Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1977 Skuttogari til Stöd varfj ardar NÝR skuttogari, Kamba- röst SU 200, kom til Stöðvarfjarðar í gær. Kambaröst er um 500 Iestir og er þetta þriðja skipið frá Stöðvarfirði, sem ber þetta nafn. Eig- andi er Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar. Kambaröst var smíðuð hjá Solvær í Noregi og er togarinn með búnað til bæði botn- og flotvörpu- veiða. Skipstjóri á Kamba- röst er Auðunn Auðuns- son. Ljósm. Mbl.: Ó.K.M. Ástæður samdráttar í mjólkursölunni: Ljðs og skuggar Náðun án afplánunar: Byggð á mati á aðstæðum Aróður lækna, aukin undanrennusala og áhrif - segir ráðuneytisstjórinn Víðtæk leit gerð að 25 ára göml- um manni VlÐTÆK leit hefur verið gerð tvo undanfarna daga að 25 ára gömlum manni, Kristni Davfðs- syni, sem ekkert hefur spurzt til sfðan á sunnudaginn. Hafa leitar- flokkar og lögreglumenn leitað í Reykjavík og nágrenni en leitin hafði engan árangur borið í gær- kvöldi. Kristinn Davíðsson er 178 cm að hæð, grannvaxinn, með dökkskol- litað hár, fremur sitt. Hann var klæddur í grænleita Kettuúlpu, Ijósbláar gallabuxur og á fótum hafði hann svartar gúmmí- bomsur. Þeir sem telja sig geta veitt uppiýsingar um ferðir Krist- ins eftir klukkan 18 á sunnudag- inn eru beðnir að láta lögregluna vita. Hjálmar Ólafsson áfram konrektor HJÁLMAR Ólafsson, sem gegnt hefur starfi konrektors við Menntaskólann i Hamrahlíð, hef- ur verið skipaður til að gegna því starfi áfram til næstu fimm ára. Nýmjólk frá yfirvinnubanninu - segir framkvæmdastjóri Mjólkursamsölunnar — VIÐ hja Molkursamsölunni teljum að ástæðurnar fyrir þessum samdrætti í mjólkur- sölunni séu einkum þrjár. Fyrst er að á meðan yfirvinnu- bannið slóð yfir gálum við ekki fullnægl eftirspurn eftir mjólk og mjólkurvörum. Þá hafa læknar haldið uppi mjög sterk- um áróðri fyrir minni neyzlu mjólkur fitu að undanförnu. Hvort sem þessi áróður er ástæða f.vrir þriðja atriðinu þá er það staðreynd það er mikil aukning í sölu undanrennu á sama tíma og salan á nýmjólk- inni dregsl saman. sagði Guð- laugur Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík, er við spurðum um ástæður la-plega 6% samdráttar í mjólkursöl- unni s.l. 1‘A ár. sem skýrt var frá í blaðinu í ga>r. Guðlaugur njjfndi sem dæmi um samdráttinn í sölu mjólkur en aukna sölu á undanrennu að á sama tíma og mjólkursalan hefði dregizt saman um 66.500 lítra þá hefði undanrennusalan aukizt um 109.500 lítra. Þá hefði sala á mysu aukizt mikið eða um 52% í júní og 110% í júlímánuði — Þessi neyzlu- breyting hefur veruleg áhrif á afkomu mjólkurbúanna, þvi söluverðmæti þeirrar undan- rennu, sem nemur söluaukn- ingunni, er 14,3 milljónum króna Iægri heldur en ef þetta sama magn hefði verið selt sem neyzlumjólk. Ég er þeirrar skoð- unar að verðið á undanrenn- unni sé of lágt miðað við verðið á nýmjólkinni og lægra heldur en neytendur væru fúsir til að greiða fyrir hana. Samkvæmt því verði sem tekur gildi nú 1. september kostar hver litri af undanrennu 61 krónu en mjólk- urlítirinn 92 krónur. Þetta er algjörlega óraunhæfur munur, sagði Guðlaugur. Framhald á bls 22. IIINN 10. ágúst s.l. náðaði dr. Kristján Eldjárn, forseti Islands, að tillögu Olafs Jóhannessonar dómsmálaráðherra Hjalla Har- aldsson Vtra-Garðshorni í Svarfaðardal, fyrrum oddvita Svarfaðardalshrepps. Hjalti hafði gerzt sekur um fjárdrátt frá hreppnum í oddvitatíð sinni árin 1964—’74, samtals að upphæð 1354 þúsund krónur, en fé þetta endurgreiddi hann sfðar. Ákæru- valdið höfðaði mál á hendur Hjalta og féll hæstarréttardómur f málinu 24. maí s.l. og var hann þar dæmdur í 6 mánaóa fangelsi og honum auk