Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JULI 1977 VlEÍ> KArriNU ]\ Hvort erum við aftur á leið austur eða að aust- an? Fulltrúinn: — Get ég fengið frí eftir hádegi á morgun til þess að gera jóiainnkaup með kon- unni minni? Forstjórinn: — Því miður ekki. Það er svo mikið að gera hjá okkur núna, að það er ekki hægt. Fuiltrúinn: — Þakka yður fyrir, þakka yður kærlega fyrir. O Fg þoldi hann ekki stundinni lengur. Ertu húinn að bíða lengi? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Þegar greinilegt er, að besti möguleiki til að vinna spil felst f, að ákveðið spil sé þannig staðsett að okkur passi er um að gera að ganga markvist að verki — hvað sem það kostar. Suður gefur, allir á hættu. Norður S. AK72 H. 984 T. G6 L. AD105 Vestur S. 109 H. ADG75 T. K102 L. 876 Austur S DG64 H. 1062 T.9853 L. 43 Ferðamannaþjónust- an á Laugarvatni „Undanfarin ár mun margt hafa verið gert á Laugarvatni ferðamannaþjónustunni til bóta, m.a. skipulögð tjaldsvæði, byggt ágætt snyrtihús, steypt bila- þvottaplan o.fl. En ein er sú þjónusta á Laugar- vatni, sem sárlega vantar, og kemur sér ákaflega illa fyrir bilstjóra, að ekki skuli vera þar til staður, ég á við lítið bilaverkstæði sem opið væri alla daga vikunnar, hluta úr degi væri kannski nóg og ekki sizt um helgar. Nýlega komst ég í vandræði þarna, einnig kunningi minn, sem var þar á ferð með konu sinni og ungum börnum. Ég var að hefja mitt sumarfrí og fyrsti áningar- staður okkar hjónanna var Laugarvatn. Eitt dekkið sprakk hjá mér og varadekkið þá látið undir bilinn. Ilugðist ég láta gera við það spungna á Laugarvatni, en var mér þá sagt að ég yrði að koma þvi í viðgerð á Selfossi, en þangað lá leið okkar ekki. Af bíl kunningja míns er það að segja að púströrið varð ótryggt svo að varhugavert var að leggja af stað frá Laugarvatni með fjöl- skylduna. Hann fékk sama svar og ég, að Selfoss væri þrauta- lendingin. En margt getur nú gerzt á styttri leið en þangað. Laugarvatn er einn mest sótti ferðamannastaður landsins og margir fara þar um sem halda lengra. Að ekki skuli vera hægt að fá á staðnum lágmarksþjón- ustu eins og viðgerð á dekki er alveg ótækt. Suður S. 853 H. K3 T. ÁD74 L. KG92 Þegar spil þetta kom fyrir lenti suður i því, að spila þrjú grönd. Vestur, en hann hafði sagt hjarta, spilaði út spaðatíu. Spilarinn var ekki í vandræðum með að vinna spilið. Hann hugsaði þannig. „Með tígulsvíningu sjást átta slagir en hvar er sá niundi. Vestur virðist hafa spilað út frá stuttum spaðalit og austur má ekki komast að svo útiloka má þann litinn. Þrír tígulslagir virðast vonlaus- ir því austur á varla kónginn ein- spil. Nú, ég hef ekkert gagn af því að austur eigi kónginn. En ef vest- ur á hann. Já, sennilega. Ætli megi ekki þrengja að þrjótnum með því að spila lágu að tigulgos- anum. Sagnhafi tók þvi fyrsta slaginn með spaðaás, fór inn á eigin hendi á lauf og spilaði lágum tígli. Vestur varð að gefa því annars voru tígulslagirnir orðnir þrír. Blindur fékk á gosann og suður andaði léttar. „Ég held að þetta takist", hugs- aði hann og tók á spaðakóng, lauf- slagina og tígulás. Síðan spilaði hann tiguldrottningu og vestur gafst upp. Hann átti bara hjörtu eftir og kóngurinn varð níundí slagurinn. RÉTTU MÉR HOND ÞINA Framhaldssaga eftir GUNNAR HELANDER Benedikt Arnkelsson þýddi 3 stúlkur hugsa sér göfugan sjeik. Hann brosir ekki oft, og þó er drungaleg fegurð hans með