Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1977 Pétur Tyrfingsson stjómmálafræðinemi: Kæri Hannes. Mig langar að hripa hérna niður nokkrar línur og senda þér. Ég þarf ekki að segja þér deili á mér svo ég get komið mér beint að efninu. Eg vil þó taka fram að til þess að hafa mál mitt styttra þá forðast ég langar ivitnanir i þig eða önnur rit. Læt það bíða ef þú efast um áreiðanleika þess sem ég skrifa þér. Þú gerir það ekki endasleppt. Umfjöllun þín um marxismann og kommúnismann ætlar að verða mikil að vöxtum, þótt gæðin séu tæpast í réttu hlutfalli við magn- ið. Nú síðast gerir þú aðför að kennsluskrá félagsvisindadeildar háskólans og kennaraliði þjóðfé- lagsfræðigeira deildarinnar, með sérstöku tilliti til þess sess sem marxisminn skipar þar í kennslu- sölum. Við þessa gagnrýni þina er margt að athuga, og skrifa ég þér þetta bréf til þess að minna þig á að vanda betur til verka i framtið- inni. Ef þú heldur svona áfram, áttu á hættu að fara yfir mörkin og gæta þess ekki að gagnrýna innan ramma þinnar eigin lýð- ræðissannfæringar og gagnrýna það sem fótur er fyrir, en ekki staðleysur. Mér er þetta öðrum þræði mikíð i mun, því gagnlegt er fyrir okkur marxista að hafa borgaralega þenkjandi mann sem gagnrýnir af heiðarleika og útúr- snúningalaust. Mér virðist þú stefna í aðrar áttir, og er það málstað þínum ekki til framdrátt- ar og girðir fyrir að marxistar nenni að ræða við þig. Þú verður nefnilega að gæta þess að koma við kaunin á okkur, en láta vera að eigna okkur kenningar eða fyr- irætlanir sem við aðhyllums.t ekki. Ef þú gætir þessa ekki, hvar endar þú þá? Þín yrði minnst sem eins konar Don Quiehotte. Þú þarft ekki að furða þig á því að heilt námskeið i þjóðfélags- fræðunum sé helgað Karli Marx. Fyrir því liggja fræðileg rök og lýðræðislegar ástæður. Það er ekki bara sjálfsagt að kenna þessi fræði af þeim sökum einum að siikt sé nauðsyn svo skilja megi sögu og stjórnmál, þar sem marx- isminn hafi á einn eða annan hátt sett mark sitt á þau, heldur hafa heilu kenningarnar og fræðin orð- íð til í fræðilegri viðleitrii til þess að skapa-valkost gegn marxisman- um. Það er þess vegna ekki að ástæðulausu að félagsfræðingur- inn Peter Worsley bendir á að oft sé sagt að félagsfræðin sé deila við draug Marx. Hinar lýðræðislegu ástæður eru einfaldar: nemendur í þjóðfélags- fræðum hafa séð sérstaka ástæðu til þess að fá möguleika á að kynna sér Marx umfram aðra fræðimenn og þvi er sérstakt námskeið, helgað kenningum hans, til komið. Ef þér er uppsigað við að Marx skipi þennan sérstaka sess, verð- ur þú ekki einasta að styðja það fræðilegum rökum, heldur einnig að útskýra þá skerðingu lýðrétt- inda sem fælist i því að meina stúdentum að kyrina sér Marx og fá viðurkennda slíka rannsókn i formi sérstaks námskeiðs. En mér skilst að þú sért ekki beinlínis mótfallinn þessu sér- staka námskeiði, heldur virðist þú efast iim gæði kennslunnar eða réttara sagt leiðsagnarinnar sem þjóðfélagsfræðinemar eiga kost á, þegar þeir stauta sig fram úr rit- um Marx. Hér verður Hjalti Krist- geirsson