Morgunblaðið - 30.08.1977, Side 30

Morgunblaðið - 30.08.1977, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. AGUST 1977 — Engar Framhald af bls. 1 járnbrautir og ferjur í stað flug- véla. Hins vegar hefur verkfallið valdið miklu öngþveiti, þar sem margir hafa orðið að hætta við ferðir og aðrir að bíða 1—l'/i sól- arhring eftir fari. Þá hefur það einnig tafið mjög flugumferð að franskir og spánskir flugumferða- stjórar fara sér nú einnig hægt við störf vegna launadeilna. Fréttaritarar segja að það hafi valdið forystumönnum í hópi að- stoðarflugumferðarstjóra von- brigðum að ekki kom til öngþveit- is á flugvöllum vegna farþega, sem ekki komust leiðar sinnar og hafa þeir sakað flugmálayfirvöld að hafa dregið mjög úr kröfum um öryggismái í flugi með undan- þágum til að leiguflugfélög gætu haldið uppi umfangsmiklu flugi. Flugmálayfirvöld hafa neitað þessum ásökum harðlega. Brezku aðstoðarflugumferðar- stjórarnir hafa sent orðsendingu til starfsbræðra sinna á Spáni og Frakklandi og beðið það um sam- vinnu í aðgerðum og hafa Frakk- ar tekið vel í þá málaleitan. Ekki er vitað hvernig þessari samvinnu yrði háttað. — Mjólkur- lítrinn Framhald af bls. 48 ári með tilliti til kostnaðarhækk- ana. I skýrslu, sem varaformaður Stéttasambands bænda, Jón Helgason, flutti á aðalfundi þess að Eiðum, kom fram að þegar farið hefði verið að ræða nýjan grundvöli, hefði fljótlega komið í Ijós, að langur tlmi færi I samn- inga og litlar likur væru á unnt væri að ná samkomulagi, sem framleiðendur gætu sætt sig við, og yrði þá að vísa málinu til yfir- nefndar. Með þetta í huga var því ákveðið að gera fyrrnefnt bráða- birgðasamkomulag. Verðlagsgrundvöllurinn hækk- ar sem fyrr segir um 19,21% og munar þar mestu um 31% hækk- un á launalið, en þar fá bændur þá hækkun, sem kom til fram- kvæmda við undirritun kjara- samninga aðila vinnumarkaðins fyrr í sumar og svo 4% hækkun, sem launþegar fá 1. september n.k. Hefur verðlagsgrundvöllur búvara því hækkað um 33.73% frá 1. september 1976. Tekið er fram í samkomulagi sexmanna- nefndarinnar að þessi bráða- birgðagrundvöllur sé í engum atriðum bindandi við gerð aðal- samningsins, en vitað er að full- trúar bænda hafa oskað eftir hækkun á fjármagnshlið grund- vallarins og einnig gætu átt sér stað einhverjar breytingar á magntölum, bæði til hækkunarog lækkunar. - Owen ogYoung Framhald af bls. 1 haldandi fundi. Stóð hann í tæpar 3 klukkustundir með hléi sem gert var og fóru þá Young og Owen af fundinum til að ræðast einslega við. Stjórnmálafréttaritarar segja að mikilvægasta atriðið fyrir Breta og Bandarikjamenn I til- lögugerð þeirra sé að fá ákvörðun um hvaða aðili fái í hendur yfir- stjórn öryggissveita Rhódesiu, ef tekst að koma á vopnahléi milli skæruliða þjóðernissinnaðra blökkumanna og minnihluta- stjórnar Smiths og koma á kosn- ingum til þings, þar sem blökku- menn fái meirihluta. Þeir Owen og Young halda til Dar es Salaam á morgun til við- ræðna Við Nyerere forseta áður en þeir fara til Salisbury. Er ætl- un þeirra að kunngera opinber- lega tillögur sinar á fimmtudag að loknum fundinum með Ian Smith, en tillögurnar eru mjög itarlegar og umfangsmiklar, alls um 8000 orð. — Hélt að... Framhald af bls. 48 farið mjög illa, því að fjaran þarna er mjög stórgrýtt og má segja að það hafi orðið okkur til happs, að