Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JULÍ 1977 25 Munið sérverzlunina með ódýran fatnað. Verðlistinn Laugarnesvegi 82. s. 31330. Hvolpar til sölu 8 vikna gamlir. Uppl. i síma 84345. Miðaldra maður óskar eftir léttri vinnu. Þarf ekki að vera í Reykjavík. Sími 26532. Keflavik Til sölu m.a. glæsileg 4ra herb. ibúð sam- býlishúsi. Laus strax. Raðhús við Faxabraut og Greniteig. Parhús og hæðir og ibúðir af ýmsum gerðum. Viðlaga- sjóðshús, skipti á eldra ein- býlishúsi eða góðri sérhæð möguleg. Njarðvík 3ja og 4ra herb. ibúðir við Hjallaveg. Gott raðhús ekki fullgert. Ennfremur ca. 120 fm ibúðir i fjölbýlishúsi. Þarfnast lagfæringar. Verð 2.8—3 milljónir. Útborgun aðeins 1 millj. Eigna og verðbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavík sími 92-3222 og Friðrik Sigfús- son fasteignaviðskipti. Húseignin Dverga- steinn Fáskrúðsfirði er til sölu. Upplýsingar i sima 5259 á Fáskrúðsfirði til n.k. mánu- dags. f..v.....A.vA.Æ:.,,^.v.. A... ...X ....... Múrverk Tek að mér múrviðgerðir utanhúss. Uppl. i sima 84736. Heimatrúboðið Almenn samkoma að Óðins- götu 6 A, á morgun kl. 20.30. Allir velkomnir. SJUAB 11798 og 19533. Laugardagur 23. júlí kl. 13.00 Gönguferð í Marardal. Létt ganga. Verð kr. 1000 gr. v/bilinn. Sunnudagur 24. júlí kl. 13.00 1. Esjuganga nr. 15. Skráning á melnum fyrir austan Esjuberg. Gjald kr. 100. Farið frá Umferðamið- stöðinni að austanverðu. Verð kr. 800 gr. v/bilinn. Fararstjóri: Tómas Einarsson. 2. Jurta- og blóma- skoðunarferð i Hafn- arfjarðarhraun Leiðsögumaður: Eyþór Einarsson, grasafræðingur. Hafið Flóru meðferðis. Verð kr. 1000 gr. v/bilinn. Farið frá Umferðamiðstöðinni að austanverðu. Ferðafélag fslands. UTIVISTARFERÐIR Laugardagur 23 / 7 kl. 13 Garðahverfi tii Hafnar- fjarðar með Gísla Sigurðs- syni, sem sýnir einnig Byggðasafnið. Verð 500 kr. (Hafnfirðingar verði í Engi- dal). Sunnud. 24/7 k. 13. Meitlarnir, léttar fjalM göngur og grasafjall, bezt er að tína fjallagrös i vætu. Fararstj. Einar Þ. Guðjohnsen. Verð 800 kr. frítt f. börn m. fullorðnum. Farið frá B.S.I., vestanverðu. Útivist. t KFUM ' KFUK Fjölskyldudagur KFUM og KFUK verður haldinn að Holtavegi á morgun, sunnudag 24. júlí og hefst klukkan 1 4 með úti- leikjum ef veður leyfir. Kaffi- sala kl. 15. Fjölskyldusam- koma kl. 17. Samkoma að Amtmannsstíg fellur niður sama kvöld. I.O.G.T. Galtalækjarmótið er um mánaðarmótin júlí og ágúst. Þær félagskonur, sem hafa hug á því að gefa kökur, vinsamlegast hafi samband við Bergþóru sími 23230 eða Sigurjónu i síma 86989 kl. 7—8 næstu kvöld. — Þurrkaður út Framhald af bls. 1 Fyrrum forsætisráðherra Indlands, Indira Gandhi, missti völdin I kosningum í marz. Her- inn svipti Zulfikar Ali Bhutto, forsætisráðherra Pakistan völd- um fyrr í þessum mánuði. Einu svæðin þar sem stjórnar- andstöðuflokkur Jayewardene tókst ekki að ná verulegri fótfestu voru norður- og austurhluti lands- ins, þar sem Tamil flokkurinn náði 17 þingsætum. Mikill mannfjöldi safnaðist saman við heimili nýja forsætis- ráðherrans í kvöld til að fagna sigri hans. Akveðið var að gera daginn að almennum fridegi og fólk hvatt til að halda sig heima- við svo að ekki endurtækju sig óeirðirnar eftir kosningasigur Bandaranaike árið 1970. Fyrir kosningarnar talaði Jayewardene um að mynda sam- steypustjórn allra flokka, en þess gerist nú vart þörf því hann og flokkur hans eru nánast einráðir í þinginu. Hann sagði blaðamönn- um að fyrstu viðfangsefni stjórn- ar sinnar yrðu að draga úr fram- færslukostnaði og að koma lagi á efnahagsmál landsins. Þá er talið að hann muni koma á meira frelsi I viðskiptum og innflutningi, lækka verð á