bitbein þitt. Þú setur fram efasemdir um það og telur óréttmætt að fylgis- menn marxismans „kenni“ einir marxismann (þú leiðréttir ef ég er að gera þér upp skoðanir). Hjalta segir þú marxista. Jafn- framt telur þú að marxistar hafni „hlutleysi fræðimannsins". Slfk höfnun er að þínu viti fræðileg „synd“, en dyggð i augum marx- ista. Þú segir að vísindin séu „um- fram allt frjáls samkeppni hug- mynda, og ein leikreglan þessarar samkeppni er hlutleysi fræði- mannsins". Mér virðist að skv. þessari yrðingu eigi svo að „kenna" marxisma eða leiða nem- endur í rannsókn þeirra á fræð- am Marx. Ef vísindin eru frjáls sam- keppni hugmynda þýðir það áð tveir (eða fleiri) fræðimenn hljóta að keppa. Ekki eiga hug- myndirnar sér óháða tilvist gagn- vart fræðimanninum. Eigi hug- myndir að keppa, hljóta fræði- menn að draga taum einnar hug- myndar fram yfir aðra. Þvi get ég ekki skilið þessa reglu þína um hlutleysi fræðimannsins. Ég held hún sé bull. Mér virðist þú lika sjáifur álíta þessa setningu þina rugl, með því að spyrja hvort marxistar eigi ein- ir að „kenna“ marxisma og gefur i skyn kröfuna um að hin „frjálsa samkeppni hugmyndanna" fáist ekki fyrr en and-marxisti komi til sögunnar. Sé það þetta sem þú átt við áttu að segja það hreinskilnis- lega, en þá ertu lika búinn að viðurkenna eigin hlutdrægni og óhjákvæmileika hennar: Hér er um það að ræða að fræða fólk um kenningar Marx. Ef þú telur þörf á að andmarxisti þurfi að kenna þetta ásamt marxista, ertu að segja að marxistinn eigi á hættu Pétur Tyrfingsson um trúargrillur og bókstafstrú, gerir þig einmitt sekan um þetta athæfi á alltof augljósan hátt, til þess að það geti farið framhjá sæmilega glöggum lesanda. Timaritsgrein eftir Svan Kristjánsson ásamt annarri eftir Þráin Eggertsson eru lesnar í alþjóðastjórnmálum meðal annars lesefnis. Þú telur grein Svans alveg „ótæka“. Hver eru rök þín fyrir þvi? Þú tiundar ekkert sem varðar efni, innihald eða framsetningu Svans, heldur það eitt að eitthvert „virt“ fræði- rit „hafnaði" greininni. Þú átt sjálfur að vita að þetta segir ekkert um gæði greinarinnar og á ekki að gefa þér ástæðu til að telja hana „ótæka". Þú ættir heldur að gagnrýna þetta „virta“ timarit fyrir að brjóta reglu hinn- ar „frjálsu samkeppni hugmynd- anna“. Þessi grein Svans var at- hugasemd við grein Þráins i þessu timariti um utanríkispólitik íslands. Báðar greinarnar eru lesnar i námskeiðinu um alþjóða- stjórnmálin. Er þetta ekki spor í átt að „frjálsri samkeppni hug- myndanna"? Það hefði ég haldið. Opið bréf um álitamál til Hannesar Gissurarsonar að kenna eitthvað annað en raun- verulegar kenningar Marx, og það- þurfi mann eins og þig til þess að upplýsa fólk um hinn sanna kjarna marxismans. Þú ætlar þó ekki að gera sjálfan þig sekan um hlutdrægni og gera eitthvað ann- að en-að greina frá kenningum Marx? Svo við vikjum að frjálsri sam- keppni: Ef vísindin eru „frjáls samkeppni hugmynda" er þá ekki heppilegast að réttur hvers skoð- anastraums í fræðunum sé virtur, með þvi að fylgjendur hverrar kenningar séu fengnir til að gera grein