bíllinn stöðvaðist á steininum. Steinninn stóð alveg i flæðarmálinu og það flæddi reyndar undir bílinn að fram- anverðu en rétt framan við steininn var 3ja metra djúpur sjór. — Það var því mikið lán að ekki fór verr, og þrátt fyrir að þak bílsins beyglaðist mikið gátum við alltaf hreyft okkur. Ég er sannfærður um að það kom í veg fyrir mjög alvarlegt slys hversu sterk grind bílsins var — venjulegur fólksbíll hefði ekki þolað að lenda í slíku stórgriti. Satt bezt að segja er ég undraði að við skulum ekki öll vera mölbrotin, þótt svo við höfum komizt líf af, sagði As- geir Bjarnason. Bíllinn sem þarna um ræðir er af gerðinni Chevrolet og er hann talinn gjörónýtur. öku- maðurinn, Sigríður Hafstað, meiddist mest, handleggsbrotn- aði og marðist töluvert en aðrir sluppu með minni skrámur. — ATA ráðstefna Framhald af bls. 2. samþykkja reglur vestræns lýð- ræðis í reynd og hvort þeir muni þar með standa gegn árásarstefnu Sovétríkjanna gagnvart Atlants- hafsbandalaginu. Því fagna sam- tökin sérstakri ráðstefnu, sem ákveðið hefur verið að halda í Portúgal í maí á næsta ári um þessi vandamál. Um hernaðarleg vandamál seg- ir í ályktun samtakanna, að tvær staðreyndir hafi orðið mönnum ljósar á siðastliðnu ári: I fyrsta lagí að Sovétrikin og bandalags- ríki þeirra hafa mjög aukið bæði kjarnorkuheri sína og venjulegan her umfram það sem herir Vest- urlanda hafa eflzt. I öðru lagi sé það staðreynd, að miðað við óbreytt ástand þessara mála muni Varsjárbandalagslöndin geta i skjóli kjarnorkuhernaðar og venjulegs hernaðar geta notið stjórnmálalegar ógnanir til þess að koma fram áhugamálum sín- um. Þá er sagt að ekki sé unnt að útiloka möguleika á árás. Þá segir ennfremur að útþensla sovézka flotans hafi veikt stöðu Atlants- hafsbandalagsins á Norður- Atlantshafi. ísland, Danmörk og Noregur séu þó þannig staðsett að þau séu bandalaginu hernaðar- lega mikilvæg og að bandalagið sé jafnframt lífsnauðsyn löndunum á norðurvængnum. — Þörfin er 935 Framhald af bls. 48 Ástæða þessa er að meira hefur þurft að flytja út af kindakjöti á verðlagsárinu en áætlað var vegna mikilla birgða í upphafi sláturtíðar síðasta haust og sam- dráttar á sölu innanlands. Þá hef- ur innanlandsverðið farið ört hækkandi á sama tíma og litlar breytingar hafa orðið á gengi og. verð í markaðslöndum okkar litið breytzt meðal annars vegna niður- greiðslna þar á innlendri fram- leiðslu. í skýrslu Sveins kemur fram að hlutur sauðfjárafurða í heildar- verðmæti búvöruframleiðslunnar á síðasta verðlagsári var um 47% og mjólkur- og nautgr'ipaafurða 53%. Þaö væri hins vegar stað- reynd að útflútningur nautgripa- afurða þarfnaðist ekki nema rösk- lega 536 milljóna króna i útflutn- ingsbætur, sem er tæplega 25% heildarupphæðarinnar, 2.400 milljóna, þannig væri hægt að greiða á sauðfjárafurðir frá verð- mæti nautgripaafurðanna 1.864 milljónir, en útflutningabótaþörf- in þar væri vart undir 2.200 millj- ónum. Miðað við 14 milljóna kílóa innvigtun á síðastliðnu hausti nemur þessi vöntun um 24 krón- um á hvert kiló af dilkakjöti. 