Morgunblaðið - 30.08.1977, Síða 26

Morgunblaðið - 30.08.1977, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. AGUST 1977 nægðu ekkí til Afrekskeppni Fl: RAGNAR VANN UNGLINGA- MEISTARANN í BRÁÐABANA íslenzkum kylfingum er ekki fisjað saman. Það sýndu þeir nú um helgina. og sérstaklega á laugardaginn, er þeir létu sig hafa það að leika 18 holur I hinni svo- nefndu Afrekskeppni Flugfélags íslands á Nesvellinum á Sel- tjamarnesi. þrátt fyrir að veður væri þanníg að varla væri stætt vegna hvassviðris. En eftir 18 hol- ur var mönnum llka nóg boðið, og þá var ákveðið að láta við svo búið standa og blða betra veðurs á sunnudag. Þar sem keppni þessi er 72 hola keppni varð þvl að leika 54 holur á sunnudaginn, og var það því strangur dagur hjá kepp- endunum. Eins og vænta mátti var um mjög jafna og tvlsýna baráttu að ræða frj upphafi til enda, en svo fór að lokum að Ragnar Ólafsson sigraði og hreppir hann því hin eftirsóknarverðu verðlaun I keppninni, ferð til Skotlands. Þrettán golfmeistarar áttu keppnisrétt I afrekskeppninni. en einn þeirra, Haraldur Júllusson frá Vestmannaeyjum. gat ekki mætt til leiks. þar sem ófært var milli lands og Eyja. Einn kylfinganna sem hófu keppni, Magnús Hall dórsson. GK, hætti eftir að hafa leikið 18 holur, en þær hafði hann leikið á 98 höggum og var slðast- ur allra. Hinir 11 keppendurnir luku allir keppni. Þegar eftir var að leika 18 holur á sunnudaginn höfðu enn sex keppendanna góða möguleika á sigri, en mismunurinn á þeim fyrsta og sjötta voru þá aðeins 3 högg. Heldur dró I sundur á slð- ustu nlu hotunum, og stóð þá baráttan um sigurinn milli Ragn- ars Ólafssonar, GR, og unglinga- meistara fslands 1977, Sigurðar Péturssonar, GR. Hafði þá Ragnar leikið 9 holurnar á 35 höggum, eða pari vallarins, en Sigurður gerði hins vegar enn betur og lék á 33 höggum. Þegar ein hola var eftir var Sig- urður einu höggi betri en Ragnar. En hann fór slðustu holuna á 5 höggum, og Ragnar á 4 höggum. þannig að I keppnislok stóðu þeir uppi jafnir. Urðu þeir þvl að halda aftur af stað með allan áhorfenda- skarann á eftir sér og leika þar til annar sigraði á einhverri holu, eða leika „bráðabana" eins og það er nefnt á golfmáli. Þeirri viðureign lauk með sigri Ragnars, sem þar með hlaut hin eftirsóknarverðu verðlaun. íslandsmeistaranum, Björgvini Þorsteinssyni frá Akureyri, vegn- aði ekki sérlega vel I þessari keppni og varð að sætta sig við sjötta sætið, lék á 238 höggum. Urslit I keppninni urðu þessi: Ragnar Ólafsson, GR 230 Sigurður Pétursson, GR 230 Þorbjöm Kjærbo, GS 234 Sveinn Sigurbergsson, GK 234 Óskar Sæmundsson. GR 237 Björgvin Þorsteinsson. GA 238 Jón H. Guðlaugsson, NK 243 Jóhann R. Kjærbo, GS 243 