Morgunblaðið - 30.08.1977, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGUST 1977
Ræða Sigurðar
Kristinssonar
forseta Lands-
sambands iðnað-
armanna Við setn-
ingu Iðnþings
er ein og órofa heild
Hæstvirtur iðnaðarráðherra
og frú, bæjarstjóri, virðulegu
gestir, góðir iðnþingsfulltrúar.
Eg býð yður öll velkomin til
setningar 37. Iðnþings Islend-
inga.
Sérstök ánægja er mér að
bjóða hér velkomna vini vora
og frændur frá Norðurlöndum,
forystumenn samtaka iðnaðar,
sem við á mörgum undanförn-
um árum höfum átt góð við-
skipti við og hafa miðlað okkur
af fróðleik sínum og þekkingu.
Verið hjartanlega velkomin.
Frá síðasta Iðnþingi hafa lát-
ist nokkrir menn, sem settu
svip sinn á Iðnþing íslendinga
og við söknum í dag.
Adolf Björnsson, rafveitu-
stjóri Sauðárkróki, fæddur 28.
febrúar 1916 lést 3. febrúar
1976.
Arni Guðmundsson, bakara-
meistari Reykjavík, fæddur 2.
nóvember 1916 lést 3. nóvem-
ber 1976.
Indriði Helgason, rafvirkja-
meistari Akureyri, fæddur 7.
október 1882 lést 25. mars 1976.
Marsellíus Bernharðsson,
skipasmiðameistari ísafirði,
fæddur 16. ágúst 1897 lést 2.
febrúar 1977.
Olafur Guðmundsson, hús-
gagnasmíðameistari Reykjavík,
fæddur 1913 og lést 11. desem-
ber 1976.
Þessir menn áttu það allt
sameiginlegt að vera góðir iðn-
aðarmenn og miklir félagsmála-
menn, voru valdir til forystu og
voru verðugir þess trausts, sem
þeim var sýnt.
Þeir skiluðu miklu dagsverki
hver og einn og við stöndum i
þakkarskuld.
Ég leyfi mér að biðja við-
stadda að votta hinum látnu
félögum vorum virðingu og
þökk með því að rísa á fætur.
ÓVISSAN í
EFNAHAGSMÁLUM
Þegar við gengum til siðasta
Iðnþings, á árinu 1975, hafði
nýlega skollið yfir meiri verð-
bólgualda en nokkru sinni áður
hér á landi. Það er raunar ekk-
ert nýmæli, að við íslendingar
þurfum að berjast við verð-
bólgu, sem hefur verið fylgi-
fiskur allt frá stríðslokum. En
árið 1974 keyrði þó um þverbak
og þessi gamli meinvættur
komst upp í 55% á einu ári.
Ennþá stöndum víð í þessarí, að
því er virðist, stöðugu baráttu
við að halda verðlagi í skefjum,
þótt árangurinn hafi að undan-
förnu verið all miklu skárri, en
umrætt ár.
A árinu 1975 og fyrri hluta
ársins 1976 voru viðskiptakjör-
in mjög bágborin og verðlag á
útflutningsafurðum nægði ekki
til að vega upp á móti háu
kostnaðarhlutfalli innanlands.
Þjóðin lifði um efni frant og
greiðsluhalli gagnvart útlönd-
um varð hvorki meira né minna
an tæp 12% af þjóðartekjunumi
eða yfir 23.000 milljónir króna
á árinu 1976. Nokkuð dró úr
þessu á árinu 1976, en engu að
siður var vandinn mikill.
Rikisstjórnin hefur brugðist
við þessum vanda með ýmsum
ráðstöfunum, sem mönnum
hefur sýnst sitthvað um. Það
tæki of langan tíma að brjóta til
mergjar hverja einstaka ráð-
stöfun sem gerð hefur verið. Ég
vil þó benda á, eins og raunar
kemur fram i þeim gögnum,
sem lögð verða fyrir Iðnþingið,
að svo virðist sem verðstöðvun-
artilburðir verðlagsyfirvalda
hafi haft takmörkuð áhrif, enda
sýnist mér litlar vonir um að
svo geli orðið.
S:mræmd efnahagsstjórnun og
varanlegur bati á viðskiptakjör-
unum hafa orðið til þess að nú á
miðju ári voru horfurnar í
efnahagsmálunum all miklu
betri en verið hefur um árabil.
