Morgunblaðið - 01.09.1977, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 01.09.1977, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1977 5 Einn sótti um ísafjörð en enginn um Reykholt UMSÓKNARFRESTUR um prestsembættín á ísafirði og í Reykholti rann út 20. ágúst s.l. Um ísafjörð barst ein umsókn frá sr. Jakobi Ágúst Hjálmarssyni, sóknarpresti á Seyðisfirði. Um Reykholt sótti enginn. Kosið verð- ur á Ísafirði seinnipartinn í september. Sr. Sigurður Kristjánsson, prófastur á ísafirði, lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir en fráfarandi prestur i Reykholti er sr. Jóhannes Pálmason. Munu beita sér gegn rádn- ingu réttinda- lausra kennara Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi frá stjórn og fulltrúaráði Stéttarfélags barnakennara í Reykjavík. Þriðjudagskvöldið 30. ágúst sl. var birt viðtal í sjónvarpinu við fræðslustjórann í Reykjavik, Kristján J. Gunnarsson, þar sem rætt var um kennaraskort i grunnskólum borgarinnar. Fræðslustjóri ræddi um nokkrar leiðir til að leysa þann vanda og benti m.a. á, að ein þeirra væri sú, að ráða réttindalaust fólk til kennslustarfa. Af þeim sökum vill stjórn og fulltrúaráð SBR (Stéttarfélags barnakennara í Reykjavik) taka eftirfarandi fram: Undanfarin ár hefur fjöldi þess fólks farið vaxandi víða um land, sem stundar kennslustörf við grunnskóla án tilskilinna kennararéttinda. Fræðsluyfirvöld hafa ráðið fólkið, og aðstandend- ur barnanna látið það átölulaust, en samtök kennara mótmælt aft- ur og aftur árangurslaust. Á þennan hátt hefur kennaraskort- urinn verið leystur að mati yfir- valda. Fram til þessa hefur aðsókn kennaramenntaðs fólks að yngri deildum grunnsköla Reykjavíkur (1.—6. bekk) verið það mikil að unnt hefur verið að ráða kennara í allar stöður. Nú steðjar það vandamál að fræðsluyfirvöldum Reykjavikurborgar að ekki sækir nægilega margt kennaramenntað fólk um þær stöður, sem lausar eru í 1.—6. bekk. Stjórn og fulltrúaráð SBR mót- mælir eindregið þeirri hugmynd að leysa kennaraskortinn í borg- inni á sama hátt og gert hefur verið á ýmsum stöðum til þessa. Samtök kennara hafa margoft bent á veigamestu ástæðurnar fyrir kennaraskortinum í landinu og vill stjórn og fulltrúaráð SBR enn á ný taka undir þær. Stjórn og fulltrúaráð SBR trúir því ekki, að fræðsluyfirvöld borg- arinnar hafi í hyggju að ráða réttindalaust fólk til kennslu i yngri deildum grunnskóla (1.—6. bekk) í vetur. En verói svo gert munu félagar SBR einhuga snú- ast gegn þvi af fullri alvöru og þá með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. ________ . Leiðrétting: Samdráttur í smjörinu 22,2% MEINLEGAR villur slæddust inn í frétt um samdrátt í sölu mjólkur á baksíðu blaðsins i gær. Sagt var að sala á smjöri hefði dregizt sam- an um 7,7% fyrstu sex mánuði ársins en þetta er rangt því sam- drátturinn varð 22,2% miðað við sama tíma í fyrra. Þá rugluðust tölur um sölu á ostum en það rétta er að 13,3% samdráttur hefur orð- ið í sölu á 45% osti en 8,1% aukning í sölu á 30% osti. í heild hefur sala á öllum ostategundum minnkað um 2,8% fyrstu sex mán- uði ársins. sem allir hafa beðið eftir hefst í fjórum verzlunum samtímis Karnabæ, Laugaveg 66, Laugaveg 20, Austurstræti Bonaparte og Garbo ídag Aöeins nokkrir dagar Verið velkomin. Ötrúlegt úrval af nýjum og nýlegum fatnaði og skóm t. d. framleiðum við beint á útsöluna tereline buxur og föt. TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.