Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 1
40 SIÐUR 193. tbl. 64. árg. FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Orðrómur um frek- ari gengisfellingar — finnska markið lækkað um 3% Helsinki, 31. ágúst. — Reuter — AP EFTIR að gengi finnska marksins var fellt um þrjá af hundraði í dag, varð vart við vaxandi áhyggj- ur á alþjóðagjaldeyrismarkaði af þróun gjaldeyrismála í Skandi- navíu. Gjaldmiðili Svía, Norð- manna og Dana hélt áfram að síga í dag en ýmsir telja að ástæðan fyrir þvf sé sú, að eftir gengisfell- inguna vilji menn fara varlega í sakirnar. Þrálátur orðrómur er nú á kreiki um að önnur ríki kunni að fara að dæmi Norðurlandanna og lækka gengi sitt á næstunni. Það hefur vakið athygli að i því umróti, sem gengisbreytingarnar hafa valdið undanfarna daga, hef- ur brezka sterlingspundið styrkt stöðu sína verulega, og var það í dag skráð jafnvirði 1.75 banda- ríkjadals. Þá hækkuðu verðbréf í Lundúnum í verði í dag og gull- forðinn hefur aukizt. Ástæðan fyrir batnandi horfum í brezku efnahagslífi mun ekki sizt eiga rætur sínar að rekja til bjartsýni vegna olíuvinnslunnar í Norður- sjó, en einnig hafa bætt vaxtakjör í Bretlandi gert það að verkum að erlendir aðilar hafa í vaxandi mæli f járfest þar að undanförnu. Sómalíuforseti ræðir „sam- eiginleg hags- munamál” i Sovétrikjunum Moskvu, 31. ágúst — AP TILKYNNT var í Moskvu f dag, að forseti Sómalfu, Mohammed Siad Barre, væri f borginni og hefði rætt þar við háttsetta leið- toga frá því á mánudaginn var. 1 frásögn Tassfréttastofunnar af viðræðunum kom m.a. fram, að Siad Barre hefði hitt að máli Andrei Gromyko utanrfkisráð- herra og Mikhail Suslov, sem er helzti hugmyndafræðingur kommúnistaflokksins f Sovétríkj- unum, og hefði á fundum þeirra verið skipzt á skoðunum um sam- Framhald ábls. 22 Frá því i gær hefur sænska krónan sigið á gjaldeyrismark- aðnum í Frankfurt þannig, að fyr- ir 100 krónur fást nú 47.84 mörk í stað 47.99 í gær, — fyrir 100 krón- ur norskar fást 42.47 mörk í stað 42.62, og fyrir 100 danskar krónur fást nú 37.47 mörk í stað 37.60 í gær. Jafnhliða gengislækkuninni í dag tilkynnti finnska stjórnin að Framhald á bls. 22 Nixon allsber í Hvíta húsinu New York, 31. ágúst Reuter. NEW YORK blaðið Daily News skýrði frá því í dag að það hefði áreiðanlegar heim- ildir fyrir því að H.R. Halde- man, fyrrum ráðgjafi Nixons forseta, sem nú afplánar fang- elsisvist fyrir aðild sfna að Watergatemálinu, skýrði frá þvf í bók, sem kemur út í janú- ar nk. að Nixon hefði dag nokkurn komið inn í skrif- stofu sína í Hvíta húsinu, klætt sig úr öllum fötum, setzt nakinn við skrifhorð sitt og spurt „hvað liggur nú fyrir“? Framhald á bls. 22 Ian Smith skilar atkvæðisseðlinum í upphafi kjörfund- ar í gærmorgun, en fljótlega varð ljóst að kjörsókn yrði óvenjumikil. (AP-simamynd) EBE: Giscard lýsir stuðn- ingi við að- ild Spánar Parfs, 31. ágúst. — Reuter GISCARD d'Estaing Frakklands- forseti lýsti því yfir í dag, að hann væri hlynntur inngöngu Spánar í Efnahagsbandalagið, en tók fram um leið að franska stjórnin hefði ekki í hyggju að láta það verða á kostnað landhúnaðarins f Frakk- landi. Þessi yfirlýsing kom í þann mund, sem Adolfo Suarez, forsæt- isráðherra Spánar, var að ljúka opinberri heimsókn