Nú bregður hins vegar svo
við, að nú við upphaf þessa
Iðnþings og rétt í kjölfar viða-
mikilla kjarasamninga stönd-
um við ennþá einu sinni
frammi fyrir mikilli óvissu í
efnahagsmálunum, eins og þær
fréttir, sem nú berast um erfið-
leika frystihúsanna bera vott
um. Það sem hins vegar er enn-
þá alvarlegra er að ekki má
telja útilokað, að þetta séu að-
eins fyrstu merki um erfiðleika
atvinnuveganna, sem framund-
an eru.
Menn keppast nú við að koma
sökinni hver á annan og deila
um hvort hægt hafi verið að sjá
þetta fyrir áður en kjarasamn-
ingarnir voru gerðir.
Landssamband iðnaðar-
manna tekur ekki þátt í kjara-
samningum. Það eru aðildar-
félögin sjálf, sem hafa þennan
málaflokk á sinni könnu, í sam-
ráði við Vinnuveitendasam-
band Islands. Kjaramál eru
raunar eini málaflokkurinn,
sem varðar atvinnurekstur,
sem Landssambandið lætur sig
ekki skipta. Ekki ætla ég að
brjóta þá starfsreglu og taka
þátt í fyrrnefndum deilum með
því að lýsa sök á einhvern ein-
stakan aðila. Ég hlýt hins vegar
að harma að ennþá einu sinni
skuli staðan vera þessi, rétt að
loknum kjarasamningum.
Þær sveiflur og óvissa, sem
verið hafa í efnahagsmálunum
hafa að sjálfsögðu haft áhrif á
vöxt og viðgang iðnaðarins. Það
hefur verið venjan að forseti
Landssambandsins fjalli i upp-
hafi Iðnþings um ástand og
horfur í iðnaðarmálum. Ég ætla
að bregða út af þeirri venju
hér, enda er gerð itarleg grein
fyrir þróun iðnaðarins og af-
komu í skýrslu stjórnar Lands-
sambandsins til Iðnþingsins.
Þess i stað ætla ég að freistast
til að ræða nokkuð um Lands-
sambandíð sjálft og á hvern
hátt það vill leitast við að hafa
áhrif, til hagsbóta fyrir iðnað-
inn, bæði út á við og inn á við.
barAttu samtak-
ANNAEKKI BEINT
GEGNÖÐRUM
ATVINNUGREINUM
Landssamband iðnaðar-
manna eru hagsmunasamtök
f jölmargra aðila í ýmsum grein-
um iðnaðar, bæði byggingariðn-
aðar, framleiðsluiðnaðar og
þjónustuiðnaðar. Þessar grein-
ar eiga mörg sameiginleg hags-
munamál og enn fleiri sérhags-
munamál, sem snerta ytri að-
búnað þeirra og lífsskilyrði í
íslensku þjöðfélagi og efna-
hagslífi. Það liggur í augum
uppi að samtökin hljóta hverju
sinni aó berjast fyrir þvi, að
réttur aóildarfélaganna sé ekki
fyrir borð borinn af löggjafar-
og framkvæmdavaldinu í land-
inu. Samtökin hljóta að berjast
fyrir úrbótum í lánamálum,
skattamálum, tollamálum, verð-
lagsmálum og fræðslumálum,
svo nokkuð sé nefnt af þeim
aðstöðumálum, sem samtökin
verða að leita til stjórnvalda
um úrbætur á. I slíkum málum
hlýtur ætíð að koma fram nokk-
ur samanburður á aðbúnaði
annarra atvinnuvega, annarra
greina iðnaðar, og siðast en
ekki síst iðnaðar i nágranna-
löndum okkar, sem við nú eig-
um i vaxandi samkeppni við.
Eg skal ekki leggja neinn
dóm á hversu vel hefur tekist
til um málflutning Landssam-
bands iðnaðarmanna, að því er
varðar óskir um úrbætur á að-
stöðumálum, iðnaði til handa.
Þar eru eflaust skiptar skoðan-
ir eins og gengur og kemur
hvort tveggja til, að ýmsum hef-
ur þar þótt of varlega farið i
sakirnar, en á hinn bóginn hafa
heyrst þær raddir, bæði innan
iðnaðarins, en þó einkum frá
aðilum í öðrum greinum, að of
langt sé gengið í kröfugerðinni.
