Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1977 23 Stefán Jónsson á Kagaðarhóli f ræðustóli á aðalfundi Stéttarsambands- jns Lj»sm. Mbl. ts. Stéttarsambandsfundinum lokið: 5 milljóna króna fjárveiting til markaðsleitar samþykkt AÐALFUNDI Stéttarsambands bænda lauk á Eiðum skömmu fyrir hádegi I gær. Síðast á dag- skrá fundarins var kosning stjórnar og voru allir stjórnar- menn sambandsins endurkjörnir nema Sigurður Jónsson á Reynis- stað, sem ekki var f kjöri. 1 stað hans var kosinn Þórarinn Þorvaldsson á Þóroddsstöðum í Vestur-Húnavatnssýslu. Aðrir f stjórn voru kjörnir Gunnar Guð- bjartsson, Hjarðarfelli, Ólafur Andrésson, Sogi, Jón Helgason í Seglbúðum, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Kirkjubóli, Ingi Tryggvason, Kárhóli og Þorsteinn Geirsson á Reyðará. Fjölmargar tillögur voru af- greiddar á fundinum en lengstar urðu umræður um tillögu Fram- leiðslunefndar fundarins um verðjöfnunargjald á búvörufram- leiðsluna, fóðurbætisskatt og kvótakerfi i framleiðslunni en til- laga þessi var kynnt í blaðinu í gær. Var tillagan samþykkt, að viðhöfðu nafnakalli með 37 at- kvæðum gegn 6 en þrír greiddu ekki atkvæði, lítið breytt frá upp- haflegri tillögu nefndarinnar. Af öðrum tillögum, sem fundurinn samþykkti og ekki hefur verið getið um áður, má nefna tillögu þar sem itrekað er að verðlags- grundvöllur landbúnaðarvara gefi sem réttasta mynd af hinum ýmsu kostnaðarliðum við bú- reksturinn svo og afurðamagni. Benti fundurinn sérstaklega á að taka þyrfti tillit til óreglulegs vinnutíma bænda og einnig að styðjast þyrfti við samninga verkalýðsfélaganna um greiðslur fyrir útköll og viðveruskyldu. Það þyrfti að leiðrétta fjármagnsliði verðlagsgrundvallarins og liðinn annan kostnað. Smaþykkti fundurinn einnig að taka þyrfti tillit til þess við ákvörðun launa- liðar grundvallarins hvort bænd- ur hefðu náð þeim tekjum, sem þeim voru ætlaðar næsta timabil á undan. Og einboðið væri að tímakaup húsfreyju í grund- vellinum yrði jafnhátt timakaupi bóndans. Fundurinn samþykkti að verja 5 milljónum króna af rekstrar- hagnaði ársins 1977 til markaðs- leitar i trausti þess að a.m.k. tvö- föld þessi upphæð komi til viðbót- ar frá öðrum aðilum. Fundurinn lýsti einnig yfir undrun sinni að ekki skuli mögulegt að greiða hærra verð en nú er gert fyrir gærur, sem eru svo eftirsótt hrá- efni. Samþykkt var tillaga um að brýnt væri að tryggja eðlilegan vöxt og þróun innlends fóður- iðnaðar, svo hann verði snar þátt- ur í kjarnfóðurnotkun land- búnaðarins. í varastjórn Stéttarsambands voru kosnir Magnús Sigurðsson, Gilsbakka, Jónas R. Jónsson á Melum, Grimur B. Jónsson, Ær- lækjarseli, Sveinn Guðmundsson á Sellandi, Sigsteinn Pálsson, Blikastöðum, og Böðvar Pálsson, Búrfelli. Veðurofsinn sleit samæfingu björgunar- sveita á Austurlandi LEIT AÐ „tveimur slösuðum mönnuni í flugvélarflaki" var m.a. á dagskrá samæfingar björg- unarsveita S.V.F.l. á Austurlandi, sem fram fór í Arnardal á