fyrir henni, en þeir sem andsnúnir eru henni beri ekki hitann og þungann af þvi, enda eigi þeir á hættu að afbaka kenn- inguna, — kannski óafvitandi? Ég held við verðum að svara þessu játandi Hannes minn. I ljósi þessa er ekki nema sjálf- sagt að Hjalti Kristgeirsson fræði fólk um marxisma, a.m.k. á meðan „betri“ marxisti býður sig ekki fram. Ef slíkt yrði gætu risið deil- ur um hver marxistanna væri æskilegrí leiðbeinandi. Sam- kvæmt lýðræðisvitund minni er það nemendanna að velja og sjálf- ur mundi ég leggja til að leiðbein- endur yrðu einn úr hópi hvers aðgreinds skoðanastraums innan marxískra fræða. Hvað segir þú svo um þetta? A sama hátt tel ég, að það sé nemendanna að segja til um það hvort þeir vilja fá fyrir- lestra and-marxista inní nám- skeiðið eða ekki. Það er þeirra að meta þessar fræðilegu þarfir sín- ar, en ekki þitt Hannes Gissurar- son! Þú gerir sérstaka atlögu að Hjalta, sem bæði er fræðilega og pólitískt óréttmæt. Þú gerir það að umtalsefni að Hjalti Krist- geirsson dvaldist í Ungverjalandi 1956, þegar herir sovétstjórnar- innar gerðu innrás í landið. Þótt Hjalti hafi verið kolruglaður og ekki vitað i hvorn fótinn hann ætti að stiga á þeim árum, þá veistu jafnvel og ég að hann hef- ur hafnað stjórnkerfinu austur þar sem einhverri fyrirmynd. Það skiptir því engu máli hvaða af- stöðu Hjalti Kristgeirsson hafði 1956 til innrásarinnar í Ungverja- land ef hann hefur aðra afstöðu í dag. Þar að auki get ég ekki skilið hverju þetta breytir varðandi kennsluverkefni hans: Hjalti hef- ur einkum það verkefni að fara með nemendum i gegnum 1. bindi Kapitalsins. Ef honum er ætlað að upplýsa nema í þjóðfélagsfræðum um Ungverjaland 1956 og „fram- kvæmd sósíalismans" eins og þú virðist ætlast til og télur hann óhæfan til að gera í ljösi póli- tiskra skoðana hans, þá er hann kominn langt úl fyrir verksvið sitt: Hjalti Kristgeirsson er nógu vel heima í fræðum marxismans til þess að vita að vinnugildis- kenningin, kenning Marx um upphleðslu auðmagnsins og fall- andi gróðahlutfall, kemur „fram- kvæmd sósíalismans" með innrás- inni i Ungverjaland 1956 ekkert við. Þar er hvorki fræðilegt né stefnulegt samband á milii. Eina stefnulega atriðið sem ég man eft- ir að komi fram í Kapítalinu snertir styttingu vinnudagsins. Að öðru leyti er verkið greining á hreyfilögmálum kapitalismans. Annars er það merkilegt að þú skulir gera kröfu til Hjalta sem er i ósamræmi við hinar „fræðilegu" kröfur sem þú gerir á hendur annarra: Ef þú heldur þvi fram að innrásin i Ungverjaland sé óhjákvæmilegur fylgifiskur sósíalismans og marxískra stefnu- miða, eru það þínir fordómar. I samræmi við þá, gerir þú þessa „fræðilegu" kröfu: að Hjalti geri grein fyrir framkvæmd sósíalismans/marxismans í Ung- verjalandi 1956. En auðvitað átt þú að setja fram kröfu þína i anda hlutleysishugsjónar þinnar, þ.e.a.s. spyrja hvort innrásin i Ungverjaland 1956 hafi verið í samræmi við eða óhjákvæmileg afteiðing marxískra stefnumiða og starfshátta sósialismans. Eða ætlar þú kannski að halda þvi fram, að það sé útrætt mál og afgreitt hvort