Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 40
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JltorgunbUibib FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1977 Flugleiðir: 75% aukning á fragtflutningum yflr Atlantshafid Allt f fullum gangi hjá Hraðfrystistöd Stokkseyrar. - (Ljosm. mbl. Fnðþjofur) Frystihúsið á Stokks- eyri í fullum gangi - þrátt fyrir uppsagnir í síðustu viku FLUGLEIÐIR hafa til þessa ekki náð þeim árangri í Atlantshafsflug- inu á árinu, sem búizt var við, en hins vegar hafa að undanförnu verið að koma fyrstu viðbrögðin við nýj- um fargjöldum Flugleiða og er árangurinn heldur jákvæður. Aftur á móti hefur orðið 75% magn- aukning í vöruflutningum yfir Atlantshafið og veru-. leg aukning hefur einnig orðið í vöruflutningum í Evrópu. Þetta kemur fram í viðtali, sem Mbl. átti við Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða, en viðtalið birt- ist á bls. 14, og segir Sigurður þar einnig frá auknu leiguflugi Flugleiða og möguleikum til enn meiri aukningar á því sviði. í viðtalinu er einnig komið inn á endurnýjun fiugflota Flugleiða. 1 þvi sambandi segir Sigurður, að ljóst sé að þær DC 8 flugvélar, sem nú eru notaðar i utanlands- fluginu, verði reknar áfram í tvö ár eða svo og af orðum hans má ráða, að flugvélar af gerðinni DC Hassmál: Tveir ungir menn í gæzlu TVEIR Reykvíkingar, annar 27 ára og hinn 24 ára, voru úrskurð- aðir í allt að 30 daga gæzluvarð- hald í fyrrakvöld vegna rannsókn- ar nýs fíkniefnamáls. Eitthvað smávegis af fíkniefnum fannst í fórum þeirra en grunur lék á að eitthvað meira lægi að baki og voru mennirnir því úrskurðaðir í gæzluvarðhald. 10 séu raunhæfari kostur fyrir Flugleiðir en Boeing 747. Varðandi innanlandsflugið seg- ir Sigurður, að þrátt fyrir 15% farþegaaukningu á árinu og eldri vélar sé flugið rekið með halla. Hann segir engar áætlanir á döf- inni um endurnýjun flugvéla- kostsins, en segir ljóst, að þegar Framhald á bls 22. Kantaðir tómatar HJA rannsóknarstöðinni Neðri-Asi í Hveragerði hafa vcrið ræktaðir kantaðir tómat- ar. Að sögn dr. Einars Sigur- geirssonar fékk rannsóknar- stöðin 20 plöntur frá Banda- ríkjunum og voru fyrstu tóm- atarnir teknir um helgina. Dr. Einar sagði, að vestra væru þessir tómatar ræktaðir til niðursuðu. Þeir eru heilir, eins og epli, en hins vegar sagði dr. Einar að í þeim væru sýrur, sem gætu valdið maga- truflunum, ef mikið væri etið af þeim ferskum. Dr. Einar sagði, að ekkert væri ákveðið um framleiðslu í sambandi við þessa ræktun, en henni yrði haldið áfram. Þá sagði dr. Einar, að á rann- Framhald á bls 22. Kantaðir tómatar frá Neðri- Asi. — VIÐ ERUM hreinlega tilneyddir að halda þessu gangandi meðan einhver möguleiki er á að greiða vinnulaun hjá okkur, sagði Asgrímur Pálsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrysti- stöðvar Stokkseyrar, er Morgunblaðið ræddi við hann í gær, en eins og fram hefur komið í fréttum blaðsins var öllu starfs- fólki frystihússins sagt upp störfum frá og með sl. mánudegi. Þann dag mætti starfsfólkið allt til vinnu. — Aðstæður okkar hér gera það einfaldlega að verkum að við verðum að hafa opið. Við erum með fjóra báta á veióum og á þeim eru fastráðnir starfsmenn með nokkuð langan uppsagnar- frest og meðan þeir veiða verðum við að taka hráefnið og vinna það |þó að aðstæður leyfi það engan Iveginn. Það kemur að því