Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1977 Hús Lloyd-George spilavíti fyrir Araba? London, 31. ágúst — Reuter. NOKKUR hópur Araba frá Bahrein hefur gert tilboð í hús það, sem David Lloyd-George, fyrrum forsætisráðherra Bret- Rauðvínið flóði um alla götuna EKIÐ var á gangandi mann á Snorrabraut, fyrir framan út- sölu ATVR, skömmu eftir klukkan þrjú í gærdag. Maður- inn var á leið austur yfir göt- una en bifreiðin ók I suður á vinstri akgrein. Maðurinn var fluttur á slysadeild Borgar- spítalans, þar sem gert var að skrámum á höfði og kannað hvort um frekari meiðsl væri að ræða. Maðurinn var með 5 rauðvínsflöskur I fanginu. Féllu þær í götuna og brotn- uðu og voru rauðvínstaumar um alla götu. Brá ýmsum i brún er þeir komu á slysstað- inn því verksummerki gátu vissulega bent til þess að þarna hefði orðið stórslys. TVær bílvelt- • • ur í Oxnadal Akureyri. 31. ánúsl. TVÆR bílveltur urðu á þjóð- veginum í Öxnadal í morgun en engin slys urðu á fólki. Um klukk- an 7 valt stór flutningabíll á leið frá Reykjavík til Vopnafjarðar, skammt fyrir sunnan Engimýri og um klukkan 8 valt síðan fólksbill á suðurleið hjá Bæjisá. Fólksbil- inn skemmdist allmikið en lítið tjón mun hafa orðið á flutninga- bilnum og farmi hans. —Sv. P. Sprengingar við Elliðaámar Á ELLEFTA tímanum í gær- kvöldi varð fólk í efra Breiðholti vart við þrjár kröftugar spreng- ingar, sem voru svo öflugar að börn, sem höfðu fest svefninn, vöknuðu hastarlega upp. Samkvæmt tilkynningum sem lögreglunni bárust, virtist fólki sprengidrunurnar koma einhvers staðar frá Elliðaánum. Lögreglumenn fóru þegar á vettvang, en er Mbl. leitaði frétta siðast höfðu þeir ekkert fundið sem bent gæti til, hvað þarna átti sér stað. Snarpur jarðskjálfti Golden Colorado, 31. ágúst. ÖFLUGUR jarðskjálfti varð i gær, skammt frá borginni Medellin í Colombiu í Suður- Ameríku. Bandaríska jarðfræði- stof.nunin í Golden Colorado skýrði frá þessu í dag og sagði að skjálftinn hefði mælzt 6.6 stig á Richterkvarða. Fréttir af tjóni herma að 2 hafi látizt og 30 slas- azt. — Nixon Framhald af bls. 1 Dálkahöfundur Daily News, Liz Smith, segir að Haldeman sé ákveðinn i að segja frá öll- um málum i bók sinni og ekki reyna að bera blak af Nixon forseta. Haldeman hefur gefið bókinni nafnið „Valdataum- ar“. Segir Smith, að í bók Haldei fram að Nixon hafi ger- samlega brotnað saman síð- ustu daga forsetatíðar sinnar og þá afklætt sig eins og fyrr segir. lands, átti með það fyrir augum að setja þar upp spilavíti. Hafa Arabarnir boðið um 710 milljónir isl. kr. fyrir húsið og 16 ekru svæði, sém því fylgir í Esher, skammt frá London. Hyggjast þeir setja þar upp spilavíti fyrir Araba eingöngu. Staðinn völdu þeir af því, segja þeir, að sam- keppnin milli spilavíta í West End í London er orðin svo hörð og lítið um bílastæði. Lloyd-George keypti húsið- 1933 fyrir einkarit- ara sinn og ástkonu, Frances Stev- enson, sem hann kvæntist 1943, tveimur árum eftir lát fyrri konu sinnar. Tæpum 200 þúsundum stoL id á Akureyri Akureyri, 31. ágúst. INNBROT var framið í veitinga- söluna