Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1977 ATA-þing í Reykjavík - ATA-þing í Reykjavík - ATA-þing í Reykjavík Atlantshafsbandalagið hefur aldrei verið styrk- ara að hugsjón en nú Hr. forseti: Þegar rætt er um öryggis- vánda einstakra ríkja kemur i ljós, að málin horfa við hverju þeirra með sínum hætti eftir hnattstöðu, jafnvel þótt þau séu saman í bandalagi. Og þegar litið er héðan frá íslandi til þeirrar hættu, sem Nato er búin og fer vaxandi, má ljóst verða, að hættan af hafi úti er tæpast minni en hættan úr Miðevrópu eða hættan af nýj- ustu kjarnorkuskeytum Sovét- manna. Það hefur verið sagt um mannkynssöguna, að því meira sem breytist þeim mun meira verði óbreytt. Öldum saman hafa yfirráð á höfunum valdið miklu um framvindu mann- kynssögunnar. Þótt langt sé um liðið frá þvi, að Mahan flotafor- ingi setti fram höfuðkenningu sina þess efnis, að heimsyfirráð byggðust á yfirráðum á höfunum, munu fáir treystast nú á dögum að halda því fram fyrirvaralaust, að hún sé fallin úr gíldi. Að minnsta kosti virðist, að Sovétmenn telji hana enn gilda. Þess er ekki langt a"ð minn- ast, að Bretland var lengi vel mesta flotaveldi í heiminum. Fyrr á þessari öld tóku Bretar síðan höndum saman við Bandarikjamenn og saman fengu sjóherir þeirra breytt gangi sögunnar og fyrirsjáan- legum afdrifum margra þeirra þjóða, er hér eiga fulltrúa. Nú er það min skoðun að NATO hafi tekið við yfirráðum á höfunum af þessum fyrri flota- veldum, og höfuðmarkmiðum NATO verði ekki náð, nema það haldi þessum yfirráðiim sfnum. Ég geri mér að sjalfsögðu grein fyrir því að tækniþróunin hefur valdið gifurlegum breyt- ingum og það er langtum marg- brotnara mál að halda yfir- burðum á höfum úti nú á dögum en það var á dögum Roosevelts og Churchills, hvað þá á timum Mahans flota- foringja. Það er liðin tíð, er vígdrekar sigldu um í fylking- um, albúnir að leggja til orrustu við hverja sem þorðu. Nú sveima kjarnorkukafbátar hljóðalaust um undirdjúpin, sumir búnir langdrægum flug- skeytum, en aðrir, leitarbátar búnir hinum ótrúlegustu rafeindatækjum, reyna að fylgja þeim eftir. Og flugherir og stöðvar á jörðu niðir eru orðin langtum þýðingarmeiri en áður I baráttunni um höfin. En það er enn um sömu grundvallaratriði að tefla og áður. Þjóðirnar i Vesturevrópu og Norðurameriku verða, hvað sem kostar, að halda opnum siglingaleiðunum yfir hafið á milli. Að öðrum kosti fá þær ekki haldið uppi sameiginleg- um vörnum sínum fyrir frelsi sitt, félagsleg verðmæti og menningarverðmæti gegn hugsanlegri ásókn andstæðra hugmyndafræða og alræðis- valds frá hinu nýja ofurveldi í austri. Sérfræðingar um varnamál verða að gefa okkur ákveðin svör um það, hversu NATO geti snúizt við hættunum, sem að þvi steðja. En að mínu áliti, sem leikmanns, og héðan séð, er ljóst, að NATO verður að halda sannfa'randi yfirburðum sfnum á höfunum, svo að enginn velkist í vafa um, að það hafi alla burði til þess að verja og halda opnum siglinga- leiðunum um Norðuratlants- hafið, sem er ,,miðhaf“ banda- lags okkar, eins og Miðjarðar- hafið var Rómverjum. Ekkert væri jafnhættulegt styrk NATO og það, að alvarlegur vafi léki á þessu. Tækist Sovét- mönnum, með flota sínum og flugher, að vekja efasemdir um þetta mundu þeir hagnast mjög á þvi vegna þess, að traust evrópsku NATO-ríkjanna mundi bila og einangrunar- stefna kynni að vekjast upp aft- ur i Norður-Ameriku. Það ríður á miklu, að við ger- um okkur ljóst og höfum í huga meginverkefni NATO-flotanna, og minnum aðra á það hverjir ráði í raun og veru á höfunum. Þetta er bráðnauðsynlegt af því, að við getum ekki komið í veg fyrir það, að floti Sovét^ manna, sem fer æ stækkandi, verði þeim til þó nokkurs fram- dráttar. Við getum ekki komið i veg fyrir það, að þeir auglýsi flota sinn um heiminn. A hverju ári getur að líta nokkur skip þeirra hér í Reykjavíkur- höfn. Þetta