Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1977 27 Dr. Bjarni Þjóðleifsson læknir: Skynsamlegt mataræði Dr. Stef áni Aðalsteinssyni svarað Hver er gegn íslenzkum landbúnaði? Dr. Stefán heldur því fram á fleiri en einum stað í greinum sinum, að þær ráðleggingar, sem settar voru fram (A) einblíni á fituna i fæðinu, (B) feli í sér stórfellda breytingu á mataræði landsmanna og (C) jafngildi at- lögu eða árás á íslenzkan land- búnað. Litum nánar á. Þær ráðleggingar, sem settar voru fram voru i fjórum liðum (liðir a-d). Ráðlagt var að draga úr ofáti á mat af öllu tagi, að draga bæri úr neyzlu á fitu og sykri og að auka bæri neyzlu á mörgum dýraafurðum, grófu korni og garðávöxtum en í þess- um síðastöldu fæðutegundum eru m.a. dýrmæt trefjaefni. Fitan var afgreidd i B-lið og virðist hún vera eini ásteytingarsteinninn. Það er því ákaflega einkennilegt að tala um að einblínt hafi verið á fitu. í b-lið ráðlegginganna var lagt til að fituneyzla yrði minnkuð úr 40% í 35% af hitaeiningum i dag- legu fæði. Þetta jafngildir 10—15% lækkun. Telst þetta stór- felld breyting á mataræði þjóðar- innar? Um það geta aðrir dæmt. Þær breytingar, sem ráðlagðar eru, fela í sér aukna neyzlu á mögrum kjöt- og mjólkurafurðum á kostnað feitari afurða og veru- lega aukningu í neyzlu garð- ávaxta, einkum grænmetis. Eng- um dettur i hug, að unnt sé að vinna að þessum breytingum nema með ákveðnum skipulags- breytingum i framleiðslu og sölu búvara, en að þetta jafngildi því að skera upp herör gegn þessum afurðum nær auðvitað ekki nokk- urri átt. Lögð var áherzla á betri nýt- ingu á hinum fitusnauðu þáttum mjólkur. Þessi boðskapur felur i sér viðurkenningu á þvi, að það sé ekki offramleiðsla á mjólk á ís- landi, heldur aðeins á mjólkur- fitu, á sama hátt og það er of mikill innflutningur á harðfeiti til smjörlíkisgerðar. Til eru ýms- ar leiðir til þess að lagfæra þetta. Dr. Björn Sigurbjörnsson hefur bent á, að það sé jafnauðvelt að minnka fitu í mjólk með kynbót- um eins og að auka hana á sínum tíma. Ef til vill skiptir enn meira máli, að neytendur væru án efa tilbúnir að borga næstum jafn- mikið fyrir léttmjólk eins og ný- mjólk. Landbúnaðurinn fengi þar með fituna fyrir næstum því ekk- ert. Loks var lögð á það áherzla að nýta bæri skyrmysuna. Tæplega getur þetta jafngilt árás á íslenzk- an landbúnað. Lögð var áherzla á betra kjöt- mat og að stutt yrði rækilega við viðleitni Dr. Halldórs Pálssonar, búnaðarmálastjóra, að hækka enn frekar vöðvahlutfall I íslenzka lambakjötinu. Jafngildir þetta að skera upp herör gegn neyzlu búfjárafurða á íslandi? Loks var bent á hvé hátt fituhlutfall er I ýmsum unnum kjötvörum. Til allrar haniingju eru nú gengnar í gildi reglugerðir um merkingu varnings af þessu tagi svo neyt- endur geta sjálfir valið um. Það er augljóst af þessari samantekt, að íslenzk manneldis- stefna gerir lítið i þá átt að draga úr mikilvægi íslenzks landbúnað- ar. Hún gerir þvert á móti auknar kröfur til hans og ætti með timan- úm að geta orðið til þess að flýta fyrir því aó fleiri s'toðum yrði skotið undir þennan lífsnauðsyn- lega atvinnuveg. Þetta gildir auð- vitað ekki síst um aukna fram- leióslu jurtaafurða. Mikið er í húfi að íslendingar verði sjáifum sér nógir á þessu sviði sem fyrst. Þessi atvinnugrein ættí auk þess að geta skapað meiri fjölbreytni í vinnuháttum islenzkrar bænda- stéttar. Það er vafasöm þjónusta við íslenzka bændur, þegar for- vígismenn þeirra bregðast svo öndverðir við nýjum sjónarmið- um í manneldismálum. Fáein orð um sjálfsnám Það er aðdáunarvert þegar leik- menn eða sérfræðingar taka það upp hjá sjálfum sér að brjóta til mergjar I kyrrþey ákveðin svið mannlegrar þekkingar. Framtak dr. Stefáns Aðalsteinssonar búfjárfræðings er því í alla staði lofsvert, en þó óvenjulegt að því leyti, að hann hefur frá upphafi gefið alþjóð kost á að fylgjast með för sinni um völundarhús