SigurðurThorarensen. GK 247 Hálfdan Þ. Karisson. GK 251 ÓmarÖ. Ragnarsson, GL_________254 ^ Ágúst I. Jónsson skrifar frá Kaupmannahöfn: íslenzka sundfólkið, sem um helgina tók þátt í Norðurlanda- mótinu i sundi í Kaupmannahöfn, vann ekki til neinna verðlauna og mátti í flestum keppnisgreinanna sætta sig við eitt af síðustu sætun- um. Nokkur Islandsmet voru þó sett og flest átti sundfólkið sinn bezta árangur — en það var ekki nóg. Þó að okkar fólki fari fram með hverju árinu fleygir hinum þjöðunum enn meira fram og við drögumst stöðugt meir aftur úr í sundinu. — Það er ergiiegt að þrátt fyrir framfarir íslenzka sundfólksins skuli það stöðugt dragast aftur úr; sagði Guðmundur Harðarson, landsliðsþjálfi í sundi, að Norður- landamótinu ioknu, og var greini- lega ekki ánægður þrátt fyrir öll Islandsmetin. Bezti árangur Islendinga á mót- inu var fjórða sæti Sonju Hreið- arsdóttur í 200 metra bringu- sundi. Fékk hún tímann 2:53,26 mín, og er það einni sekúndu iak- ari timi en íslandsmetið í grein- inni. Timi Sonju var 10 sekúndum lakari en þeirrar sem varð í þriðja sæti, þannig að töluvert vantaði upp á verðlaunasæti. Fyrsta Islandsmetið sem sett var á Norðurlandamótinu setti Sigurður Ólafsson í annarri keppnisgreininni á föstudaginn, 400 metra skriðsundi. Fékk hann tímann 4:17,24 mín., og bætti eldra metið, sem hann átti sjálfur. Var Sigurður elzti keppandinn á mótinu, en hann er þó ekki nema 23 ára. Sigurður tvíbætti síðan íslands- metið i 200 metra skriðsundi, fyrst synti hann á 2:00,99 min., og í 4x200 metra skriðsundinu bætti hann um betur. Synti hann fyrsta sprett og fékk tímann 2:00,85 mín. Sigurður var síðan í boðs- sundssveitunum sem settu met í Ragnar Olafsson, sigurvegarinn i Afrekskeppni Fiugfélagsins „púttar“ þarna af stuttu færi. 4x100 metra skriðsundi. Fékk Ægissveitin, sem synti þetta sund timann 3:50,33 min., og bætti þar með met félagssveita um tæpar 5 sekúndur. I 4x100 metra fjór- sundi fékk íslenzka sveitin tím- ann 4:20,80 mín — eldra metið var 4:22,6 min. Loks kom síðan Islandsmet hjá piltunum f síðustu greininni, 4x200 metra skrið- sundi, en timi sveitarinnar var 8:18,61 mín. Þórunn Alfreðsdóttir setti Is- landsmet í 200 metra flugsundi, fékk timann 2:24,85 mín., sem gaf henni þó aðeins fimmta sætið i greininni. Þetta sund var mjög skemmtilegt og lengi vel átti Þór- unn möguieika á þriðja sætinu, en hún gaf eftir i Iokin. í rauninni voru sett níu íslandsmet á mótinu í Kaupmannahöfn, þar sem sum metin eru einnig met á stuttri braut. I íslenzka sundliðinu sem keppti á Norðurlandamótinu voru Sigurður Ölafsson, Sonja Hreið- arsdóttir, Þórunn Alfreðsdóttir, Hermann Alfreðsson, Axel Al- freðsson, Ölöf Eggertsdóttir, Guðný