svo hafi verið eða ekki? Hvar er hin „frjálsa sam- keppni hugmyndanna"? En snúum okkur að umsögn þinni um annað námskeið, þ.e. alþjöðastjórnmál. — Það þykir ekki mikil fræðimennska og heldur slöpp rökhyggja að and- mæla kenningum með því einu að segja að eitthvert fræðatröllið hafi þótt þær heldur fánýtar. Það er eins og að vitna I helga texta og á fremur heima í trúarkarpi en fræðilegri umræðu. Ég á þess vegna erfitt með að skilja hvernig þú, sem ásakar okkur marxista Það er ekki nóg með að þú teljir grein Svans ótæka af þeim sökum að átrúnaður þinn, þ.e. tímarit sem þú „virðir", taldi hana af vanefnum (en ekki vegna inni- halds hennar), heldur fær önnur ritsmíð sömu útreið. Hér er um að ræða bök Leníns, Heimsvaldastefnan. Þú bendir ekki á neitt í efniskjarna þessarar bókar sem á að vera rangt frá rótum eða úrelt, máli þínu til stuðnings, heldur „kallar til vitnis" eins og þú orðar það sjálfur, Paul Samuelsson og David Thomson. Okkur kemur ekkert við hvaða röksemdir þessir fræðimenn hafa gegn Lenin, a.m.k. telur þú ekki skylt að geta þeirra. En það sem meira er: „Ekki þarf að ræða þessa kenningu Leníns efnislega.. Hvers vegna í ósköpunum þarf þess ekki? Það er ekki vegna þess að hún er röng, heldur þarf ekki að ræða hana „því að fræðimenn á Vesturlöndum eru sammála um að hafna henni...“ Hver er ekki haldinn trúarkreddum ef ekki þú? Hefur þú ekki hér gefið trúarjátningu þina: ef virt timarit hafnar grein, er hún ótæk; ef fræðimenn á Vesturlöndum eru sammála um eitthvað er það rétt.. . Ég held að þér hafi orðið þarna svolítið hált á vísinda- mennskunni, enda erfitt að fóta sig, sé maður gripinn slikri aðdáun á stórum nöfnum í fræði- legri smæð sinni, eins og ástatt virðist vera um þig. Ég þekki þetta af eigin raun Hannes minn, var haldinn þessu sjálfur fyrst þegar ég var að kynna mér marxismann. Þetta eldist af manni ef maður reynir að temja sér gagnrýna hugsun. Þú átt eitthvað eftir að læra sé ég er. En til að bæta gráum ofan í svart, lætur þú í ljós fáfræði þina um innihald þessarar bókar Lenins. Þú segir: „Kenning hans um heimsvaldastefnuna er i flestu fengin að láni frá Bretan- um Hobson, sem samdi bók um heimsvaldastefnuna fjórtán árum á undan Lenin. Vandi Lenins var, eins og annarra marxtrúarmanna, að verkamennirnir I iðnríkjum Norðurálfu urðu ekki fátækari og misstu ekki fleiri atvinnuna eins og þeir áttu að gera eftir kenningu Marxs. Og lausn hans var, að þeir nytu góðs af arðráni nýlendna norðurálfuríkjanna, heimsvaldastefnan væri „hæsta sig auðvaldsins". Þessa skoðun reyndi hann að styðja með stað- hæfingum, tölum og öðrum upplýsingum, sem eru flestar annaðhvort ósannar eða ónákvæmar." Bók Lenins, Heimsvaldastefn- an, er alls ekki viðbrögð við þeim vanda að verkalýðurinn hafi ekki orðið fátækari eins og hann „átti“ sð verða skv. Marx. 1 fyrsta lagi er það uppspuni að Marx hafi sett fram slíka kenningu. í öðru lagi fjallar bók Lenins fyrst og fremst um samþjöppun auðmagnsins og einokun. Ef þú ætlar að hafna þessari bók Lenins Hannes minn, verðurðu að sýna það með tölum og