Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1977 15 lar segir Sigurður a8 séu örugglega irflokkum, og hann sör fram ö rokstur iguflug FlugleiBa hefur fariB vaxandi ö þessu öri og SigurSur Helgason ur a8 i þvl svi8i megi enn færa út kvtamar. Slagurinn um farþegana yfir AtlandshafiS er harSur og ö eftir a8 harSna enn. SigurSur telur hins vegar a8 raunhæft sö aS ætla a8 FlugleiSir standi af sér slaginn. DC 10 — en af or8um SigurBar I viBtalinu mö rö8a a8 hún sö raunhæfari kostur fyrir FlugleiSir en Boeing 747. endurnýja leyfi Flugleiða til Bahreins- flugs. Þú spurðir mig líka þá um áhuga okkar á leyfi til að fljúga til Beirut og ég sagði. að við hefðum ekkert á móti því að hafa slíkt leyfi í bakhöndinni, ef það fengist. Þannig reynum við að hafa augun opin og útiloka enga möguleika, sem bjóðast, þó á hendinni séu ekki aðstæður til að nýta þá strax En vegna þess að við vorum að tala um vaxandi leíguflug Flugleiða á þessu ári, þá er rétt að geta þess, að sama þróun hefur orðið hjá Air Bahama, sem nú stendur í vaxandi leiguflugi milli borga í Evrópu og Nassau." Landvinningar í Evrópu — En nú er það ekki bara i leigu flugi, sem þið eruð að sækja á inn i Evrópu „Nei Við tókum upp áætlunarflug til Parisar á þessu ári og til Dusseldorf i fyrra Þetta er þáttur i viðleitni okkar til að sækja farþegana alla leiðina inn á meg- inlandið Þetta skapar okkur auðvitað betri tekjur og sömuleiðis hefur ýtt á þetta, að við verðum stöðugt betur varir við að fólk vill helzt losna við að þurfa að fara um tvo flugvelli á leið sinni og skiptingu á flugi. Þetta er auðvitað skynsamlegt og eðlilegt, þegar það er haft i huga, að talsverður hluti þessa fólks hefði orðið að öðrum kosti að fara i gegnum London og allir vita, hvernig það hefur verið í sumar að þurfa að eiga leið ugi flugvöllinn þar." — Eruð þið með frekari landvinn- inga I Evrópu i huga? „Nei. Það er ekki hægt að segja að við séum með ákveðna áætlun um frekari viðkorriustaði í Evrópu. En að sjálfsögðu höfum við það í sjónmáli Ég get þó sagt að við munum senni- lega ekki fjölga þeim á næsta ári, heldur munum við leggja áherzlu á að auka flugið til þeirra staða, sem þegar eru komnir i áætlun hjá okkur." Gífurleg aukning í fragtfluginu — Árið 1976 skilaði farþegaflug- ið 77.1% af heildartekjum Flugleiða og leiguflugið 7.2%, eins og þú hef- ur sagt. En vöru- og póstflutningar skiluðu 7.8% heildarteknanna. Hver hefur þróunin verið i fragtfluginu á þessu ári? „Við höfum verið með mjög ítarlegar fyrirætlanir um aukningu á okkar fragt- flugi Þetta mál er búið að vera lengi í undirbúningi og við sjáum fram á veru- lega aukna möguleika á fragtflutning- um til og frá íslandi Það er í gegnum reynslu okkar í þessum efnum bæði á okkar eigin leiðum og með þátttöku okkar í rekstri Cargolux að við teljum að það sé grundvöllur til að auka fragtflutningana verulega. Til dæmis um þetta get ég nefnt það, sem við höfum verið að gera í nokkrum mæli, sem eru auknir flutn- ingar á ferskum fiski Það eru örugg- lega góðir markaðir fyrir þessa vöru bæði austan hafs og vestan, sem gefa gott verð Það má segja að við höfum flutt verulegt magn af ferskum fiski, sérstaklega vestur um haf." — Hvaða augum líta frystihúsa- samtökin á þessa flutninga? - „Þau hljóta að líta jákvætt á þetta Þá fæst almennt hærra verð fyrir ferskan fisk en frystan og þvi ættu þetta að vera þjóðhagslega hagkvæmir flutn- ingar. Enn sem komið er eru það þó mest ýmsir smáir aðilar, sem standa í þess- um útflutningi, en ég er ekki i nokkrum vafa um það, að þessir flutningar eiga framtiðina fyrir sér. Annað, sem við höfum áhuga á í sambandi við fragtflutninga, eru stór- auknir og skipulagðir flutningar á fersku grænmeti hingað til lands. En það eru ekki bara nýjungar, sem eru i fragtfluginu, heldur hefur það farið vaxandi hér eins og annars staðar, að almenn verðmætari vara er flutt flug- leiðis Það er augljós hagkvæmni i sliku á tímum verðbólgu og hárra vaxta." — Helzt fragtflugið i hendur við ykkar farþegaflug, eða er þetta kom- ið út i sérflug? „Hvort tveggja Nú er það svo með báðar flugvélategundirnar, sem við rekum í utanlandsfluginu; DC 8 og Boeing 727, að þær má reka til far- þegaflugs eingöngu, til farþegaflugs að hluta og fragtflugs að hluta og þeim er hægt að breyta til fragtflugs ein- göngu Þannig eru þetta mjög heppi- legar flugvélategundir til að ná árangri á þessu sviði Fragt þarf nefnilega ekki siður en farþegar að hafa forgang hvað tiðni ferða snertir, því aðalkosturinn við flugfragtina er hraðinn Þannig getum við látið þetta haldast mjög heppilega í hendur hjá okkur. Eitt er það sem mig