næringarfræðinnar á síðum Morgunblaðsins. í síðustu grein sinni þann 20. ágúst s.l., þeirri tfundu um þetta efni á rúmu ári (ef rétt hefur verið talið), gerir höfundur víð- reist og sést glögglega að hann er um þessar mundir að nema dr. med. Astrup frá Danmörku og dr. Yudkin frá Bretlandi. I þessari grein kastar höfundur mæðinni ef svo mætti segja og rifjar upp hvers hann hefur helzt orðið vís- ari. Það má að vísu segja, að nokkrar missagnir slæðist með í textanum, en tæplega er við öðru að búast og ekki ástæða til þess að elta ólar við það. Hitt er þó ögn alvarlegra, að greinin ber þess ýmis merki, að höfundur sé rétt að drukknun komin í eigin gagna- flóði. Ég get þvi ekki stillt mig um að kasta til hans fáeinum hvatningarorðum og leiðbeining- um ef það gæti orðið til þess að flýta fyrir námi hans og beina athygli hans að þeim vísinda- mönnum, sem meir hefur orðið ágengt á þessum vettvangi en þeim annars ágætu mönnum Astrup og Udkin. Tilvitnanir í skrif Dr. Stefáns Stefán vitnar I eldistilraunir á kúm (Mbl. 20. ágúst) og segir frá Seinni grein: Bændur, kýr og kólesteról þvf, að sé þeim gefin sólblómaolía í fóðri hækki kólesteról i blóði þeirra. Ekki skal dregið í efa að þetta sé rétt enda er þetta nær- tækt dæmi fyrir búfjárfræðing. Gallinn er bara sá, að sitt er hvað maður og kýr. Dr. Stefán veit það sjálfsagt undir niðri, að eldistil- raunir á kúm og öðrum jórturdýr- um koma að litlu gagni varðandi rannsóknir á sjúkdómum í mönn- um vegna þess hve meltingarfæri þeirra eru frábrugðin. Sama máli gegnir um rottur, sem eru ónæm- ar fyrir æðakölkun og kanínur, sem eru jurtaætur, svo nefndar séu aðrar dýrategúndir sem Stefán vitnar til. Góðir vísinda- menn, sem vinna á þessu sviði, nota aðallega svin og vissar apa- tegundir. Með því að hlaupa yfir þær greinar, sem fjalla um aðrar dýrategundir, getur höfundurinn því sparað sér talsverðan tlma við áframhaldandi gagnasöfnun. Enn betra væri þó ef dr. Stefán kynnti sér eitthvað af þeim fjölda manneldistilrauna, sem gerðar hafa verið, t.d. „sjölandarann- sóknina" (American Heart Association Monograph No. 29). í svargrein til dr. Gunnars Sigurðssonar læknis bendir dr. Stefán honum á, að „nýlega er farið að gefa gaum efni I blóði, sem kallað er HDL-þáttur (high- density lipoprotein)." Það er alveg rétt hjá dr. Stefáni að þessi þáttur gegnir mikilvægu hlut- verki við fituefnaskiptin. Senni- lega væri einfaldast fyrir dr. Stefán, að’afla sér frekari upplýs- inga um þetta atriði hjá dr. Gunn- ari sjálfum, sem einmitt lauk doktorsritgerð m.a. um þetta efni árið 1975. í nlundu grein sinni (6. ágúst) vitnar Stefán I Jónas frá Hrafna- gili og bendir á að íslenzkir beitarhúsamenn hafi fyrr á öld- um etið „90 kg. af smjöri auk feits kjöts og flots I stórum stíl til viðbótar.“ Til samanburðar bend- ir hann á að við neytum nú aðeins um 7 kg. af smjöri árlega. Þessi uppgötvun Stefáns er ákaflega athyglisverð. Við áframhaldandi heimildasöfnun ætti Stefán tví- mælalaust að kynna sér gagn- merka grein m.a. um mjólkur- framleiðslu íslendinga, sem gefin var út I Arbók Landbúnaðarins frá 1950. í þessari grein eru gefn- ar upp tölur fyrir heildarmjólkur- framleiðslu á 20. öld, einmitt því timabili, sem HÆS fara einkum að gera vart við sig og þarf því ekki að fara lengra aftur I tímann. Þá kemur I ljós, að mjólkurfitu- framleiðslan var um aldamótin síðustu aðeins 12 kg/mann á ári, en hefur hækkað I 23 kg/mann árið 1975 (upplýsingar frá Framleiðsluráði landbúnaðar- ins). Á þessu stigi er ágætt að grípa tækifærið og minna á nauðsyn útreikninga á hitaeiningum. Þannig fær beitarhúsamaður, sem borðar 90 kg. af smjöri á ári, um 1750 HE/dag úr smjöri. Ef við setjum 1000 HE úr fitu til viðbót- ar til þess að taka feita kjötið og flotið með I reikninginn, þá hafa þessir heiðursmenn fengið um 2700 HE á dag úr fitu einni sam- an. Til samanburðar er meðal- orkuneyzla fullvaxinna