nauðsynjavörum og fella gengi rúpeins til að laða að erlent fjármagn. Hins vegar kveðst hann ekki ætla að breyta þjóðnýtingum Bandaranaike á te, gúmmí og kókoshnetubúum. Kosningarnar urðu einnig áfall fyrir Vinstribandalagið, sem lengst af átti aðild að stjórn Band- aranaike, en það missti öll sín þingsæti. -Kenndu Gaddafí Framhald af bls. 1 á herflugstöðinni Adem í Libýu og eyðilagt nokkrar flugvélar á jörðu niðri. Adem er um 75 kíló- metrum frá landamærum Egypta- lands. Talsmaðurinn sagði að árásin væri hefnd fyrir árás Líbýu- manna á Salloum héraðið rétt inn- an landamæra Egyptalands, en þrír egypzkir hermenn særðust I þeim. Egyptar segjast hafa skotið niður tvær líbýskar orustuþotur I bardögunum í gær, gert 70 skrið- dreka og brynvarin farartæki óvirk og handtekið 42 hermenn og skemmdarverkamenn. Sagði Sadat, sem oft varð að gera hlé að ræðu sinni, sem sjónvarpað var, vegna fagnaðarláta 3.000 áheyr- enda, að Líbýumenn hafi byrjað með því að senda skemmdar- verkamenn með sprengiefni inn I Egyptaland fyrir þrem árum. Vináttuslit urðu á milli Kairo og Tripoli þegar strlðið skall á á milli ísraelsmanna og Egypta. Gaddafi sakaði þá Sadat um svik vegna þess að hann hafði ekki skýrt sér frá fyrirhuguðum árás- um á Israel og gagnrýndi hann siðar Egypta fyrir að hafa samið um vopnahlé við Israelsmenn. 1 ræðu sinni sagði Sadat að líbýsku skemmdarverkamennirn- ir hefðu viðurkennt að þeim hafi verið skipað að sprengja upp brýr og setja eitur I vatnsból I Egypta- mlandi. — Rætt við Valtý Framhald af bls. 2 einhverjum áhrifum. Þetta er þess vegna kannski meira beggja blands en áður — stíl- færðar myndir skulum við segja. Og ég skal ekki segja að það sé hægt að finna þessi blóm mín neinsstaðar eða hvort sjómenn væru sérlega fíknir í að fara á sjó i þessum döllum mínum,“ Á sýningu Valtýs í Þrastar- lundi eru um 23 myndir, sem hann hefur málað i vetur, og hann segir sjálfur að þær tákni á vissan hátt upphaf nýs tíma- bils i list hans. Hins vegar veiktist Valtýr i þann mund sem sýning hans í Þrastarlundi hófst og hann hefur þvi lítið getað unnið undanfarið. Þar sem hann má heldur ekkert vinna á næstunni segist hann jafnvel ekki vera viss um að hann eigi nóg af myndum á Septem-stýninguna í haust, en hann vonar þó að hann geti eitthvað byrjað að fást við að mála fyrir þennan tíma. — Græna slýið Framhald af bls. 3 formanns ráðsins fól umhverfis- málaráð borgarverkfræðingi að hafa samband við Liffræðistofn- un Háskólans og Hafrannsókna- stofnun og kanna hvort og hvern- ig hægt væri að hefja rannsóknir á lifríkinu í Tjörninni. Og jafn- framt var borgarverkfræðingi fal- ið að gera tillögur um hugsanleg- ar leiðir til að veiða upp slýið og fjarlægja. Það kom fram á fundinum að slíkt er erfiðleikum bundið, vegna eðlis þessa slýs, sem er mjög svampkennt og sleypt. Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri, skýrði frá tilraunum sem gerðar hafa verið með að veiða slý úr Tjörninni áður, bæði með því að draga streng á það úr bátum og með því að slæða það með sérstök- um hrífum o.fl. En allt slíkt hafði gengið mjög illa. — Innlend skattahækkun Framhald af bls. 31 breytingin er sú, að vegagjaldið hefur dregizt verulega saman frá árinu 1970 og tekjur vegasjóðs rýrnað að sama skapi. Fram til ársins 1973 nam vegagjald um og yfir 70% af heildartekjum rikis- sjóðs af benzinsölu. Árið 1976 var hlutfall vegagjalds af benzintekj- um hins vegar komið niður í 43.3%. Þessi þróun verður þrátt fyrir a heildartekjur rikissjóðs af benzinsölu hafi verið hlutfalls- lega meiri árið 1976 en þær voru árin þar á undan. Þessari tilfærslu á tekjum frá vegasjóði til almennrar