Morgunblaðið - 30.08.1977, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 30.08.1977, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. AGtJST 1977 47 Aðalfundur NAUST: Vill FRH3LAND á Kverkfjallasvæðinu AÐALFUNDUR Náttúruverndar- samtaka Austurlands — NAUST — var haldinn f Sigurðarskála við Kverkfjöll dagana 20.—21. ágúst og sóttu hann um 80 manns. Voru þátttakendur úr mörgum byggðarlögum f jórðungsins. Það kom fram í skýrslu stjórnar að helzta nýmæli hjá samtökun- um á árinu var aðild að kynningarviku Sambands íslenzkra náttúruverndarfélaga (SÍN) í Norræna húsinu um sumarmál og gerð sýningar um verkefni samtakanna og náttúru- verndarmál á Austurlandi, en sýning þessi hefur í sumar verið uppi í sumarhótelinu á Hallorms- stað og verður m.a. boðin skólum á Austurlandi til afnota í vetur. Þess utan var unnið áfram að margháttuðum náttúruverndar- málum í samvinnu við náttúru- verndarráð, sveitarstjórnir, land- eigendur og ýmsar opinberar stofnanir. Gefið var út fréttabréf eins og árið áður og sent félags- mönnum og ýmsum fleiri aðilum. í fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu hefur borist frá aðalfundi NAUST segir, að frið- lýsingarmál séu mörg á dagskrá samtakanna, en á síðasta starfsári Úganda: Nöfn Bandaríkja- mannanna 3ja ekki á skrá í Washington Washington, 29. ágúst. — Reut- er. BANDARlSKA utanrikisráðu- neytið sagði í kvöld að það hefði hvergi á skrá hjá sér nöfn þriggja Bandarikjamanna, sem fregnir um helgina hermdu að öryggislög- regla Idi Amins Ugandaforseta hefði hálshöggvið á hóteli i Kampala. Við athugun á vega- bréfaskrá i Washington hefði nöfn mannanna þriggja hvergi verið að finna. Sagði talsmaður ráðuneytisins að bandarisk sendi- ráð i nágrannalöndum Uganda hefðu verið beðin að kanna málið. hafi komist i höfn með tilstyrk náttúruverndarráðs friðlýsing á stóru svæði á Lónsöræfum, sem rómað er fyrir náttúrufegurð og fjölbreytni. Einnig lögðu samtök- in lið stofnun friðlands við Salt- höfða hjá Fagurhólsmýri og unnið var að undirbúningi að stóru votlendisfriðlandi í Hjalta- staðaþinghá á Ut-Héraði. — A fundinum var ályktað sérstaklega um stofnun friðlands í Kverkfjöll- um og Krepputungu og stjórn NAUST falið að vinna að fram- gangi þess máls við náttúru- verndarráð og hlutaðeigandi aðila. I fréttatilkynningunni segir ennfremur, að framkvæmdir og undirbúningur vegna vatnsafla- virkjana hafi um árabil verið á dagskrá hjá NAUST og þannig hafi samtökin átt frumkvæði að stofnun Lagarfljótsnefndar. I fyrrahaust hafi iðnaðarráðuneyt- ið gefið út rekstrarleyfi til RARIK vegna vatnsmiðlunar í Lagarfljóti, þar sem tekið sé tillit til meginviðhorfa Lagarfljóts- nefndar. Þá segir að nú liggi fyrir óskir frá RARIK um aukna miðlun á næsta vetri á meðan samtenging sé ekki komin við aðra landshluta og sé það mál nú í athugun milli aðila. Upplýst var á fundinum, að nýlega hefði verið samið um náttúruverndarkönnun á svæði svonefndrar Austurlandsvirkjun- ar og feli sú könnun í sér allítar- lega úttekt á landi og lffríki á þeim svæðum sem mannvirki og þá einkum miðlunarlón myndu raska. Hefur náttúrugripasafnið í Neskaupstað umsjón með þessu verki og hafa staðið yfir gróður- rannsóknir á Eyjabakkasvæóinú siðustu vikur i framhaldi af frum- athugunum sumarið 1975. Verður þannig unnið að úttekt á svæðinu frá Hraunum vestur fyrir Jökulsá á Brú næstu þrjú árin, en virkjunarrannsóknir eru hafnar að nýju vegna „Austurlands- virkjunar" eftir nokkurt hlé. Hjörleifur Guttormsson, Neskaupstað, var endurkjörinn formaður samtakanna, en með honum í stjórn eru Páll Sig- björnsson, Skriðuklaustri, Egill Guðlaugsson og Ari Guðjónsson. — íþróttir