Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1977 17 Opið bréf til vegamálastjóra þröngir að ætla mætti, sem haft er eftir hyggnum bónda, að það Eiríkur Sveinsson, Akureyri: Tilfinninga- mál f ulltrúans A undanförnum árum höfum við Grundfirðingar nokkuð látið í okkur heyra um „vegina“ hér í Eyrarsveit og beðizt lagfæringa. Vægt til orða tekið hefur erindið fengið litlar undirtektir hverju sinni, engar sjáanlegar breyting- ar orðið, nema hvað þið hjá vega- gerðinni hafið tjaslað í tvær brýr, sem hrundu fyrir elli sakir. Skal það framtak þakkað hér. Nú i sumar hafa staðið yfir gatna- gerðarframkvæmdir í kauptún- inu og þeim fylgt mikil þunga- umferð á „vegunum" beggja vegna. Satt bezt að segja hafa þessir svo nefndu vegir ekki hald- ið uppi bílunum, svo þeir hafa einatt verið á kafi í leðju og for ef nokkuð rigndi, þrátt fyrir það að við höfum tekið að okkur það litla viðhald á þeim, sem átt hefur sér stað. Er þetta gert meira af vilja en mætti, því að það hefur verið ill nauðsyn. Afskipti höfuðstöðvanna í kjör- dæminu hafa verið þau ein, að amast við frágangi á þvi efni, sem við höfum þurft að sturta við „vegina“, sem hefur orðið að ráð- ast af þvi m.a. hvar unnt var að komast eftir þeim frá degi til dags. Ég verð að lýsa aðdáun minni á hugrekki undirsáta þinna á Vesturlandi að þeir skuli dveljast við þetta kvabb, og yfirleitt bera sér í munn hugtakið „vegir i Eyrarsveit", jafnvel þótt i sima sé. Afskiptaleysi og dáðleysi vega- gerðarinnar i vegamálum hér i Grundarfirði og þeirra, sem henni stjórna er slík, að fólk er farið að trúa því, sem i gammni hefur verið sagt, að hér muni heil kyn- slóð ala aldur sinn án þess að sjá lífsmark með vegagerð ríkisins. Rétt elztu menn muna eftir þvi að hafa séð vegi malarborna, enda bera þeir þess órækt vitni. Vilji forráðamenn vegagerðarinnar sjá vonda vegi eru þeir velkomnir hingað. Hér getur að líta allar tegundir; holóttir, stórgrýti og egggrýti í stað ofaníburðar, og svo N(J STENDUR yfir á Hótel Loft- leiðum ársfundur Nordisk Foren- ing for Neuroradiologi. Hann hófst C gær og lýkur f kvöld. Þetta eru samtök þeirra rönt- genlækna á Norðurlöndum, sem hafa sérhæft sig f röntgenskoðun á heila og miðtaugakerfi. A þess- um fundi verða m.a. fluttir fyrir- lestrar um nýja tækni við rönt- genskoðun, þ.e.a.s. tölvustýrða röntgenskoðun. hafi verið tekið of bókstaflega á æðri stöðum vegamála, sem stend- ur í helgri bók, að menn ættu fremur að fara þrönga veginn en þann breiða. Ef marka má fyrri viðbrögð vegagerðarinnar, geri ég mér ekki háar hugmyndir um úrbæt- ur, slikt væru tálvonir einar. En hitt væri ekki nema sann- gjarnt, að fara þess á leit við hana að hún léti okkur i friði meðan við erum að bagsa i okkar framfara- málum af litlum efnum. Hvort þingmenn Vesturlands láta sér sæma þetta ástand öllu lengur skal engu spáð, en nokkrar vonir eru þó bundnar við það, a.m.k. að þeir þingmenn, sem á annað borð hafa unnið kjördæmi sinu gagn til þessa, og þekkja þessa vegi, taki nú til sinna ráða. Með vaxandi virðingu. Arni M. Emilsson. Þessi nýja tækni er alger bylt- ing I sjúkdómsgreiningu með röntgengeislum og hefur farið sigurför um heim allan undanfar- in ár. Tækni þessi hefur verið í notkun á Norðurlöndum i nokkur ár, en er ekki fyrir hendi hérlend- is. Með þessari tækni má stytta skoðunartima sjúklinga til muna