Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1977 19 HEIMIL]Ð ’77 Halldór Júllusson, veitinga- maður. Ljósm. Friðþjófur. gefur það sér tíma fyrir hlut- ina. — Ég hef verið með veit- ingarekstur á flestum stærri sýningum á landinu, en til þess að geta það, þarf maður að eiga sérstök tæki sem að- eins er hægt að nota á sýn- ingum, en lítið þess á milli, svo þetta eru mikil fjárútlát, reyndar kostar það milljónir að setja allt þetta í gang fyrir eina sýningu. — Verðið á veitingum hérna er svipað og í Útgarði, sumt dýrara og annað ódýr- ara. Þetta er allt útbúið þar og flutt hingað og „traffíkin" er ótrúlega jöfn, þótt hún sé áberandi meiri eftirt.d. tizku- sýningarnar og kringum matartíma, jafnvel strax við „Pizzan er vinsælust” Rætt við Halldór Júlíusson, veitingamann — Á boðstólnum er Tolonapizza, smurt braut, tertur, kökur, pönnukökur og einn heitur réttur á dag frá kl. 6.30—9.00. Svo er ég með heitar samlokur og hamborgara, auk allra drykkja, einnig sérbás fyrir kjörís, pylsurog gosdrykki. Þetta voru orð Halldórs Júlíussonar, veitingamanns, eiganda Útgarðs í Glæsibæ, en hann sér um alla veitinga- sölu á Heimilissýningunni '77. — Það er forvinnan og bakgrunnurinn sem skiptir mestu máli við veitingarekst- ur á svona sýningu. Annars finnst mér fólk vera orðið rólegra á seinni tímum, áður rauk það í gegnum sýning- una í hendingskasti, en nú opnun. Yfirleitt seljast milli 100—200 skammtar af heitum mat á dag, en það er misjafnt. — Pizzan er vinsælasti rétturinn, en þar næst koma hamborgarar og franskar kartöflur og svo kökur og kaffi. Þess má geta að á síðustu sýningu slógum við sölumet i pizzusölu á sýn- ingu. — Það er ákaflega erfitt að vera veitingamaður á ís- landi, sérstaklega vegna hráefnaskorts, t.d. er nauta- kjöt ófáanlegt, svínakjöt erfitt að fá og í dag er eggjalaust með öllu. Það er einnig dýrt að hefja veitingarekstur og verðlagseftirlitið er þungt í skauti, sagði Halldór Júlíus- son, að lokum. „Mikil samkeppni í innréttingastarf- semi á íslandi” Rætt við Jón Pétursson hjá JP innréttingum — Maður byrjaði smátt, við vorum tveir með inn- réttingar, en núna hef ég 38 menn I vinnu, sagði Jón Pétursson, framkvæmda- stjóri JP innréttinga. — Við sérhæfum okkur í Jón Pétursson, fram- kvæmdarstjóri JP innrétt- inga. Ljósm. Friðþjófur. eldhúsainnréttingum, en einnig höfum við á boðstól- um fataskápa, baðskápa, sólbekki, innihurðir og við- arklæðningu. — Það tekur tvo og hálf- an mánuð að smiða og setja upp eldhúsinnréttingu, en við erum þeir einu sem teikn- um hverja innréttingu fyrir sig, hún getur kostað frá 1 20 þúsund kr. upp í 1,2 millj. kr., en meðaltali kostar hún um 600 þúsund kr. hjá okk- ur. — Ég er mjög ánægður með þessa sýningu, tel hana vera þá beztu til þessa Það sem við erum með nýtt hér eru t.d. nýir viðarlitir frá Dan- mörku m.a. antiklitur með dökkum æðum, sverir viðar- staurar og sérstök horn úr bæsuðum viði i mörgum lit- um allt í eldhús Allt það sem er gamaldags er vinsælt núna, t.d tvöfaldir eldhús- skápar sem er alveg nýtt Framhald á bls. 26 Hormón gegn geðklof a New York, 31. ágúst. — AP. NATTÚRULEGUR hormón f mannsheilanum hefur veitt 5 af fyrstu 6 geðsjúklingum, sem hafa fengið meðferð með honum, nokkurn bata, að því er banda- rískur og kanadfskur geðlæknir skýrðu frá f dag. Læknarnir, dr. Nathan Kline við Rocklandrann- sóknarstöðina f Orangeburg New York og Heinz Lehmann við Mc- gillháskóla f Montreal sögðu að þótt tilraunirnar væru á algeru frumstigi renndu þær stoðum undir þá kenningu að lífefna- fræðileg orsök væri fyrir þung- lyndi og geðklofa. Hormón þessi er Beta-Endorphin og hefur hann við gjöf létt sjúkdómseinkenni frá 15 mfnútum upp f eina klukkustund hjá þunglyndis- sjúklingum og hjá geðklofasjúkl- ingum hafa sum sjúkdómsein- kenni horfið f nokkra daga. Læknarnir tveir lögðu ritgerð um þetta mál fyrir geðlæknaþing- ið i Honolulu á Hawaii i dag og verður hún einnig birt i septem- berútgáfu General Psychiatry. Það er heiladingullinn sem fram- leiðir Beta-Endorphin, en hormón þessi var einangraður af dr. Choh Hao-li við Kaliforníuháskóla í San Francisco. I ritgerðinni segir að ekki sé hægt að draga fastar