Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JULI 1977 Hið nýja frystiskip Jökla h.f, Hofsjökul! var í Vest- mannaeyjum f gær og lestaði þar frystan fisk. Mynd- ina af skipinu í Vestmannaeyjahöfn tók Guðlaugur Sigurgeirsson. Fyrsti plasttrillubát- urinn sjósettur í dag Forsetahjónin medal gesta við Úlfljótsvatn „ÞETTA var dálítið erfitt hjá okkur vegna veðurs sfðari hluta næturinnar og fram eftir deg- inum, en engum varð meint af“, sagði Arnfinnur Jónsson, mótsstjóri við Úlfljótsvatn, er Mbl. leitaði hjá honum frétta af skátamótinu í gær. „t dag heimsóttu okkur forsetahjónin, borgarstjórahjónin og fleiri góðir gestir“, sagði Arnfinnur „og sýndu veðurguðirnir þá til- iitssemi að halda uppstyttu meðan gestirnir stöldruðu við“. Arnfinnur sagði, að i fyrri- nótt hefðu þrjú tjöld farið um og eitthvað slitnað af stöngum, en vandræðalaust hefði gengið að laga allt saman. „Og þetta er duglegt fólk“, sagði Arnfinnur. „I dag áttu skátahópar að fara í svokallaðar markferðir, sem taka 8 klukkustundir, og þrátt fyrir veðrið í morgun lagði um helmingur hópanna upp og þeir eru svona að skila sér aftur núna. Fæ ég ekki betur séð, en allir komi hressir og glaðir, þrátt fyrir rigninguna, og dag- skráin hefur haldið áfram, þótt þátttakan sé ef til vill örlitið minni.“ I dag verður almennur heim- sóknardagur með frjálsri dag- skrá, sem lýkur með stórum varðeldi i kvöld, en mótinu verður svo formlega slitið und- ir hádegið í dag. Farmannadeilan: Hásetar og matsveinar boða verkfall 1. ágúst FYRIRTÆKIÐ Mótun h.f. í Hafnarfirði er nú að leggja síðustu hönd á fyrsta plastfiskibátinn, sem það framleiðir og fer hann til Vestmannaeyja en alls hafa verið pantaðir 10 slíkir bátar hjá fyrirtæk- inu. Mótun hóf starfsemi um miðjan maí s.l. og er þegar búið að steypa þrjá báta. Þessir fiskibátar eru trill- ur 7.30 metrar að lengd og 2—3 tonn að stærð. Þær eru hannaðar upp úr fær- eyska trillubátaslaginu, sem löngu er orðið þekkt á tslandi. Reginn Grimsson hjá Mótun h.f. sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að trillurnar væru framleidd- ar samkvæmt samningi vió fær- eyska fyrirtækið Marineplast, sem framleitt hefur þessa báta siðustu 3 árin og í Færeyjum hefðu þessir bátar reynzt sérstak- lega vel. i ÞAÍ> ER VúaT PETtA SEM HEITIR AÐ VERA I-ÞRÖH6RI STÖPU" Kvað Reginn Siglingamála- stofnunina hafa viðurkennt þessa báta þegar, enda fullt samráð haft við hana er framleiðsla hófst. Bát- unum hefði litillega verið breytt frá því sem er í Færeyjum til að gera þá sterkari meðal annars væri þykkari botn i þeim. Þá sagði hann, að þeir reyndu að hafa fjöldaframleiðslufyrir- komulag á smíðinni, m.a. með þvi að nota sömu vélartegund í þá, Volvo Penta, en kaupendur gætu þó ef þeir vildu tekið aðra vélar- gerð. Sagði Reginn að með öllum útbúnaði kostuðu trillubátarnir 2.5 milljónir króna, en ef menn keyptu aðeins skrokkinn steyptan með húsi væri verðið 90Ö þúsund krónur. „KRÖFLUNEFND er ekki komin fram úr þeirri fjár- veitingu, sem hún fékk á þessu ári, en það er ljóst, að ef haldið verður áfram með sama hraða, þá fer þetta úr böndunum. Þess vegoa höfum við svona gef- ið aðvörunarljós", sagði Gísli Blöndal, hagsýslu- stjóri, í samtali við Mbl. í Siglufjörður: Loðnudæling gengur vel Siglufirði 22. júli. LOÐNUDÆLINGIN gengur vel enda þótt dæla verði upp á band, þar sem barkana vantar ennþá. Nást 