Framhald af bls. 23 fékk í kvennakeppninni, og raunverulega meira, ef þáttur hennar í boðhlaupinu er tekinn með i reikninginn. Munar gíf- urlega miklu fyrir félög að eiga slíkt afreksfólk i sínum röðum. Sem fyrr greinir var IR alltaf hinn öruggi sigurvegari i keppninni en baráttan um ann- að sætið var hins vegar lengst af mjög hörð. Voru KR-ingar um tíma í þvi sæti, en þegar leið að lokum keppninnar komst UMSK-fólkið, sem allt er reyndar úr Kópavogsfélaginu Breiðabliki i það, en Armenn- ingar nældu sér síðan í það með góðri frammistöðu i siðustu keppnisgreinunum. Er greini- legt að Ármanni vantar ekki mikið í að koma fram með það gott keppnislið að það geti veitt ÍR nokkra keppni. — Krónan Framhald af bls. 48 því sem gengisskráning yrði birt að nýju. Davið kvað þó ekki verða um neina verulega breytingu á skráningu islenzku krónunnar að ræða, enga gengisfellingu i þeim skilningi heldur gengissig til sam- ræmis við gengisbreytingu norska og danska gjaldmiðilsins. Davið var spurður um bein áhrif gengisbreytingar norrænu gjaldmiðlanna og kvað hann hana snerta íslenzkt efnahagslif með tvennum hætti, annars vegna beinna viðskipta okkar vió þessi lönd og hins vegar vegna sam- keppni okkar við norska og danska aðila á fiskmörkuðunum. Ennfremur sagði Davið að portú- gölsk stjórnvöld hefði ákveðið sig gjaldmiðilsins þar i landi, sem einnig gæti haft áhrif á söluað- stöðu okkar á saltfiski þar. — Gjaldeyris- mál Framhald af bls. 1 Sænska stjórnin sagði í tilkynn- ingu um gengislækkunina, að Sví- ar myndu aftur taka þátt i snáka- samstarfinu, er tekizt hefði að rétta viðskiptahallann við útlönd við, en erlendir fjármálasérfræð- ingar telja litlar likur á að svo verði. Gjaldmiðlar þeirra þjóða, sem aðild eiga að þessu snáks- kerfi fá aðeins að fljóta innan mjög þröngra marka gagnvart hver öðrum. Kerfi þessu var kom- ið á 1972 af EBE-löndunum, en Bretar og Irar hættu fljótlega þátttöku, Frakkar 1974, ætluðu að koma aftur eftir 18 mánuði, en hættu endanlega i marz 1976. Svenska Dagbladet sagði í morgun að gjaldeyrisvarasjóður Svía hefði snarminnkað á undan- förnum mánuði og siðustu vikurn- ar hefði minnkunin numið um 90 milljón sterlingspundum á viku. Er því einkum kennt um að vegna hækkandi launa á timum minnk- andi útflutnit:gs hafi sænska stjórnin staðið undir miklum niðurgreiðslum og styrkveiting- um til að halda framleiðslu gang- andi og atvinnuleysi í skefjum. Segja hagfræðingar að á sl. 5 ár- um hafi laun i Svíþjóð hækkað þrisvar sinnum meira en laun í V-Þýzkalandi, sem er helzti keppi- nautur Svia á útflutningsmörkuð- um Evrópu. Fjármálasérfræðingar segja að þróunin á gjaldeyrismörkuðum muni á næstu dögum gefa vís- bendingu um áhrif þessara aðgerða, en fremur er talið líklegt að staða marksins muni aðeins veikjast en dollarinn styrkjast. Dollar lækkaði verulega á gjald- eyrismörkuðum i Sviss í dag, en hækkaði aftur fyrir lokun nokkuð umfram skráningu hans á föstu- dag. Stjórnmálafréttaritarar í Svi- þjóð segja að stjórn Thorbjörns Fálldins' forsætisráðherra eigi fyrir höndum erfiðar samninga- viðræður við verkalýðsfélög í landinu um samkomulag um tak- markanir á launahækkunum. Verkalýðsleiðtogar og stjórnar- andstaðan gagnrýndi ákvörðun stjórnarinnar harðlega í dag og sagði Olof Palme, fyrrum for- sætisráðherra, að gengisfellingin hefði verið illa skipulögð, næstum eins og ofsahræðsluaðgerð. Óþarfi hefði verið fyrir Svía að segja sig úr snákssamstarfinu. Verkalýðsleiðtoginn Harry Fjellstrom sagði að ef verðlag hækkaði verulega á næstunni myndi það hafa i för með sér mikla óánægju meðal verkafólks. Sem fyrr segir tekur finnska stjórnin ekki