og er hún óþægindalaus með öllu. Auk þesser sjúkdómsgreining mun nákvæmari. I Morgunblaðinu 13. ágúst s.l. er greinarkorn á annarri siðu, sem ber heitið „99% tilfinninga- mál — en ekki dynamit", og er unnið úr viðtali við fulltrúa Orku- stofnunar, sem sagður er heita Stefán Sigurmundsson. Vonandi er allt i þeirri grein, sem haft er eftir fulltrúanum, rétt hermt. Kemur fram að þar talar sá sem vitið og valdið hefur. Er hann auðvitað hátt hafinn yfir hinn norðlenzka lýð, sem er eitthvað að prumpa á rússneska landreksvis- indamenn. Reynir herra fulltrú- inn að gera mýflugu úr úlfalda. Orðrétt er haft eftir fulltrúanum „þá er það rétt ef menn læðast að nóttu til að sprengja i hyl fullum af fiski, þá er það tugthússök". En spurningin er hvort gjörðin er ekki sú sama, þótt hábjartur dag- ur sé? Hver á að dæma um það og skilgreina, hvar og hvenær hylur er fullur af fiski? Veiðifélagi minn varð fyrir því 16. júli næst- liðinn á miðjum veiðitímanum, að vera rekinn úr einum af betri veiðistöðunum i Fnjóská, þar sem ofangreindir menn sprengdu dynamit i miðri ánni, um 50 metra frá miðjum veiðistaðnum, og grjótinu úr sprengingunni rigndi allt um kring, meðal ann- ars f áðurnefndan veiðistað. Hvort öll seiði Fnjóskár hafa ver- ið að synda þar sem sprengt var, skal látið ósagt. En að taka þannig til orða sýnir bezt gorgeir þess, sem telur sig hafa valdið. Og að leyfa sér að halda því fram, að okkur Akureyringum komi þetta mál ekki við, jafnvel þótt veiði- félag okkar, Flúðir, hafi ána á leigu, sýnir enn betur yfirstéttar- sjónarmið fulltrúans, þar sem hann vill neita mönnum um að standa á rétti sínum. Síðar i grein- inni sljákkar nokkuð i fulltrúan- um, þegar hann allt í einu segir „hitt er svo að við vissum ekki að veiðifélag væri i Fnjóská, eila hefðum við talað við þá að sjálf- sögðu, þvi viö viljum fyrst og fremst frið...“. Dálagleg sáttatil- raun greinin. Mér er nú spurn, því i ósköpunum er fulltrúinn að láta hafa eftir sér það sem á und- an er gengið? Var ekki nóg að biðjast afsökunar á óréttlæti þvi sem gert var þessu saklausa veiði- félagi? Nei, heldur skal hreita skætingi, þykjast vera háðskur, sýna vigtennurnar og opinbera svo fákunnáttu sina. Ekki skulum við hafa á móti vísindastörfum þessarra manna og svo auðvitað fulltrúans, sem fær að nota 100 millj. króna tækin. En krefjast verður þess af opinberri stofnun, að hún vandi betur framkomu sina við þegna landsins, og virði meginreglur allra kurteisra manna og láti þá a.m.k. vita af svona fyrirætlunum, sem trúlega eru brot á landslögum, nema til komi leyfi ráðuneytis þess er með málið fer. Það leyfi verðum við þó að ætla að sprengingamennirnir hafi. Ný tækni við röntgenskoðun hmvildi... var -elna saumavél.vegna: Hagkvæm í rekstri, hagkvæm í veröi. Sérstaklega lágvær Sjálfvirk hnappagöt og festir á tölur. Jafnvel rýjar. Saumar auöveldlega yfir títuprjóna og er því þræöing óþörf. Saumar allar þykktir af efnum, öll hugsanleg mynstur og meö teygjuþræöi. ■elna Verolaunagripur um víðaveröld. heimilistœki sf Haf narstræti 3—Sætúni 8 N V Gólfdúkur á gótf og veggi! (í^) krommenie gólfdúk: níösterkur, einstæö hönnun, hagstætt verö og þaö er auðvelt, aö halda honum hreinum. Hvers getiö þér krafistj^^^ Seljum málningavörur og margt fleira. Síðumúla15 sími 3 30 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.