ráðstöfun- ar fyrir rikissjóð, mótmælirFélag íslenzkra bifreiðaeigenda og krefst þess að tekjur rikisejóðs af benzinsölu verði látnar renna til vegagerðar í landinu. Lokaorð: Á grundvelli þess rökstuðnings sem fram kemur hér að ofan mót- mælir Félag islenzkra bifreiðaeig- enda harðlega yfirvofandi benzin- verðshækkun, og þvi opinbera skattráni sem rikisstjórnin frem- ur nú á bifreiðaeigendum. Enn- fremur krefst F.l.B. þess að þær reglur sem gilda um ákvörðun benzinverðs verði strax teknar til gagngerðrar endurskoðunar, og það ranglæti sem nú rikir við ákvörðun benzínverðs verði upp- rætt. — Fyrir Guð... Framhald af bls. 13 ræða eitt merkasta atvinnufyrir- tæki i sögu þjóðarinnar. Að nýta og nýta vel Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla og þetta á ef til vill ekki síður við um traust fyrir- tæki sem verða ósjálfrátt eðli- legur og sjálfsagður hluti af þvi atvinnu- og mannlffi sem þau til- heyra, en með stórhug og vilja til betri vinnubragða, betri afkomu til handa þjóðinni, var hrundið úr vör og tsfélagsmenn hafa í gegn- um tíðina verið samir við sig. Það var liðið á nótt þegar við stóðum upp frá rabbi okkar og röltum út í nóttina. Bátarnir voru að fara, það var skammt i nýjan vinnudag, nýjan þráð i leik og starfi sjálfstæðrar þjóðar. Lokaorðin hjá þeim Isfélags- mönnum voru þessi: „Það verður að nýta hráefnið, um fram allt nýta það vel og það má ekki sækja á kostnað gæðanna. Það má ekki ganga lengra en góðu hófi gegnir bæði hvað snertir gæði og sókn. Annað hefnir sín og þá eru menn að leika á sjálfa sig. Þvi nennir enginn sem hefur lifsgleði." — 3ja stunda árstraumur Framhald af bls. 27 endur frá rómversk-kaþósku kirkjunni, en um þessar mundir eiga sér stað viðræður milli aðila innan kirknanna um aukið samstarf. Virtii kaþólskir guðfræðingar telja það mögulegt fyrir kirkju sína að viður- kenna trúarjátninguna (Ágsborgarjátn- inguna) sem sérstaka tjáningu hinnar sameiginlegu kristnu trúar." „Allt starf kirkjunnar svo liflegt" „Við dvöldumst einnig í bibliuskóla." sagði séra Þorvaldur, „og ferðuðumst til safnaðanna í kring Við komum í um það bil 1 0 söfnuði á ferðum okkar, auk þess sem við heimsóttum spítala, sem norrænir kristniboðar hföðu reist upp>- haflega, en kirkjan hefur nú tekið við Það var áhrifaríkt að sjá þau augljósu tengsl sem eru á milli kirkjunnar og þjónustustarfsins á vettvangi heilbrigð- is- og fræðslumála. Allt starf innan kirkjunnar var svo líflegt og drífandi, áhersla lögð á söng fremur en talað orð og hvarvetna var einstaklega vel tekið á móti okkur. Á þinginu var talað mikið um mis- skiptingu auðsins. M.a. lagði fráfar- andi forseti, Mikko Juva frá Finnlandi, mikla áherzlu á það i ræðu sinni hve öfugþróunin væri mikil í því sambandi að ríku þjóðirnar verða æ ríkari og hinar fátæku fátækari. Jafnframt var fjallað um að aðskilnaðarstefna. órétt- læti og mismunun eftir lífskjörum væru þættir syndarinnar sem kirkjan hlyti að ráðast gegn. Eitt af helztu verkefnum kirkjunnar verður að berjast gegn hinu fjárhags- lega og þjóðfélagslega óréttlæti með sérstöku tilliti til 3. heimsins, en menn voru sammála um að jafnvægi mundi aðeins nást með fórn þeirra sem betur væru settir." —á.j. aður þá upp í um það bil 400 000 kr Að lokum ein spurning til þeirra, sem vonandi vilja tjá sig frekar um þetta mál: Það hefur ekki ósjaldan viljað brenna við, þegar menningar- lega merkilegar kvikmyndir hafa ver- ið sýndar hér, að áhorfendahópinn hefur vantað Hvers vegna? SSP. — Zaire Framhald af bls. 15 þrifum. Spillingin er oróin nær því að vera sjálfsagður hlutur, sem allir vita um. Þess vegna er hið ævintýra- lega óhóf Mobutos