1 skýrslunni kemur einnig fram, að við útflutning á kinda- kjöti skilar útflutningur til Svi- þjóðar og Noregs ekki nema um 50% af innlendu heildsöluverði. Til þessara landa var flutt mest af kjötinu á sl. ári og þar fékkst jafnframt hagstæðasta verðið. Við sölu á kjötinu til Færeyja fengust 40% af innlendu verði og við sölu til Danmerkur fengust aðeins 32%. Tekið er fram, að hin svo- kallaða skilaverð hafi orðið lé- legra á verðlagsárinu 1975—’76 en árin á undan vegna hækkunar á tilkostnaði innanlands en lítillar hækkunar 'verði kjötsins erlend- is. Halldór E. Sigurðsson, landbún- aðarráðherra, sagði i ræðu á aðal- fundinum, að fyrirheit frá ríkis- stjórninni lægi fyrir um að fulln- aðargreiðslur útflutningsbóta, það er miðað við 10% regluna, yrði lokið í mánuðinum október til nóvember, en nú væru ógreidd- ar um 250 milljónir króna. 1 fjárlögum næsta árs yrði áætl- uð sú tala, sem nægði til að greiða 10% af heildarverðmæti landbún- aðarframleiðslunnar. — Yfirvofandi Framhald af bls. 20 hefðu haft efni á að stunda kennslustörf. Þá var einnig rætt um fjölgun námsgreina. Þar kemur fram að námsgreinum hefur fjölgað, en heildarkennslustundafjöldi bekkja hefur staðið í stað eða jafnvel minnkað. Nýjar náms- greinar hafa tekið kennslustundir frá öðrum námsgreinum. Sé heildar kennslustundafjöldi í 1.—8. bekk samkvæmt þeirri námskrá er gilti fyrir gildistöku grunnskólalaganna borinn saman við viðmiðunarstundaskrá í ár kemur í ljós að kennslustunda- fjöldi þessara átta bekkja hefur lækkað um fimm stundir eða um 0,6 stundir að meðaltali á bekk. Fjölgun kennslugreina hefur því síður en svo kallað fleiri kennara til starfa við grunnskólann. Aftur á móti kalla þessar breyt- ingar á aukna menntun kennara eða öllu heldur símenntun. Má í því sambandi benda á að 30—40% starfandi grunnskóla- kennara sækja sumarnámskeið Kennaraháskólans árlega. Gestir þessa fundar voru nokkr- ir skólastjórar utan að landi og voru þeir á einu máli um að launamálin væru aðalhöfuðverk- urinn í þessum kennaraskorti. Hjá þeim kom einnig fram að gifurleg skipti kennara frá ári til árs eiga sér stað úti á landi. I grunnskólanum á Blönduósi eru t.d. níu kennarar með skólastjóra. Af þessum níu stöðum voru sex auglýstar til umsóknar og árið áð- ur var þarna uppi svipuð staða. Þá kom einnig fram að mikill meiru hluti grunnskólakennara eru konur og þá gjarnan húsmæð- ur sem hafa þetta sem hlutastarf. Ef aftur karlar fást i starfið heimta þeir gjarnan stundaskrá með það fyrir augum að þeir geti unnið aðra vinnu með því það er algjörlega vonlaust að framfleyta fjölskyldu á þessum launum. Þess má að lokum geta að þetta er ekki í fyrsta skipti sem SÍB vekur athygli á þessu en það er sem aldrei geti það náð eyrum menntamálaráðuneytisins og má nefna að ráðuneytið neitaði að senda fulltrúa til þessa fundar. — Fimm andófsmenn Framhald af bls.46 ellefu mánuði, þrír f nfu mánuði og sá fimmti íTimm mánuði. Þekktastur fimmmenninganna er Jurgen Fusch, rithöfundur en auk hans eru tveir þjóðlagasöngv- arar og tveir prófessorar. Var þeim gefið að sök að hafa í frammi mótmæli gegn stjórnvöld- um f sambandi við mál söngvar- ans Wolfs Biermanns. - Ræða Gunnars Framhald af bls. 14 iðngrein og lágu niðurstöður þeirra athugana fyrir nú í vor. Ráðuneytið skipaði sérstaka nefnd, I júní s.l., sem falið var að taka til athugunar ábending- ar þær, sem fram hafa komið og að beita sér fyrir framkvæmd aógerða til að auka samkeppnis- hæfnina, i samráði við ráðu- neytið og Iðnþróunarsjóð. Framkvæmdastjóri Landssam- bands iðnaðarmanna, Þórleifur Jónson, á sæti í þessari nefnd og