþrótt, bingó, og tveir hlutu farseðil til sólarlanda Vakti sá leikur mikla spennu Þegar leið á kvöldið var skyggni nokkuð farið að slævast,, það er að segja hjá þeim sem höfðu mætt til leiks með stútlegar vinkonur sínar, en það sögðu heimamenn að væri eingöngu fólk frá öðrum byggðarlögum og láta mun nærri að um helmingur sam- komugesta hafi verið frá nærliggjandi byggðarlögum Allt fór þó fram í kær- leik og enginn tapaði strikinu algjör- lega Að lokinni kvöldskemmtuninni var dansinn stiginn af trukki, svo undir tók í sperrum dansfólfsins og fjöllunum í kring. Svo var liðið á nótt og dans úti. Þetta tekur á Ómar læðir einum af sinum góðu frá sór, en Jón bassi getur ekki stillt sig. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, Þuriður, Bessi og Ómar. Eftir þjóðveginum læddist rútubíll með vagni aftan í, Sumargleðin 77, stóð á vagn- inum. Ragnar Bjarnason og skipshöfn á fullri ferð með veið- arfærin í sumarútgerðinni, en það er nú orðið árvisst að ýmsir skemmtihópar úr Reykjavík fari um landsbyggðina með létt- meti til síðkvölda. Ég var á Bíldudal þegar Raggi Bjarna RE þeysti í hlað með valinkunna áhöfn hljóðfæraleikara, Þuríði Sigurðardóttur söngkonu, Ómar Ragnarsson og Bessa Bjarnason Ómar kom þó að sjálfsögðu í eigin stíl, fljúgandi um loftin blá Karl sem ég hitti á Bíldudal, var að furða sig á flugnáttúru Ómars og því hve honum líkaði vel að vera hátt uppi og svo bætti hann við eftir stundarþögn „Ja. hvernig væri hann ef hann hefði nú verið Þingeyingur ofan á allt annað '. Það var auðfundið á andrúmsloftinu í þorpinu að það stóð eitthvað til og men ætluðu að gera sér dagamun, slást i sumargelðskapinn ÞurfSur. Þegar leið að tilsettum skemmtunar- tíma tók fólk að hópast í félagsheimil- ið, fólk á öllum aldri, og innan tíðar var húsið orðið þéttskipað og rúmlega það. „Sama sagan,'' sagði Raggi, „ætli við komum öllum inn?" Og svo hófst skemmtunin, Ómar og Bessi á útopnuðu og Raggi og Þura tóku Ijúfu tónana með strákunum í hljómsveitinni og allt féll í fljúfa löð í félagsheimilinu, stemningin var í al- Tveimur tímum síðar dólaði græn rúta með kerru eftir þjóðveginum Törnin hélt áfram og nú var strikið tekið á Hnífsdal. Þar var sama sagan, yfirfullt hús og komust færri að en vildu. Þetta var þriðja árið í röð sem Sumargleðin kom þar og sagði Raggi að mikil breyt- ing hefði orðið á þessum árum á sam- komustílnum. Fyrst hefði verið mikill drykkjuskapur, en nú var hin Ijúfasti blær yfir öllu og hámenningarlegur Á fystu mínútunum var auðséð að menn og konur á öllum aldri voru saman komin til þess að skemmta sér og ef einhver leyfði sér annan tón, þá var sá sami skjótt kveðinn í kútinn. Sumargleðin heldur áfram, það verður hlegið og gantazt á góðri stundu, upplyfting frá hversdagsþras- inu. í sumargleðskap Félagsheimilið í Bildudal war yfirfullt á SumargleS- inni '77. og taktfðstu trukkl Staidrað vlð á kvöidskemmtun I Bfldudal TTTT TTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.