Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 33
ffclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1977 33 Lars verður ad vera inni í nokkra daga þvf honum er illt f eyrunum eftir kalda baðið. Hundurinn Bambi hljóp út í sjóinn þegar hann sá að bátn- um hvolfdi. Hann gat ekkert gert en nú vfkur hann ekki frá Lars. Lars fékk að heimsækja pabba sinn á sjúkrahúsið svo hann gæti með eigin augum séð að hann væri heill á húfi. Betri son á enginn Þegar Martin Jensen, 48 ára gatnall skólabflstjóri, koinst til meðvitundar á Alaborgar- sjúkrahúsinu, var fyrsta hugsun hans: „Hvar er Lars?“ En Lars er 8 ára gamall sonur hans sem var með honum í bátnum þegar slysið varð og Martin vissi að Lars var ósyndur eins og hann sjálfur. Hann vildi ekki trúa því er honum var sagt að Lars væri heill á húfi og það eina sent amaði að honuiii væri, að honum væri illt í eyrunum og yrði að vera í rúminu í nokkra daga. En Lars fékk að heim- sækja föður sinn á sjúkrahúsið svo faðir hans gæti séð með eigin augum að allt væri í lagi. Martin Jensen og mágur hans Elmar höfðu farið í bátsferð ásamt þrem börnum sfnum. Þeir skildu björgunarvestin eftir á bryggjunni því þetta átti bara að vera smá reynsluferð og veðrið var gott. Þegar þeir voru komnir um það bil einn km út á fjörðinn ætlaði Elmar að taka krappa beygju en í sama bili reið alda yfir bátinn hann fyllti og sökk næstum samstundis. En það voru fleiri bátar á siglingu á friðinum og þegar þeir komu á staðinn voru feðgarnir um það bil 400 m frá hinum. Faðirinn var meðvitundarlaus en Lars litli hélt um hiifuð föður síns og hélt bæði sjálfum sér og honum á floti með því að sparka allt hvað hann gat með fótunum. Þeim var bjargað f einn bátinn og ke.vrðir í skyndi á sjúkrahús þar sem Martin komst fljótlega til meðvitundar og Lars fékk að fara heim þegar læknarnir htifðu komizt að raun um að ekkert alvarlegt væri að honum. Öllum ber saman um að það sé óskiljanlegt hvernig Lars hafði krafta til að halda föður sfnum á floti. Þegar Martin kemur heim af sjúkra- húsinu ætla feðgarnir saman á sundnámskeið. Og svo var það stúlkan, sem var svo sæt að hún varð að hafa margar sterkar hendur um- hverfis sig, sér til verndar. Innritun hafin í síma 84750 frá kl. 10-6 Jazzdans, og Rokk H > 5 3 Sérstakir tímar í Jitterbug og Rokk fyrir 30 ára og eldri L DANSKENNARASAMBAND ISLANDS OOO FlJIXl VllLL'í VUIJiT eiLLl mxr jwxi’ WJJ’ af skólavörum HAFNARSTRÆTI 18#LAUGAVEGI 34# HALLARMÚLA 2 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.