Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1977 37 Hann ákvað að dveljast í Reykjavik i tvær vikur, þar eð hann bjóst við því að þurfa að mæta nokkrum sinnum hjá sér- fræðingnum, og fékk sig lausan frá störfum þann tima. Þar sem ég er kunnug piltinum, keyrði ég hann á flugvöllinn þeg- ar hann hélt heim aftur, og spurði hann þá hvernig gengið hefði hjá iækninum. „Það var nú litið sem ég fékk út úr þvi,“ sagði hann. „Læknirinn talaði við mig i um 10 mín. og lét mig hafa eitthvað róandi. Hann sagði að ég þyrfti ekki að koma aftur.“ Ég ætlaði varla að trúa þessu og bað hann að lofa mér að sjá hvað hann hefði fengið frá lækninum. Jú, eitt recept og kvittun fyrir viðtali, kr. 3.000. Mér fannst þetta undarleg rannsókn, og hringdi þvi til Læknafélags Reykjavíkur og skýrði frá þessu: % Allt í lagi, sjúkrasamlagið borgar Sá starfskraftur, sem þar varð fyrir svörum, var ekki lengi að leysa málið. „Þetta er allt í lagi því að hann fær þetta greitt hjá sjúkrasamlaginu." Þá veit maður það — skitt með rannsóknina. Greiðslu fékk sérfræðingurinn og pilturinn þurfti ekki að greiða það sjálfur. 3164-4917 % Fólskuleg framkoma Sem innlegg i umræður um skyldur íbúa í fjölbýlishúsum hef- ur Velvakanda borizt eftirfarandi bréf, undir ofangreindri fyrir- sögn: Blokkarsambúð er ágæt út af fyrir sig. Oft er nú samt að 1—2 húsmæður í stigagangi hafa gam- an af að finna að og baknaga sina sambýlisfélaga. Hafa þær kosið sér að hafa það fyrir stafni í dag- legu lifi. Nú, það er margt sem ná þarf samkomulagi um í samvinnu íbúa, t.d. um ræstingu, rusl, lóð og fleira. Oftast er fengin starfs- kraftur á launum til að þrifa í þessum stigagöngum. Einnig er lika til að íbúar stigagangs skipti með sér að sjá um þrif þessi, hver íbúð viku i senn. Sumir þrifa vel, aðrir sæmilega, og svo eru aðrir sem gera alls ekki neitt. Og er þá komið að þvi hvernig refsa skuli þeim sem ekkert sinna þessum þrifum. Mætti ekki stela póstin- um úr póstkassa þeirra, og undir- strika i blöðum þeirra greinar sem refsiverða passar að lesa? Þetta verður að gánga fljótt fyrir sig, svo sá refsiverði komi ekki að mönnum iaumandi blöðunum i póstkassa þeirra á ný. Og, að lok- um, ekki má gleyma að tala hátt um þrif á stigapöllum svo sóðinn heyri. Rósa Helgadóttir, Vesturbergi 146, R. Rétt er það, sambýlisvandamái geta verið erfið viðureignar, en engin lausn er það á þeim, þó þeir „þrifnu" hefji hefndarráðstafanir gagnvart „sóðunum". I sliku sam- býli yrði hreinlega ólíft og and- legri heilsu manna stefnt i voða. Velvakandi hefur trú á þvi að í langflestum tilfellum væri hægt að fá „sóðana“ til þess að taka þátt i eðlilegri ræstingu og þrif- um á sameign, ef rétt er að málum staðið. En þá verður oft að sýna lipurð og sáttfýsi en ekki hið gagnstæða. Þessir hringdu . . . 9 Á móti reyk í strætó Gribba hringdi: — Það var skrifað í dálk- inn þinn nýlega og beðið um að reykingar yrðu leyfðar í strætó. Þar var spurt hvort það væri ekki brot á almennum mannréttindum að banna reykingar í strætó, og hvort með því væri ekki einnig verið að hygla sérhópum. Mig langar nú bara að spyrja á móti: Eru reykingafólk ekki sérhópur? Margt fólk þolir illa tóbaksreyk i bifreiðum. Fær það andarteppu, sviða og þess háttar, og almennt liður þessu fólki illa ef reykt er í farartækjum. Flestir þessara eru SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson A skákþingi Argentínu í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Szmetans, sem hafði hvitt og átti leik, og Belmonts 28. Df4! — Hxfl 29. Re5 — Hgl + 30. Kh3 — f5 31. Db4! — Dfl+ (Ef 31. . .Kxg7 þá 32. De7+ — Kh6 33. Rf7+ _ Kg7 34. Rg5+ — Kh6 35. Dxh7+ — Kxg5 36. Dh4 — Mát) 32. Kh4 — g5+ 33. Kxg5 — Dcl + 34. f4 og svartur gafst upp. Szmet- an varð skákmeistari Argentfnu. Hann hlaut lO'/í vinning af 15 mögulegum. Hálfum vinningi neðar komu síðan þeir Anelli og Campora. aldraðir sem eiga ekki í önnur hús að venda. Ég er því á móti reykingum í strætó. Ég held að reykingafólk geti sleppt reyking- um þessar örfáu mínútur sem það er að ferðast í vögnunum. Ein- hvers staðar las ég að menn ættu ekki að menga umhverfi sitt. Reykingar eru ekkert annað en mengun. Hárgreiðslustofa óskast keypt Tilboð sendist Mbl. merkt: „H — 2595". Til sýnis og sölu: CROWN 2600 SUPER SALOON '74 CORONA 1900 MKII '72 CORONA 2000 MKII '75 AUT. CORONA 2000 MKII '77 CARINA 1 600 '74 COROLLA 20 COUPÉ '72 " COROLLA 20 2 DYRA '74 AUSTIN MINI '73 Toyota umboðið h. f., Nýbýlaveg 8, Kóp. Sími 44144 Bás nr. 8 HEiíiiUÐn Með Scadanla útihurð fáið þér 2ja ára ábyrgð Scadania — útihurðin er smíðuð þannig, að hún vindur sig ekki — þrátt fyrir regn, kulda og hita- breytingar. Þetta kemur í veg fyrir hita — og orkutap. Hurðin borgar sig því smám saman sjálf með minnkandi hitakostnaði. Þær eiga að endast jafnlengi og húsið. Þær eru einangraðar með mjúku trefjagleri, sitt hvorum megin einangrunarlagsins þekja hurðina ÁLPLÖTUR sem er þrautreynd vörn við raka, sem ætíð reynir að þrengja sér inn i útihurðir Spónn (teak eða fura að vild) veitir hurðinni fallegt útlit. Gúmmíþéttilistar í karmi treystir síðan enn betur að raki smjúgi ekki inn með hliðunum E BÚSTOFN Aðalstræti 9 — Reykjavik, simar 81077 — 81663.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.