alls ekki svo áberandi lengur eða furðulegt í augum almennings. Þó að hann noti þotu af gerðinni Boeing 747 á ferðum sínum um ríkið, og kona hans komi á eftir á sinni DC 10, og hann hafi látið byggja sérstakan flugvöll fyrir sig og þotuna við sumarhöllina sína við sjóinn, þá er enginn hissa á þvi í Kinshasa, þvi að menn vita lika, að stöðutákns- þoturnar fljúga sjaldan með meira en 100 farþega á dag- legum áætlunarferðum til Evrópu. Það fárast heldur eng- inn út af þvi, að 50 milljón dollara skýjaklúfur skyldi vera byggður f miðborg Zaire sem heimsverzlunarmiðstöð að fyr- irmynd frá New York, enda þótt engin verzlun eigi sér þar stað, eða að foringinn hafi látið leggja sex akreina hraðbraut 50 kilómetra vegalengd frá Kinshasa til forsetahallarinnar, heldur ekki þó að nú verði ibúarnir að biða hálfan sólar- hringinn við benzínafgreiðslu- stöðvarnar i von um að fá nokkra lítra af benzini — því að það er gjaldeyrisskortur i land- inu. Þessi háttur, sem er ekki bundinn við Zaire, er að áliti ýmsra félagsfræðinga í Afriku þáttur i afriskri sjálfsvitund og sjálfsvirðingu. t heimsálfu, sem eftir margra alda stöðnun fer öll meira og minna á hreyfingu, skilja menn þetta og láta sér það lynda sem nauðsynlegan hlut i þeirri viðleitni að likjast öðrum og ná þeim i þróuninni. Þess vegna eru þar ferða- mannahótel án ferðamanna, hallir handa þjóðarleiðtogum, þotur einungis sem stöðutákn, dýrlegar hátiðir og þjóðhátiðar- dagar veglegri en víðast hvar annars staðar sem og her, sem er hæfari tii hersýninga og skrúðgangna á tyllidögum en til landvarna. „Minnismerki og persónudýrkunin er söguleg nauðsyn fyrir Afríku — eins og dómkirkjurnar og kastalarnir fyrir Evrópu á miðöldum,“ seg- ir áhorfandi i leit að skýringu á þessu fyrirbæri. „Það sem Versalahöll var fyrir Frakk- land, er nú á timum flugfélag rikisins með þoturnar fyrir Afriku.“ — svá — úr „Súddeutsche Zeitung4*. — Enn um mánu- dagsmyndir Framhald af bls. 23 væri breytt til batnaðar. Því núver- andi fyrirkomulag stuðlar einmitt að forréttindum menntamanna til þess að sjá úrvalsmyndir, en það er að sjálfsögðu nauðsynlegt að allir hafi jafna aðstöðu \il að njóta slíkra mynda. Sú aukna aðsókn, sem skapaðist við þessar ráðstafanir, myndi sjálfsagt vega hátt upp í þann kostnað, sem væri við textun þess- ara mynda Að svo mæltu lýk ég þessu bréfi með því að minna enn einu sinni á það, hve óviðunandi það er, á Há- skóli íslands reki þá kvikmynda- stofnun, sem hann hefur yfir að ráða sem gróðafyrirtæki, og til að byrja með ætti hann að sýna örlitið meiri virðingu i garð þeirra mynda. sem sýndar eru á mánudögum, og ætlað er að þjóna menningarlegu hlut- verki. Valur T ómasson. Vafalaust mun einhverjum finn- ast, að hér séu á ferðinni nokkuð byltingarkenndar hugmyndir og að sjálfsögðu má deila um leiðir að markinu. Hins vegar er rétt að hafa það i huga, að ýmis dreifingar- og sýningarform eru viðhöfð á kvik- myndum úti í heimi, til að tryggja sem fjölbreyttast myndaúrval i hverju landi, og það sakaði ekki að leiða hugann að þvi hér, þar sem myndaval og myndakaup virðast hafa verið í föstum skorðum um árabil. Þó er einnig rétt að hafa það i huga, að i Reykjavík og nágrenni eru 1 0 kvikmyndahús, eða eitt hús á hverja ellefu þúsund ibúa og það má sennilega leita langt til að finna jafnfáa ibúa um jafnmörg kvik- myndahús. íslenskur skýringartexti er þess vegna umhugsunarefni, þeg- ar það kostar 200 000 kr að setja texta á eina mynd, en að auki verður kvikmyndahúsið i þessu tilfelli að kaupa kópíu af myndinni (í stað þess að fá það leigt) og fer heildarkostn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.