Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JULI 1977 MORGUNBLAÐIÐ mun næstu vikur birta viðtöl við borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík um helztu hugðar- og viðfangsefni þeirra á vettvangi borgar- mála. Hér á eftir fer fyrsta viðtalið — við Ólaf B. Thors, forseta borgarstjórnar. Farsæl ferð um erfiðan efnahagsveg. Sp.: Olafur B. Thors, forseti borgarstjórnar. Hvað dró þig að afskiptum af borgarmálum og hvert er pólitfskt „veðurútlit“ borgarstjórnarmeirihluta Sjálf- stæðisflokksins? Svar: Allir þættir i umhverfi og aðbúð Reykvikinga, félagslegir og efnahagslegir, eru borgarmál. Þau spanna flest það, sem áhrif hefur á lífshamingju einstakl- ingsins. Ég lít á sveitarstjórnar- starf i senn sem áhugastarf og félagslega skyldu, viðleitni til að láta gott af sér leiða. í mínum huga er það ekki stökkbretti til frekari þjóðmálaafskipta, eins og stundum er litið. Málefnaleg staða borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins er góð, þrátt fyrir undangengið og yfir- standandi erfitt tímabil í efna- hagslífi þjóðarinnar, sem að sjálf- sögðu hefur verið hemill á ýmsar annars æskilegar borgarfram- kvæmdir. En erfiðir timar eru ekki síður mælikvarði á stjórn- unarhæfni en blíðviðrið. Og Sjálf- stæðisflokkurinn leggur að sjálf- sögðu verk sin i borgarstjórn und- ir dóm Reykvíkinga i almennum kosningum. Ég fyrir mitt leyti ber óskorað traust til dómgreindar samborgaranna. Að minu mati skiptir mestu um framtiðarhag Reykvikinga, að tryggja atvinnulega uppbyggingu borgarinnar; tryggja hvers konar atvinnurekstri eðlilegar aðstæður til starfsrækslu og vaxtar. Þar á Reykjavíkurhöfn mikilvægu hlut- verki að gegna, sem væntanlega verður síðar komið að í þessu við- tali. Hlutur iðnaðarins i fram- tíðaruppbyggingu höfuðborgar- innar verður þó stærstur .Að hon- um þarf þvi að hlúa að fyrir- hyggju og framsýni. Reykjavík verður að geta haldið i við nágrannasveitarfélög, bæði um eðlilegan vöxt og atvinnutekjur íbúa sinna. Miðað við aðstæður allar á líð- andi kjörtímabili hefur stjórn borgarmála tekizt vel — og hægt er að horfa bjartsýnum augum fram á veginn. Höfnin lffakkeri höfudborgar. Sp.: Þú drapst á Reykjavfkur- höfn, Ólafur; hver er staða Reykjavfkurhafnar I borgarsam- féiaginu — og hvað er framundan f hafnarframkvæmdum? Þrátt fyrir margslungna at- vinnuuppbyggingu borgarinnar gegnir Reykjavikurhöfn enn lyki- lhlutverki i borgarsamfélaginu. Á sl. ári fóru vörur um Reykjavikur- höfn að andvirði nálægt 55.000 milljónum króna. Á sama tíma var hér landað afla að verðmæti 1800 til 2000 milljóna króna. Auk þess að vera stór útgerðarhöfn er Reykjavik vöruhöfn fyrir landið í heild og sinnir hafnarþjónustu við hafnlausa nágrannakaupstaði. Gamla höfnin svonefnd var byggð á árunum 1913—1917 og kostaði á þeirra tfma verðlagi hálfa þriðju milljónkróna. Þar af greiddi landssjóður um 400 þús- undir króna. Síðan hefur ríkis- sjóður ekki tekið þátt í stofn- kostnaði Reykjavíkurhafnar. Er hún eina höfn landsins sem sett er til hliðar í stofnkostnaðarþátt- töku ríkissjóðs. Hlutur ríkissjóðs er yfirleitt 75% i stofnkostnaði hafna sveitarfélaga. Þetta hefur skapað Reykjavíkurhöfn erfiða sérstöðu um viðhald og nýfram- kvæmdir og sætir vaxandi óánægju borgarbúa. í Reykjavíkurhöfn eru nú um 3.500 lengdarmetrar af við- leguplássi í athugun á fram- kvæmdaþörf næsta skipulags- tímabils (1975—95) er gert ráð fyrir 600 m. lengingu þess og auknu landrými eða athafnasvæði hafnarinnar um 16 hektara. Framkvæmdaáform hafnarinnar nú snúast fyrst og fremst um Sundahöfn og er talið að til þeirra framkvæmda þurfi að verja um 1100 m. kr. á næstu árum, miðað við verðlag 1977. En jafnframt þarf hafnarsjóður að kosta miklu fé til viðhalds eldri hafnarmann- virkja og sinna verulegum fram- kvæmdum i fiskihöfninni (vestasta hluta gömlu hafnarinn- ar. Þar er stærsta framkvæmdin fylling norðan verbúða á Granda- garði. Þar er fyrirhugað að skapa athafnarými fyrir þjónustufyrir- tæki við útgerð og þar verður hugsanlega reist nýtt hraðfrysti- hús Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Olfuhöfn: Af öðrum framtíðar- verkefnum má nefna nýja olíu- höfn. Staðsetning hennar hefur ekki verið ákveðin. Annarsvegar er rætt um staðsetningu í Sund- unum, hinsvegar í og út af Örfiris- ey, með tilheyrandi mannvirkja- gerð þar. Rannsókn á þessum Ólafur B. Thors, forseti borgar- stjórnar: SKIPULAGIÐ MÓTAR UMHVERFIBORGARANS 5UNARSTOFNUN REYK,iAVÍKURBORGAR U3WWÆHF1 REYKJWWR S56-S95 grrsEfWjrw =*== s=t« n«sw sw».