þeim hætti, að kaldlyndar, enskar stúlkur ruglast gjörsam- iega í ríminu. Mullah er dásam- legur. Meðal fólks, þar sem til- litssemi eða kurteisi er ekki um of f hávegum höfð, er sagt, að hann hafi aðeins einn galla: Hann er ekki Evrópumaður. Hann er Indverji. Hvftar stúlk- ur, sem vita vel, af hvaða kyn- stofni þær eru, fá skjálfta I hnén, þegar þær sjá hann. en jafrtframt blygðast þær sfn ei- Iftið fyrir að láta sjá sig f félagsskap hans. — Hvers vegna fórst þú ekki þangað sjálfur, Bob? segir hann að lokum með djúpri, þægilegri röddu sinni. Það örl- ar á beiskju í málrómnum. — Æ, þú veizt vel, að ég hef engan áhuga á pólitfk og slfk- um málum. Annars var ég bundinn við æfingar á rann- sóknarstofunni sfðarí hluta dags f gær. Rödd Mullah verður harðari. — Já, strákarnir virðast Ifka allir hafa verið f önnum. Þegar við ætluðum að byrja fundinn í umræðuklúbbnum, voru ekki nema þrfr komnir. Eg reiddist og fór. Þeir hlutu að vera að lýsa frati á mig. Þeir komu upp undir hundrað f vikunni, sem leið, þegar við hugðumst ræða um að gera reglurnar f knatt- leik einfaldari. Þá höfðu þeir tfma. Mullah situr fyrir framan eldinn og starir f hann, en sfgaretta, sem hann heldur á í hendinni, breytist hægt f ösku. Bob virðist ekki kunna sem bezt við sig. Öbrotin ensk sál hans hefur viðbjóð á öllu, sem keim af tilþrifum og æstum til- finningum. Samkva’mt góðri enskri hefð eiga vandamál að leysast af sjálfu sér með tfman- um — þau á ekki að leysa. Að minnsta kosti skal aldrei ræða neitt vandamá! f æsingu og reyna að þvinga fram lausn. Wait and see. Bfðum átekta. En Mullah lætur ekki múl- binda sig. Hann vill ólmur flytja fyrirlestur sinn um kyn- þáttavandamál Afrfku. Hann getur ekki lengur búíð einn og þegjandi yfir þeim góðu rökum og viðhorfum, sem hann hefur skrifað sfðustu vikurnar. Og nú skal Bob hlusta. Hann er full- trúi hins rfkjandi kynþáttar f heimsveldinu. — Þú veizt það, Bob, að þú og þið strákarnir farið alveg eíns að og stjórnin hér i landinu. Þið laumizt á brott frá vanda- málunum. Látið Búa og aðra hvftingja kúga okkur þeldökka. menn eins og þeim þóknast, svo lengi sem þeir slíta sig ekki lausa úr heimsveldinu og þeir láta enska verzlun njóta sér- réttinda. Það eru ykkar ær og kýr. Þið þorið ekki að rann- saka, hvernig málum er í raun og veru háttað þarna suður frá. Þið viljið komast hjá að taka afstöðu í málinu. Mullah hefur æst sig upp. aldrei þessu vant. Honum fer það illa. Hann er hægur að eðli til, silkimjúkur. Nú lyftir hann höfði, andar hratt, snýr sér að Bob og lyftir þungum augna- lokunum og lætur þau sfga á víxl. En gaselluaugu hans eiga betur við eftirlöngun og ástir. Forss sér hið broslega í þvf, sem er að gerast, og brosir. Hann hefur allan tfmann, sem þeir töluðu saman, verið með pfpuna f munninum og horft vingjarniega á Mullah. Það eru aðeins nokkrar vikur, sfðan hann kom frá Gautaborg með „Sveciu", og frá fyrsta degi hef- ur farið einkar vel á með hon- um og Mullah. Hann hefur að sænskri venju ekkert við aðra kynflokka að athuga, og hann finnur það eitt f fari Mullah, sem er skcmmtilegt og ánægju- legt. Þegar Mullah blandar geði við Forss, getur hann lagt af drungalegan svip sinn og sleppt fram af sér heizlinu og verið kátur eins og drengur. En til þessa hafa viðra:ður þeirra aðeins snert ytra borð hlut- anna. 1 kvöld vfkja þeir f fyrsta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.