Guðjónsdóttir, Hafliði Halldórsson, Bjarni Björnsson, Árni Eyþórsson, Vilborg Sverris- dóttir og þjálfararnir þeir Guð- mundur Harðarson og Ólafur Gunnlagsson. Flest er þetta fólk ungt að árum ög reynslulítið og því miður er greinilegt að gera þarf stórátak í sundmálum á íslandi ef landinn á að geta sent boðiegt lið á mót sem þetta. Sem dæmi má nefna að Árni Eyþórsson náði sfnum bezta tíma í 100 metra flugsundi, en það hefði þó aðeins dugað til fimmta sætist hjá kvenfólkinu. Svfar voru í nokkrum sérflokki á þessu móti og fengu þeir alls 16 gullverðlaun á mótinu. Norðmenn hlutu 7 gullverðlaun og Danir 6. Veittu þeir því Svíum minni keppni en búizt hafði verið við. Danska stúlkan Susanne Nilsson — Var það athyglisvert hversu margir af beztu sundmönnunum á mótinu stunda háskólanám í Bandaríkjunum og æfa sund und- ir leiðsögn bandarískra þjálfara. Mótið fór fram í nýrri og glæsi- legri sundlaug í Gladsaxe í útborg Kaupmannahafnar og var Norðurlandamótið vígslumót laugarinnar. Fór mótið hið bezta fram og var slitið hér síðdegis á sunnudag með lúðrablæstri og ræðuhöldum. Gengu keppendur síðan fylktu liði kringum sund- laugina með fána þjóðanna i far- arbroddi. Þrír fánaberanna kom- ust þó ekki beint út, þar sem þeim var kastað í laugina við mikil fagnaðarlæti fjölmargra áhorf- enda. Helztu úrslit á Norðurlanda- mótinu í sundi urðu þessi: l»» MKTRA FLUGSUNI) KAKLA: sek. 1. Tommv Lindcll, Svfþjórt 56.91 2. Benl Bra.sk, Noregi 58.95 3. Kaarlo lleikkinen, Finnl. 59.63 9. Arni Eyþórsson, tsl. 1:05.48 200 IVIKTRA FJÓRSUND KVENNA: 1. Susanne Nilsen, Danm. 2:23.39 2. IVIonica Persmark, vSvíþjóö 2:25.83 3. Vibeke Olsen, Noregi 2:27.00 8. Guðný Guðjónsdóttir, Isl. 2:39.36 200 METRA FJÓRSUND KARLA: 1. Arne Borgström. Noregi 2:10.58 2. Tommy Lindell, Svíþjóð 2:14.73 3. Henrik Rasmussen, Danm. 2:16.04 7. Axel Alfreðsson, tsl. 2:22.41 4x100 IVIETRA SKRIÐSUNI) KVENNA: 1. Sveit Svíþjóðar 3:57.94 2. Sveit Noregs 3:58.44 3. Sveit Danmerkur 4:09.06 4. Sveit Finnlands 4:14.49 5. Sveit tslands 4:26.71 mesta afrekskona Norðurlandameistaramótsins í Gladsaxe. 4x100 METRA SKRIÐSUND KARLA: Sveit Svfþjóðar 3:34.83 Sveit Noregs 3:39.71 Sveit Danmerkur 3:41.33 Sveit Finnlands 3:47.32 Sveit tslands 3:50.33 200 METRA SKRIÐSUND KVENNA: Guri Kongstad, Noregi 2:06.45 Lene Jenssen, Noregi 2:08.55 Anette Löderström, Svfþj. 2:09.48 Guðný Guðjónsd. tsl. 2:29.38 200 METRA SKRIÐSUND KARLA: Peter Petterson, Svfþjóð 2:56.10 Bent Brask, Noregi 1:56.67 Gar.v Anderson, Svfþjóð 1:58.84 Sigurður Ólafsson, tsl. 2:00.99 Arni E.vþórsson, tsl. 2:06.00 200 METRA BAKSUND KVENNA: Tina Gustafsson, Svíþj. 