langar til að nefna í sambandi við fragtflugið og það er áhugi okkar á því að gera kaupsýslumönnum hér kleift að ná hagstæðum innkaupum í fjarlægum Austurlöndum með tengingu við Cargolux " — Hefur hlutur fragtarinnar þá vaxið á þessu ári? Á Atlantshafinu er aukningin um 75% á magni miðað við sama tima i fyrra og einnig hefur orðið veruleg aukning í Evrópufluginu, þó hún sé aðeins minni en sú fyrrnefnda — Þannig má ef til vill segja, að aukning i leiguflugi og fragtflugi bæti ykkur farþegaflugið upp? „Við reynum að hasla okkur völl, þar sem við sjáum tækifæri til þess Það að farþegaflugið hefur aðeins dalað, höf- um við reynt að bæta upp með því að ná okkur betur á strik með fragtina og leiguflugið Endurnýjun Atlantshafsflotans eftir tvö ár — Þú minntist áðan á að þið vær- uð með heppilegar flugvélategundir. Hvað um endurnýjun flotans? krefst mikils magns og mikillar tíðni og þegar hægt er að ná meiri hagkvæmni með stærri tækjum, þá eru flugvéla- skipti réttlætanleg ráðstöfun'' — Er ekki Cargolux komið í rekst- ur I S-Ameríku eða Mið-Ameriku til að skapa Rolls Royce flugvélunum áframhaldandi verkefni? „Cargolux er aðili að nýju fragtflug- félagi í Uruguay, sem byrjar smátt með eina Rolls Royce CL 44, sem Loftleiðir áttu einu sinni Þannig er þessi flugvél nú að byrja á þriðju uppbyggingunni". — Er þetta algengt, að flugfélög fylgi svona sínum vélum eftir með því að stofna fyrirtæki um áfram- haldandi rekstur þeirra eftir að þær hafa lokið sinu hlutverki á einu svið- inu? „Það er al!s ekki reglan og reyndar má tala um undantekningu i þessu sambandi Það sem við vorum að gera, þegar við fórum út í Cargolux og það sem Cargolux er nú að gera, er að skapa áframhaldandi notkun fyrir flugvélar, sem ekki duga lengur til þess sem þarf hjá viðkomandi félögum Gangurinn í þessu öllu er sá, að frá Rolls Royce er DC 8 eðlilegt skref og síðan breiðþotur eðlilegt framhald af DC 8“ — En eru engin takmörk fyrir þvi, hversu stórar flugvélarnar verða? „Ég tel mjög liklegt að farþegaflug- vélarnar eigi eftir að stækka enn Boeing er komið með hugmyndir að stækkun upp í 700 sæta flugvél og eins og ég gat um áðan má stækka DC 10 I um 500 farþega vél Þannig held ég að þróunin haldi áfram'' — Nú var þvi spáð að þróunin á jörðu niðri myndi hefta þróunina í loftinu. „Það voru vissir flugvellir i heimin- um, sem voru komnir i þá stöðu að geta ekki tekið við fleiri flugvélum Þetta vandamál hefur ekki aukizt, held- ur hefur þetta þvert á móti liðkazt allt saman og þá fyrst og fremst vegna þess að hreyfingar um flugvellina urðu færri þegar flugvélarnar stækkuðu Þróunin hefur að vísu leitt til þess, að flugstöðvarbyggingar hafa orðið að Framhald á bls. 26 „Við teljum þessar flugvélategundir, sem við erum með, örugglega hag- kvæmustu gerðirnar i þessum stærðar- flokkum og við sjáum fram á áfram- haldandi rekstur á þeim næstu tvö árin eða svo Hins vegar erum við auðvitað farnir að líta i kringum okkur, þvi við sjáum fram á það að vélarnar okkar úreldast og þá verðum við i tæka tið að vera reiðubúnir til að afla okkur nýrra og hagkvæmari tækja." — Er ykkar raunverulegi valkost- ur þá fyrirliggjandi? „Það má segja, að það séu þrjár tegundir, sem við höfum einkum beint sjónum okkar að; Boeing 747, Douglas DC 1 0 og Lockhead 1 01 1. Af þeim standa tvær fyrstnefndu tegund- irnar sterkastar að vígi og má segja að þar standi valið milli 500 sæta flugvél- ar og 350 sæta vélar Það er Ijóst að það yrði erfiðara að fylla stærri vélina i sama hlutfalli og minni vél og því er 350 sæta flugvél miklu viðráðanlegri stærð fyrir okkur en 500 sæta flugvél DC 10 vélinni fylgir lika sá kostur að hana má lengja, eins og DC 8 vélarnar, sem við erum nú með, og þá myndi hún fara í um 500 farþega flugvél, ef henta þvkir'' — Þegar þið endurnýjuðuð flot- ann frá Rolls Royce vélunum yfir i DC 8, stofnuðuð þið til fragtflugfél- agsins Cargolux. Eru einhverjar slík ar áætlanir uppi i sambandi við endurnýjunina eftir tvö ár? „Þessar vélar, sem við erum með, hafa það umfram flestar aðrar flugvélar að þær hafa haldið sinu verði alveg ótrúlega vel Það er litill munur á þvi verði, sem fæst fyrir vélina nú, og því verði, sem hún var keypt á frá verk smiðjum Það er ef til vill allt að 20% frávik og þessar vélar hafa alls ekki tapað sínum yfirburðum í hagkvæmni í sinum stærðarflokkum Ég hugsa, að þegar til endurnýjunar- innar kemur, þá munum við selja þess- ar vélar á frjálsum markaði Cargolux horfir fram á endurnýjun á sinum flug- vélakosti . . ." — Með kaupum á Boeing 747? „Já. Félagið er komið inn á rútu sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.