eru glæsileg, ný skip, troðfull af tækjum, og varla þarf að geta þess, að fram- koma áhafnanna er ævinlega til fyrirmyndar. Það er og ekki lítið afrek, út af fyrir sig, er stórveldi uppi á meginlandi tekst að halda flota sínum úti um öll heimsins höf. Við getum ekki heldur gert neitt við þvi, er Sovétmenn senda kaupskip, rannsóknaskip og fiskiskip um hnöttinn þveran og endilangan. Þeir senda flota sinn nærri hvert, sem þeim sýnist án þess, að við fáum að gert. Og okkur er óhætt að trúa því, að Sovét- mönnum er vel ljóst (að minnsta kosti er eftirmönnum Staiíns það vel ljóst), að albú- inn floti er nokkur tilstyrkur diplómatískum umleitunum, Ijær þeim „stálblik", ef svo má að orði komast. Ekkert af þvi, sem ég nefndi, getum við hindrað; allt hefur það farið fram óhindrað árum saman. Hins vegar getum við valið þann kost að gera slíkt hið sama. En í einu atriði eigum við um ekkert að velja: við verðum að halda ótviræðum og sann- færandi yfirráðum á siglinga- leiðunum milli ríkjanna í NATO. Aðeins með því móti á NATO, sem heild og varnar- bandalag, framtið fyrir sér. Hr. forseti: Nú vildi ég mega ræða nokk- uð sérstaklega um nyrzta hluta Atlantshafsins, hafið austan, norðan og vestan við ísland. Á þessu hafsvæði hafa orðið ýmis mikil tíðindi að undanförnu og kunna fleiri að fylgja eftir og er ærin ástæða til þess að NATO-rikin gefi þvi náinn gaum. Benedikt Gröndal þess að kynna ykkur vandamál og stormasöm stjórnmál okkar íslendinga, sem höfum nú heið- urinn af heimsókn ykkar og dvöl, þótt stutt verði. Ég er nú búinn að telja upp nokkur þau helztu vandamál, sem snúa að þessum hluta Norðuratlantshafsins. Og þá er að minnast þess, sem er nokkuð ískyggilegt, að sovézkir flota- foringjar telja þetta hafsvæði að öllum líkindum „sitt haf“, telja sem sé, að þeir hefðu bet- ur ef kæmi til átaka. Flotafor- ingjar Rauða sjóhersins telja garðinn frá Grænlandi um ts- land til Skotlands að öllum lík- indum sína fremstu varnarlínu. Ég býst fastlega við því, að margir sérfræðingar, sem fylgja NATO að málum muni vefengja þessa skoðun Sovét- RæðaBenedikts Gröndal á ATA-þinginu í Reykjavík í fyrsta lagi vil ég minna á oliuna, sem fundizt hefur í miklum mæli i Norðursjónum og undan Noregsströndum. All- ar likur benda til þess, að enn fleiri olíulindir muni finnast undan Norðurnoregi, oliuleit er þegar hafin við Grænlands- strendur, og svo kann að fara, að olia finnist enn viðar. Þetta svæði er því orðið langtum þýð- ingarmeira en áður, og þess vegna hlýtur að þurfa að stór- auka öryggiseftirlit þar. ' 1 öðru lagi vil ég minna á 200 mflna efnahagslögsöguna, sem tekin var upp fyrir skömmu og þar með fiskveiðiréttindi; svo og á aðrar, væntanlegar breyt- ingar á hafrétti. Efnahagslög- sögur strandríkja okkar koma víða saman og mjög litið haf- svæði er eftir utan lögsögu. Fiskveiðar munu taka miklum breytingum frá því, sem var, og margt annað kann af þessu að leiða. t þriðja lagi vil ég minna á Svalbarða. Mikilvægi hans hef- ur orðið æ augljósara með hverju ári undan farið. Norð- menn og Sovétmenn hafa þar báðir stöðvar samkvæmt göml- um samningi. En hvernig verð- ur framvindan á þeim slóðum á komandi árum? Væri ekki ráð- legt, að NATO væri þar á varð- bergi og styddi Norðmenn dyggilega? 1 fjórða lagi vil ég minna á Grænland. Grænland er stærsta eyja — eða minnsta meginland heims. Lega landsins er geysi- Iega þýðingarmikil í pólitísku tiliiti og auðlindir þess eru ómetanlegar. Ég þykist viss um það, að vinir okkar Danir, sem ráða fyrir Grænlandi, muni sammála um það, að mikil óvissa ríki um framtið þess. Að lokum vil ég svo biðja ykkur að nota tímann vel til manna. Og sjálfur hef ég vissu- lega engin skilyrði til þess að meta slíkar staðhæfingar. En ég ber það undir ykkur, hvort ekki muni þörf á þvf, að NATO gefi þessu náinn gaum, og ég þykist allviss um það, að