Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1977 ■ 4 mm Á silfurbakka? Vafalaust er mikill meirihluti íslendinga þeirrar skoðunar að sið- asta landhelgisdeila okkar við Breta hafi jafnframt verið hin erfiðasta. Bretar gripu mun fyrr til hernað- arofbeldis en þeir gerðu i 50 mílna stríðinu og at- gangur þeirra á fiskimið- unum y/ar hatrammari. Um þetta þarf ekki að hafa mörg orð, svo ferskir eru þessir atburðir i minni okkar allra — eða svo mætti ætla. í komm- únistablaðinu í gær er hins vegar grein eftir kennara úr Hafnarfirði, sem kemst að þessari dæmalausu niðurstöðu: „Fyrir 12 milunum þurft- um við að berjast, fyrir 50 milunum þurftum við að berjast. 200 milurnar voru svo að lokum færðar okkur á silfurbakka. Þeim náðum við i skjóli alþjóð- legrar þróunar, þróunar. sem fyrri barátta okkar átti hins vegar drjúgan þátt i að hrinda af stað." Hvað skyldu nú starfs- menn Landhelgisgæzlu okkar, sem stóðu i eldlín- unni á miðunum, segja um þá sögukennigu kommúnista að við höfum fengið 200 milurnar á silfurbakka? Kjarni málsins er sá, að þeir Alþýðubandalags- menn geta með engu móti sætt sig við þá staðreynd, að það var rikisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem hafði forystu um útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 200 sjómilur. Þeir geta heldur ekki sætt sig við þá staðreynd, að i stjórn- artíð þessarar rikisstjórn- ar náðist fram mesti sigur i allri landhelgisbaráttu okkar íslendinga, þegar brezku togaramir hurfu endanlega af íslandsmið- um. Alþýðubandalagsmenn eru svo miður sin yfir þessu, að þegar Lúðvik Jósepsson talar um land- helgismálið um þessar mundir, eins og t.d. i við- tali við Þjóðviljann fyrr i sumar, gat hann ekki einu sinni nefnt 200 milna bar- áttuna á nafn. Hann ein- skorðaði sig við 50 míl- urnar eins og þær skiptu einhverju megin máli i þessu sambandi. íslenzka þjóðin fékk 200 mílna fiskveiðilög- söguna ekki á siifurbakka. Hún háði harða baráttu fyrir lifshagsmunum sín- l um og vann verðskuldað- an sigur — sigur, sem Alþýðubandalagsmenn bersýnilega geta ekki kyngt af einhverjum ann- arlegum ástæðum, ef marka má skrif hins hafn- firzka kennara i Þjóðvilj- anum i gær. Hagsmunir sparifjár- eigenda Visir fjallar í forystu- grein i gær um hagsmuni sparifjáreigenda og segir ma: í frétt i Visi i dag kemur fram, að búast megi við a.m.k. 36% verðbólgu á næsta ári. Samkvæmt þvi gætu innlánsvextir á al- mennum sparisjóðsbókum hækkað í 19%. Þrátt fyrir nýgerðar ráðstafanir i vaxtamálum er eigi að síð ur fyrirsjáanlegt, að spari- fjáreigendur koma til með að tapa áttundu hverri krónu, er þeir leggja inn i banka. Þó að leyfileg hækkun vaxta komi til framkvæmda munu krón- ur, sem lagðar eru inn á bankabók, rýma um 12%. í þessi felst augljóst þjóðfélagslegt ranglæti. En jafnframt leiðir þessi öfuga raunvaxtastefna til óeðlilegra viðskiptahátta. Skynsamleg vaxtastefna, er tæki mið af markaðsað- stæðum gæti á hinn bóg- inn verið snar þáttur í við- tækum ráðstöfunum gegn verðbólgu. Eins og sakir standa getur rikissjóður einn boð- ið sparifjáreigendum | sómasamlega vexti. Með útgáfu verðtryggðra spari- skirteina hefur rikissjóður tryggt sér óeðlilega for- réttindaaðstöðu i sam- keppninni um sparifé. Á þessu þarf að verða breyt ing, ef menn á annað borð vilja stuðla að heilbrigði i fjá rmálalifi. í sjálfu sér er ekki óeðli- legt, að rikissjóður taki innlend lán til fram- kvæmda. Lántökur i formi spariskirteinaútgáfu geta i mörgum tilvikum verið eðlilegri en erlend skulda- söfnun eða aukin skatt- heimta. Kjarni málsins er hins vegar sá, að óþolandi er með öllu. að rikissjóður megi einn bjóða sparifjár- eigendum eðlilega vexti. Þessi mismununar- stefna í vaxtamálum hefur leitt til þess, að spariskir- teinaskuldir rikissjóðs eru orðnar þvi. sem næst jafn miklar og sparisjóðsinni- stæður Landsbankans. Af þessum samanburði má glöggt sjá, að forréttinda- aðstaða rikissjóðs i sam- keppninni um spariféð er i meira lagi óeðlileg. Þess er vart að vænta, að fólk vilji leggja peninga i banka upp á þau býti að tapa áttundu hverri krónu. Að lána ríkissjóði er á hinn bóginn jafngildi þess að breyta venjulegrr krónu í steypukrónu verð- bólgunnar. Augljóst er þvi, að miklu róttækari aðgerðir í vaxtamálum eru óhjákvæmilegar, ef draga á úr verðbólgu og styrkja eðlilega viðskiptahætti. Grænmetis- kynning Blómkál Hvítkál Tómatar Agúrkur Salad Paprika Steinselja Gulrætur Gulrófur Rabbabari Grænkál Sveppir Graslaukur Púrrur Sellerí Já, nú kynnum við GRÆNMETI meðferð þess og hollustu í Blómaval. Þórunn Jónatansdóttir húsmæðrakennari kynnir: Geymslu grænmetis, græn- metisrétti, grænmetissalat, uppskriftir og það sem máli skiptir um meðferð og neyslu grænmetis kl. 20.00 — 22.00 í kvöld. /'ATHUGIÐ Við erum aðeins i 300 metra fiarlæqð frá sýninqunni HEIHILW77 í Laugardal Verið velkomin í Blómaval í dag. Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjodleikhusinu BILSKURSHURÐIR Þær renna hljóðlaust upp undir loft, engin hætta á að vindhviður skelli hurðinni á bílinn eða snjór hindri þær. Þær eru svo léttar, að barn getur stjórnað þeim. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 LÆrIÐ vélritun Ný námskeið hefjast fimmtudaginn 8. september. Engin heimavinna. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar. Innritun og upplýsingar i sima 41311 eftir kl. 13 dað9a Vélritunarskólinn Suðurlandsbraut 20. Gluggastengur í miklu úrvali úr tré og máfmi. Þrýstistengur, rör og kappastangir n n |j Pðstsendum Laugavegl 29. slmar 24320 og 24321

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.