öðrum upplýsingum að fram- Ieiðslan hafi ekki þjappast saman í stærri einingar, að einokunar- hringar og fjármálasamsteypur hafi ekki myndast og sýna með rökum að sú kenning Leníns sé röng sem hann teflir gegn Kautsky, að heimsvaldastefnan sé ekki sérstök utanrikisstefna sem auðvaldsriki geti gripið til, heldur sé heimsvaldastefnan einokunar- kapitalismi og önnur utanrikis- stefna heldur en útþenslustefna i einu eða öðru formi ómöguleg. Það er ekki nóg að segja mér að einhverjir fræðimenn á Vestur- löndum séu sammála um að þetta sé kjaftæði (sem þeir eru reyndar ekki). Þá er eitt atriði eftir sem mig langaði til að gera að umtalsefni og bendir til þess að eitthvað ann- að búi að baki gagnrýni þinni á kennsluskrá félagsvisindadeildar en fræðilegar áhyggjur: Þú telur sérstaka ástæðu til að geta um hvar i pólitiskum flokki kennarar þjóðfélagsfræðinnar standa. Hvaða máli á þetta að skipta, ef gagnrýni þin á að vera fræðileg? Og hvaða máli skiptir þetta ef þú hefur ekki stundað nám í deiidinni og hefur ekkert á takteinum til að vísa til að samhengi sé milli kennsluhátta þeirra og pólitískra skoðana? (fyrir nú utan það hvort þetta skipti yfirleitt einhverju máli í hvaða flokki kennarar eru, eigi að hafa skoðanafrelsi i heiðri). Það getur aðeins eitt legið á bak við þessar dyigjur þinar, og það segir þú reyndar ekki sjálfur, ég verð að bera það undir þig og leggja þér orð í munn: Aiþýðubanda- lagsmönnum (kommúnistum) á ekki að leyfast að kennc þjóð- félagsfræði, því þeir hafa þannig fræðilegar skoðanir að þær brjóta í bága við mitt fræðilega mat og kröfu um „hlutleysi" og bera því að minu viti þjóðfélaginu ekki rétta söguna. Þetta held ég að liggi árás þinni til grundvallar og kemur það heim og saman við tillögu þína um að skerða sjálfstæði þjóð- félagsfræðinnar og setja hana t.d. undir lögfræðina: Ég veit ekki hvort það er tilviljun ein, en meiripartur kennaraliðs lögfræði- deildar er efalaust sjálfstæðis- menn og ætlun þín er ugglaust sú að undir handarjaðri slikra manna muni marxískar sprautur ekki komast upp með neitt múð- ur. Allt Iyktar þetta af Berufsverbot. Sagðir þú ekki ein- hvern tima að skoðanafrelsi væri frelsi til að hafa aðra skoðun en valdhafarnir? Hafa allir aðrir rétt til þess að hafa aðra skoðun, nema marxistarnir skv. lýðræðiskokka- bókum þínum? Að lokum: Ef við erum fylgjendur frjálsrar skoðana- myndunar og frelsi visindaiðkana og andstæðingar algilds sannleika og boðberar gagnrýninnar hugs- unar, hljótum við í sameiningu að boða nauðsyn og réttindi til frjáls náms, að við fáum frelsi og viður- kenningu á því að stunda rann- sóknir og kynna okkur fræði eftir eigin óskum. Það er ekki vald- hafa, kennara eða pólitiskra flokka að ákveða hvað er rétt, rangt og æskilegt að kenna. Þá viðurkennum við rétt nemenda til að krefjast sérstakra námskeiða um ein og önnur efni, og rétt kennara til að hafa sína skoðun og opna háskólann fyrir frjalsri tján- ingu ólikra fræðilegra skoðana- strauma, bæði marxiskra og ekki- Framhald á bls. 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.