dansk- ir og norskir vinir mínir hér muni taka undir þá skoðun. Verkefnin í norðurhöfum og á hinum miklu siglingaleiðum yfir Atlantshafið eru að sjálf- sögðu samtvinnuð að mörgu leyti og ég held því alls ekki fram, að yfirmenn flota NATO hafi vanrækt verkefnin á norð- urslóðum. En mér fannst ég verða að minna á hin nyrztu hafsvæði þar eó svo margir virðulegir stuðningsmenn bandalagsins voru saman komnir hér rétt norður undir heimskautsbaug. Aður en ég lýk að tala um flotamál, sem ég valdi mér að ræðuefni, langar mig að benda á eitt atriði svo sem til mótvæg- is og uppörvunar. Keppnin milli flotavelda, sem staðið hef- ur nú um nokkurt skeið og stendur væntanlega áfram um óákveðinn tíma, hefur i för með sér geysiharða framvindu i vis- indum og tækni. Að því leyti er hún e.t.v ekki sambærileg neinu nema keppninni, sem fram fer um geiminn. Það er einlæg von min, að tækni- og vísindaárangurinn, sem þessari keppni fylgir, muni einnig koma mannkyninu að góðu gagni í friðsamlegri baráttu þess fyrir lifinu á jörðinni og hann verði enn fremur til þess að okkur verði miklu meira úr höfum jarðar en fram að þessu. Enn kann svo að fara, að borgir verði byggðar á sjávarbotni, hafinn verði ,,búskapur“ í sjó, hafið færi okkur fæðu og orku, fegurð og frið. Þegar við ræðum það, hversu skuli bregðast við hinni sí- vaxandi hættu, sem steðjar að Atlantshafsbandalaginu, verð- um við að minnast þess, að her- búnaður og tækniundur ein saman munu aldrei duga til þess. Við verðum líka að verjast af hugsjón, verðum að styrkja varnírnar trú okkar á frelsi og lýðræði, og síðast, en ekki sizt, skiptir þá máli hversu við för- um eftir þessum hugsjónum. Við megum aldrei vanmeta þýð- ingu siðræns tilgangs okkar, enda þótt staðreyndir liðandi stundar neyði okkur stundum til þess að taka árangur fram yfir grundvallarreglur í svip- inn. En mín skoðun er sú, að Atlantshafsbandalagið hafi aldrei verið styrkara að hug- sjón en einmitt nú, þegar þvi er ógnað meir en áður. Við verð- um að sjálfsögðu að snúast við þessum ógnunum. Og eitt, sem við verðum að gera nú, þegar dregur að niunda áratugnum, er að hefja víðtæka kynningu, vekja bjartsýni í eigin liði, og útbreiða þessa grundvallar- skoðun okkar meðal annarra þjóða, fyrir austan tjald og um Þriðja heiminn. Ég held, að þessi bjartsýni eigi við rök að styðjast, og skal ég nefna nokkrar ástæður til þess: 1 fyrsta lagi hefur ríkt friður á áhrifasvæði NATO í þrjá ára- tugi samfleytta. Þetta er sögu- legt afrek, og skyldi enginn gleyma því. 1 öðru lagi byggjast umleitan- ir þær um slökun, „detente", og afvopnun, sem nú fara fram á því og engu öðru, að valdajafn- vægi hefur verið á vesturlönd- um eftir, að NATO var stofnað. í þriðja lagi ér óneitanlegt, að í Evrópukommúnismanum felst greinileg viðurkenning á siðrænum styrk og hernaðar- mætti NATO, og það veldur Sovétmönnum hinni mestu gremju. I fjórða og sfðasta lagi hefur málum undið þannig fram i nokkrum hinum syðri NATO- ríkjum, að einræðisstjórnir féllu og lýðræði komst á aftur. Nú búa allar NATO-þjóðirnar við lýðræðisstjórnir. Þessi atburðarás er með þvf ánægju- legasta og þýðingarmesta, sem um getur f sögu bandalagsins. Oft hefur sett að okkur ugg um það, að lýðræði væri á undan- haldi. En lýðræðið er ekki leng- ur á undanhaldi; það hefur reynzt traustara en maVgur hugði. Og nú hafa nýjar vonir vaknað um það, að lýðræði muni breiðast út og eflast er fram Ifða stundir. Ef við förum að þjóðum Þriðja heimsins með skynsemd og skilningi er von til þess — þrátt fyrir allt —, að kjarni frelsis og lýðræðis berist út um heim allan á komandi tfmum. Með þessum bjartsýnisorðum lýk ég ræðu minni og óska jafn- framt ATA og aðildarfélögum þess gæfu og gengis í mikils- verðum störfum sinum. (Ræðan var samin á ensku og er birt hér í þýðingu Mbl.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.