karl- manna nú um 2500—2700 HE. Það hefur því ekki væst um for- feður okkar á þessu fæði. En hvað segir ekki dr. Stefán skömmu sið- ar. „Öll íslandssagan er saga um baráttuna við að bjarga sér og sinum frá hungrinu“. Mbl. 9. ág. Annars eru allar umræður um fornmenn haldlitlar i þessu sam- bandi. Við vitum svo litið úr hverju þeir dóu. I grein sinni þann 10. ágúst s.l. vitnar dr. Stefán i ritstjórnar- grein eftir Michael Oliver. Til- vitnun Stefáns er þannig: „í þess- ari ritstjórnargrein er bent á, að margir þeir, sem stunda rann- sóknir á sviði hjarta- og æðasjúk- dóma og á sviði næringarfræði, vanti bæði viljann og timann til að setjast niður og velta fyrir sér hugsanlegu orsakasambandi. Menn mynda sér skoðanir og hætta að hugsa." Vonandi á það ekki fyrir dr. Stefáni að liggja að hætta að hugsa, en það er heldur ekki gott að hætta að lesa. Nokkr- um setningum síðar á sömu blað- síðu segir Oliver „Þessar athuga- semdir skyldu ekki takast sem réttlæting á mikilli neyzlu á mett- aðri fitu I Bretlandi. Það er eng- inn vafi að þessi neyzla er ein af mörgum mikilvægum þáttum sem stuðlar að hárri dánartiðni. Þess vegna eru röksemdir, sem settar eru fram í nýlegri skýrslu heil- brigðisráðuneytisins vissulega réttar“ (British Heart Journal 1976, 38—214). Það má segja dr. Stefáni til vorkunnar að hann hefur tilvitnun sína frá Professor Astrup. Stefán getur þess í niðurlagi greinarinnar 20. ágúst að hann hafi lesið mikið við undirbúning greinanna og ætti það ekki að dyljast neinum, sem enzt hefur til að lesa þær. Hann er þar vissu- lega í góðum félagsskap, margir aðrir hafa gert það sama, m.a. manneldisfræðingar og læknar, sem hafa fengið það hlutverk i nefndum skipuðum af stjórnvöld- um eða Læknafélögum viða um lönd, að marka manneldisstefnu. Meðal þessara manna er Michael Oliver áðurnefndur og var hann einmitt einn þeirra, sem stóðu að sérfræðingaskýrslu The Royal Cöllege of Physicians (Konung- lega brezka lyflæknafélagsins). Þessi skýrsla „Um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn hjarta- og æðasjúk- dómum“ frá árinu 1976 er gagn- merkt plagg og var m.a. notuð við gerð þeirra ráðlegginga, sem hér eru til umræðu. Það væri ekki úr vegi að dr. Stefán kynnti sér þess- ar skýrslur og fleiri slfkar, sem vitnað var til i greininni um skyn- samlegt mataræði. Hvenær á að hefjast handa? í Mbl. 20. ágúst s.l. segir dr. Stefán „Mér finnst vera næg ástæða til að efast enn um sinn um orsakasambandið á milli neyzlu á dýrafitu og æða- kölkunarsjúkdóma". Hvað vill dr. Stefán biða lengi? Það kom vel fram i grein dr. Gunnars Sigurðs- sonar í Mbl. 16. ágúst, hve þessi mál eru gífurlega flókin og ólik- legt er að þær tilraunir, sem gera þarf til að fá frarn sönnun, verði nokkurn tima gerðar. Það er ekki eins auðvelt að gera tilraunir á mönnum eins og á búfénaði. Það verður því að meta stöðuna eins og hún er í dag þ.e. áhættuna af að bfða eða að snúast gegn öllum áhættuþáttum HÆS. Það var rætt í greininni um skynsamlegt mataræði að engar þekktar hætt- ur eru því samfára að forðast óhóf og bq)ða ipinni fitu og sykur. Rétt upp úr 1960 stóðu Banda- ríkjamenn gagnvart sama vanda og íslendingar nú. Þá voru likurn- ar á santbandi milli mettaðrar fitu og æðakölkunar ekki eins sterkar og þæ.r eru i dag. Samt var hafin almenningsfræðsla og áróður gegn öllum helztu áhættuþáttum HÆS. í nýlegum leiðara. i New England Journal og Medicine (1977. 297: 3 bls. 163) er metinn árangur þessara aðgerða. Kom þar i Ijós að á tímabilinu '1963—1975 hefur orðið lækkun á dánartíðni af völdum HÆS í öll- um aldursflokkum að meðaltali 25%. A sama tima hefur neyzla á metlaðri fitu minnkað um 36%. neyzla á ómettaðri fitu aukizt um 44% og reykingar minnkað um 22%. Hér á íslandi hefur tfðni á HÆS aukizt uin 17% á tímabilinu 1960—1975. Höfum við efni á að bíða og sjá til?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.