laugar- dag, en æfingunni varð að slíta á laugardagskvöld, þar sem tjöld héldust þá vart niðri lengur. Á laugardagsmorgun hófst dag- skráin með námskeiðum i skyndi- hjálp, notkun áttavita, korta og fjarskiptatækja. Eftir hádegið var flugslys sett á svið og hafði lituðu jöklatjaldi verið komið fyrir i hrauninu skammt vestan Kreppu, i um 20 km fjarlægð frá æfinga- búðunum. Sjö leitarflokkar fóru í leitina og upp úr klukkan 17 komu menn að ,,flakinu“ og tveimur tímum siðar var komið með þá ,,slösuðu“ til búðanna. Svæðið, sem leitað var á, er á fjórða hundrað ferkílómetrar. Með kvöldinu bætti stöðugt í vind og varð að slíta æfingunni um áttaleytið, en siðar um kvöldið átti að fara fram kvöldvaka og á sunnudagsmorgun æfing í með- ferð fluglínutækja og í merkja- gjöfum. Æfinguna sóttu um 80 manns en mótsstjórar voru Skúli Magn- ússon og Þorsteinn Páll Gústafs- son. Aflaskýrsla úr Þorlákshöfn Þorlákshöfn — 29. áíiúst AFLASKVRSLA frá Þorláks- höfn, sem miðast við 24. ágúst s.l. Um humarvertíðina er það að segja, að heildaraflinn frá ára- mótum var 146 tonn en í fyrra á sama tíma var aflinn 153 tonn. Hæstu humarbátarnir voru Jón Sturlaugsson, 14,5 lestir, Snætindur með 12.5 lestir og Sæ- unn Sæm. Með 12.2 1. Alls Iönd- uðu á tímabilinu 34 bátar, þar af 9 heimabátar og var unninn hum- ar af 5 á staðnum. Spærlingsveiðin var á timabil- inu 3500 lestir en 1976 var hún 2741 tonn, og hæstu bátar á þess- ari vertíð voru Búrfell með 621 tonn, Gissur 597, og Arnar 563. Alls voru tiu bátar á spærlingi, allt heimabátar. Bolfiskaflinn var á þessu tíma- bili 16,725 tonn en i fyrra 16.341 tonn, þar af var afli togaranna Jóns Vidalin 1670 lestir og Brynjólfs 194 tonn. Þrír bátar voru gerðir aút á troll og er afli þeirra tregur. Þrir bátar eru á handfærum og er afli þeirra sæmilegur þegar gefur. Loðnulöndun er 21.118 tonn en i fyrra 8.674 tonn. Alls vó sjávar- afli 24. ágúst s.l. 40.976 tonn en i fyrra 27,911 tonn. Þessar tölur sýna að sumar. vertiðin hefur komið vel út og mun betur en i fyrra. Það er þvi ekki hráefnisskortur, sem veldur að 80 manns hefur verið sagt upp störfum hjá Utgerðarfélaginu Meitlinum h.f. frá og með degin- Framhald á bls. 26 Við viljum vekja athygli yðar á hinum fjölhæfu rafdrifnu klippum, BF 30 - 12, frá Muhr & Bender. Til sýnis í verzlun vorri næstu daga. Sími: 18560 Vélin klippir 1. Plöturogflatjárn 2.Sivalt og ferkantaó stangarjárn 3. Geira i flat-og vinkiljárn má breyta i 30 mm lokk 4. Prófila af öllum geróum G.J. Fossberg hf., vélaverzlun Skúlagötu 63 Leyft Okkar \ verð verð ’ 97,- 86,- 212- 190,- 129.- 116,- 161- 145,- 129,- 117,- 734,- 576,- 1183- 1.109,- 300- 270,- EmmEss appelsínu-, marsípan- eða ávaxtaís 1 líter .................................. 300.- Þetta eru aðeins fáein verðsýnishorn. einnig verðsamanburð sem sést á tvöföldum verðmerkimiðum er sýnir leyft verð og okkar verð C Opið til kl. 10 föstudag Sími86111.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.