þess gert að greiða allan áfryjunarkostnað sakarinn- ar, en Hjalli hafði áfrýjað héraðs- dómi. Hjalti hafði ekki afplánað neill af dómnum er hann var náð- aður. Baldur Möller, ráðuneytisstjóri i dómsmálaráðuneytinu tjáði Mbl. í gær að beiðni um náðun hefði borizt ráðuneytinu í júlimánuði s.l. Dömsmálaráðherra hefði tekið erindið til athugunar og orðið við beiðninni eftir að hafa skoðað málavöxtu og þau rök, sem fylgdu beiðninni. Ráðherra hefði síðan lagt til við forseta íslands að Hjalti yrði náðaður. Sagði Baldur að þar til grundvallar hefði legið persónulegt mat ráðherra og væri náðunin gerð á hans ábyrgð. Baldur Möller sagði að dóms- málaráðherra hverju sinni hefði alveg óskorað vald til þess að ákveða náðanir. Skipti þá engu hvort hinn dæmdi hefði afplánað Framhald af bls. 2. Þóra Baldursdóttir. Nafn stúlkunn- ar sem lézt STÚLKAN, sem beið bana er hún féll fram af svölum á 5. hæð húss á Costa Brava á Spáni, hét Þóra Baldursdóttir, Fornuströnd 4, Sel- tjarnarnesi. Þóra heitin var 15 ára gömul. Slysið átti sér stað s.l. sunnudag en um nánari tildrög slyssins er ekki vitað. Þóra var á ferð með foreldrum sínum. Fengu síld vid Hrollaugseyjar „SÍLDIN er ekki nógu feit til að salta hana og hún er frekar hlönduð“, sagði Hermann Hansson, kaup- félagsstjóri á Hornafirði, í samtali við Mbl. í gær, en tfu hátar lönduðu síld þar í gær; samtals um 500 tunn- um. Tveir hátanna, Akurey og Steinunn, fengu síldar- afla við Hrolllaugseyjar, 135 tunnur hvor, en hinir fengu aflann í Horna- fjarðardjúpi. Þá fengu sjö reknetabátar síld undan Malarrifi í gær og Skógey fékk síld á Reyðarfirði. I gær ákvaó yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegs- ins lágmarksverð á síld til frystingar og söltunar á síldarvertíð 1977; 71 krónu fyrir kílóiö af stórsíld, 33 sm og stærri, 53 krónur fyrir kílóið af millisíld, 30—33 sm, og 41 krónu fyr- AÐALFUNDUR Stéttarsambands bænda samþykkti í gær tillögur framlciðslunefndar fundarins um ráðstafanir vegna fyrirsjáan- legs vanda f markaðsmálum land- ir kílóið af smásíid, undir 30 sm. Hjá Hraðfrystihúsi Olafsvíkur er nú búið að frysta yfir 200 lestir af síld. Til Ólafsvíkur komu í gær Halldór Jónsson með 130 tunnur, Steinunn með 110 tunnur og Matthildur með 70 tunnur. Að sögn fréttaritara Mbl. í Ölafsvík, Helga Kristjánssonar virðist sild- in fara batnandi, þar sem í gær fóru 27 stykki í 9 kílóa pakkning- ar, en áður þurfti 29—30 síldar. Til Grundarfjarðar fór Siglunes búnaðarins, en tillaga þessi var kynnl í frétt í blaðinu í gier. Mikl- ar umræður urðu um tillöguna og var hún samþ.vkkt að viðhöfðu nafnakalli en 37 sögðu já, nei sögðu 6 og 3 greiddu ekki at- kvæði. 1 samtali við Gunnar Guð- bjartsson, formann samhandsins, að afloknum fundinum kom fram að ætlunin er að það verðjöfnun- argjald af framleiðslunni, sem lillagan gerir ráð fyrir verði inn- heimt af kindakjötsinnleggi bænda sl. haust og fari ekki út f verðlag kjötsins. Til þess að efni tillögunnar um gjald á innfluttan fóðurbæti og heimild til að ákveða lægra verð fyrir aukna framleiðslu á hverri jörð komi til framkvæmda þarf að gera laga- breytingu en Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur heimild í lögum til að innheimta verðjöfn- unargjald af framleiðslunni. Gunnar sagði að verðjöfnunar- gjald á kindakjötsframleiðsluna yrði innheimt til að greiða þær útflutningsbætur, sem eftir yrðu þegar ríkissjóður hefði greitt sinn hluta samkvæmt fyrirmælum í Framhald á bls. 26 Framhald á bls 22. Stéttarsambandsfundur samþykkti: Verdjöfnunargjaldid, fóðurbætisskattinn og kvótakerfid

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.