Sigurður Kristinsson
í þessu sambandi vil ég leggja á
það áherslu að iðnaðurinn hef-
ur á ýmsan hátt átt undir högg
að sækja, sem vaxandi þáttur í
íslenzku atvinnulífi og því ekki
að undra þó aðilum innan
hinna hefðbundnu höfuðat-
vinnuvega þyki stundum nærri
sér höggvið. A hinn bóginn tel
ég að óskir okkar og ábending-
ar hafi að undanförnu I vaxandi
mæli verið studdar haldgóðum
rökum og verið öfgalausar og
ég vona að það komi skýrt fram
í störfum okkar og tillögugerð,
að baráttu samtakanna er ekki
beint gegn öðrum atvinnu-
greinum. Þvert á móti legg ég á
það áherslu, að atvinnulifið er
ein og órofa heild.
En samtök okkar eru annað
og meira en hópur félaga, fyrir-
tækja og einstaklinga með þann
tilgang einan að leiðarljósi, að
herja á „kerfið“ margfræga um
úrbætur á aðstöðumálum iðnað-
arins. Á okkur hvílir jafnframt
sú skylda, að vinna saman að
uppbyggingarstarfi innan sam-
takanna. Með öflugri fræðslu-
starfsemi og ráðgjafarþjónustu
fyrir stjórnendur fyrirtækj-
anna er komið að öðru og e.t.v.
enn veigameira hlutverki sam-
taka okkar. Þar er mests árang-
urs að vænta, en jafnframt
reynir á því sviði mest á styrk
samtakanna, innri styrk þeirra,
sem felst i samtakamættinum.
Við hljótum að gera okkur Ijóst,
að þróun islensks iðnaðar á
næstu árum krefst mjög auk-
innar tæknivæðingar, stöðlunar
í hönnun, sérhæfingar og siðast
en ekki sist aukinnar samvinnu
fyrirtækja á ýmsum sviðum.
Hvergi er réttari og eðlilegri
grundvöllur til að vinna að
þessum málum, en einmitt inn-
an frjálsra og stórra samtaka,
eins og Landssambands iðnað-
armanna. An virkrar þátttöku
samtakanna á þessu sviði tel ég
að þau standi vart undir nafni
sem hagsmunasamtök iðnaðar-
ins.
Að þessu hefur verið unnið
með eflingu Landssambandsins
og fjölgun starfsfólks og mun
ég beita mér fyrir að áfram
verði haldið á þeirri braut. Ég
tel að nú sé svo komið, að
Landssambandið hafi aldrei
staðið betur að vigi, bæði að því
er varðar aðstöðu til að koma
sjónarmiðum sínum á framfæri
við hið opinbera og almenning,
og ennfremur til að hafa áhrif
inn á við gagnvart ýmsu, sem
lagfæra þarf í iðnfyrirtækjun-
um sjálfum.
Ég mun hér á eftir vikja að
nokkrum þáttum í starfsemi
Landssamandsins frá síðasta
Iðnþingi tii þess að skýra þetta
nánar.
ATHUGANIR A
EINSTÖKUM
IÐNGREINUM
Landssambandið hefur kom-
ið sér upp safni upplýsinga um
hvers konar atriði, er áhrif hafa
á þróun efnahags- og atvinnu-
mála all langt aftur í tímann.
Sérstaklega hefur verið safnað
upplýsingum um alla iðnaðar-
starfsemi i landinu og aðra at-
vinnustarfsemi, þannig að hægt
sé að bera saman þróun iðnað-
arins við þróun annarra at-
vinnuvega. Má fullyrða að
Landssambandið standi nú ekki
verr, og jafnvel betur að vigi,
en önnur hliðstæð samtök hér á
landi hvað varðar nauðsynlegar
upplýsingar, til að styðja kröf-
ur sínar og stefnu i þeim mál-
efnum, sem samtökin vilja hafa
áhrif á. Má t.d. nefna að Lands-
sambandið hefur látið tölvu-
vinna fyrir sig sérstaka sundur-
liðun á iðnaðarkafla Slysa-
tryggingaskrárinnar, sem er að-
al heimild Hagstofunnar og
annarra.opinberra stofnana um
mannafla hinna ýmsu atvinnu-
greina. Hefur Landssambandið
að þessu leyti betri upplýsingar
um mannafla í iðnaði hér á
landi en nokkur annar aðili
hérlendis og hefur þráfaldlega
látið opknberum stofnunum,
samtökum og öðrum aðilum í té
ýmsan fróðleik í þessu sam-
bandi.