ákvörðun um aðgerðir fyrr en á morgun, en i samningum verkalýðsfélaga þar í landi er kveðið á um sjálfkrafa launahækkanir ef veruleg breyt- ing verði á gengi finnsku krón- unnar. — Danmörk Framhald af bls. 1 eitthvað meðan stjórnmálaleið- togarnir leita að grundvelli breiðara stjórnarsamstarfs. Stjórnmálafréttaritarar i Kaupmannahöfn telja vist að gengisfellingin i dag hafi opnað augu stjórnmálaleiðtoganna um nauðsyn þess að gripa til efnahagsaðgerða hið fyrsta, en bæði leiðtogar verkalýðsfélag- anna og atvinnurekenda hafa gagnrýnt gengislækkunina. — Umm 200 manns Framhald af bls. 2. þessu móti yrði unnt að gera upp við sjómennina og útgerðin ætti fyrir olíu á togarann, þvi að ella hefði þurft að leggja honum. „Við treystum á að til komi einhverjaF aðgerðir sem leysi þennan hnút, því að eins og nú háttar hrökkva afurðirnar ekki fyrir fiskverðinu og vinnulaunum," sagði Páll. Þór Hagalín, sveitarstjóri á Eyr- arbakka, tók i sama streng, og kvað öllu starfsfólki þar að heita mætti hafa verið sagt upp störf- um, alls um 80 manns, og væru vart nema 5—6 menn enn við störf, verkstjórar, vélgæzlumenn og bilstjórar. Astandið væri áþekkt á Stokkseyri en þó kvaðst hann ekki viss um hvort stöðvun- in þar væri jafn algjör. Þór sagði einnig, að aðeins væri timaspurs- mál hvenær bátaflotinn stöðvað- ist og bættust þar við um 50 menn á atvinnuleysiskrá. Tvær saltfisk- verkunarstöðvar væru á staðnum og ráðgert væri að reyna að vinna eitthvað af aflanum þar og einnig hefði verið þreifað fyrir sér um löndun í öðrum höfnum, en útlitið væri ekki of bjart. I ályktun verkalýðsfélaganna í Arnessýslu kemur fram, að þau telja það alvarlegan hlut að frysti- húsin á félagssvæðinu skuli hafa sagt upp öllu verkafólki og að togararnir, sem keyptir voru sem atvinnuleg bjargráðatæki, selji — með samþykki stjórnvalda — afl- ann óunninn úr landi og er þvi mótmælt sérstaklega i ályktun- inni. Er íhaldsstefna núverandi ríkisstjórnar talin höfuðorsök i rekstrar- og afkomumálum frysti- húsanna. 1 ályktun Verkalýðsfélags Hveragerðis kemur fram að fund- ur, sem þar var haldinn, harmar ákvörðun forráðamanna Meitils- ins að láta togarann Jón Vídalin fara i söluferð á sama tima og starfsfólki er sagt upp störfum og litur stjórn félagsins þannig á að með þessum vinnubrögðum sé brostið það gagnkvæma traust er rikt hafi milli Meitilsins og Verkalýðsfélagsins, eins og segir i fréttatilkynningunni. V rv" Tískusýnlngar semtalaðerum Til þess að setja upp afbragðs tískusýn- ingu, þarf í fyrsta lagi frábært sýningarfólk, öðru lagi fallegan og skemmtilegan fatnað og í þriðja lagi huggulegt umhverfi, tónlist og Ijósagang. Allt þetta er til staðar á tískusýningum okkar. Nýjasta hausttiskan í kven- og karl- mannafatnaði. (Barnaföt einnig.) Umhverfið skreytt — nýr tískusýningar- pallur á áhorfendasvæði Laugardalshallar, tónlistin og Ijósakerfið betra en nokkru sinni fyrr. Og síðast en ekki síst höfum við úrval tískusýningarfólks úr Modelsamtökunum og Karon sem hefur tekið höndum saman um að gera þessar tiskusýningar glæsilegar og eftirminnilegar. 34 tiskusýningar meðan á sýningunni stendur. Dagskrá á tiskusýninga- og skemmti- palli: Þriðjudagur 30. ágúst kl. 1 8.00 tískusýning kl 20.45 Ríó Miðvikudagur 31. ágúst kl. 1 6.00 tískusýning barnafatne kl. 18 00 Ríó kl. 20.45 tiskusýning. Fimmtudagur 1 . september. kl. 1 8 tískusýning kl. 20:45 tiskusýning kl 22 Ríó. Vinningar í gestahappdrætti: 17 Sharp litsjónvarpstæki frá Karna- bæ og fjölskylduferð til Flórida á vegum Útsýnar. Dregið daglega. Heimilið'77 ersýningarviðburður ársins HEIHILIÐ77 &

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.