Krókeyrarstöð í fyrrinótt og þaðan stolið hátt á annað hundrað þúsund krónum i pen- ingum. Af einhverjum ástæðum fórst fyrir að gera upp kassann og læma hann kviildið áður en þó mun það vera alger regla að svo sé gert. Rannsóknarlögreglan á Akurevri hefur unnið að könnun málsins og telur að ekki sé þess langt að bíða að málið upplýsist. ---------------Sv. P. — Landsleikur Framhald af bls. 39 leiknum, hinum megin á vellin- um. Nokkrum sekúndum áður en leikurinn var flautaður af komst Matthías í færi en fast skot hans af 20 metra færi fór framhjá. Holiendingar fengu í þessum leik alls 14 hornspyrnur og þar af níu í fyrri hálfleiknum. Aðeins einu sinni fengu isiendingar hornspyrnu. Aukaspyrnur á liðin voru hins vegar 13 til Hollendinga 11 til íslendinga. Um 25 þúsund áhorfendur sáu Ieik þennan hér í Nijmegen og komu mun fleiri en búizt hafði verið við. Einhver úr hópi áhorfenda henti reyk- sprengju inn í vítateig íslenzka liðsins og sást Sigurður Dagsson varla um tíma vegna reykkófsins. I lok leiksins var greinilega blandin stemmning meðal áhorf- enda. Sumir púuðu á Hollend- inga, en aðrir þökkuðu leikmönn- unum frammistöðuna. Dómari I leiknum var Laakso frá Finnlandi og var hann tvi- mælalaust lélegasti maðurinn á vellinum. Algjör heimadómari. — Orðrómur Framhald af bls. 1 útlánsvextir hefðu verið lækkaðir um 1 af hundraði. Vinnuveitend- ur í Finnlandi hafa undanfarna daga lagt hart að stjórninni að fella gengið til að bæta sam- keppnisaðstöðuna á erlendum markaði, einkum gagnvart Svium. Höfðu vinnuveitendur gert sér vonir um að gengislækkunin yrði meiri en 3%, en litið er á þá ákvörðun stjórnarinnar að fara svo varlega i sakirnar sem raun ber vitni sem ráðstöfun til að styggja ekki kommúnista í sam- steypustjórninni en þeir höfðu eindregið lagzt gegn gengislækk- un. — Rhodesía Framhald af bls. 1 ferðalögum um Afriku sunnan- verða í því skyni að miðla málum í Rhódesíu-deilunni, settu sér úr- slitakosti varðandi sáttatillögurn- ar, sem þeir leggja fyrir hann á morgun, fimmtudag. Síazt hefur út að þessar tillögur feli meðal annars í sér að Smith segi af sér ti! að greiða fyrir því að lýðræðisreglan um eitt atkvæði á hvern atkvæðisbæran einstakl- ing nái fram að ganga, svo og að öryggissveitir hvitu minnihluta- stjórnarinnar verði leystar upp. Á máli Smiths var að skilja, að þeir Young og Owen væru nú komnir i sjálfheldu með sáttaumleitanirn- ar, — svo virtist sem þeir vildu ekki láta rugla sig i riminu með röksemdum Rhodesíustjórnar, sem þrátt fyrir það væri tiibúin að ræða málið. Heimildarmenn innan stjórnar Smiths greindu frá þvi i dag, að forsætisráðherrann ætlaði að halda fund með fréttamönnum á föstudagsmorgun, og er það nú mál manna að hann hyggist við það tækifæri skýra frá því að hann hafi visað á bug tillögum stjórnar Breta og Bandaríkja- manna í Rhodesiumálinu. í kosningabaráttunni hefur Ian Smith haldið fast við fyrri fullyrð- ingar um að hann muni aldrei fallast á kröfuna um kosningar þar sem hvítir og blakkir hafi jafnan kosningarétt, en í landinu búa um 6 milljónir