2:24.03 Vigdfs Karlsen, Noregi 2:25.29 Björg Strand, Noregi 2:28.26 200 METRA BAKSUND KARLA: Jan Thorell, Svfþjóð 2:08.80 Henrik Rasmussen, Danm. 2:16.23 Lasse Jaakola, Finnl. 2:16.34 Bjarni Björnsson, tslandi 2:24.00 200 METRA BRINGUSUND KVENNA: Ingela Havaas, Svíþj. 2:40.88 Susanne Nielsen, Danm. 2:41.01 Vibeke Olsen, Noregi 2:43.98 Sonja Hreiðarsdóttir. tsl. 2:53.26 200 METRA BRINGUSUND KARLA: Glen Cristiansen, Svfþj. 2:25.21 Torkel Sanner, Noregi 2:31.17 Kerola Tuomo, Finnlandi 2:31.25 Hermann Alfreðsson ísl. 2:38.30 100 METRA SKRIÐSUND KVENNA: 1. Lena Jensen, Noregi 58.61 2. Guri Kogstad, Noregi 58.66 3. Anette Ljödtrom, Svfþjóð 1:00.36 8. Þórunn Alfreðsdóttir, tsl. 1:03.66 10. Vilborg Sverrisdóttir, tsl. 1:04.49 100 METRA SKRIÐSUND KARLA: 1. Dan Larsson. Svfþjóð 52.95 2. Bent Brask, Noregi 54.44 3. Svante Rasmussen, Svfþjóð 54.94 6. Sigurður Ólafsson, tsl. 55.93 10. Hafliði Halldórss. tsl. 58.63 400 METRA FJÓRSUND KVENNA: 1. Susanne Nielsson, Danm. 5:02.33 2. Marita Karlsen, Noregi 5:06.01 3. Monica Parsmark, Svfþjóð 5:09.73 400 METRA FJÓRSUND KARLA: 1. Arne Borgström, Noregi 4:34.66 2. Gary Anderson, Svfþjóð 4:45.26 3. Kallio Kari, Finnlandi 4:53.51 4x100 METRA FJÓRSUND KVENNA: 1. Sveit Noregs 4:28.44 2. Sveit Svfþjóðar 4:28.87 3. Sveit Danmerkur 4:36.42 4. Sveit Finnlands 4:43.06 5. Sveit tslands 4:54.96 4x100 METRA FJÓRSUND KARLA: 1. Sveit Svfþjóðar 3:57.10 2. Sveit Noregs 4:04.33 3. Sveit Finnlands 4:07.14 4. Sveit Danmerkur 4:10.32 5. Sveit tslands 4:20.80 1500 METRA SKRIÐSUND KARLA: 1. Gary Anderson, Svfþj. 15:59.45 2. Arne Borgström, Noregi 16:21.56 3. Pelle Holmetz, Svíþjóð 16:31.63 8. Bjarni Björnsson, Islandi 17:41.55 800 METRA SKRIÐSUND KVENNA: 1. Elisabeth Brudvig, Noregi 9:10.18 2. Kicki Pettersson, Svfþjóð 9:19.74 3. Marit Hollakleiv, Svfþj. 9:20.00 7. Ólöf Eggertsdóttir. tsl. 10:42.51 100 METRA BRINGUSUND KARLA: 1. Gle Christiansen, Svfþj. 1:07.19 2. Kerola Tuomo, Finnl. 1:09.32 3. Torkel Sanner, Noregi 1:09.96 6. Hermann Alfreðsson, tsl. 1:11.51 100 METRA BRINGUSUND KVENNA: 1. Susanne Nielsson, Danm. 1:14.40 2. Ingela Havaas, Svfþjóð 1; 14.90 3. Vibeke Olsen, Noregi 1:19.15 6. Sonja Hreiðarsdóttir, tsl. 1:22.49 100 METRA BAKSUND KVENNA: 1. TinaGustafson, Svfþjóð 1:07.39 2. Bente Eriksen, Noregi 1:08.15 3. Vigdis Karlsen, Noregi 1:08.52 7. Guðný Guðjónsdóttir, tsl. 1:16.42 200 METRA FLUGSUND KVENNA: 1. Susanne Nielsson, Danm. 2:E9.44 2. Lene de Val, Svfþjóð 2:22.71 3. Vibeke Olsen, Noregi 2:23.49 6. Þórunn Alfreðsdóttir, ísl. 2:24.85 4x200 METRA SKRIÐSUNI) KARLA: 1. Sveit Svíþjóðar 7:47.06 2. Sveit Noregs 7:59.61 3. Sveit Danmerkur 8:02.94 4. Sveit Finnlands 8:10.12 5. Sveit tslands 8:18.61 verðlaunasætis N íu Islandsmet

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.