gegnir hann þar jafnframt formennsku. Iðnkynning I byrjun september 1976 var formlega hafin upplýsinga- starfsemi um íslenskan iðnað undir nafninu íslensk iðnkynn- ing. Að henni standa Samtök iðnaðarins, Neytendasamtökin og iðnaðarráðuneytið. Tilgangur íslenskrar iðn- kynningar er að efla sölu á ís- lenskum iðnaðarvörum, glæða almennan skilning á mikilvægi iðnaðarins, á þeirri miklu at- vinnu sem hann veitir, gjald- eyrisöflun og þeim gjaldeyris- sparnaði, sem hann hefur í för með sér. tslensk iðnkynning hefur nú bráðlega staðið yfir í eitt ár og er gert ráð fyrir að henni ljúki með iðnkynningu i Reykjavfk seinni hluta september. Það er ánægjulegt, að svo náið og gott samstarf skuli hafa tekist með þeim, sem að þessari kynningu standa. Málefni iðnaðarins hafa komið meir til umræðu en oft áður. Skoðanakannanir hafa staðfest að almenningur telur starfsemina hafa haft góð og gagnleg áhrif. Þær hafa einnig leitt í ljós, að innkaupavenjur fólks hafa breyst, íslenskum iðnaði i hag. Þjóðin hefur öðl- ast næmari skilning en áður á gildi iðnaðar. Við skulum vona að sama máli gegni um svokall- aða ráðamenn þjóðarinnar. All- ur þessi aukni skilningur mun skila íslenskum iðnaði til sívax- andi framlags í þágu fslenskrar þjóðar. Atvinnugreinar vinni saman á jafnréttisgrunni Þeirrar tilhneigingar gætir um of að telja þýðingu ein- hverrar einnar atvinnugreinar meiri en annarrar. Þess hefur einnig nokkuð gætt að telja eina grein iðnaðarins þýðingar- meiri en aðra. Slíkur metingur er varasamur. Það er hollara að hafa i huga, að atvinnulífið er ein samofin heild og njóta ein- stakar greinar þess stuðnings hver af annarri. Því aðeins mun þjóðinni vel farnast, að allar atvinnugreinar vinni vel saman af skilningi og bróðurhug á jafnréttisgrunni. Að því skulum við öll vinna. — Ræða Sigurðar Kristinssonar Framhald af bls. 39 um og hér heima. Þvert á móti vona ég að sá skilningur minn sé réttur, að með samningum hafi verið stigið skref til efling- ar alls iðnaðar f Islandi, en ekki lítils hluta hans. Margar skýrslur og áætlanir hafa verið samdar um iðnað og iðnþróun, þar sem höfuð- áhersla hefur verið lögð á að- gerðir í málefnum þeirra greina, sem opinberir aðilar hafa skilgreint sem sam- keppnisgreinar iðnaðar. Ein- kennist þar flest af varnarað- gerðum til að koma í veg fyrir hrun þessara greina vegna áhrifa lækkandi tolla. Á aðrar greinar er varla minnst, nema þegar sýna á fram á stærð iðn- aðarins og verðmætasköpun í heild. Urbætur á aðstöðumál- um þeirra virðast taldar óþarf- ar og afkoma þeirra virðist aukaatriói. Ég er t.d. ekki sammála því að tala um iðnað sem einungis 9 greinar t,samkeppnisiðnaðar“ og 5 greinar „útflutningsiðnað- ar“ eins og gert er í skýrslu Þjóðhagsstofnunar: Hagur iðn- aðar, sem kom út fyrir skömmu og unnin var fyrir ríkisstjórn- ina til þess að gera henni grein fyrir áhrifum fríverslunar- samninganna á iðnaðinn. Til skýringar vil ég nefna, að skipasmíðar og málmiðnaður virðist þar hvergi koma inn I myndina sem samkeppnisiðnað- ur. Spyrja má hvaða iðnaður eigi f harðari erlendri sam- keppni en skipaiðnaðurinn? Ekki verður svo skilið við skýrslur um iðnað og iðnþróun, að ekki sé minnst á hlut bygg- ingariðnaðar — það er enda fljótgert, því byggingariðnaður kemur þar yfirleitt alls ekki við sögu. Þar virðast engin áform uppi um að