blökkumanna og tæplega 300 þúsundir hvítra manna. Atkvæðisrétt i kosningun- um nú hafa einungis 0.3 af hundr- aði þeirra 2.4 milljóna blökku- manna, sem komnir eru á kosn- ingaaldur. Við einn af sjö kjör- stöðum blökkumanna i Salisbury varð fréttamaður aðeins var við tvö kjósendur i tvær klukku- stundir eftir að kjörfundur hófst í morgun. — Sómalíu- forseti Framhald af bls. 1 eiginleg hagsmunamál rfkjanna. Þykir orðalag þetta gefa vís- bendingu um að ekki hafi tekizt að jafna ágreining ríkjanna um styrjöldina á Afríkuhorninu svo- nefnda. Þá hefur vakið athygli að Leo- nid Brezhnev hefur ekki átt fund með Siad Barre, og er það túlkað sem frekari staðfesting á versn- andi samskiptum Sovétríkjanna og Sómalíu. Yfirlýsing Tass er fyrsta opin- bera staðfestingin, sem fæst á því að Sómalíuforseti hafi haldið til viðræðna við sovézka ráðamenn, en áður höfðu óljósar fregnir bor- izt um þetta ferðalag. Hafa stjórn- málaskýrendur í Afríku austan- verðri látið í Ijósi þá skoðun, að slík heimsókn skipti sköpum um samskipti Sómaliu og Sovétrikj- anna á næstunni. Sómalía var til skamms tima eitt dyggasta stuðn- ingsriki Sovétmanna í Afríku. Síðan átökin um Ogaden- eyðimörkina hófust fyrir nokkr- um mánuðum, hafa veður skipazt í lofti, einkum síðan Eþíópíu- stjórn skar á öll tengsl við Banda- ríkin og fór að fá vopnabirgðir frá Sovétríkjunum. — 75% aukning Framhald af bls. 40 að henni komi verði fargjöid að hækka um helming vegna fjár- magnskostnaðarins eins. Sigurður kveðst ekki sjá þotur í innan- landsfluginu i fyrirsjáanlegri framtíð og telur sennilegast að Fokkerarnir verði leystir af hólmi með stærri og fullkomnari vélum sömu gerðar. — Bátur sökk Framhald af bls. 40 bátnum. Þá sagði Jón að enginn halli hefði verið kominn á Gaut þegar vélin drap á sér. „Og þó að allir botnlokarnir hafi opn- ast snögglega þá hefði aldrei allur þessi sjór komizt inn i bátinn á jafn skömmum tíma“, sagði Jón ennfremur. Jón sagði að þeir þremenn- ingar, en með honum voru á þeir Jóhann Adolfsson frá Hveragerði og Andrés Hannes- son frá Þorlákshöfn, hefðu ekki orðið varir við ferðir báta í ná- grenninu. Hefðu þeir flýtt sér í gúmmibjörgunarbát þvi Gautur seig ört. Úr björgunarbátnum sendu þeir siðan neyóarkall um neyðartalstöð, og sendu upp neyðarrakettur. Jón kvaðst ekki hafa heyrt, nema mjög óljóst, • svör við neyðarkalli þeirra. Hefðu þeir þó ekkert orðið óttaslegnir i björgunar- bátnum, því sjór var góður, og þeir sendu neyðarljós og blys upp sem þeir treystu á að ein- hver sæi. „Við höfum vart verið nema 45 mínútur i björgunar- bátnum, þar til að Fylkir NK bjargaði okkur, og gafst því lít- ill timi til að óttast. Við treystum líka alltaf á að okkur yrði bjargað", sagði Jón, en þeim skipbrotsmönnum skil- aði Fylkir NK heilum til Þor- lákshafnar um nóttina. Motorbáturinn Gautur ÁR 19 var 47 tonna eikarbátur, smið- aður i Danmörku árið 1955. Eig- endur bátsins voru tveir skip- verja, Jóhann Adolfsson og Jón Ólafsson. Eignaðist Jón sinn hlut um sl. áramót, en áður hafði Jóhann átt bátinn með öðrum. Gautur ÁR