«.«36T»*a. tsnsbr«:t« ---- ffwotes'A snfuíagsmw. Áðalskipulag Reykjavfkurborgar — gatnakerfi 1976—1995: A _ __ Viðtal við Olaí B. Thors, forseta borgarstjórnar möguleikum stendur nú fyrir dyr- um. Skipaiðnaður: Þá er stefnt að stórbættri aðstöðu skipaiðnaðar, viðgerða og nýsmiða. I áætlunum hefur slíkri aðstöðu verið valinn staður við Kleppsvík. En hér er um að ræða stórt og kostnaðar- samt framtiðarverkefni. Þess vegna er nú unnið að því að bæta aðstöðu þessa þjónustuþáttar í Vesturhöfninni — í nágrenni nú- verandi slipps. Smábátahöfn: Smábátahöfn, sem fyrst og fremst myndi þjóna sportbátum, en hugsanlega einnig trilluútgerð, er í athugun í sam- bandi við Elliðavoginn. Fram- kvæmdir hafa ekki hafizt sökum attugana á þvi, hvort og hve mikil áhrif slík smábátahöfn gæti haft á fiskgengd i Elliðaánum. En keppi- keflið er að flytja vöruafgreiðslu úr Vesturhöfninni, þann veg, að hún verði alfarið fiskihöfn, þ.á m. fyrir smæstu útgerðareiningarn- ar. Stærstu framkvæmdir næstu 4ra ára verða samt sem áður i Sundahöfn sem fyr segir. Skipulagið mótar umhverfið og er rammi um lff borgaranna. Sp.: Ein af mörgum borgar- nefndum, sem þú veitir forstöðu Ólafur, er skipulagsnefnd. Hvað Ifður endurskoðun aðalskipulags fyrir borgina? Svar: Gildandi aðalskipulag var samþykkt 15. júli 1965. Það grein- ist í sjö höfuðþætti: 1) Framtíðar- byggð, 2) Endurnýjun eldri hverfa, 3) Miðbæjarsvæðið, 4) Hafnarsvæði — iðnaðarsvæði — lagsnefnd hafði yfirumsjón með starfinu og frá henni koma þær tillögur, sem lagðar voru fyrir borgaryfirvöld. Borgarráð og borgarstjórn hafa nú fjallað um nýtt og breytt aðalskipulag og samþykkt fyrir sitt leyti tillögur skipulagsnefndar, með einni undantekningu. Þetta nýja aðal- skipulag er nú til umfjöllunar hjá Skipulagsnefnd rfkisins. — Undantekningin, sem ekki hefur verið tekin afstaða til, er aðal- skipulag Grjótaþorps. Beðið er eftir ftarlegri skýrslu Umhverfis- málaráðs um þetta borgarhverfi, byggðri á nákvæmri athugun, er Nanna Hermannsson hefur haft umsjón með. Þessi skýrsla er væntanleg mjög bráðlega. Áður en borgarstjórn tók af- stöðu til aðalskipulagsins efndi hún til sýningar á hinu nýja Meginbreytingin er að gert er ráð fyrir að framtíðarbyggð þróist til norðurs og austurs (Ulfars- fellsland). Þar er gert ráð fyrir að unnt sé að koma fyrir byggð fyrir 45 til 50 þús. manns. Eldra skipu- lag gerði ráð fyrir byggðarþróun til suðurs. Þessi breyting var byggð á viðtækum athugunum. Byggð hafði þegar tekið að þróast í þessa átt. Land, sem borgin átti (utan vatnsverndunarsvæða) var einkum á þessu svæði og það tald- ist heppilegt til þessara nota. Varðandi endurnýjun eldri hverfa var sérstaklega tekið fyrir svæði, er takmarkast af Snorra- braut — Hringbraut í austur og suður og Suðurgötu, Garðastræti, Tryggvagötu og Skúlagötu í vest- ur og norður. Innan þessa svæðis eru rótgróin íbúðasvæði og at- hafna- og verzlunarsvæði, þ.á m. gamli miðbærinn. Stefnt er að þvi að koma í veg fyrir ibúafækkun i þessum hverfum eða þróun til vörugeymslusvæði — 5) ibúðar- svæði, 6) Opinberar stofnanir og útivistarsvæði og 7) Gatnakerfið. Þetta aðalskipulag hefur verið í ítarlegri endurskoðun undanfarin ár, einkum þrír þættir þess: fram- tíðarbyggð, endurskoðun eldri hverfa og gatnakerfið. 2 Þessi endurskoðun hefur aðal- lega farið fram hjá Þróunarstofn- un borgarinnar undir verkstjórn Hilmars Ólafssonar, arkitekts. Einstöku atriði voru þó unnin hjá öðrum sérhæfðum aðilum. Skipu- Höfnin, lífæð VIÐ STJÓRNVÖL BORGAR skipulagi að Kjarvalsstöðum, sem öllum Reykvíkingum var opin. Jafnframt var óskað eftir ábend- ingum og athugasemdum frá borgarbúum. Fjölmargar ábend- ingar bárust. Flestar vörðuðu þó fremur deiliskipulag en aðal- skipulag. Þær hafa nú verið at- hugaðar og flokkaðar og verða hafðar til hliðsjónar varðandi sjálft deiliskipulagið. höfuðborgar:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.