150—60 tonna afköst á klukkustund og eru menn ánægð- ir með það. t dag kom Harpa með 200 tonn af loðnu, Vörður 70, og Loftur Baldvinsson er á leiðinni með 60—70 tonn. Dagný er að landa 140—150 tonnum af bolfiski. Hér er nú atvinnuástandið þannig, að allir hafa nóg að gera og er ekki hægt að fá menn í steypuvinnu nema í næturvinnu. Þá er hér saltskip og hefur ekki fengizt mannskapur til að vinna i þvi, nema um nætur- vinnu sé að ræóa. mj. FÍB selur í Bifrastarskip SAMNINGAR hafa verið undir- ritaðir milli Félags fslenzkra bif- reiðaeigenda og Bifrastar h.f. um að FlB taki að sér sölu á flutningi einkabifreiða ferðamanna til og frá Islandi með skipum Bifrastar h;f. Félagsmenn FlB geta einnig keypt hlutabréf í Bifröst h.f., en þeim fylgir afsláttarréttur á bíla- flutningum. gær. Ekki vildi Gísli nefna neinar tölur í þessu sam- bandi, en vísaði á iðnaðar- ráðuneytið. Páll Flygenring, ráðuneytis- stjóri, staðfesti, að segja mætti að útgjöld Kröflunefndar væru í endurskoðun, en hann kvaðst engar tölur geta nefnt. „Kröflu- nefnd hefur sem kunnugt er ekk- ert bókhald sjálf, heldur er allt sent til rikisbókhaldsins", sagði Páll. HASETAR og matsveinar á kaup- skipaflotanum hafa nú boðað verkfall frá og með 1. ágúst nk. en hins vegar hafa yfirmenn ekki boðað verkfall enn sem komið er, enda munu samningar þeirra hvað lengst komnir. Fundur með yfirmönnum og hásetum hjá ríkissáttasemjara hófst kl. 2 ( gær, en aðilar höfðu daginn áður setið á fundi fram til kl. 5 aðfara- nótt gærdagsins. Að sögn Jóns Þorsteinssonar, sáttanefndarmanns, er að mestu búið að fara i gegnum sérkröfur yfirmanna og nú tekið til við að ræða sjálft kaupið en Jón kvað þó of fljótt að segja að sérkröfuhlið- in væri algjörlega frá, þvi að at- riði af því tagi gætu ávallt skotið upp kollinum í samningaumleit- unum. Mál hásetanna eru litið eitt skemmra á veg komin, en samn- ingar matsveina eiga þó lengst í land. Fulltrúar þeirra hafa ekki verið boðaðir á sáttafund undan- farið, þar sem ekki er talið unnt að leggja meira á viðsemjendur þessara hópa, forsvarsmenn Framhald á bls 22. „Ekki viss um að sjómenn vildu fara á sjó á þessum döllum** Rœtt við Valtý Pétursson, listmálara, sem sýnir „blóm- og skipamyndir** í Þrastalundi „MYNDIRNAR sem ég sýni þarna f Þrastalundi eru aðal- lega skipamyndir og blóma- myndir, svona á mfna vfsu.“ sagði Valtýr Pétursson list- málari f viðtali við Morgun- blaðið um framangreinda sýningu hans, sem staðið hefur nú um tíma í Þrastalundi og verður áfram fram yfir mánaðamót. Valtýr er einn af boðberum geometriunnar og afstraktlist- arinnar hér á landi og um langt skeið einn af dyggustu formæl- endum þeirrar liststefnu, bæði í verki og með skrifum sínum sem listgagnrýnandi. Framan- greind ummæli vöktu því grun- semdir um að maðurinn hefði tekið sinnaskiptum. „Nei, það er af og frá,“ sagði Valtýr. „Ég er trúr geometriunni áfram en hins vegar má ekki gleyma þvi, að það eru figúratif form allt í kringum mann, svo að ekki fer hjá því að maður verði þar fyrir Framhald á bls, 25 Fyrsti plasttrillubáturinn frá Mótun verður sjósettur f Hafnarfirði f dag, og eins og sjá má er báturinn með hinu gamla færeyska trillulagi, sem allsstaðar hefur reynzt vel. Húsið á bátnum er mjög rúmt, og þar eru tvær kojur. Ljósm Mbl. Emil(a Útgöld Kröflunefnd- ar endurskoðuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.