var tryggður hjá Vélbátaábyrgðinni Heklu, en endurtryggður hjá Sam- ábyrgð íslands á fiskiskipum. Sjópróf hófust á Selfossi síð- degis i gær, en er Mbl. aflaði fregna af þeim voru þau skammt á veg komin og ekkert komið fram sem bent gæti til hvað orsakað hefði lekann. Við sjóprófin í gær mættu, auk full- trúa sýslumanns Árnessýslu, þeir Páll Sigurðsson, forstjóri Samábyrgðar íslands á fiski- skipum, Magnús Guðmundsson frá Siglingamálastofnun ríkis- ins og Þórhallur Hálfdanarson frá Rannsóknarnefnd sjóslysa. Aðspurður um hvað við tæki, eftir skiptapann, sagði Jón Ólafsson slíkt ekki ákveðið enn. „Maður hefur ekkert ákveðið hvort keyptur verði annar bát- ur, maður hefur nóg annað um að hugsa núna. En við höfum okkar lifibrauð af sjónum, og verður sjálfsagt svo áfram“, sagði Jón að lokum. — Stéttar- sambands- fundur Framhald af bls. 2 lögum eða sem svaraði 10% af heildarverðmæti landbúnaðar- framleiðslunnar. Nú væri hins vegar uppi ágreiningur um það milli Hagstofunnar og Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins hversu hátt ætti að áætla verð- mæti búvöruframleiðslunnar og munaði þar um 170 milljónum hve tala Framleiðsluráðs væri hærri. — Við gerum því þann fyrirvara í samþykkt okkar að þetta verðjöfnunargjald verði innheimt í trausti þess að mat Framleiðsluráðs á heildarverð- mæti landbúnaðarframleiðslunn- ar verði viðurkennt. Ef það verð- ur gert þá má gera ráð fyrir að verðjöfnunargjaldið verði 20 til 25 krónur á hvert kíló, sem lagt var inn i fyrra, en verði tala Hag- stofunnar ofan á þá þarf að inn- heimta milli 30 og 40 krónur á hvert kíló, sagði Gunnar. Fram kom hjá Gunnari að ef úr því yrði að verðjöfnunargjald yrði innheimt þá gengi sú innheimta jafnt yfir alla innleggjendur sauð- fjárafurða en síðan yrði greitt til þeirra, sem ekki fengju útflutn- ingsbætur greiddar. Um gjaldið á fóðurbætinn sagði Gunnar að það væri hugmynd með þessari tillögu að nota þá peninga, sem þannig fengjust til að greiða til þeirra búvörugreina, er ekki næðu fullu verði fyrir framleiðslu sina á næsta ári og ef nauðsynlegt reyndist þá yrði gripið til þess að greiða lægra verð fyrir aukna framleiðslu. í meðförum fundarins var gerð sú breyting á tillögunni að þar sem talað er um að heimilt verði að ákveða lægra verð fyrir aukna framleiðslu á hverri jörð, þá var bætt við að þó verði greitt fullt verð fyrir framleiðslu lítilla búa. Aðspurður um þetta atriði sagði Gunnar að það kæmi sjálfsagt í hlut Framleiðsluráðs að ákveða hvaða bústærð teldist innan þess- ara marka en sér þætti þó líklegt að þarna yrði miðað við bústærð verðlagsgrundvallarbúsins eða nálægt þvi. Verðlagsgrundvallar- búið nú er 440 ærgildi eða 10 kýr, 1 kvíga, 2 geldneyti, 2 kálfar og 204 kindur. — Þessar ráðstafanir koma vissulega illa við bændur. En eins og staðan er nú verður ekki hjá því komizt að grípa til einhverra ráðstafana og þetta varð niður- staða fundarins, sagði Gunnar Guðbjartsson að lokum. — Náðun Framhald á bls 22. hluta af refsingu eða ekki. Kvað Baldur mörg dæmi þess að menn hefðu verið náðaðir án þess