framþróun þurfi að eiga sér stað. Reyndar virðast ýmsir enn ekki telja byggingar- iðnað og mannvirkjagerð til iðnaðar, þó auðvitað sé um að ræða eitt form á vörufram- leiðslu. Byggingariðnaður spar- ar t.d. gjaldeyri ekkert síður en svokallaður samkeppnisiðnað- ur, því annars þyrfti að flytja inn hús. Þó margt af því sem byggingariðnaður fæst við sé ekki í beinni samkeppni við innflutning er vandséð að það verði ómerkara eða hafi minni þýðingu fyrir þjóðarheildina af þeim sökum. Þvert á móti er þá um að ræða starfsemi sem verð- ur að vera fyrir hendi í landinu og verður ekki flutt inn. STEFNUMÓTUN 1 AT- VINNUUPPBYGGINGU Ef til vil þykir einhverjum að mikið sé sé færst í fang með því að benda á þau atriði, sem sam- tökin telja að leggja beri til grundvallar í stefnumótun um atvinnuuppbyggingu á næstu árum. Ég tel þó, að f raun sé sjálfsagt og eðlilegt að samtök- in hafi ákveðna skoðun og stefnu að þessu leyti og vil benda á eftirfarandi atriði: 1. Sjávarútvegur og landbún- aður verða áfram um ófyrir- sjáanlega framtíð ásamt iðnaði höfuðatvinnuvegir á Islandi. Landbúnaður og sjávarútvegur hafa þá sérstöðu að vera frum- framleiðslugreinar, sem sjá iðn- aði fyrir hráefni, en sækja jafn- framt til iðnaðar framleiðslu- tæki, byggingar og þjónustu. 2. Sjávarútvegi og landbún- aði eru annars vegar takmörk sett varðandi vaxtaskilyrði og hins vegar hafa áföll vegna verðsveiflna á sjávarafurðum veruleg áhrif á atvinnu- og efnahagslff hér á landi. Þess vegna verður að efla þær grein- ar vöruframleiðslu, sem geta breikkað grundvöll atvinnulífs- ins og orðið undirstaða atvinnu- sköpunar. Til þess að fram- leiðsluiðnaður hvers konar geti haldið áfram að þróast og eflast má ekki gleyma þvi, að með vaxandi erlendri samkeppni byggist tilvera hans á því, að hann sé samkeppnishæfur hvað verð og vörugæði snertir. Það getur hann þvi aðeins orðið að hann fái sambærileg starfsskil- yrði og iðnaður í samkeppnis- löndunum. 3. Um leið og hafin er ný sókn i uppbyggingu iðnaðar ber að leggja mat á hvort aðlögunar- tíminn að EFTA hefur nýst ein- stökum iðngreinum eins og til stóð. Ef svo er ekki ætti að sækja um framlengingu á að- lögunartímanum fyrir þær greinar, sem standa höllum fæti. Ég nefni i þessu sambandi húsgagna- og innréttingafram- leiðslu, sem er ein þeirra greina, sem hvað harðast verð- ur fyrir barðinu á aukinni sam- keppni. 4. Reynslan hefur sýnt, að erfitt er að benda fyrirfram á ný tækifæri i iðnaðarfram- leiðslu til útflutnings, nema þar sem unnið er úr hraefnum frá sjávarútvegi og landbúnaði, þ.e. fiskiðnaður, niðursuðuiðn- aður, ullar-, skinna- og leður- iðnaður. Þessar greinar verða um nánustu framtið a.m.k. undirstöðugreinar útflutnings- iðnaðar auk stóriðjunnar. 5. Fyrirsjáanlegt er, að raf- orkuframleiðsla verður mjög vaxandi þáttur í efnahagslifinu á komandi árum. Með aukinni raforkuframleiðslu bæði fyrir almenning og atvinnuvegina, skapast bætt lifsskilyrði og ný tækifæri til iðnaðarframleiðslu á sviði orkufreks iðnaðar i heimi þverrandi orkuauðlinda. 6. Uppbygging og þróun á framangreindum sviðum frum- framleiðslu og úrvinnslu er háð því, að byggingar- og þjónustu- iðnaður, sem einu nafni mætti nefna stuðningsiðnað, þróist þar jafnhliða. Án framleiðslu og viðhalds framleiðslutækja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.