sinni til Frakklands, og við brottförina sagði hann að hann væri mjög ánægður með árangurinn af við- ræðufundunum i Frakklandi. Suarez ferðast um þessar mundir milli höfuðborga Efnahagsbanda- lagsríkjanna i því skyni að afla stuðnings við umsókn Spánverja um inngöngu í bandalagið. Vitað er að Giscard hefur verið þvi fylgjandi að Spánn sameínað: ist bandalaginu, en forsetinn á við ramman reip að draga þar sem eru franskir bændur, sem óttast mjög að aukin samkeppni í sölu víns, olífuolíu og annarra land- búnaðarafurða á markaði banda- lagsins rýri hag þeirra til muna. Rhodesía: Smith vann yfirburða- sigur í kosningunum Salisbury, 31. ágúst. — Keuter. ÞEGAR talning atkvæða í kosningunum í Rhódesíu var nokkuð á veg komin í gærkvöldi var ljóst, að Rhódesíu-fylkingin, flokk- ur Ian Smiths forsætisráð- herra, hafði unnið yfir- burðasigur, og var fullvíst talið að hann hefði fengið umboð 2/3 hluta þeirra sem kosningarétt hafa í landinu, til að hrinda í framkvæmd hugmvndum sínum um breytingar á stjórnarskránni þannig að Stórfelld námavinnsla á tunglinu um næstu aldamót — segir einn forstöðumanna NASA Melbourne, 31. ágúst. — Reuter. ARIÐ 2000 veröa menn farnir að stunda námavinnslu á tungl- inu, sagði Wilson Hunter, einn yfirmanna bandarfsku geimvís- indastofnunarinnar (NASA) i dag. Hunter sagði, að um alda- mótin mætti búast við þvi að allt að 10 þúsund manns hefðu aðsetur um borð í geimvísinda- stöðvum í sambandi við náma- vinnsluna á tunglinu, og yrði hægt að búa þeint mjög eðlilegt umhverfi, þar sem meðal ann- ars yrði að finna tré og læki. ,,Á síðustu 10 árum haf-a geimvisindi tekið stökkbreyt- ingum“, sagði Hunter á fjöl- sóttri ráðstefnu visindamanna hvaðanæva að úr heiminum, sem um þessar mundir er hald- in í Melbourne, ,,en framfarirn- ar verða enn stórstigari á þeim áratug, sem nú fer í hönd“. Þá spáði Iiunter þvi i erindi sínu að þegar fram liðu stundir yrðu smástirni dregin inn i loft- rúm það, sem umlykur Jörðina, og unnir úr þeim ntálmar og önnur verðmæt efni. Hann skýrði frá því að Rússar og Geimvisindastofnun Evrópu hefðú sýnt áætlunum Banda- rikjamanna i þessu efni áhuga og hefði þegar verið hafið sam- starf milli þessara aðila um vis- indarannsóknir áþessu sviði. mvnda megi stjórn meö þátttöku hvítra manna og hörundsdökkra á breiðum grundvelli. Samkvæmt fvrirætlunum Smiths mundi slík stjórn síðan leggja fram frumvarp að annarri stjórnarskrá um meirihlutastjórn, en það frumvarp yrði þá lagt fyrir kjósendur, sem enn yrðu að miklum meirihluta hvítir. Skömmu eftir að kjörfundur hófst í morgun varð ljóst að kjör- sóknin yrði mikil. 50þúsund kjös- endur voru á kjörskrá og eftir því sem nær hefur liðið kosningunum hefur þeirri skoðun aukizt fylgi að Rhódesiu-fylkingin, flokkur Smiths, ynni umtalsverðan kosningasigur og þar með urnboð tveggja þriðju hluta kjósenda til að ráða til lykta aðsteðjandi vandamál - varðandi réttindi blökkumanna í landinu. Eftir að Ian Smith hafði greitt atkvæði í gærmorgun tjáði hann fréttamönnum, að hann byggist við þvi að þeir Andrew Young, sendiherra Bandarikjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og David Owen, utanríkisráðherra Breta, sem þessa dagana eru á stöðugum Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.