Morgunblaðið - 30.08.1977, Page 17
17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. AGÚST 1977
- ATA-þing
Sir Frank
Roberts:
ATA fyrst
og fremst
skoðana-
mótandi
félags-
skapur
Sir Frank Roberts frá Bretlandi
er einn þeirra sem sátu ársfund
ATA hér á landi nú um helgina og
formaður brezku nefndarinnar
sem fundinn sótti. Hann á að baki
langan og merkilegan feril innan
brezku utanríkisþjónustunnar,
var um tima sendiherra lands síns
i Moskvu, einnig fulltrúi Bret-
lands hjá Atlantshafsbandalaginu
og um tíma formaður ATA-
samtakanna.
„Auðvitað er það nauðsynlegt
fyrir stöfnun eins og Atlantshafs-
bandalagið að hafa á bak við sig
áhugamannasamtök almennra
borgara í aðildarlöndunum til að
styðja við starfsemi þess,“ sagði
sir Frank í stuttu samtali við
Morgunblaðið. „Og það er ekki
síður nauðsynlegt fyrir fulltrúa
þessara áhugamannasamtaka að
koma saman reglulega til að
kynnast vandamálum og viðhorf-
um hverra annarra I hinum ýmsu
löndum sem eru í NATO og vera í
tengslum við yfirstjórn sjálfs
bandalagsins. Sá er tilgangur árs-
fundanna og þaðan komum við
heim birgir af upplýsingum og
vitneskju um stöðu bandalagsins,
sem okkur síðan ber að kynna
samborgurum okkar, því að ATA
er fyrst og fremst skoðanamót-
andi félagsskapur, sem ætlað er
að þjappa aðildarþjóðunum að
NATO saman unt starfsemi þess.
En þótt ársfundir ATA og ráð-
stefnur séu vissulega gagnlegar
þá skipa þær'ekki sköpum heldur
það slarf sent landsamböndin
vinna hvert i sínu heimalandi
milli fundanna, þvf að á þvl starfi
veltur hinn stjórnmálalegi grund-
völlur sem er brjóstvörn banda-
lagsins."
Máludu
húsgafl
kaupfélagsins
Nemendur 12 ára bekkjar við
Hvolsskóla á Hvolsvelli tóku að
sér í vor að mála húsgafl á húsi
Kaupfélags Rangæinga. Aður en
nemendur tóku verkið að sér,
fóru þeir I skoðunarferð um þorp-
ið og leituðu eftir heppilegu við-
fangsefni. Að því loknu settust
þeir niður og hófu undirbúnings-
vinnu í teiknitímum og að því
loknu gerðu þeir samning við
Kaupfélag Rangæinga um verkið.
Meðfylgjandi mynd af húsgaflin-
um tók Ottó Eyjörð.
BALDWIN 132
2ja borða orgel með innibyggðum
skemmtara, „Fantonfinger lí“ sjálfvirkui
undirleikurum (píanó, gítar, hörpu, banj
og harpcichord) og trommuheila með
gítar og popgítar sem undirleikara.
ALGERT UNDRATÆKI.
Á sviði eða í stofu — Baldwin píanó
svara ströngustu kröfum um hljómgæði.
Hvert Baldwin píanó er listagripur og völundarsmíð
sem hinir færustu iðnaðarmenn, listamenn í sinni
iðn, hafa farið höndum um og gert að kjörgrip
með heimsþekktum hljómgæðum.
5 ÁRA ÁBYRGÐ
Stuttur afgreiðslufrestur.
Hljóðfæraversun Pólmars Árna er eina sórverslun sinnar
tegundar hér á landi. Höfum umboð fyrir heimsþekkt
gæðamerki í hljóðfærum. Útvegum píanó og ftygla með
stuttum fyrirvara. Notuð píanó tekin upp í ný.
Veitum alla viðgerðarþjónustu á píanóum og orgelum.
jf Baldwin píanó
er fjárfesting í
■ hljómgæðum.
Hljóðfæraverslun
PÍILMkRS idRHÞ
Borgartúni 29 Sími 32845
Tveggja borða skemmtari . . .
Heil hljómsveit i einu hljómborði
Tveggja böróa orgel með
innibyggðum skemmtara.
BALDWIN 121F
Tveggja borða orgel
með trommuheila og pedal
Skemmtarinn, hljóðfærið
sem allir geta spilað á
BALDWIN 953
BALDWIN 806
130DE
Pianó með bekk i hnotu, Píanó með bekk í hnotu, Tveggja borða orgel með
mattpóleruð áferð hæð 90 cm mattpóleruð áferð hæð 106 cm „Fantonfinger I" sjálfvirkum undirleikurum
ATH: Hinn frábæri orgelsnillingur Howard Beaumont
leikur i standi Hljóðfæraverslunar Pálmars Árna
i Heimilissýningunni í Laugardalshöll.