Á undanförnum árum hefur
verið gerð athugun á ýmsum
iðngreinum hér á landi. Iðnþró-
unarsjóður hefur átt frum-
kvæðið að flestum þessum at-
hugunum, sem gerðar hafa ver-
ið i samráði við iðnaðarráðu-
neytið. Landssambandið hefur
jafnan átt fulltrúa i nefndum,
sem ýmist hafa fylgst með at-
hugununum eða unnið að fram-
kvæmd tillagna þeirra í þeim
greinum, sem eru á hagsmuna-
sviði Landssambandsins. Hins
vegar hefur sambandið ekki
fyrr en nú haft starfskraft til
þess að taka átt í slikum iðn-
greinaathugunum og þess
vegna ekki getað haft þau áhrif
á sjálfa vinnuna, sem skyldi.
Þetta framtak Iðnþróunar-
sjóðs er mjög lofsvert og ber að
þakka, en af eðlilegum ástæð-
um nær það aðeins til tiltölu-
lega takmarkaðs hluta iðnaðar-
ins. Þar sem litlir tilburðir hafa
verið uppi um það að opinberir
aðilar létu framkvæma slíkar
athuganir á breiðum grund-
velli, hyggst Landssambandið
bæta þarna úr. Auk þess hyggst
það leggja skerf til, eða fylgjast
vel með slíku framtaki hjá öðr-
um, sé þess óskað.
Starfsmenn Landssambands-
ins hafa i samræmi við þetta
hafið þetta starf og gert athug-
un á iðngreininni brauð- og
kökugerð, þar sem settar hafa
verið fram tillögur um hvað
gera þurfi I þessari grein til
þess að hún haldi velli í sífellt
aukinni samkeppni.
Einnig tók Landssambandið
ásamt Iðnþróunarstofnun ís-
lands, Rannsóknastofnun iðn-
aðarins og Sambandi málm- og
skipasmiðja, þátt i athugun
þeirri á skipasmíða- og skipa-
viðgerðaiðnaðinum, sem unnið
hefur verið að áundanförnum
mánuðum.
I kjölfar athugana á einstök-
um iðngreinum eða i tengslum
við almennar iðnþróunaráætl-
anir, sem gerðar hafa verið hér
á landi á undanförnum árum,
hafa ekki ósjaldan fylgt aðgerð-
ir, sem hafa haft að markmiði
hagræðingu innan fyrirtækja
eða í viðkomandi iðngreinum.
Aðgerðir þessar hafa oftast ver-
ið studdar af sjóðum þeim, sem
veita styrki i skipulögð hagræð-
ingarverkefni í fyrirtækjahóp-
um eða iðngreinum, og ber Iðn-
þróunarsjóð þar hæst. Hafa þau
verið skipulögð og þeim stýrt af
hagsmunaaðilum (oft samtök-
um) og sjóðum og gjarnan hafa
aðkeyptir ráðgjafar verið
fengnir til að leysa af hendi
ájálfa vinnuna.
Landssambandið hafði til
skamms tíma lítil sem engin
afskipti af verkefnum af þessu
tagi, önnur en aðild að nefnda-
starfi. Með ráðningu vel mennt-
aðra starfskrafta hafa nú skap-
ast góðir möguleikar á þátttöku
i slfku starfi, auk þess sem
Landssambandið mun smám
saman geta unnið algerlega
sjálfstætt á þessu sviði og ef
það þykir æskilegt veitt beina
ráðgjöf og tækniaðstoð sjálft.
Landssambandið hefur
skipulagt og haft frumkvæði að
einu hagræðingarverkefni og
átt meðaðild að fleirum.
Mörg verkefni af þessu tagi
eru framundan. Meðal annars
hefur verið undirbúið þróunar-
verkefni í byggingariðnaði, er
hafi það að markmiði að taka til
athugunar hvernig megi auka
afköst byggingariðnaðarins og
hvaða aðferðir til þess muni
falla best að þörfum byggingar-
iðnaðarins og byggjendanna.
Mikil vinna hefur verið lögð í
undirbúning og skipulagningu
fræðslufunda og hefur starfið
miðast að því að reyna að finna
hvar þörfin fyrir fræðslu er
mest og á hvaða sviðum. Öllum
fyrirtækjum innan Landssam-
bandsins hefur verið boðið að
fá til sín fræðslufundi um ýmsa
þætti fyrirtækjareksturs, svo
sem áætlanagerð, bókhald,