að þeir hefðu tekið út refsingu þótt slikum tilvikum hefði fækkað hin seinni ár. Slikt hefði gerzt í tíð allra dómsmálaráðherra, sem set- ið hefðu í embættinu lengur en nokkrar vikur. Þetta tilfelli væri því alls ekkert einsdæmi. Sagði Baldur að við ákvörðunartöku væri tekið tillit til aðstæðna, t.d. þess hvort viðkomandi hefði hreinan skjöld að öðru leyti, eins og væri i þessu tilfelli. „Mjög margir menn eru náðaðir ár hvert og vekur það sjaldnast athygli. í þessu tilfelli vekur náðunin væntanlega athygli vegna þess að umræddur maður hefur komið nálægt stjórnmálum," sagði Baldur Möller að lokum. — Síld Framhald af bls. 2. með 120—30 tunnur og Hamra- svanur frá Rifi fékk 30 tunnur. Þá fengu Hringur og Vonin II einnig sildarafla undan Malarrifi. Síldarverðið, sem ákveðið var I gær, er uppsegjanlegt með viku fyrirvara. Verðið var ákveðið af oddamanni og fulltrúum kaup- enda i nefndinni gegn atkvæðum fulltrúa seljenda. í nefndinni áttu sæti: Ólafur Davíðsson, sem var oddamaður nefndarinnar, Agúst Einarsson og Ingólfur Ingólfsson af hálfu síldarseljenda, Margeir Jónsson og Jón Þ. Árnason af hálfu kaupenda á síld til söltunar og Árni Benediktsson og Ólafur B. Ólafsson af hálfu kaupenda á sild til frystingar. — Mjólkursala Framhald af bls. 2. Sagði Guðlaugur að það væri einnig af hagkvæmisástæðum, sem neytendur keyptu undan- rennu en mönnum gleymdist oft hversu mjólkin gæti verið holl, væri hennar neytt i hófi. Samdráttur i sölu annarra mjólkurvara án nýmjólkur væri m.a. tilkominn vegna meiri fjölbreyttri mjólkurvöru. Aukin undanrennusala skapaði aukna mjólkurfitu, sem væri verðlitil eins og ástandið væri nú. Fyrir bændur kæmi þetta ekki að sök meðan hægt væri að framleiða osta úr mjólkurfit- unni og fá útflutningsbætur og niðurgreiðslur til að tryggja verð fyrir framleiðsluna. — Þetta er hins vegar rangt fyrir þjóðfélagið i heild að selja vör- una með þessum hætti. Við eig- um að hætta verðlagningu mjólkurvara á grundvelli fitu- prósentu heldur eigum við að taka aukið tillit til eggjahvitu- innihalds, sagði Guðlaugur. — Léttmjólk gæti verið málamiðlun í þessari stöðu og ég tel að neytendur hafi hug á að fá hana á markað en það stendur kannski á þvi að neyt- endur láti nógu kröftuglega í sér heyra um það efni. Við hjá Mjólkursamsölunni erum til- búnir að hefja framleiðslu hennar og leggjum til að hún verði þá verðlögð mjög svipað og venjulega nýmjólk og vita- mínbætt. Aðrar leiðir væru að draga úr þeim mun, sem nú er á undanrennuverðinu og mjólkurverðinu auk þess, sem það þarf að koma til hlutlausari upplýsingamiðlun um gildi mjólkur sem matvöru, sagði Guðlaugur að lokum. — Tómatar Framhald af bls. 40 sóknarstöðinni Neðri-Ási hefðu verið gerðar tilraunir með frostþolnar kartöflur, sem þar hafa verið kynbættar með stofni frá Perú. Sagði hann þessar tilraunir hafa gengið vel og þyldu kartöflurnar ör- ugglega fimm gráðu frost. Hef- ur Neðri-Ás sent kartöflur af þessu tagi víða um heim, m.a. til Sovétríkjanna, Póllands, Kenya og Israel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.