ályktanir af gerðum tilraunum, þar sem svo fáir sjúklingar hafi fengið með- ferð og áhrifin ekki varanleg. Hins vegar sé efnasamsetning hormónsins algerlega þekkt og hægt sé að framleiða hann. Því geri menn sér vonir um að með breytingu á samsetningu sé hægt að fá lengri virkni. Ein sprauta af þessu efni í dag kostar 3000 doll- ara, en ef frekari tilraunir stað- festi árangurinn verði hægt að framleiða meira af hormóninum, og lækka verðið. Þeir Khline og Lehmann eru þekktir fyrir frum- herjastarf sitt i notkun róandu lyfja við geðlækningar á árunum eftir 1950. Það varð bægslagangur f mörgæsahópnum á Suðurheimsskautinu þegar þessi óvænti gestur kom til miðdegisverðar ekki alls fyrir löngu. Hvalurinn atarna er þeirrar náttúru að vera einstaklega gefinn fyrir mörgæsir, og liggur á því lúalagi að sveima undir ísnum þar til hann verður þess var að hann er kominn í návígi við lostætið. Þá tekur hann viðbragð, setur á fulla ferð og brýtur vök á ísinn. Veslings mörgæsirnar, sem hafa glatað þeim eiginleika að geta flogið og eiga sér einskis ills von, missa fótfestuna, lenda 1 vökinni, og þá á óvinurinn hægt um vik. Ostborgari í stað mjólk- ur fyrir svefninn? VÍSINDAMENN við Northwesternháskólann í Bandaríkjunum, sem unn- ið hafa að rannsóknum á svefnleysi, sögðu á blaða- mannafundi í dag, að ost- borgari eða rækjur kynnu að vera betri við svefnleysi en svefnpillur. Vísinda- mennirnir fluttu erindi um þetta mál á ráðstefnu samtaka bandarískra sál- fræðinga og sögðu að fæða með miklum eggjahvítu- efnum, eins og t.d. hið hefðbundna mjóikurglas fyrir svefninn, innihéldi Tryptophan, sem talið er Washington, 31. ágúst. — Reut- er. HOLLENZKUR blaðamaður, William Oltman, hélt því fram á blaðamannafundi f Washington í dag, að Gerald Ford, fyrrum Bandaríkjaforseti, hefði fengið upplýsingar, sem hefðu getað sannað að morðið á John F. Kenn- edy fyrrum forseta hefði verið samsæri, en að Ford hefði ekkert gert I málinu. Oltman sagði að Ford hefði fengið i hendur fullkomna leyni- að vaidi syfju. Segja þeir að ekki skipti máli hvort mjólkin sé köld eða volg og að ostborgari eða rækju- réttur gætu gert sama gagn. Talsmaður vísindamannanna, Richard Bottzin, sagði að þótt rannsóknir á heimi svefnsins væru tiltölulega skammt á veg komnar væri ljóst að lyf verkuðu ekki á stöðugt svefnleysi. Svefn- pillur kæmu fólki aðeins á 1. og 2. stig svefnsins, eins konar meðvit- undarleysi, en ekki á 3. og 4. stig hins djúpa svefns. Að auki gætu svefnlyf verið vanabindandi og þeir sem þjást af svefnleysi geta margir aldrei vanið sig af notkun skýrslu um málið, sem hefði nafn- greint þá, sem fyrirskipuðu morð- ið. Einnig hefði Jacqueline Kenn- edy, ekkju forsetans, verið sent eintak af skýrslunni. Oltman sagðist hafa fengið vitneskju um þetta frá nýju og áreiðanlegu vitni, sem væri reiðubúið að koma fram í dagsljósið, ef Carter forseti tryggði öryggi þess. Oitman hefur skrifað bók um morð Kennedys, og verður hún gefin út í Banda- ríkjunum innan skamms. lyfja og ná samt ekki að sofna almennilega. Þá var á þinginu skýrt frá að tilraunir til að kenna svefnleysissjúklingum að hvíla likama og huga til að ná svefni lofuðu góðu á ýmsu leyti þó mikið væri enn óunnið. Albanir ráðast á Kínverja Vtnarborg, 30 ágúst — Reuter ALBANIR hafa enn gagnrýnt ktn- verska ráðamenn harkalega fyrir að vera á hugsjónalegum villu- götum. Opinbera fréttastofan t Albaniu, ATT. birti t dag langa grein, þar sem fordæmt er hug- takiS um þriSja heim þróunar- landa, sem óháð séu Moskvu og Washington. Ekki er Ktna nefnt á nafn I greininni, en stjórnmála- fréttaritarar segja engan vafa á að henni sé beint gegn ktnversk- um valdhöfum. Segir I greininni að hugmyndin um þriðja heiminn feli ágreininginn milli sóslalisma og kapitalisma. Voru aukin tengsl Evrópuþjóða og þróunarþjóðanna gagnrýnd mjög. en Kinverjar hafa mjög stutt þá þróun til að koma á svæði, sem skilji stórveldin tvö af. Albanir hafa löngum verið helztu hugsjónalegu bandamenn Kinverja og sendu fyrir viku ein- lægar óskir og kveðjur til hinna nýju klnversku leiðtoga. Ford sagður hafa vitað allt um Kennedymorðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.