hjá íokkur, eins og svo mörgúm öðr- um, að við getum ekki greitt vinnulaun nema til komi ein- hverjar aðgerðir frá ríkisvaldinu og þar með lokum við. Okkar vandi hér á Stokkseyri er þannig sízt minni en vandi sumra húsa sem þegar hafa lokað, það eru einungis misjafnar aðstæður sem þessu valda. Þá ræddi Morgunblaðið við Jó- hann Reynisson sveitarstjóra á Stokkseyri og spurði hann hvaða áhrif það hefði fyrir byggðina á Stokkseyri ef Hraðfrystistöðinni yrði lokað. — Það myndi þýða algeran dauðadóm yfir allri byggð hér þvi að um 90% allra vinnandi manna vinna að fiskiðnaði á ein- hvern máta. Nauðgunarmálið í Keflavik upplýst: Saklaus maður sat 5 daga í fangelsi „Eins og hann opn- aði sig allt í einu” — sagði skipstjórinnn á Gaut AR 19 sem sökk í fyrrinótt út af Selvogsvita „ÞAÐ var eins og hann opnaði sig allt ( einu. Við urðum ekki varir við neitt óeðlilegt á sigl- ingunni, en allt í einu drepur vélin á sér. Var þá kominn tals- verður sjór í bátinn, og jókst óðum. Sendum við þá út eitt neyðarkall, en komum okkur strax í björgunarbát, þvf Gaut- ur seig óðum“. Þannig mælti Jón Ólafsson skipstjóri á Gaut AR 19 frá Þorlákshöfn, í viðtali við Mbl. f gær, en Gautur fórst f fyrrinótt undan Selvogsvita. Þrfr menn voru á Gaut en þeir björguðust allir. „Við vorum á keyrslu, á leið- inni á troll, þegar þetta gerðist. Vorum við staddir um 3 sjómíl- ur suður af Selvogsvitanum og klukkan var um eitt eftir mið- nætti. Eftir að við urðum lek- ans varir liðu ekki nema um það bil 15 mínútur þar til bátur- inn var sokkinn,“ bætti Jón við. Jón Ólafsson sagðist alls ekki geta imyndað sér hvað hefði raunverulega gerzt. Væri það þeim félögum ráðgáta. Hefðu þeir ekki orðið varir við að þeir hefðu siglt á nokkurn hlut, en miðað við þann tíma sem það tók bátinn að hverfa í hafið eftir að þeir félagar urðu lek- ans varir, sagði Jón að svo virt- ist sem stórt gat þefði opnazt á Framhald á bls 22. NAUÐGUNARMALIÐ f Keflavík, sem Mbl. skýrði frá á baksíðu s.l. föstudag, er nú að fullu upplýst. Fyrir liggur játning 18 ára pilts um að hann hafi neytt 14 ára stúlku til samfara við sig. Piltur- inn var í yfirheyrslum hjá Rann- sóknarlögreglu rfkisins í gær og átti að sleppa honum að yfir- heyrslum loknum. Atburður þessi gerðist i ná- grenni Keflavíkur á þriðjudags- kvöldið í síðustu viku. Stúlkan kærði nauðgunina þegar til lög- reglunnar og við skoðun á mynda- safni benti hún á ákveðinn mann, sem hinn seka. Var maðurinn, sem er rúmlega þrítugur að aldri, handtekinn á fimmtudag í fyrri viku og úrskurðaður i allt að 15 daga gæzluvarðhald sama dag. Hann neitaði stöðugt sakargift- um. Rannsóknarlögregla-ríkisins vann stöðugt að málinu og i fyrra- dag handtók hún annan mann, 18 Framhald á bls. 26 500 tonn af heyi flutt til Noregs Verdið mjög hagstætt miðað við heyverð innaniands AKVEÐIÐ hefur verið að flytja héðan frá lslandi 500 tonn af heyi en það er fóðurblöndunarfyrir- tækið KEK í Danmörku, sem kaupir heyið og verður það að öllum lfkindum selt til Noregs.' Það er Heildverslun Guðbjörns, Guðjónssonar, sem annast þenn- an útflutning og sagði Guðbjörn f samtali við Morgunblaðið f gær, að sér hefði nýverið borizt fyrir- spurn um það frá KFK í Dan- mörku, hvort hugsanlegt væri að flytja út hey héðan og hefði hann þá sent sýnishorn út. Heyið hefði Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.